Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
✝
Sigurlaug
Gunnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. ágúst 1962. Hún
lést á Landspít-
alanum 8. október
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ásta
Halldóra Ágúst-
dóttir, f. 26.10.
1935, d. 9.5. 2021,
og Gunnar
Sæmundsson, f. 17.2. 1935, d.
12.8. 2011. Systkini Sigurlaugar
eru Ágúst Þór, f. 1957, Ólafur
Sævar, f. 1959, Hulda Björk, f.
1960, Gunnhildur, f. 1967, Valdi-
mar, f. 1968, og Gunnar, f. 1981.
Eiginmaður Sigurlaugar er
Hafsteinn Gunnar Haraldsson, f.
9.1. 2015, 3) Sara Gabríella, f.
26.6. 1996.
Sigurlaug ólst upp í Kópavogi
í stórum systkinahópi. Hún gekk
í Kópavogsskóla og Víghóls-
skóla. Að loknum grunnskóla
stundaði hún nám í Iðnskólanum
í Hafnarfirði og útskrifaðist það-
an með sveinspróf í hárgreiðslu.
Sigurlaug vann við hár-
greiðslu í nokkur ár. Að þeim
tíma liðnum starfaði hún í 16 ár
við póstburð hjá Póstinum. Síð-
ustu ár vann hún í mötuneyti Ás-
landsskóla.
Sigurlaug og Hafsteinn
kynntust í Iðnskólanum í Hafn-
arfirði. Þau hófu búskap í Hafn-
arfirði og bjuggu þar alla tíð fyr-
ir utan nokkur ár í Noregi.
Sigurlaug og Hafsteinn voru gift
í nærri 40 ár.
Áhugamál hennar voru m.a.
prjónaskapur, samneyti við fólk
og göngutúrar.
Útför Sigurlaugar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
19. október 2021, klukkan 15.
15.6. 1958. Þau
giftu sig 29.5. 1982.
Foreldrar hans eru
Sigurbjörg Sæ-
mundsdóttir, f.
24.9. 1928, d.
8.10.1994, og Har-
aldur Hafliðason, f.
6.5. 1929, d. 21.9.
2016. Börn þeirra
eru: 1) Davíð, f.
30.9. 1982, maki
Unnur Björk Þór-
arinsdóttir, f. 28.9. 1985. Dætur
þeirra eru Júlía Björg, f. 14.4.
2008, og Ellie Sigurlaug, f.
29.11. 2020. 2)Ásta Rakel, f. 19.5.
1987, maki Sigurður Jónsson, f.
27.10. 1986. Börn þeirra eru
Dagur, f. 26.8. 2006, Karen Eva,
f. 28.2. 2011, og Jón Hafsteinn, f.
Elsku besta Silla, ég elska þig.
Ég hef aldrei skrifað þér ástar-
bréf.
Einhver sagði betra seint en
aldrei, ég man þegar ég sá þig fyrst
í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þú
sast á tröppunum, ég horfði á þig
og dáðist að þínu fallega brosi og
þessum brúnu krullum. Ég var bú-
inn að sjá þig oft og á endanum
þorði ég að bjóða þér út.
Þann 9. nóvember bauð ég þér í
bíó á gamanmynd, það var vont
veður úti, snjókoma og rok, þú bara
17 ára og ég 21. Ég elska þig.
Og svo gerðist það þetta kvöld
fyrir utan Birkihvamm 5 að ég
kyssti þig einn koss, þá varstu mín
kærasta, þá var ekki aftur snúið.
Ég elska þig.
Frá þessu kvöldi hef ég elskað
þig og virt.
Við vorum góð saman og miklir
vinir við byrjum að búa í Köldukinn
6 í kósý risíbúð, þar nutum við okk-
ar, áttum margar góðar minningar,
þar byrjaði ástin að blómstra, ég
elska þig.
Ég lofaði Sillu að ég skyldi
kvænast henni ef hún væri góður
kokkur og hún stóð við það og ég
stóð við mitt loforð þann 29. maí
1982. Ég elska þig.
Eins og lífið býður upp á komu
tímar sem voru erfiðir hjá okkur,
en þá studdir þú við mig og ég við
þig. En þeir tímar sem voru góðir
sem við áttum voru mörgum sinum
fleiri þar sem þú sýndir mér ást og
hlýju.
