Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 21
langt gengið krabbamein. Silla
hafði þá um nokkurt skeið gengið
milli heilbrigðisstofnana og bent á
að eitthvað væri ekki eins og það
ætti að vera, sárkvalin. Það er sárt
til þess að hugsa að þetta þurfti
ekki endilega að fara svona. Það
var einmitt það sem Sillu var um-
hugað um; að komist yrði að því
hvað fór úrskeiðis í hennar tilviki,
að lærdómur yrði dreginn af
hennar veikindasögu og að hlust-
að væri á konur, svo þær lifðu af.
Þannig var Silla, fyrst og síðast að
hugsa um aðra.
Elsku Haddi, Davíð, Ásta Rak-
el, Sara, Birkihvammssystkinin
og fjölskyldur ykkar allra, blessuð
sé minning Sillu, góðrar systur og
mágkonu.
Ágúst Þór Gunnarsson og
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Elsku Silla frænka.
Þú varst eins og önnur mamma
fyrir mér og mun verða svo erfitt
og tómt að hafa þig ekki lengur
hjá okkur. Þú varst alltaf svo góð
við mig og hugsaðir svo vel um
mig.
Þú varst alltaf mætt í heimsókn
þegar ég var að koma heim úr
skólanum og alltaf var jafn gaman
að koma heim og spjalla við þig.
Ég horfði alltaf á þig og sá fal-
lega, duglega konu sem var alltaf
svo fín og hárið þitt svo krullað og
flott. Þú varst alltaf til í að klippa
mig og hafði ég aldrei farið annað í
klippingu fyrir 18 ára aldur.
Elsku Silla, það er erfitt að hafa
ekki getað kvatt þig almennilega,
þú fórst því miður alltof fljótt frá
okkur.
Ég veit að afi og amma taka vel
á móti þér.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar elsku frænka, ég mun sakna þín
mikið.
Þín
Eva.
Elsku mágkona. Þessi orð eru
erfið og ótímabær.
Ég minnist þess að eftir að ég
kynntist Gunnhildi, systur þinni,
að mín fyrsta heimsókn var til
ykkar hjónanna. Gunnhildur vildi
auðsýnilega fá hreinskilið sam-
þykki fyrir ráðahagnum frá stóru
systur. Miðað við framvindu þess
máls þá hefur hún fengið þitt sam-
þykki. Þetta var upphafið á mikl-
um og góðum samskiptum sem ég
á eftir að sakna um ókomna fram-
tíð.
Takk fyrir alla samveruna,
veislurnar, ferðalögin og ástúðina
þessi 30 ár. Takk fyrir alla hjálp-
ina með dætur okkar Gunnhildar
sem var ómetanleg.
Takk fyrir öll árin.
Erfið eru þó tárin.
Þau lækna víst sárin.
Takk fyrir öll árin.
Þinn mágur og vinur
Rannver.
Nú er fallin frá mín besta og
elskulegasta vinkona, elsku Silla
okkar, farin úr blóma lífsins eftir
erfið veikindi. Við Silla kynntumst
í Víghólaskóla 14 ára gamlar og
höfum fylgst að allar götur síðan.
Var ég eins og heimalningur í
Birkihvamminum hjá Sillu og
hennar fjölskyldu í gegnum ung-
lingsárin. Var okkar vinátta ein-
læg og góð og var hún mér virki-
lega dýrmæt. Við áttum margt
sameiginlegt og höfðum einstakan
áhuga á að skoða fasteignir og inn-
anhússhönnun og var hún Silla
mikill fagurkeri. Árin hennar í
Noregi skrifuðumst við reglulega
á og áttum við stöllur alltaf eftir að
lesa bréfin okkar saman en ég
mun ylja mér yfir þeirri lesningu
og rifja upp gamla góða tíma.
Undir lok veikinda hennar vorum
við duglegar að hittast, fara í
stutta göngutúra og horfa saman
á Heimsókn með Sindra og njóta
líðandi stundar. Ég kveð þig með
sárum söknuði og hlýju í hjarta.
Þín vinkona,
Þorbjörg Sigurjónsdóttir
(Tobba).
