Morgunblaðið - 19.10.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Starfshópur á vegum kirkjuþings
leggur til að átta jarðir og 16 aðrar
fasteignir í eigu þjóðkirkjunnar
verði seldar. Tillagan er liður í fjár-
hagslegri endurskipulagningu
kirkjunnar. Halli á rekstri nam 654
milljónum króna á síðasta ári.
Kirkjuþing kemur saman dagana
23. til 27. október næstkomandi og
tekur þá afstöðu til tillögunnar.
Jarðirnar sem lagt er til að verði
seldar eru: Árnes 1, Desjarmýri,
Kolfreyjustaður, Miklibær,
Skeggjastaðir, Syðra-Laugaland og
Brúnir (úr Syðra-Laugalandi) og
Voli. Fasteignirnar sem hópurinn
vill selja eru: Bergstaðastræti 75 í
Reykjavík, Dalbraut 2 á Dalvík,
Eyrarvegur 26 á Grundarfirði,
Hamrahlíð 12 á Vopnafirði, Hjarð-
arhagi 30 í Reykjavík, Hlíðarvegur
42 á Ólafsfirði, Hólagata 42 í Vest-
mannaeyjum, Hvammstangabraut
21 á Hvammstanga, Hvanneyrar-
braut 45 á Siglufirði, Kópnesbraut
17 á Hólmavík, Króksholt 1 á Fá-
skrúðsfirði, Lágholt 9 í Stykkis-
hólmi, Lindarholt 8 í Ólafsvík, Mið-
tún 12 á Ísafirði, Smáragata 6 í
Vestmannaeyjum og Völusteins-
stræti 16 í Bolungarvík.
Ekki kemur fram hvert bókfært
verð þessara fasteigna er. Á Berg-
staðastræti 75 er embættisbústaður
biskups Íslands og þar býr nú
Agnes M. Sigurðardóttir biskup.
Í greinargerð með tillögunni seg-
ir að hún sé byggð á fasteigna-
stefnu þjóðkirkjunnar, en þar sé
kveðið á um að lagðar séu til fast-
eignir til að styðja þjónandi forystu
þjóðkirkjunnar, hlutverk hennar
og markmið þar sem nauðsyn kref-
ur og eftir því sem fjárhagur leyfir.
Auk þess eigi þjóðkirkjan að varð-
veita tilteknar fasteignir þyki sögu-
leg, menningarleg eða önnur veiga-
mikil rök hníga til þess.
Jarðir kirkjunnar eru nú 33 tals-
ins auk Skálholts. Þar af eru 18
jarðir setnar prestum. Þjóðkirkjan
á auk þess 27 fasteignir sem nýttar
eru sem íbúðarhúsnæði. Af þeim
eru tvær í útleigu til annarra en
presta. Þessu til viðbótar á kirkjan
Löngumýrarskóla og húsnæði í
Grensáskirkju. Ótaldar eru þá lóðir
úr jörðunum sem flestar eru leigð-
ar á lóðarleigu.
Í starfshópnum sátu sr. Gísli
Gunnarsson, Stefán Magnússon og
sr. Þuríður Björg Wium Árnadótt-
ir. Með hópnum starfaði Ása Guð-
rún Beck frá fasteignasviði kirkju-
ráðs.
Ljósmynd/hsh
Kirkjan Aukakirkjuþing ræddi í sumar um stefnumótun kirkjunnar.
Vilja selja 24 fast-
eignir kirkjunnar
- Bústaður biskups er þar á meðal
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Dómsmálaráðuneytið hefur sent
Alþingi minnisblað um hvaða regl-
ur gildi um svokallaðar uppkosn-
ingar, sem haldnar eru á grundvelli
115. gr. laga um kosningar til Al-
þingis. Óskaði Alþingi eftir þessum
upplýsingum vegna óvissunnar sem
uppi er vegna framkvæmdar kosn-
inganna í Norðvesturkjördæmi og
eftirmála þeirra. Undirbúnings-
nefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hef-
ur sem kunnugt er þetta mál til
meðferðar.
Sérstaklega óskaði Alþingi upp-
lýsinga um hvaða reglur giltu um
ákvörðun kjördags, skipan kjör-
stjórna, gerð kjörskrár, framboð,
umsóknir um listabókstafi stjórn-
málasamtaka og atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar, bæði innanlands
og í útlöndum.
Í minnisblaðinu leitast dóms-
málaráðuneytið við að svara erindi
Alþingis um þær reglur sem ráðu-
neytið telur að lesa megi úr lögum
nr. 24/2000, eldri lögum um sama
efni og lögskýringargögnum. Ráðu-
neytið tekur fram að í lögum um
kosningar til Alþingis er hvorki að
finna heildstæða umfjöllun um
framkvæmd uppkosninga né skil-
greiningu á því hugtaki.