Þessi ást og hlýja leiddi af sér
þrjú börn sem þú gafst mér og okk-
ur og ekki minnkaði ást mín á þér
við það. Við gáfum þeim alla ást
sem við áttum og afrakstur eru 5
falleg barnabörn og ekki minnkaði
ástin við það, ég elska þig.
En svo gerist það einn dag að
dimm ský og óveður skella á okkur
og reyna að rífa okkur sundur, við
reynum að berjast og stundum
náðum við að hafa betur með sól í
hjarta en þetta óveður er það sem
við ráðum ekki við, það nær taki á
Sillu minni og rífur hana frá mér og
hún hverfur mér frá og eftir það er
hjartað mitt brotið, ég elska þig.
Hví þurfti þetta að gerast?
Af hverju nú?
Hví ekki þegar við yrðum gömul?
Af hverju þú?
(Katrín Ruth)
Ástarkveðja, ég elska þig að
eilífu.
Hafsteinn G. Haraldsson.
Elsku fallega mamma mín.
Trúi því ekki að þú sért farin frá
mér.
Þú fórst frá mér allt of fljótt, ég
er bara 25 ára ég var svo langt frá
því að vera tilbúin að missa þig
elsku mamma mín. Það er ekki
hægt að lýsa því hversu mikið ég
sakna þín og hversu óraunverulegt
það er að hafa þig ekki hjá mér
lengur. Hjartað mitt er svo tómlegt
án þín. Ég veit við eigum endalaust
af minningum en ég myndi þurfa
að skrifa heila bók ef ég ætti að
skrifa þær allar hérna, okkur
fannst svo gaman að baka saman,
fórum svo mikið saman í heimsókn-
ir til vinkvenna þinna og fjölskyld-
unnar okkar, gerðum alveg ótal-
margt skemmtilegt saman. Svo
smá gaman að segja frá því að það
var nú alltaf þannig þegar þú frétt-
ir það að ég væri að stinga saman
nefjum með strák að þá vildir þú
alltaf fá alla ævi söguna hans strax
þér var sko ekki sama hvern ég var
að hitta, mér fannst það nú alveg
óþolandi. Ég vildi óska að ég hefði
fengið að búa til mun fleiri minn-
ingar með þér. Svo langaði mig
bara til þess að þú vitir að þú ert
ástæðan fyrir því að mér gengur
svona vel í lífinu, ég var alltaf að
spyrja hvort ég megi ekki bara fara
og búa og leigja með vinkonum
mínum en þú harðbannaðir mér
það alltaf sagðir að ég færi ekki að
heiman fyrr en ég væri búin að
safna fyrir og kaupa íbúð, í dag er
ég endalaust þakklát fyrir það því
ég ætti ekki þetta fallega hús í dag
ef það væri ekki fyrir þig og þín
góðu ráð elsku mamma mín.
Þú hefur bara kennt mér svo
ótal margt.
Takk fyrir að passa Emmuna
mína. Takk fyrir alla hjálpina,
alltaf til í að hjálpa mér með allt.
Takk fyrir að vera alltaf til staðar
fyrir mig. Takk fyrir að gefa mér
bestu ráðin með allt. Takk fyrir
að kenna mér á lífið. Takk fyrir
að kenna mér að spara. Takk fyr-
ir að vera besta mamma í heim-
inum!
Ég lofa að passa vel upp á fal-
lega hringinn sem þú gafst mér
svo fallega og innilega nokkrum
dögum áður en þú fórst frá mér,
og hugsa til þín á hverjum ein-
asta degi þegar ég sé hann því
hann er svo mömmulegur og mér
þykir svo vænt um þennan fal-
lega hring sem þú gafst mér.
Ég sakna þín svo mikið, Elska
þig endalaust mamma mín!
Ég lofa að passa vel upp á besta
pabba í heimi, ég skal hugsa vel um
hann fyrir þig, elsku mamma mín.
Elska þig, þínar stelpur,
Sara og Emma.
Elsku mamma, ég mun minn-
ast þín fyrir þá hlýju og kærleik
sem þú gafst mér, þína yndislegu
nærveru og þitt fallega bros. Þú
gafst mér líf og mun ég alltaf
vera litli strákurinn þinn sem þér
þótti svo vænt um og vildir allt
fyrir gera. Þú varst alltaf tilbúin
að hlusta þegar ég var lítill í mér
og leið illa, alltaf náðir þú að
hressa mig við, allir kaffibollarn-
ir sem við drukkum saman, alveg
ómetanlegar stundir, göngu-
túrarnir, samtölin um falleg ís-
lensk heimili, að horfa á þig með
Júlíu og Ellie, það eru þessar litlu
stundir sem eiga eftir að lifa í
minningunni. Í mínu lífi varst þú
alltaf miðpunkturinn, sú sem ég
horfði til í myrkri, þú varst ljósið
sem ég þurfti. En nú ertu farin á
betri stað og í góðum félagsskap
hjá okkar fólki, en stundum vildi
ég bara að við gætum verið sam-
an þar til allt verður eins og það
var, að við gætum bara lokað
augunum til að sjá ekki það sem
var að og bara gleymt því í eitt
augnablik.
