Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 245. tölublað . 109. árgangur .
REYKJAVÍK BARN-
ANNA EFTIR MAR-
GRÉTI OG LINDU
FAGNA 75 ÁRA
BRÚÐKAUPS-
AFMÆLI
HVAÐA DEKK
SKAL VELJA
Í VETUR?
GIFTUST 1946 2 BÍLAR 16 SÍÐURTÍMAFLAKK UM BORGINA 28
Haustlegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur þegar ljós-
myndari fór á stjá. Eru Íslendingar margir búnir að rífa dún-
úlpuna úr iðrum fataskápsins til að verjast köldum blæstri
Kára. Fallegir haustlitir nýfallinna laufblaða prýða nú götur,
garða og göngustíga víða um land og er eflaust stór hluti
landsmanna sem tekur þessum árstíðaskiptum fegins hendi
með kaffibolla eða heitt súkkulaði við hönd. Aðrir kveðja
sumarið með miklum trega og telja niður dagana til þess
næsta, ef til vill í von um að það verði betra en það liðna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haustlitirnir
fegra í kuldanum
_ Alls hafa verið seldar eða teknar
frá lóðir undir á þriðja hundrað
íbúðir og tólf einbýlishús í nýju
íbúðarhverfi í Vogum, Grænu-
byggð, en þegar það er fullbyggt
gætu þar búið um 2.000 manns.
„Salan síðustu daga hefur gengið
framar vonum,“ segir Sverrir
Pálmason, lögmaður og fasteigna-
sali, um sölu lóðanna en fyrstu íbúð-
irnar verða afhentar í nóvember.
Athygli vekur að sjávarlóðir í
Grænubyggð kosta frá 16,5 millj-
ónum króna en fasteignasali sem
ræddi við Morgunblaðið sagði orðið
mjög lítið framboð á sjávarlóðum á
höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni.
Það ætti m.a. þátt í miklum áhuga á
sjávarlóðum í Hvammsvík. »12
Morgunblaðið/Eggert
Grænabyggð Fyrstu íbúðirnar í hverfinu
verða afhentar í lok nóvember.
Ásókn í byggingar-
lóðir í Vogum _ Dómsmálaráðuneytið útilokar
ekki að við skipulagningu og fram-
kvæmd uppkosninga, komi til
þeirra, geti komið í ljós enn fleiri
vafaatriði en þau sem fjallað hefur
verið um að undanförnu. Um þau
geti svo risið ágreiningur.
Á þetta bendir ráðuneytið í minn-
isblaði sem sent hefur verið Al-
þingi, um þær reglur sem gilda um
uppkosningar á grundvelli 115. gr.
laga um kosningar til Alþingis.
Í minnisblaðinu ítrekar ráðu-
neytið að fáum skýrum lagareglum
um uppkosningar sé til að dreifa.
Slíkar kosningar hafi ekki farið
fram áður í heilu kjördæmi. Í lögum
um kosningar til Alþingis sé hvorki
að finna heildstæða umfjöllun um
framkvæmd uppkosninga né skil-
greiningu á því hugtaki. »6
Vafamál gætu risið
við uppkosningar
Morgunblaðið/Ómar
Alþingishúsið Ráðuneytið sendi Alþingi
minnisblað um þær reglur sem gilda.
Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni en
á Íslandi, á meðal landa Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD) og
er raunar langminnst hér á landi.
Þetta var dregið fram af stofnun-
inni í gær, í tilefni alþjóðlegs dags um
útrýmingu fátæktar. Í tölfræði
OECD er litið til þess hvert miðgildi
tekna í hverju aðildarríkinu er, en svo
er horft til hlutfalls þeirra, sem eru
með undir helmingnum af því í tekjur.
Þar ræðir því um hlutfallslega fátækt,
en í auðugustu ríkjum heims er óvíst
að þeir búi við skort.
Á Íslandi eru aðeins 4,9% undir því
viðmiði, en í OECD öllu falla 11,1%
undir þá skilgreiningu. Hæst er hlut-
fallið í Kosta Ríka eða 20,5%, en næst-
lægst er það í Tékklandi eða 6,1%.
Þessar tölur eiga ekki að koma
ákaflega á óvart, en undanfarin ár
hefur hefur tekjujöfnuður á Íslandi
verið með mesta móti í heimi. Hið
sama á við um ýmsa mælikvarða á
jöfnuð aðra, en til þess er tekið að
hann hafi aukist eftir bankahrun.
Fátækt hvergi minni
í OECD en á Íslandi
- Innan við 5% fólks með minna en helming meðaltekna
Hlutfallsleg fátækt í OECD
Hlutfall íbúa, sem hefur innan við helming miðgildis tekna 2019
Heimild: OECD
0%
5%
10%
15%
20%
25%
Ís
la
n
d
T
ék
kl
an
d
D
an
m
ö
rk
Fi
n
n
la
n
d
Ír
la
n
d
S
ló
ve
n
ía
S
ló
va
kí
a
U
n
g
ve
rj
al
an
d
B
el
g
ía
H
o
lla
n
d
N
o
re
g
u
r
Fr
ak
kl
an
d
S
vi
ss
S
ví
þ
jó
ð
A
u
st
u
rr
ík
i
Þ
ýs
ka
la
n
d
P
ó
lla
n
d
P
o
rt
ú
ga
l
N
ýj
a
S
já
la
n
d
O
E
C
D
Lú
xe
m
b
o
rg
K
an
ad
a
G
ri
kk
la
n
d
Á
st
ra
lía
B
re
tl
an
d
Ít
al
ía
S
p
án
n
Ty
rk
la
n
d
Li
th
áe
n
Ja
p
an
M
ex
ík
ó
Le
tt
la
n
d
E
is
tl
an
d
C
h
ile
K
ó
re
a
Ís
ra
el
B
an
d
ar
ík
in
C
o
st
a
R
ic
a
4,9%
11,1%