Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 16

Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021 Loftslagsbreyt- ingar! Hnattræn hlýn- un! Loftslagsvá! Ham- farahlýnun! Ég fæ samviskubit. Er þetta mér að kenna? Ég keyri um á dís- ilbíl. Er ég umhverf- issinni? Nei, segja sumir. Þú mengar andrúmsloftið. Já, segja aðrir. Það þarf ekki að virkja víðernin til þess að þú getir hlaðið bílinn þinn. Ég pota niður trjám af og til. Frábært, segja sumir. Tré binda CO2. Þú ert að kolefnisjafna dísil- brennsluna. Arfavitlaust, segja aðrir. Trén, sem þú ert að planta, eyðileggja íslenskt vistkerfi og ásýnd landsins. Ég reyni að flokka eftir bestu getu. Nýlega bættist við ný tunna, brún, undir lífrænan úrgang. Tunnugeymslan tekur bara tvær tunnur. Flokkunin hefur því færst inn í bílskúr að hluta og ég er bú- inn að birgja mig upp af glærum plastpokum í stað þeirra svörtu, svo ég verði ekki skammaður hjá Sorpu. (Talandi um Sorpu. Mér leyfist að setja bylgjupappa í bláu tunnuna og grenndargám, en hjá Sorpu verð ég að farga honum í sérstakan gám. Af hverju?) Ég þarf að stækka tunnugeymsluna, en vandamálið er að ég veit ekki hvað tunnurnar verða margar fyrir rest og það sem skiptir e.t.v. meira máli; hve stórar. Af hverju þarf ég 120 lítra tunnu undir 2-3 poka af lífrænum úrgangi? Ég fer með margnota burð- arpoka út í búð. Hvað ber ég heim? Plast! „Íslenskt grænmeti, þú veist hvaðan það kemur!“ Já, ég veit það og því er öllu pakkað í plast. Og nú stefnir í að maður þurfi að borga auka- gjald fyrir allt plastið. Af hverju á ég að greiða aukalega fyrir plastílát eða -umbúðir og sjá svo um að farga þeim líka? Las ein- hvers staðar að 80% plastmengunar sjávar megi rekja til fimm stórfljóta á suðurhveli jarðar. Leyfi mér að fullyrða að meirihluti jarðarbúa hefur ekki hugmynd um aðsteðjandi lofts- lagsvá eða er slétt sama. Samkvæmt nýjustu fréttum er- um við Íslendingar meðal mestu umhverfissóða heims. Við losum meira af gróðurhúsalofttegundum per haus en flest ríki veraldar. Hvernig má það vera? Við með alla okkar hreinu orku. Er það stór- iðjan? Aflátsbréfin? (Hvaða rugl er það?) Gosið í Geldingadölum? Hef ekki hugmynd, en finnst þetta ósanngjarn mælikvarði. Væri ekki eðlilegra að miða losun gróður- húsalofttegunda við höfðatölu? Kínverjar og Indverjar eru sam- anlagt um þriðjungur mannkyns. Heyrði haft eftir einhverjum að ef Kína og Indland væru ekki með gætum við gleymt baráttunni við loftslagsvána. En mér skilst að ef við stöndum ekki við umsamin markmið samkvæmt Parísarsam- komulaginu þurfum við að borga milljarða í sektir. Hverjum? Er það e.t.v. stærsta lofts- lagsváin? Fjölgun jarðarbúa? Við teljum nú um átta milljarða og verðum orðin tæplega 10 millj- arðar um miðja öldina ef spár ganga eftir. Allt þetta fólk þarf fæði, klæði og húsnæði og losar reiðinnar býsn af CO2. Það þarf fleiri verksmiðjur. Það þarf að brjóta meira land til ræktunar. Og hvar á að hola fólkinu niður? Á þekktum flóðasvæðum eins og gerðist í Þýskalandi og Belgíu? Það höfðu víst ekki komið ham- faraflóð á þessum svæðum í nær heila öld. Það hlaut því að vera óhætt að byggja þar. Álíka gáfu- legt og að skipuleggja íbúabyggð við rætur Heklu. Það er svo „langt“ síðan hún gaus síðast. Jökullinn