Ég mun halda minningunni
þinni á lífi, segja Ellie Sigurlaugu
frá þér, segja henni að þú varst
besta amma í heimi og ég veit að
Unnur og Júlía munu hjálpa mér
að halda minningu þinni lifandi.
Núna ertu alltaf hjá okkur í anda
og ég mun hugsa til þín þegar ég
fæ mér morgunbollann og þegar
sólin skín inn um stofugluggann
þar sem þú áttir fastan stað á
okkar heimili.
Elska þig að eilífu, mamma
mín. Þinn strákur,
Davíð.
Ég hef verið treg til að setjast
niður og byrja að skrifa! Held það
sé af því mér finnst þetta ennþá
svo sárt, óraunverulegt og ósann-
gjarnt! Aldrei hef ég upplifað jafn
mikinn andlegan sársauka eins og
daginn sem þú kvaddir!
En þegar ég horfi fram hjá því
stendur eftir þakklæti! Þakklát
fyrir að hafa átt þig sem mömmu
og ömmu barnanna minna. Þakk-
lát fyrir að eiga bleikan sem uppá-
haldslit með þér! Þakklát fyrir að
vera besta vinkona þín og síðast er
ég svo þakklát að þú beiðst eftir
mér og leyfðir mér að halda í
höndina þína síðasta klukkutím-
ann þinn. Það var dýrmætasti
klukkutími sem ég hef upplifað!
Minningarnar okkar saman eru
óteljandi og mun ég ylja mér við
þær þegar ég sakna þín. Við Siggi
og krakkarnir munum halda
minningunum lifandi með því að
rifja þær upp og hlæja, gráta og
dást að því hversu skemmtileg,
dugleg, hlý, góð, þolinmóð og ljúf
þú varst! Betri konu er ekki hægt
að finna!
Takk fyrir að sýna okkur öllum
hvernig alvöru skilyrðislaus ást
er!
Ég elska þig!
Þín,
Ásta Rakel.
Elsku Silla mín.
Ég er viss um að flestir hafa
heyrt um hræðilegar tengdamæð-
ur í gegnum ævina. Tengdamæð-
ur sem eru afskiptasamar og virð-
ist sem þær reyni að gera allt til
þess að vera pirrandi. Þegar ég
mætti í Einihlíðina í fyrsta skipti
þá var það ekki einhver hræðileg
kona sem tók á móti mér heldur
yndisleg móðir, sem frá fyrsta
degi sýndi mér væntumþykju og
áhuga. Við fórum frá því að vera
tengdamóðir og tengdadóttir í að
verða góðar vinkonur, sem bæði
gátum hlegið saman og talað um
lífið og tilveruna. Ég er svo ótrú-
lega þakklát fyrir það að það varst
þú sem varst tengdamóðir mín og
amma dætra okkar Davíðs. Ynd-
isleg amma sem var alltaf til í að
leika og spjalla. Meistari í að gera
skonsur og baka föstudagspizzu.
Hugsunin um það að við eigum
ekki eftir að fara í bæjarferð,
drekka kaffi og ræða um nýjasta
múminbollann eða bara sitja og
spjalla aftur er mér eiginlega
óskiljanleg. Ég trúi því varla að
við séum að kveðja þig strax. Þú
barðist eins og hetja alla leiðina og
þú skilur eftir þig stórt holrúm í
hjarta okkar allra. Ég vona inni-
lega að þú hafir fundið ró og að
amma Ásta og Gunni afi hafi tekið
á móti þér með opnum örmum.
Þú verður alltaf í huga okkar og
þín verður sárt saknað. Ég elska
þig, Silla mín, og ég veit að þú
munt vaka yfir okkur.
Þín tengdadóttir,
Unnur.
Elsku amma.
