Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 12
Sjálfbærni Fimm milljarðar.
Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur í
samstarfi við Íslandsbanka lokið við
útgáfu skuldabréfa sem falla undir
sjálfbæran fjármögnunarramma fé-
lagsins og eru kennd við grænan og
bláan lit.
„Loftslagsmálin eru ein af helstu
áskorunum samtímans og við þurf-
um öll að bregðast við,“ segir Guð-
mundur Kristjánsson, forstjóri
Brims, í tilkynningu en heildarstærð
skuldabréfaflokksins er fimm millj-
arðar króna að nafnverði.
Guðmundur segir að lykillinn að
árangri séu stórauknar fjárfestingar
í nýsköpun og þróun verkefna á sviði
umhverfis- og loftslagsmála. „Þess
vegna er mikilvægt að virkja fjár-
málamarkaðinn til samvinnu við
okkur og festa í sessi faglegt verklag
sem tryggir að sjálfbærni sé höfð að
leiðarljósi við mat á fjárfestingum
okkar,“ segir Guðmundur.
Skuldabréfin eru óveðtryggð með
lokagjalddaga þann 22. október 2026
og bera 4,67% vexti.
Brim með
græn og
blá bréf
- Loftslagsmálin
eru áskorun
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Salan síðustu daga hefur gengið
framar vonum,“ segir Sverrir
Pálmason, lögmaður og fasteigna-
sali, um sölu lóða í Grænubyggð.
Tilefnið er að lóðir eru að seljast
upp undir íbúðir í fyrsta og öðrum
áfanga hins nýja hverfis.
Að sögn Sverris munu fyrstu íbú-
arnir koma sér
fyrir í sjö íbúðum
í fjölbýlishúsinu
Hrafnaborg 7 í
lok nóvember en
það má sjá á loft-
mynd hér til hlið-
ar. Þá sé áformað
að afhenda níu
íbúðir í fjölbýlis-
húsinu Hrafna-
borg 10 í maí
næstkomandi.
Grænabyggð er norðan við núver-
andi byggð í Vogum.
Samanlagt 215 íbúðir
Búið er að selja 16 lóðir undir 135
íbúðir og þá eru 8 lóðir fráteknar
undir samtals 80 íbúðir. Samanlagt
eru þetta lóðir undir 215 íbúðir.
Þessu til viðbótar er búið að taka
frá 12 af 15 einbýlishúsalóðum í
Sjávarborg við sjávarsíðuna og
sömuleiðis fjórar raðhúsalóðir sem
hver verður með sex íbúðum. Alls
hefur því verið seld eða tekin frá lóð
undir 251 íbúðareiningu en þegar
Grænabyggð er fullbyggð gætu þar
búið hátt í tvö þúsund manns í tæp-
lega 800 íbúðum.
Meðal fjárfesta sem keypt hafa
lóðir í Grænubyggð er félagið Voga-
kór sem fól JÁ Verk að reisa 36 íbúð-
ir í Grænborg 6, 10 og 14. Stefnt er á
að þær verði tilbúnar haustið 2022.
Grænabyggð verður blandað
hverfi með litlum fjölbýlishúsum,
raðhúsum og einbýlishúsum.
Það á þátt í eftirspurninni að lóð-
arverð er töluvert lægra en almennt
gerist á höfuðborgarsvæðinu.
Verðið er frá 4,5 milljónum
Verð á einingu, eða íbúð, í litlum
tveggja hæða raðhúsum er um 4,5
milljónir og eru gatnagerðargjöld
meðtalin. Þá er lóðarverðið í stærra
fjölbýli um þrjár milljónir á einingu,
að meðtöldu gatnagerðar- og bygg-
ingarréttargjaldi, en sjávarlóðirnar
kosta frá 16,5 milljónum króna.
Upphaflega var miðað við að
hverfið yrði fullbyggt innan tíu ára
en vegna mikillar eftirspurnar gæti
uppbyggingin orðið hraðari.
Samhliða henni stendur til að
reisa leikskóla og grunnskóla við
austurhluta hverfisins. Þá er knatt-
spyrnuvöllur í fullri stærð við hlið
hverfisins og þar er líka íþróttahús
og sundlaug.
Nýr þjónustukjarni í mótun
Fyrirhugað er að auka framboð
þjónustu á svæðinu. Þannig hefur
verið skipulagður svokallaður Mið-
bæjarreitur í Vogum sem er ætlaður
undir verslun og þjónustu.