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍNBORG BERNÓDUSDÓTTIR,
Miðstræti 11, Vestmannaeyjum,
lést aðfaranótt 17. október
á sjúkrahúsinu í Eyjum.
Útförin verður auglýst síðar.
Ölver Jónsson Svanhildur Inga Ólafsdóttir
Hinrik Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
samúð og hlýhug í veikindum og við fráfall
okkar ástkæra
GUNNLAUGS V. SNÆVARR.
Auður Adamsdóttir Þórhildur Erla Pálsdóttir
Jóna G. Snævarr Ingibjörg A. Snævarr
Stefanía Rósa Snævarr Ingimar Einarsson
Stefán Þór Ingimarsson Anna Guðrún Birgisdóttir
Inga Jóna Ingimarsdóttir Gunnar Jakob Briem
Ástkær móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR GESTSDÓTTIR,
Sunnubraut 8,
Kópavogi,
andaðist í Sunnuhlíð 15. október.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 1. nóvember klukkan 15.
Gestur Jónsson
Helga Jónsdóttir
Skafti Jónsson
Gunnar Jónsson
og fjölskyldur
Okkar ástkæra
ÞÓRDÍS BERGSDÓTTIR
frá Ketilsstöðum,
Öldugötu 11, Seyðisfirði,
fv. heilbrigðisfulltrúi
og framkvæmdastjóri Ullarvinnslu
Frú Láru,
lést 8. október.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn 22. október
klukkan 14. Kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar.
Bergur Tómasson Ásdís Benediktsdóttir
Sigurður Tómasson
Hildur Tómasdóttir Valdimar Jörgensen
Þórdís Tómasdóttir
Emil Tómasson María Michaelsdóttir
Tómas Tómasson
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn,
makar og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HALLDÓRA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR
frá Bólstaðarhlíð
í Vestmannaeyjum,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hraunbúðum
miðvikudaginn 13. október.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
föstudaginn 29. október klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á vef Landakirkju, landakirkja.is.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök
Hraunbúða.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Hraunbúða fyrir einstaka
umönnun og væntumþykju.
Halldór Ingi Guðmundsson Anna Þóra Einarsdóttir
Guðmundur Guðmundsson Sigríður Stefánsdóttir
Ólafur Guðmundsson Valgerður Karlsdóttir
Eygló Guðmundsdóttir Þór Kristjánsson
Bjarni Ólafur Guðmundsson Guðrún Mary Ólafsdóttir
Þröstur Guðmundsson
Erna Björnsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
✝
Hólmfríður
Inga Guð-
mundsdóttir, eða
Fríða eins og hún
var alltaf kölluð,
fæddist í Reykjavík
2. október 1954.
Hún lést á LSH í
Fossvogi 12. októ-
ber 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Arndís
Theódórs, f. 5.5.
1918, d. 30.12. 2007, og Guð-
mundur Marías Guðmundsson, f.
23.6. 1922, d. 21.8. 1982.
Bræður Fríðu eru Borgar
Skarphéðinsson, f. 3.4. 1949, og
Guðmar Finnur Guðmundsson,
f. 28.10. 1952.
2015. 3) Rakel Rut, gift Kristni
Tý Gunnarsyni, f. 19.11. 1976,
börn þeirra eru Alexía Rós, f.
15.7. 2003, Aþena Inga, f. 28.6.
2007, Theodór Týr, f. 24.5. 2011,
Gunnar Máni, f. 11.4. 2017.
Fríða bjó með Sveini Inga
Sigurðssyni, f. 2. maí 1964, frá
1988 til dánardags.
Fríða ólst að mestu leyti upp
í Litlaholti, Saurbæ í Dalasýslu,
og flutti með fjöldskyldu sinni
til Suðureyrar við Súgandafjörð
á unglingsárum. Hún bjó í nokk-
ur ár á Eyrarbakka en hefur
búið á Reykjavíkursvæðinu síð-
an 1981.
Framan af starfaði Fríða við
verslunarstörf og fiskvinnslu,
hér af átta ár hjá Pizzahúsinu.
Hún hóf störf hjá Olís 1. febrúar
1991 og starfaði þar fram að
andláti sínu.