Því miður var okkar tími saman
allt of stuttur. Ég veit að pabbi,
mamma og Júlía eiga eftir að
segja mér margar góðar sögur um
þig og þína ást til fjölskyldunnar
þinnar. Ég mun bera nafnið þitt
með stolti og munt þú lifa í minn-
ingu minni.
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum.
Á ást þinni enginn vafi,
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi,
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þitt barnabarn,
Ellie Sigurlaug.
Elsku amma mín.
Ég vill þakka þér fyrir að hafa
verið yndisleg amma. Alltaf bros-
andi og hlý. Ég á eftir að sakna þín
svo. Takk fyrir að ýta mér í hest-
ana. Ég hugsa svo oft um það sem
þú sagðir við mig. Að ég ætti alltaf
að prufa og aldrei sleppa. Takk
fyrir þig, elsku amma mín. Elska
þig. Hvíldu í friði.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þitt barnabarn,
Júlía Björg.
Silla systir mín tapaði sinni bar-
áttu við krabbameinið. Núna er
hún komin í hlýjan faðm foreldra
okkar. Að missa móður sína og
systur á sama árinu er þungbært.
En ég er þó þakklátur fyrir að þú
skyldir hafa séð Tinnu Sóleyju,
náð að halda á henni og vera við-
stödd skírnina hennar og óvæntu
giftinguna. Það er mér gríðarlega
dýrmætt. Þú varst alltaf til í að
passa stelpurnar mínar. Er mér
minnisstætt þegar þú tókst Lilju
og Brynju í næturgistingu helgina
þegar við vorum að flytja í Gerð-
hamra. Það var skemmtilegt og
spennandi fyrir mínar stúlkur.
Silla var mikill Hafnfirðingur
og bjó víða í bænum. Ég var tíður
gestur á heimili hennar og Hadda
í minni barnæsku. Hvort sem það
var á Skerseyrarvegi, Suðurvangi,
Stuðlabergi eða í Einihlíðinni. Frá
öllum þessum stöðum á ég góðar
og ljúfar minningar. Brauð með
banana og skyr var nokkuð oft á
matseðlinum þegar ég og Davíð
vorum litlir pjakkar. „Alltaf það
sama“, sagði hún við mig nokkrum
dögum fyrir andlátið þegar ég var
að rifja upp fortíðina með henni.
Silla hafði einstakt lag á að hræra
gott skyr og það var alltaf best hjá
henni. Alveg sama hvað ég og
mamma reyndum heima, okkur
tókst ekki að hræra jafngott skyr.
Föstudagspizzan hjá Sillu var
alltaf fastur liður á föstudögum og
ef vel áraði hjá Sillu þá bauð hún
mér og foreldrum okkar í lamba-
hrygg á sunnudagskvöldi. Þetta
var einfalt og gott fyrirkomulag.
Óþarfi að flækja lífið. Silla var
dugleg til vinnu. Hún bar út póst-
inn í mörg ár í norðurbænum í
Hafnarfirði. Hún hafði mikinn
áhuga á að hafa fallegt í kringum
sig, bæði handavinnan og garð-
verkin léku í höndunum á henni.
Hún var einnig hárgreiðslukona
nokkurra fjölskyldumeðlima og
klippti oft á mér hárið þegar ég
var yngri. Hún kom mjög reglu-
lega í Birkihvamminn að laga á
mömmu hárið. Silla var mikil
mömmustelpa enda skírð í höfuðið
á móðurömmu sinni. Mæðgurnar
eru nú sameinaðar á himnum,
ásamt pabba. Tengdamamma þín
tekur einnig vel á móti þér en hún
féll frá á sama degi fyrir 27 árum.
Hvíldu í friði, kæra og ljúfa systir,
tilveran er fátæklegri án þín.
Þinn bróðir,
Gunnar.
Elsku Silla systir.
Auðvitað var aðdragandi en
þetta er svo sárt og hefði ekki
þurft að gerast. Þú varst of kurt-
eis við heilbrigðiskerfið, var sagt,
og það brást þér algjörlega.
Að sitja hér og skrifa minning-
argrein um það, elsku systir, er
svo óraunverulegt og ósann-
gjarnt.
Minning okkar um þrautseigju
þína, þína fallegu framkomu við
alla og heimilið þitt sem var þinn
griðastaður og allir velkomnir.
Veislurnar með hnallþórunum og
öllu hinu góðgætinu töfraðir þú
bara fram.
Ég minnist elsku þinnar til okk-
ar systkina, systkinabarna og fal-
legu gjafanna sem þú gafst okkur.