Ok er horfinn og þar hefur verið reistur minnisvarði. Einhverjir heimamanna hafa reyndar viðrað þá skoðun að Ok hafi aldrei verið jökull. Ætla ekki að blanda mér í þá umræðu. Man einhver eftir Glámu? Þegar ég var í barnaskóla lærði ég að Gláma væri jökull. Að sögn fræðimanna missti hins vegar Gláma þá stöðu sína í lok 19. aldar. Þar er enginn minnisvarði. Um svipað leyti byrj- uðu skriðjöklar Vatnajökuls að hopa. Hver var styrkur CO2 í and- rúmslofti þá? Og nú á að halda enn eina lofts- lagsráðstefnuna, þá 26. í röðinni og þá allra mikilvægustu af þeim öll- um, ef marka má skipuleggjendur. Nú á sko að taka á honum stóra sínum. Skyldu ráðstefnugestir kol- efnisjafna þátttöku sína? Ég mun fylgjast með fréttum frá þessari ráðstefnu á milli þess sem ég velti fyrir mér kaupum á rafmagnsbíl … eða reiðhjóli, flokka sorp, arka um með margnota burðarpoka fullan af plasti og sötra mjólkurhristing með papparöri úr glerglasi, sem ég geng nú með í vasanum. Kannski ráðstefnugestir frétti af þessu og hugsi sem svo: Sjáið hvað Íslend- ingurinn er að gera. Eigum við ekki að gera þetta líka? Jú, en eig- um við ekki að bíða eftir næstu skýrslu og sjá til hvort þetta hefur haft einhver áhrif? Ræðum þetta á næstu ráðstefnu, COP 27. Vangaveltur Eftir Ara Kr. Sæmundsen » Leyfi mér að fullyrða að meirihluti jarð- arbúa hefur ekki hug- mynd um aðsteðjandi loftslagsvá eða er slétt sama. Ari Kr. Sæmundsen Höfundur er líffræðingur. ari@medor.is Ég fékk símhring- ingu frá Sjúkratrygg- ingum Íslands, eða heilbrigðisráðuneyt- inu, man það ekki al- veg, fyrir nokkrum vikum. Tilefnið var mjög erfið staða Landspítalans á þá leið að þar dveldu allt of margir aldraðir einstaklingar, sem ættu frekar að búa á hjúkr- unarheimili en að eyða síðustu ævi- dögunum á hátæknisjúkrahúsi. Sem er sko algjörlega satt. En sím- talinu fylgdi ótrúleg beiðni. Hvort við gætum ekki bætt við rúmum í einstaklingsherbergi Grundar þannig að það kæmust tveir heim- ilismenn í eins manns herbergi. Hoppað áratugi aftur í tímann í einu símtali. Og pissað rækilega í báða skóna. Ég trúði varla því sem ég heyrði, en þetta er dagsatt! Við á Grundarheimilunum, á Grund og í Ási, höfum sl. áratugi verið að fækka tvíbýlum og útbúið eins manns herbergi með sérbað- herbergi fyrir hvern og einn. Nokkur tvíbýli eru enn á Grund og sömu sögu er að segja úr Ási. Við stefnum að því að þau verði öll úr sögunni á næstu árum. En þarna var sem sagt verið að snúa við já- kvæðri og skynsamlegri þróun undanfarinna ára á augabragði. Einhverjir gætu sagt að þetta yrði bara til bráðabirgða og stæði stutt yfir. En lítið til dæmis á Vífilsstaði sem Landspítalinn rekur. Hefð- bundnum hjúkrunarheimilisrekstri var hætt þar árið 2010, enda hús- næðið og öll aðstaða allsendis ófull- nægjandi til slíks. En viti menn, í lok árs 2013 var opnuð þar biðdeild LSH, til bráðabirgða og er enn rekin sem slík fyrir þá sem hafa lokið með- ferð á sjúkrahúsinu og bíða þess að komast í varanlega dvöl á hjúkrunarheimili. Þar búa í dag 42 ein- staklingar. Átta ára bráðabirgðaúrræði? Hvað ætli lang- tímaúrræði nái yfir langan tíma? Stjórnvöld hafa dregið lappirnar um of varðandi uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma á suðvesturhorni landsins um