Útför Fríðu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 19. október
2021, og hefst athöfnin klukkan
13.
Hún giftist Sig-
urði Inga Svav-
arssyni, f. 14.11.
1949, þau slitu sam-
vistum 1983. Börn
þeirra eru: 1) María
Ósk, f. 11.2. 1975,
maki Anders Bram-
sen, f. 20.12. 1974,
börn hennar eru
Gabriel Christian, f.
17.5. 2001, Ísak
Snorri, f. 7.2. 2003,
og Esja Ósk, f. 26.8. 2010. 2)
Arnar Ingi, f. 22.11. 1976, maki
Sigurveig Benedikta Þórhalls-
dóttir, f. 24.9. 1983, dætur
þeirra eru Bríet Klara, f. 20.4.
2006, Malín Salóme, f. 24.4.
2012, og Íris Kristjana, f. 7.10.
Kæra Fríða. Nú þegar þú
hefur kvatt eftir stutta en
snarpa baráttu við íllvíga sjúk-
dóma, koma upp í hugann örfá
kveðjuorð.
Þakka þér fyrir þann tíma
sem við áttum saman, þakka þér
fyrir börnin okkar, Maríu, Arn-
ar og Rakel, og hversu vel þú
hefur sinnt þeim og barnabörn-
unum sem öll búa í Danmörku,
einnig þakka ég fyrir að vin-
skapur okkar hefur haldist alla
tíð, börnum og barnabörnum til
mikillar ánægju.
Þá vil ég votta fjölskyldu
þinni, Svenna, ættingjum og
vinum mína dýpstu samúð.
Sigurður Ingi.
Það er með miklum trega sem
ég kveð hana Fríðu vinkonu
mína og samstarfskonu til 30
ára. Hún kvaddi okkur allt of
fljótt eftir skammvinn en erfið
veikindi.
Leiðir okkar Fríðu lágu fyrst
saman fyrir 50 árum á Suður-
eyri þegar við vorum báðar búð-
arkonur í búðinni hans pabba,
þá var hún 16 og ég 12 ára. Á
þessum árum er aldursmunur-
inn mikill og frekar að ég liti
upp til hennar en að við næðum
að verða vinkonur. Ég minnist
þess alltaf hvað pabbi var
ánægður með hana og störf
hennar og hvað hann bar mikið
traust til hennar.
Við Fríða hittumst svo á ný
fyrir 30 árum þegar við hófum
báðar störf hjá Olís með mán-
aðar millibili og var það hún sem
tók á móti mér í mínum fyrsta
bensínstöðvarrúnti en þá var
hún vaktstjóri í Gullinbrú.
Þarna hófust kynni okkar að
nýju og úr því þróaðist traust og
góð vinátta. Nú síðustu árin höf-
um við starfað saman á mann-
auðssviði Olís og er á engan
hallað þó ég segi að það er vand-
fundin sú manneskja sem býr
yfir meiri vinnusemi og vilja til
að ganga í og leysa öll verk sem
vinna þarf.
Fríða var alltaf mætt fyrst á
morgnana og var notalegt að fá
„góðan daginn“- kveðju frá
henni þegar maður kom til
vinnu og oft settumst við niður
yfir góðum kaffibolla og tókum
smá spjall í upphafi dags. Fríða
vann stöðugt að því að efla
þekkingu sína og færni. Þetta
gerði hún með því að sækja
námskeið og ekki síður með því
að vera alltaf reiðubúin að tak-
ast á við ný og ögrandi verkefni
sem gerðu kröfur til hennar. Ég
minnist þess ekki að hún hafi
sagt nei eða gefist upp við við
nokkurt verkefni sem kom inn á
hennar borð, hvort sem það
tengdist starfi hennar beint eða
var bara eitthvað sem þurfti að
leysa.
Dugleg, þrautseig, úrræða-
góð, traust, skemmtilegur félagi
og góður vinur eru orð sem lýsa
Fríðu svo vel og þeim minning-
um sem ég á um hana.
