Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 18

Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021 Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá árinu 2017 var lagt til „að ekki verði settar sérstakar takmarkanir á erlent eignarhald í ís- lensku fiskeldi. Slíkar reglur myndu draga úr fjárfestingum erlendra aðila í fiskeldi hér á landi og þannig skapa óvissu um framþróun fiskeldis“. Á þessum tíma voru laxeldisfyrirtæki með erlenda eignaraðild þá þegar komin í meirihlutaeigu útlendinga. Í rökstuðningnum var meðal annars bent á alþjóðlegar skuldbindingar og að ekki væri heimilt að takmarka „fjárfestingar erlendra aðila á EES- svæðinu“. En er það þannig? Ávinningurinn Vinna stefnumótunarhópsins gekk út á að stærstum hluta að útbúa leik- reglur sem tryggðu mikinn fjárhags- legan ávinning fyrir íslenska leppa og erlenda fjárfesta. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða voru leiðandi í stefnumótunarhópn- um og með því að koma í veg fyrir að sett yrði takmörkun á eignarhald er- lendra fjárfesta var hægt að ná í ódýr leyfi fyrir hönd erlendra umbjóð- enda: . Setja laxeldisfyrirtækin á erlendan hlutabréfamarkað, auka eftir- spurnina og ná miklum fjárhags- legum ávinningi. . Einn eða fáir erlendir aðilar eignist meirihluta, verðleggja hlutabréfin, selja síðan ákveðinn hluta bréfanna við skráningu á erlendan hluta- bréfamarkað og eiga þannig mögu- leika ná til baka öllum þeim fjár- munum sem búið var að leggja í félagið. Af hverju aðrar reglur fyrir laxeldi? Í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 er m.a. ákvæði um að fiskveiðar í efna- hagslögsögu Íslands séu eingöngu heimilar fyrirtækjum sem ekki eru í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Skv. fyrirspurn á 150. löggjafarþingi (þingskjal 1720-539. mál) kemur fram að eignarhlutur erlendra aðila er mjög lítill í ís- lenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum. Í þessu samhengi er einn- ig vert að benda á um- fjöllun í fjölmiðlum þar sem hefur komið fram mikil andstaða við upp- kaup erlendra aðila á laxveiðiám og land- svæðum, m.a. af stjórnmálamönnum. Af hverju eiga aðrar reglur að gilda um erlent eignaraðild í laxeld- isfyrirtækjum? Í nágrannalöndum okkar eru oft ákvæði um takmarkað eignarhald útlendinga og í því sam- hengi má nefna Færeyjar þar sem það á bæði við um sjávarútveg og laxeldi. Færeyska leiðin Það er athyglisvert að stefnumót- unarhópurinn mælti „jafnframt ekki með þeirri aðferð að takmarka at- kvæðisrétt erlendra aðila í hluta- félögum eins og gert er í færeyskum hlutafélögum sem stunda fiskeldis- starfsemi“. Nýlega voru settar reglur um erlent eignarhald í laxeldis- fyrirtækjum í Færeyjum, um 20% há- mark á annaðhvort beint eða óbeint erlent eignarhald. Nú þegar er laxeld- isfyrirtæki í Færeyjum í fullri eigu er- lendra aðila eins og í tilfelli Mowi en reglurnar eru nú þannig að fyrirtækið hefur ekki möguleika að auka umsvif sín í sjókvíaeldi á laxi. Það má margt læra af nágrönnum okkar Fær- eyingum. Vinna að sérhagsmunum Stjórnarformenn Arnarlax og Fisk- eldis Austfjarða voru leiðandi í vinnu stefnumótunarhópsins og þeir sem leppar voru að gæta hagsmuna er- lendra fjárfesta. Það kemur því ekki á óvart að unnið var á móti því að höml- ur væru settar á erlent eignarhald. Jafnframt var lítið fjallað í stefnumót- unarskýrslunni um fjárhagslegan ávinning fyrir þjóðarbúið, eflaust vegna þess að fyrirséð var að