langt árabil. Reglu- lega dúkkar upp umræða meðal opinberra aðila um aukna heima- hjúkrun og heimaþjónustu, en eins og hingað til eru slík vilyrði því miður frekar í orði en á borði. Auk- in þjónusta heim er að sjálfsögðu af hinu góða en hún dugar ekki til því aldurssamsetning þjóðarinnar er með þeim hætti að við þurfum einnig ný hjúkrunarrými. Vonandi sér ný ríkisstjórn ljósið og dregur til baka þessar forn- eskjulegu hugmyndir um að fjölga einstaklingum í þeim herbergjum sem núverandi heimilismenn hjúkrunarheimila búa í í dag. Piss- ið verður fljótt kalt í skónum. Pissað í skóinn Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson »Hoppað áratugi aftur í tímann í einu símtali. Og pissað rækilega í báða skóna. Ég trúði varla því sem ég heyrði, en þetta er dagsatt! Höfundur er forstjóri Grundarheimilanna. gisli@grund.is Verkalýðsfélögin fara mikinn og tala um auðvaldið á Íslandi sem einhvers konar neikvætt afl. Verkalýðsforustan þarf að gera sér grein fyrir því að auðvald er hjá þeim, það er þeim sem hafa auðinn, og hverjir eru það? Jú, það eru hið opinbera, bankar, lífeyrissjóðir og verkalýðs- félögin, ekki satt? Þarna eru völdin yfir auðnum í þjóðfélaginu og því sannkallað auðvald. Því er það hjákátlegt að heyra forustumenn verkalýðsins tala nið- ur til auðvaldsins, því þeir eru þá að tala sjálfa sig niður. Meira um verkalýðsfélögin, sem sitja á stórum sjóðum og stýra sín- um málum og skoðunum í ljósi auð- valdsins og þurfa nú að fara að hugsa sinn gang. Þessir aðilar eru alltaf að tala um jöfnuð og sann- girni og að deila jafnt. Ekki ganga verkalýðsfélögin fram með góðu fordæmi því þau mismuna félögum sínum allverulega í innheimtu á svo- kölluðum félagsgjöldum. Þau inn- heimta ákveðið hlutfall af heild- arlaunum félagsmanna og finnst það sanngjarnt. Ef málið er betur skoðað þá er þetta í raun innheimt eins og tekjuskattur en ekki fé- lagsgjald. Þess vegna eykst hagur félaganna við hverja launahækkun í landinu. Ekki mikill jöfnuður í þessu. Þá er lýðræðið og jöfnuðurinn í stéttarfélögum ekki upp á marga fiska, því að það að það skuli vera hægt að kjósa formann með örfáum félags- mönnum er engan veg- inn sanngjarnt. Það ætti að vera í lögum að það þurfi meirihluta skráðra félagsmanna til að kjósa formann stéttarfélags. Enn meira lýðræði væri að það þyrfti meirihluta skráðra félagsmanna í viðkomandi stétt- arfélagi til að sam- þykkja verkfall og þá líka nýja kjarasamninga. Þeir félagsmenn í verkalýðs- félögum sem ekki nota rétt sinn til að kjósa t.d. formann, eða kjósa í kosningum um verkföll eða nýja kjarasamninga, ættu að segja sig úr sínu stéttarfélagi og vera utan fé- lags, það er nú einu sinni félaga- frelsi á Íslandi. Og að vera ekki í stéttarfélagi myndi auka ráðstöf- unartekjur viðkomandi. Allir geta gert sjálfstæða ráðningarsamninga í dag, sérstaklega þegar jafnlauna- kerfi er komið í öll fyrirtæki. Gangi ykkur vel með að hugleiða þetta. Hvert er auðvaldið á Íslandi? Eftir Bjarna Gunnarsson Bjarni Gunnarsson »Ekki ganga verka- lýðsfélögin fram með góðu fordæmi því þau mismuna félögum sínum allverulega í inn- heimtu á svokölluðum félagsgjöldum. Höfundur er viðskiptafræðingur. bg@icetransport.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.