Það verður erfitt að fylla það
skarð sem Fríða skilur eftir sig
hjá Olís því ekki aðeins var hún
með svo ótalmörg verkefni á
sinnu könnu heldur var hún svo
mikill og góður félagi, vinur og
samstarfsmaður. Verkefni
hennar, sem sérfræðingur á
mannauðssviði, tengdust starf-
semi Olís um allt land og var
hún óþreytandi að koma með
góðar ábendingar og hugmyndir
um það sem hún sá tækifæri í
eða að mátti betur fara.
Fríða var mikil fjölskyldu-
kona og elskaði að heimsækja
börnin sín og fjölskyldur þeirra
hvenær sem tækifæri gafst, en
þau eru öll búsett í Danmörku.
Barnabörnin voru henni mjög
dýrmæt og var mikil gleði að
hún og Svenni náðu að vera með
þeim í ágúst síðastliðnum þegar
tvö þeirra fermdust.
Ég bið góðan guð að blessa
allt fólkið þitt, Svenna, Maríu,
Rakel, Arnar og fjölskyldur
þeirra og gefa þeim styrk í sorg
sinni.
Ég þakka af heilum hug góða
vináttu og samstarf sem aldrei
bar skugga á og kveð þig, elsku
vinkona, með vissu um að við
hittumst á ný.
Far þú í friði, elsku Fríða.
Ragnheiður Björk
Guðmundsdóttir.
Hólmfríður Inga
Guðmundsdóttir
Í huganum var
alltaf sólskin í
Keflavík þegar ég
hugsa til æskuár-
anna og vinkonu minnar Hjördís-
ar sem ég kveð nú. Við vorum
þriggja, fjögurra ára tátur þegar
við urðum vinkonur. Áttum
heima rétt hjá hvor annarri. Þá
var mikið og öflugt mannlíf, átta
til tíu börn í hverju húsi. Mikil
samkennd og mikil gleði. Fólk
hjálpaðist að og það skipti máli.
Litlu hlutirnir urðu stórir. Heima
hjá Hjördísi voru þau tíu systk-
inin, heima hjá mér voru börnin
átta. Pabbi Hjördísar, Ólafur, átti
stóran vörubíl með „boddíi“ eins
og það var kallað. Það var mikið
ævintýri að fá að sitja þar á dív-
an, þó ekkert væri útsýnið. Keyra
út vörur með Ólafi eða fara í
berjamó með stórfjölskyldunni.
Ég fékk alltaf að koma með. Og
sólin skein. Við vinkonurnar
fylgdumst að í lífinu. Fórum sam-
an á unglingsárunum í hús-
mæðraskólann að Staðarfelli. Þar
Hjördís Ólafsdóttir
✝
Hjördís Ólafs-
dóttir fæddist
5. júní 1949. Hún
lést 2. október
2021.
Hjördís var jarð-
sungin 8. október
2021.
lærðum við undir-
stöðuatriði í hús-
haldi og handavinnu
ýmiss konar. Það
var ómetanlegur
tími og mikið sól-
skin. Við kynntumst
báðar ástinni ungar.
Hún Sigurði sínum
og ég Björgvini mín-
um. Við eignuðumst
líka börnin okkar
þrjú hvor á svipuð-
um árum. Og það var mikið sól-
skin. Hjördís vinkona mín var fal-
leg kona og vel gerð, henni var
margt til lista lagt, hún elskaði
söng og hún elskaði börn. Sinnti
öllu sínu af alúð. Það dró fyrir
sólu hjá elskulegri vinkonu minni
þegar hún missti manninn sinn
og besta vininn, hann Sigurð, allt-
of fljótt. Stór verkefni voru henni
færð síðustu árin í hennar eigin
veikindum. En sólskinið bjó innra
með Hjördísi. Hún stráði geislum
sínum til barna sinna og ástvina.
Nú er kveðjustundin runnin upp.
Ég þakka Hjördísi, minni ást-
kæru æskuvinkonu, árin öll og
allar yndisstundirnar. Veri hún
góðum Guði falin í ljóssins landi.
Guð blessi börnin hennar öll. Guð
blessi minningu Hjördísar Ólafs-
dóttur.
Hafdís Sigurbergsdóttir,
Dalvík.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Minningargreinar