fjár- hagslegur ávinningur vegna verðlagn- ingar á eldisleyfum og hugsanlegs arðs færi að mestu til erlendra fjár- festa. Aftur á móti kemur það á óvart að ekki var tekið á þessu máli við gerð laga um fiskeldi í ráðuneytinu eða á öðrum vettvangi. Engin umræða á þinginu Eignarhald fékk enga efnislega umfjöllun á Alþingi Íslendinga og kann það að hafa eðlilegar eða óeðli- legar skýringar. Það átti sér stað mikill lobbíismi íslenskra leppa sem héldu fast að alþingismönnum ákveðnum sjónarmiðum í þágu er- lendra fjárfesta. Í því sambandi má minna á ummæli á þinginu eins og „ég vona að hv. þingmaður sé sam- mála mér um að löggjöf eigi að miðast almennt við lagaumhverfi þeirra sem hún á að ná til en ekki með ein- hverjum krúsindúllum til að mæta einstaka fyrirtækjum sem lobbíast á Alþingi“. Jafnframt yfirgnæfði um- ræðan umhverfismál laxeldis og því e.t.v. ekki óvænt að alþingismenn misstu fókusinn frá þessu máli og öðrum sem skiptu miklu máli. Það er búið að ráðstafa hagnaðinum Í stefnumótunarskýrslunni kemur fram: „Þau rök hafa heyrst að hagn- aður í fyrirtækjum sem lúta erlendri eignaraðild sé fluttur úr landi og eig- endur ráðstafi honum erlendis og fjárfesti ekki hér á landi. Hvort þetta verður raunin á eftir að koma í ljós.“ Leiðandi aðilar í stefnumótunar- hópnum gerðu sér grein fyrir því að lykillinn að miklum fjárhagslegum ávinningi var að setja ekki takmörk á erlent eignarhald. Það gaf möguleika á að skrá félögin á erlendan hluta- bréfamarkað og „hækka í hafi“ ódýru íslensku leyfin um tugi milljarða króna. Það er því nú þegar komið í ljós að búið er að ráðstafa hagn- aðinum í formi mikilla eignamynd- unar erlendra fjárfesta, upp á tugi milljarða króna, sem byggist að mestu á virði eldisleyfa. Eftir Valdimar Inga Gunnarsson » Búið er að ráðstafa hagnaðinum í formi mikillar eignamyndunar erlendra fjárfesta, upp á tugi milljarða króna, sem byggist að mestu á virði eldisleyfa. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. valdimar@sjavarutvegur.is Erlent eignarhald í laxeldi og sjávarútvegi Út er komin á ís- lensku bókin „Sjö goð- sagnir um Lúther“ eftir danska prófessorinn Frederik Stjernfelt í þýðingu Ásmundar Stefánssonar. Fagna ber því að vakin er um- ræða um jafn merkan mann og Marteinn Lúther var og þakka ber Ásmundi fyrir framtakið. Ekki verður í þessum fáu orðum fjallað um þessa bók og niður- stöður hennar, heldur minnt á hver maðurinn var og hvað eftir hann ligg- ur. Umfjöllun um merka guðfræði hans bíður einnig betri tíma. Marteinn Lúther er talinn meðal merkustu manna sinnar tíðar. Hann reis einn síns liðs upp gegn ofurvaldi Rómarkirkjunnar og hætti með því lífi sínu og sinna. Einmana munkur gegn ægivaldi ríkis og kirkju. Sigur hans í þeirri baráttu var óumdeildur. Sá tíðarandi sem Lúther reis gegn var byggður á stöðugum ótta við refs- ingu Guðs og hreinsunareld, en á þeim ótta ól Rómarkirkjan með sölu aflátsbréfa sinna. Frelsi undan þess- um ótta fólst í þeirri trú, sem Lúther boðaði, að maðurinn öðlaðist frelsi með trúnni á Guð sem væri án skil- yrða. Afleiðingar af verkum Lúthers eru víðtækar. Lúther er talinn faðir hins þýska ritmáls. Þýð- ingar hans á Nýja testa- mentinu 1521 og síðar á allri biblíunni 1534 eru stórvirki og færðu al- menningi loksins boð- skap Ritningarinnar á móðurmálinu. Þá gat al- menningur sjálfur túlk- að Orðið án milligöngu klerkastéttarinnar og fengið beint í æð hinn kristna boð- skap. Tilkoma