Svo þegar barnabörnin þín komu
– aðeins að róa sig, Silla. Þú tókst
þetta hlutverk mjög alvarlega og
elskaðir þau meira en allt.
Við systur minnumst sumar-
búðstaðaferðanna, Spánarferð-
anna, Boston og sumarsins á Vest-
fjörðum 2020. Allt dásamlegar
minningar og þú í essinu þínu.
Elskaðir sólina.
Hulda minnist þess þegar þið
voruð litlar að þú komst og
skreiðst upp í til hennar því þú
gast ekki sofnað. Þetta gerðist oft
og er yndisleg minning.
Þú varst dugleg að passa okkur
litlu systkinin þín en þegar þú
varst unglingur og fékkst vinkon-
ur í heimsókn fékk ég ekki að
koma inn.
Við vorum alltaf mjög nánar og
þú náðir að plata mig til Hafnar-
fjarðar. Þar sem þú sagðir að væri
best að búa. Við bjuggum saman í
20 ár í Setberginu. Góður göngu-
túr var á milli okkar. Það var ynd-
islegt að fá þig í kaffi og þú elsk-
aðir að fara út að labba með
börnin, barnabörnin og hundana.
Þeim var ekkert hlíft við að ganga
upp á fjallið til mín.
Þú bara hafðir svo gaman af
útiveru og fannst þína ró í göngu-
túrunum.
Elsku Silla.
Við viljum af öllu hjarta þakka
fyrir samfylgdina og vitum að þú
ert komin í faðm foreldra okkar og
elskulegu tengdaforeldra þinna.
Þínar systur,
Hulda og Gunnhildur.
„Þarna er góða konan í skólan-
um mínum,“ hvíslaði lítið stelpu-
skott að ömmu sinni þegar hún sá
Sillu í afmæli hjá okkur. Þetta
voru orð að sönnu því elsku Silla
umgekkst börn sem jafningja,
með eftirtektarverðri hlýju og
virðingu. Hún var með eindæmum
blíð og mild auk þess að vera
traust, heiðarleg og falleg.
Þær ylja minningarnar frá
þeim tíma þegar stóri bróðir
hjálpaði litlu systur við lesturinn
og heimalærdóminn. Eins þegar
við í sameiningu svæfðum og bíuð-
um „litlu krakkana“ en það var
samheiti yfir þau Gunnhildi og
Valdimar. Þegar sást til Sillu voru
„litlu krakkarnir“ ekki langt und-
an enda var hún einkar viljug að
hafa ofan af fyrir þeim.
Það voru hvorki bægslagangur
né læti þar sem Silla var á ferð.
Hún var miðjubarnið í sjö systk-
ina hópi þar sem eðlilega var bar-
ist um athygli foreldranna. En það
var seigt í Sillu. Það kom vel í ljós
þegar henni var falið, aðeins 15
ára, að hugsa um „litlu krakkana“,
heimilið og pabba eftir að hann
lenti í alvarlegu vinnuslysi og
mamma hóf að sækja vinnu úti á
landi til að sjá fyrir heimilinu. Hún
axlaði þessa ábyrgð af stakri sam-
viskusemi og prýði. Það hefur án
efa markað spor í barnshugann.
Silla kynntist Hadda sínum ung
og fyrr en varði stækkaði fjöl-
skyldan. Hún bjó Hadda og börn-
unum þremur fallegt heimili sem
bar smekkvísi hennar gott vitni.
Það var yndislegt að koma í heim-
sókn, góður andi, hlýleiki og gest-
risni. Silla var mikil fjölskyldu-
manneskja og naut sín best innan
um fólkið sitt.
Silla greindist með brjósta-
krabbamein á frumstigi fyrir fjór-
um árum og eftir brjóstnám talin
læknuð af meininu. Fyrir ári
greindist hún aftur og þá með
Sigurlaug
Gunnarsdóttir
Okkar elskaði sonur og bróðir,
SNORRI HARÐARSON,
varð bráðkvaddur á heimili sínu,
Asparfelli 8, Reykjavík.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 22. október klukkan 14.
Sigríður Ása Einarsdóttir og fjölskylda
Ástkær sonur okkar og bróðir,
EINAR VIGNIR SIGURJÓNSSON,
Álfaskeiði 127, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 20. október klukkan 13.
Elín S. Hallgrímsdóttir Sigurjón E. Einarsson
Hrafnhildur Elínardóttir
Íris Sigurjónsdóttir