Það er niðurstaða dómsmála-
ráðuneytisins að uppkosningar feli
einungis í sér endurtekningu á at-
kvæðagreiðslu í tilteknu kjördæmi,
þar sem notast skuli við sömu kjör-
skrá og áður og sömu framboð eru í
kjöri. Ekki sé þannig um nýtt ferli
að ræða heldur framhald á því ferli
sem áður var hafið með hinum
reglubundnu kosningum. Ákvæði 2.
mgr. 115. gr. um að uppkosning
fari að öðru leyti fram „samkvæmt
fyrirmælum“ laga nr. 24/2000 beri
því að skilja sem svo að um fram-
kvæmd endurtekinnar atkvæða-
greiðslu, talningar og svo framveg-
is fari eftir ákvæðum laganna.
Ráðuneytið ítrekar í lok saman-
tektarinnar að fáum skýrum laga-
reglum um uppkosningar sé til að
dreifa og slíkar kosningar hafa ekki
áður farið fram í heilu kjördæmi.
Aukinheldur dreifist ábyrgð á
framkvæmd kosninga til Alþingis á
fleiri aðila, þar með taldar yfir-
kjörstjórnir, sem ráðuneytið hafi
hvorki boðvald yfir né eftirlit með.
„Því verður á engan hátt útilokað
að við skipulagningu og fram-
kvæmd uppkosninga kæmu í ljós
enn fleiri vafaatriði en þau sem hér
hefur verið fjallað um og að um þau
rísi ágreiningur,“ segir ráðuneytið í
lokaorðum.
Uppkosning framhald
fyrri kosningarinnar
- Ráðuneytið útilokar ekki að við skipulagningu og fram-
kvæmd komi upp vafaatriði og að um þau rísi ágreiningur
Morgunblaðið/Unnur Karen
Alþingi Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundar stíft um málið.
Fiðlukónguló barst starfsmönnum á
Náttúrufræðistofnun nýlega. Hún
hafði hreiðrað um sig í vefhjúp inni í
rauðum vínberjaklasa og var þar
með eggjasekk, greinir Erling Ólafs-
son skordýrafræðingur frá á fésbók-
arsíðu sinni, Heimur smádýranna.
Hann hefur nýverið fjallað um
kranskónguló og svartekkju og seg-
ir það ekki ætlan sína að hrella fólk,
en fá kvikindi þyki honum jafn aðdá-
unarverð og kóngulær.
Erling segist hafa valið nýjustu
kóngulónni íslenska heitið, fiðlu-
kónguló, vegna fiðlulaga merkis á
baki höfuðbols. Af henni fari illt orð-
spor.
„Í heimkynnum tegundarinnar í
Norður-Ameríku óttast fólk bit
hennar. Segja má að hún sé á pari
við ekkjukóngulær því fágæt bit
hennar geta reynst ámóta varasöm,
jafnvel banvæn í undantekningar-
tilvikum þó. Eituráhrifa gætir einna
helst í húð en eitrið getur valdið
frumudrepi sem myndar stór opin
sár. Einnig getur fólk orðið illa veikt
vegna áhrifa á innri líkamsstarf-
semi,“ skrifar Erling.
Ungum börnum, eldra fólki og
fólki með laskað ónæmiskerfi sé
hættast. Sjaldnast séu áhrifin þó al-
varleg og því fari fjarri að kóngulóin
sé árásargjörn. aij@mbl.is
Fiðlukónguló leyndist
í vínberjaklasa
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Gestur Fiðlukónguló með eggjasekk. Margir óttast bit hennar sem er eitrað.
Lögregla og sjúkralið voru kölluð á
vettvang á öðrum tímanum í gær
þegar drengur á unglingsaldri var
stunginn með hníf við Breiðholtslaug.
Sjónarvottar segja drenginn hafa
verið með meðvitund þegar hann var
fluttur á spítala þar sem hann und-
irgekkst aðgerð. Tildrög málsins
liggja ekki fyrir en gerandinn, sem er
einnig á unglingsaldri, var handtek-
inn og færður í hald lögreglu.
„Þeir sem eru undir 18 ára að aldri
eru skilgreindir sem börn en þeir
sem eru yfir 15 ára eru skilgreindir
sem sakhæfir. Þannig að hann er í
haldi okkar í augnablikinu,“ sagði
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn
hjá miðlægri rannsóknardeild lög-
reglunnar, í samtali við blaðamann
mbl.is síðdegis í gær. Að sögn Gríms
gekk aðgerðin á fórnarlambinu vel og
sagði hann ástand drengsins þokka-
legt, þótt hann gæti ekki fullyrt neitt
um það.
Málið er nú til rannsóknar hjá mið-
lægri rannsóknardeild lögreglunnar.
hmr@mbl.is
Hnífsstunga við Breiðholtslaug
- Drengur á unglingsaldri fluttur á spítala eftir hnífsstungu