prentlistarinnar á sama tíma gerði boðskap hans svo að- gengilegan öllum almenningi. Varaði Lúther við öllum verkum sem ekki eru beinlínis ætluð til að bæta eigin hag eða annarra, heldur til að þókn- ast kirkjulegum yfirvöldum. Slík verk eru í andstöðu við það frelsi sem hinn kristni einstaklingur nýtur, en hafa þann eina tilgang að brjóta það frelsi niður. Prestar, munkar og nunnur gátu nú gengið í hjónaband, og sýndi Lúther fordæmið með því að giftast sjálfur nunnu 1525. Hafði þetta mikil áhrif á heimilisbrag í öllu landinu. 1524 er talið fæðingarár mótmæl- endasálmanna, en þá gaf Lúther út 35 sálma á þýsku. Er þetta talið með- al bestu ávaxta siðbótarinnar og hafði mikil áhrif á að hin þýska messa varð til á móðurmálinu. Ekki verður hér fram haldið upp- talningu á þeirri umbyltingu sem boðskapur Lúthers olli. Hann var sannur byltingarmaður á sínu sviði og verðskuldar þann sess sem hann nýtur í dag í vestrænum kristnum samfélögum. En dýrlingur var hann ekki og er því hvergi haldið fram. Seinni tíma túlkanir sem birtust m.a. í ströngum aga í daglegu lífi fólks, nornaveiðum og annarri hjátrú í nafni trúar eru frá öðrum komnar. Við beitum heldur ekki gildismati samtímans á forna tíma hvort sem rætt er um mannréttindi, stöðu minnihlutahópa eða kynhneigð fólks. Öll tenging við öfgaöfl nútímans eins og nasisma og talibana er enn fremur óviðeigandi. Um Martein Lúther Eftir Árna Gunnarsson »Hann reis einn síns liðs upp gegn ofur- valdi Rómarkirkjunnar og hætti með því lífi sínu og sinna. Einmana munkur gegn ægivaldi ríkis og kirkju. Árni Gunnarsson Höfundur er guðfræðingur og áhugamaður um Martein Lúther. Veggirnir ljóma ekki lengur af nýleg- um myndverkum lista- fólks. Ilmurinn úr eld- húsinu kallar ekki lengur á gesti og gang- andi. Bókmennta- kynningarnar sem fóru svo vel í þessu menningarhúsi heyr- ast ekki lengur. Þegar Hannesarholt var opnað sem menningarmiðstöð tóku höfuðborgarbúar við sér og lögðu leið sína í hús Hannesar Haf- stein, nutu lista, söngs og matar í þessu umhverfi sem hinn ástsæli Hannes, skáld og fyrsti ráðherra Ís- lands, lét byggja fyrir fjölskyldu sína í byrjun tuttugustu aldar. Ég horfði oft á þetta fallega hús á leið minni í Listasafn Íslands og velti fyrir mér hvað yrði um það. Þegar Ragnheiður Jóna Jóns- dóttir notaði föðurarf sinn til að kaupa húsið, taka það fallega í gegn, byggja tónsalinn Hljóðberg og opna það fyrir almenningi gladdist ég mjög og einsetti mér að njóta þess að setja þar upp litla sýningu með þeim myndum sem ég hafði málað til að sækja mér gleði: „Leikið og lofað í garðinum heima.“ Andrýmið í hús- inu á engan sinn líka og heldur ein- staklega vel utan um litlar vatnslitamyndir og hógværa viðburði á listasviði. Minningu Hannesar er vissulega haldið fallega á lofti. Ég veit að ég tala fyr- ir munn margra sem sakna þessara atburða sem fóru fram í Hann- esarholti. Nú er mús- íkin þögnuð, að minnsta kosti í bili, og veggirnir ljóma ekki lengur af nýjum myndverkum á þriggja vikna fresti. Matarilmurinn úr eldhúsinu lokkar ekki bragðlaukana lengur, og við eigum þess ekki kost að njóta lista í þessu fagra aldamóta- umhverfi. Vilja borgaryfirvöld og önnur stjórnvöld virkilega að þessi staður líði undir lok? Söngurinn í Hannes- arholti er þagnaður Eftir Kristínu Þorkelsdóttur Kristín Þorkelsdóttir »Hannesarholt hefur ekki lengur stuðning opinberra aðila til að halda úti metnaðarfullri menningardagskrá sök- um sorglegrar