Samkvæmt umfjöllun Víkurfrétta
gæti þar risið allt að þrjú þúsund fer-
metra bygging en hún yrði í göngu-
færi frá Grænubyggð.
Fram undan er svo sala lóða í
Staðarborg og Gíslaborg í miðju
hverfinu en sá hluti er í deiliskipu-
lagsferli, að sögn Sverris, en þar
verði einkum fjórbýli.
Sveitarfélagið Vogar er nyrsta
sveitarfélagið á Reykjanesi og nær
yfir Vatnsleysuströnd og bæinn
Voga. Um 1.250 manns bjuggu í
sveitarfélaginu um síðustu áramót,
skv. Hagstofunni, og hefur íbúum
fjölgað um tæplega 200 á síðustu tíu
árum. Með nýju 2.000 íbúa hverfi
gætu álíka margir búið í Vogum og í
Grindavík, eða um 3.500 manns.
Fasteignaverð í Vogum hefur
hækkað og var nýverið auglýst ein-
býlishús í bænum á 99 milljónir.
Lóðirnar að seljast upp
Morgunblaðið/Eggert
Afhent í nóvember Fjölbýlishúsið Hrafnaborg 7 er fyrir miðri myndinni.
- Lóðir undir 215 íbúðir í 1. og 2. áfanga Grænubyggðar eru seldar eða fráteknar
- Sjávarlóðir kosta frá 16,5 milljónum og flestar einbýlishúsalóðir eru fráteknar
Sverrir
Pálmason
an bjóða íslenskum lífeyrissjóðum
aðkomu að kaupunum.
Míla er heildsölufyrirtæki á fjar-
skiptamarkaði sem byggir upp og
rekur innviði fjarskipta á landsvísu.
Ardian er alþjóðlegt sjóðastýr-
ingarfyrirtæki með höfuðstöðvar í
París í Frakklandi og skrifstofur
víðs vegar um heim. Ardian er
langtímafjárfestir með um 114
milljarða bandaríkjadala í stýringu
eins og segir í tilkynningunni og
hjá fyrirtækinu starfa yfir 800
manns.
Skoða þjóðaröryggismálin
Náist endanlegir samningar milli
aðila munu Síminn og Ardian einn-
ig vinna með hinu opinbera að upp-
lýsingagjöf og öryggismálum sem
tryggja hagsmuni landsmanna.
Samkvæmt tilkynningu Símans
hafa undirbúningsviðræður að
slíku fyrirkomulagi þegar hafist
um að tryggja að rekstur innviða
félagsins samrýmist þjóðarörygg-
ishagsmunum hér eftir sem hingað
til.
Gengi hlutabréfa fjarskiptafélags-
ins Símans hækkaði um 6,9% í gær
eftir að tilkynnt var um undirskrift
samkomulags við alþjóðlega
franska sjóðastýringarfyrirtækið
Ardian France um einkaviðræður
og helstu skilmála í tengslum við
mögulega sölu Símans á dótt-
urfélaginu Mílu ehf.
Í tilkynningu frá Símanum segir
að aðilar ætli að vinna við að ljúka
samningaviðræðum og skrifa undir
skuldbindandi samning eins fljótt
og auðið er. Ef af verður mun Ardi-
Ræða sölu Mílu við franskt félag
- Hlutabréf Símans tóku stökk - Íslenskum lífeyrissjóðum boðin þátttaka
Morgunblaðið/Hari
Sími Ardian er langtímafjárfestir.
19. október 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.93
Sterlingspund 177.3
Kanadadalur 104.3
Dönsk króna 20.107
Norsk króna 15.329
Sænsk króna 14.918
Svissn. franki 139.42
Japanskt jen 1.1277
SDR 182.0
Evra 149.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.8448
Alþjóðlega
lánshæfismats-
fyrirtækið
Standard og
Poor’s hefur
staðfest fyrra
lánshæfismat
sitt á Lands-
bankanum og
Arion banka.
Lánshæfismat
skuldbindinga
til lengri tíma
hjá fyrrnefnda bankanum er sagt
BBB/A-2 og horfur sagðar stöð-
ugar. Í tilfelli Arion banka er mat-
ið BBB. Í báðum tilvikum segir
matsfyrirtækið að horfur séu stöð-
ugar og að styrkleiki stofnananna
liggi ekki síst í sterkri eiginfjár-
stöðu.og stöðugum og traustum
rekstri.
S&P stað-
festir mat
Arion banki fær
matið BBB.
- Horfur bankanna
sagðar stöðugar