Morgunblaðið - 19.10.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.10.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 Fólk Ferðamenn leynast víða á höfuðborgarsvæðinu þótt komið sé langt fram í október og er ástandið því töluvert frábrugðið því sem var síðasta haust þegar tómlegt var um að litast og fáir á stjá. Árni Sæberg Í dag á fundi borg- arstjórnar munum við sjálfstæðismenn leggja fram tillögu þess efnis að fallið verði frá því að þrengja að vaxt- arsvæði Borgarholts- skóla í nýju að- alskipulagi sem samþykkja á í dag. Um þau áform hefur skólameistari skól- ans, Ársæll Guðmundsson, tjáð sig í Fréttablaðinu, en þar segir: „„Bygging hjúkrunarheimilis á þessum stað er vægast sagt glap- ræði,“ segir Ársæll.“ Hann gagn- rýnir ekkert samráð borgarinnar við íbúa Grafarvogs né sig sem skólameistara Borgarholtsskóla og segir engin svör að fá neins staðar. Ársæll segist hafa hrópað eftir samtali í mörg ár, „ég er al- gjörlega hunsaður“. Þessu viljum við sjálfstæðismenn breyta og leggjum það til í dag að fallið verði frá þessum áformum. Svæð- ið er hjartað í Grafarvogi og það er ótrúlegt að eiga ekkert samráð við samfélagið í Grafarvogi þegar gerðar eru jafn stórar breytingar sem verða til þess að stærsti vinnustaður Grafarvogs hefur ekki lengur sömu tækifæri og áð- ur til þess að stækka. Korpuskóli verði opnaður á ný Við leggjum líka til að Korpu- skóli verði opnaður á ný. Sem er auðvitað hálfgerð þversögn því þó svo honum hafi verið lokað fyrir nem- endum í Grafarvogi hefur hann verið „op- inn“ nánast alla daga frá því honum var lokað árið 2020 því þar hafa verið börn úr öðrum skólum sem flúið hafa lekavanda- mál og myglu í sínum skólum. Það er alger- lega galið að for- eldrar keyri börnin sín úr sínum hverfum í skóla á meðan foreldrar úr öðr- um hverfum koma keyrandi með sín börn í Staðahverfið til þess að stunda sitt nám þar. Því er mik- ilvægt að hefja uppbyggingu íbúð- arhúsnæðis á þeim reitum sem kynntir voru fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 2018 og eru í kringum Staðahverfið í Graf- arvogi. Þannig fjölgum við börn- um í hverfinu og getum boðið börnum þar að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Svæðið er hjartað í Grafarvogi og það er ótrúlegt að eiga ekk- ert samráð við sam- félagið í Grafarvogi þegar gerðar eru jafn stórar breytingar. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins valgerdur.sigurdardott- ir@reykjavik.is Leggjum til upp- byggingu í skóla- málum í GrafarvogiUndanfarin ár hefur nánast eingöngu verið byggt íbúðarhúsnæði í háhýsum í Reykjavík. Þegar ekið er um borg- ina blasa víða við háir íbúðablokkarturnar sem hafa verið byggðir á síð- ustu árum, þar sem þéttleiki bygginga er gríðarlegur. Engin svæði eru skipulögð fyr- ir lægri byggð, s.s. rað- hús, parhús, sambýlishús eða einbýlis- hús. Lóðir undir sérbýlishús eru greinilega á bannlista hjá núverandi meirihluta, ekki síst lóðir undir ein- býlishús. Afleiðingin er sú að þúsundir Reykvíkinga hafa flutt í önnur sveit- arfélög. Há fjölbýlishús hafa verið byggð áður í Reykjavík en ekki með þeim yf- irgengilega hætti sem átt hefur sér stað víða í borginni undanfarin ár. Lóðaverð hefur hækkað verulega á síðustu árum og átt stóran þátt í stöð- ugt hækkandi byggingarkostnaði. Í öllum nágrannasveitarfélögum borg- arinnar og nokkrum öðrum sveit- arfélögum, aðallega á Suðurlandi, er fjölbreytni nýbygginga með allt öðr- um hætti og tugþúsundir Reykvík- inga hafa valið að flytja þangað. Rándýrar íbúðir Afleiðingar af stefnu meirihlutans í skipulags- og