skamm- sýni þeirra sem ráða. Höfundur er grafískur hönnuður og myndlistarkona. Öðru hverju sjáum við í fréttum Sjónvarps- ins mynd af alþing- ishúsinu með styttuna af Jóni Sigurðssyni á skjön við húsið í for- grunninum, berandi leifar þess sem fugl- arnir hafa skilið þar eft- ir. Saga þessarar styttu er hin sama og saga Jóns, en Einar Jónsson gerði hana, og var hún þá sett fyrir framan Stjórnarráðið með þeim endemum að hún var rammskökk, svona rétt eins og grein dr. Bjarna Más Magnússonar í Fréttablaðinu 16. júní síðastliðinn, sem í fáfræði sinni gerir Jóni engin skil. Í þinghúsinu sjálfu er mynd af Jóni, þar sem hann leiðir þingmenn í mótmælum í lok Þjóðfundarins, en ekki eru þeir margir þar nú sem vita hverju verið var að mótmæla. Jón Sigurðsson var, eins og mik- ilmenni tíðast, mikill þyrnir í augum samstarfsmanna og eftirmanna, ekki síst vegna þess að hann barðist gegn einokunarversluninni, sem enn lifir góðu lífi í samfélagi okkar og var hornsteinn efnahagslífsins nánast alla síðustu öld og stendur enn þann dag í dag í málaferlum við einstaka menn í viðskiptalífinu. Jón Sigurðsson lagði á það áherslu að engin þjóð gæti lifað við takmark- að verslunarfrelsi og kom því í gegn á Alþingi að öll skip, sem virtu siglinga- reglur, mættu stunda verslun við landsmenn hindrunarlaust. Þetta varð til þess að bændur fyrir norðan sendu enskum verslunarmanni bréf, sem hafði keypt fullfermi skips af sauðfé í Reykjavík, og báðu hann að sigla næst á Húsavík, sem hann gerði, og bændur eignuðust lausafé fyrsta sinni. Þetta varð til þess að kaupfélag var stofnað hið bráðasta, til að koma í veg fyrir slíka ósvinnu, og það fyrsta sem gert var eftir 1. des- ember 1918 var að banna alla verslun einstaklinga og fyrirtækja þeirra við útlenska nema í gegnum einokunar- verslunina, sem reyndar gegndi öðru nafni, og var síðan lögð undir Samband ís- lenskra samvinnu- félaga. Jón Sigurðsson lagði árið 1847 til á þingi að byggt yrði sjúkrahús í Reykjavík, með lækni þar með fast aðsetur, til lækningar holdsveiki. Þetta var hans hjartans mál og flutt af krafti hugsjónamannsins í anda kærleika fyrir landsmenn alla. Það var svo í anda stjórnarfarsins íslenska að það var fellt, og alltaf síðan þegar hann tók það upp aftur á þingi. Engin var það tilviljun, meðan Jón var búsettur í Kaupmannahöfn, að læknar þar fengju áhuga á að ferðast til landsins og kynna sér heilsufarið. Æ ofan í æ komu þeir til landsins að hvatningu hans, og landlæknis Jóns Hjaltalíns, vinar hans, og leystu með- al annars barnadauðamálið í Vest- mannaeyjum, svokallaða fýlaveiki, og kynntu sér til hlítar málefni holds- veikra. Þeir könnuðu þar einnig ör- yggismál sjómanna, og hlutfall lát- inna, sem síðan var farið að sinna um eða upp úr 1970. Þegar síðan Alþingi 1894 felldi enn frumvarp um byggingu sjúkrahúss tóku Danir sig til, söfnuðu peningum og byggðu þá stærsta hús á Íslandi, Holdsveikraspítalann, og uppfylltu þar með hinn stóra draum hins látna þingforseta. Enda hefur Dönum allt- af síðan, og stundum fyrr, verið kennt um allt það sem miður hefur farið á Íslandi, enda gott fyrir óskeikula að hafa einhvern til þess hlutverks. Virðing Jóns Sigurðssonar Eftir Kristján Hall »… eins og grein dr. Bjarna Más Magn- ússonar í Fréttablaðinu 16. júní síðastliðinn, sem í fáfræði sinni gerir Jóni engin skil. Kristján Hall Höfundur er eftirlaunaþegi. vega@vortex.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.