lóðamálum eru ekki síst þær að ungt fólk ræður ekki við kaup á rándýrum íbúðum í þessum háhýs- um sem byggð hafa verið víða í borg- inni innan um miklu lágreistari byggð. Hagkvæmar og ódýrari íbúðir í fjöl- býli eru vart í boði á hinum almenna íbúðamarkaði í Reykjavík. Er þessi lóða- og byggingarstefna meirihlutans í dag sú stefna sem meirihlutinn ætlar að viðhafa næstu fjögur árin, ef hann heldur stöðu sinni eftir næstu borgarstjórnarkosningar í maí 2022? Nýlegt „afrek“ meiri- hlutans í íbúabyggð í Reykjavík er fyrirhuguð bygging 700 íbúða í Nýja-Skerjafirði, eins og meirihlutanum finnst heppilegt að nefna þetta svæði þétt við flugvöllinn, og hefur í för með sér stóraukinn akstur bif- reiða á nærliggjandi svæðum. Engin bílastæði í húsagötum og heldur ekki bílastæði á lóð né bílskýli á einstökum lóðum. Bíla- geymsluhús, fyrir 400-450 bíla og reiðhjól, verða staðsett miðsvæðis í hverfinu. Þeir sem nota einkbílinn eiga að hjóla eða ganga til og frá heim- kynnum sínum í bílageymsluhúsið. Fjölmennur hópur íbúa í Skerja- firði gerði alvarlegar athugasemdir við þessi byggingaráform, en mót- mæli þeirra voru að engu höfð. Sömu sögu er að segja af mótmælum íbúa víðsvegar í borginni vegna bygging- arframkvæmda í rótgrónum hverfum sbr. mótmæli íbúa í Bakka- og Stekkjahverfi vegna fyrirhugaðra há- hýsa í Neðra-Breiðholti. Á íbúana er hlustað lítillega en í langflestum til- vikum ekkert gert með mótmæli og ábendingar þeirra líkt og gerðist með fyrirhugað BioDome-risamannvirkið í Elliðaárdalnum. Er verið að grínast? Nýlega bættist svo við þéttingar- áform meirihlutans í tillögum/ hugmyndum að hverfaskipulagi Bú- staðahverfis um 17 húsbyggingar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ í mikilli nálægð við næstu fjölbýlishús á svæðinu. Þær tillögur/hugmyndir eru að sjálfsögðu algjörlega fráleitar. Enn eitt dæmið um vanhugsuð þétting- aráform. Um er að ræða uppbyggingu á afar þröngu svæði fast við Bústaða- veg og í mikilli nánd við íbúabyggð sem þar er fyrir. Þessar hugmyndir og/eða tillögur eru að sjálfsögðu algjörlega fráleitar. Enn fráleitari eru tillögur/hugmyndir í þessum svokölluðu „vinnutillögum“ sem meirihlutinn er nú að kynna, hug- myndir um stórfellda byggð blokka meðfram Háaleitisbraut og Miklu- braut, þétt við núverandi byggð á þessu svæði. Hvar endar þessi yf- irgangur gagnvart núverandi byggð í Reykjavík? Tillitsleysi og valdhroki Skýrt dæmi um yfirgang borgar- yfirvalda er uppbygging á þröngum reit milli Furugerðis og þétt við Bú- staðaveg. Í upphaflegu skipulagi þessa reits var miðað við 4-6 íbúðir en samþykktar 30 íbúðir gegn háværum og vel rökstuddum mótmælum íbúa. Tillitsleysi meirihluta borgarstjórnar gagnvart íbúum á mörgum rót- grónum íbúasvæðum er víða í borg- inni, fer sívaxandi og mun aukast fái núverandi meirihluti endurnýjað um- boð í næstu borgarstjórnar- kosningum. Nýlega var haft eftir skólameistara Borgarholtsskóla að borgarstjóri hefði ekki svarað beiðni sinni um fund vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Borgarholts- skóla í meira en tvö ár. Tillitsleysið al- gjört. Vonandi leggur niðurstaða komandi borgarstjórnarkosninga grunn að breyttum stjórnarháttum í borginni, þar sem valdhrokinn ræður ekki ferðinni. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » „Tillitsleysi meiri- hluta borgarstjórnar gagnvart íbúum á mörg- um rótgrónum íbúðar- svæðum víða í borginni fer sívaxandi.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv.borgarstjóri. Háhýsabyggð í forgangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.