Morgunblaðið - 19.10.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Leikfimi m. Milan kl. 10.30. Leshringur kl. 11.15 Handavinna kl. 12-16.
Karlakórinn Kátir karlar kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á
könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Haustfagnaður Boðans kl. 14:00, Örn Árnason skemmtir af
sinni alkunnu list, veglegt brauð/tertuborð. Ganga/stafganga kl. 10:00.
Fuglatálgun kl. 13:00. Bridge og Kanasta fellur niður v/ Haustfagn-
aðar.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.13.30
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjáns-
dóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Súpa og brauð
eftir stundina. Félagsstarf eldri borgara kl. 13 Steinunn Leifsdóttir
íþróttafræðingur fræðir okkur um mikilvægi jafnvægisæfinga og
kennir einfaldar æfingar. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Salatbar
kl. 11:30-12:15. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 12:30-15:30. Svanur
Heiðar Hauksson. „Gleðin er besta víman“ kl. 13:30. Bónusrútan kl.
13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10:00. Qi-Gong í Sjál kl. 9:00. Stólajóga kl. 11:00 í Jónshúsi.
Leikfimi í Ásgarði kl. 12:15. Boccia í Ásgarði kl. 12:55. Smíði kl. 9:00 og
13:00 í Smiðju Kirkjuhv. Fyrirlestur í Jónshúsi kl. 13,30 „Að næra dell-
una sína“ Áhugamál –Tengsl - Lífsgæði
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 og 13 til 16 opin handavinnustofa og
verkstæði. Kl. 9 til 10.15 Qigong æfingar í hreyfi- og aðalsal. Kl.16 til
18 Nafnlausi leikhópurinn með námskeið í upplestri og framsögn.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 19. október verður opið hús fyrir
eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13:00-15:00. Gestur
í opna húsinu verður Kristín Snorradóttir. Kristín mun spila á hug-
leiðsluskálar. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti að opna húsinu
loknu. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12.
Að henni lokinni er boðið upp á léttar veitingar gegn vægu gjaldi.
Gullsmári Myndlist kl. 9.00 Boccia kl 10.00Tréútskurður og Kanasta
kl. 13.00
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9:00-11:00. Handavinna með leiðbeinanda kl 9:00-12:00. Dans með
Auði Hörpu kl 10:30. Félagsvist kl 13:00 þátttökugjald er 200kr, léttar
veitingar seldar í hléi.
Hraunsel Billjard: Kl. 8-16. Dansleikfimi kl. 9. Qi Gong kl. 10.00.
Bridge kl. 13.00.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Jóga með Rakel Írisi kl. 9:00. Bridge í handavinnustofu
13:00. Bingó kl. 13:15 Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Listmálun í Borgum kl. 9:00 þátttökuskráning. Morgunleik-
fimi í Borgum kl. 9:45 Boccia kl. 10 í Borgum. Helgistund í Borgum kl.
10:30 og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11:00 Margrét
leiðbeinir uppbókað. Spjallhópur í Borgum kl. 13 og sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug kl. 14. Lagt af stað kl. 09:00 stundvíslega frá
Borgum í dagsferð Korpúlfa á morgun.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um Hósea
spámann úr Gamla testamenninu. Kaffiveitingar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist bútasaumshópur í handa-
vinnustofu milli kl. 09-12. Hópþjálfun verður í setustofu 2. hæðar milli
kl. 10:30-11:00. Þá verður tölvu og snjalltækjaaðstoð í setustofu milli
kl. 11:00-11:30. Bókband er í smiðju 1. hæðar milli 13:00-16:30. Milli kl.
13:30-14:30 hlustum við saman á hlaðvarp í handavinnustofu. Þá leg-
gjum við af stað í göngu með viðkomu í verslun kl. 15:00 úr móttöku.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókur frá kl.
9.00. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfim í Hreyfilandi kl. 11.30.
Helgi9stund á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl.
14.00. Örnámskeið roð/leður kl. 15.30.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
✝
Árni Marinós-
son fæddist á
Akranesi 30. júlí
1945. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 12. októ-
ber 2021.
Foreldrar hans
voru Hansína Guð-
mundsdóttir frá
Akranesi, f. 26. júní
1913, d. 27. janúar
2001, og Marinó
Einar Árnason frá Bolungarvík,
f. 5. nóvember 1912, d. 2. júní
2007. Systkini Árna eru Þórir, f.
10. september 1935, Atli, f. 20.
febrúar 1942, og Valgerður, f. 1.
júní 1951, d. 23. júní 2020.
Hinn 15. júlí 1972 kvæntist
Árni eftirlifandi eiginkonu sinni,
Höllu Valdísi Friðbertsdóttir frá
Súðavík, f. 29. júní 1949. For-
eldrar Höllu voru Kristjana
Magnea Jónatansdóttir, f. 23.
desember 1927, d. 24. janúar
2019, og Friðbert Halldórsson, f.
29. september 1919, d. 18. júní
rafeindavirkjun. Einnig sótti
hann sér menntun til Danmerk-
ur og Bretlands í tengslum við
störf sín. Árni starfaði allan sinn
starfsferil í tengslum við sigl-
inga- og skipatæki. Hann hóf
starfsferill sinn hjá Friðriki A.
Jónssyni og stofnaði svo Sínus
ehf. ásamt öðrum. Síðar stofnaði
hann og rak Radíóþjónustu Árna
Marinóssonar og seinna fyrir-
tækið Elcon ehf. sem hann rak
þar til hann varð að hætta vegna
veikinda.
Árni var mikill áhugamaður
um íþróttir og æfði knattspyrnu
með ÍA og Fram á sínum yngri
árum. Hann hafði einnig mikið
dálæti á útivist og göngum og
var í gönguhóp í mörg ár. Árni
hafði mikla ánægju af ferðalög-
um og ferðaðist bæði innanlands
og utan með fjölskyldu og vin-
um. Hann hafði mikinn áhuga á
fornsögum og sótti mörg forn-
sögunámskeið og ferðaðist á
söguslóðir. Árni var einnig virk-
ur félagi í Frímúrarareglunni í
tugi ára.
Útför Árna fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 19. október
2021, klukkan 15.
2007, og voru þau
bæði frá Súðavík.
Árni og Halla
eignuðust þrjú
börn, þau eru: 1)
Berglind, f. 18. maí
1974, sambýlis-
maður hennar er
Kristján Kristjáns-
son, f. 3. maí 1975.
Synir þeirra eru
Marinó og Atli. 2)
Magnea, f. 14. maí
1978, eiginmaður hennar er Ás-
geir Örn Ásgeirsson, f. 7. júní
1973. Þau eiga soninn Árna Geir
og dætur Ásgeirs og stjúpdætur
Magneu eru Valgerður og Gunn-
hildur. 3) Marinó Einar, f. 22. júlí
1984, sambýliskona hans er
Iwona Posiadala, f. 1 júní 1987.
Árni ólst upp á Akranesi og
kláraði gagnfræðapróf þar. Eft-
ir það lá leiðin til Reykjavíkur
þar sem hann stundaði nám við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þaðan sveinsprófi í útvarps-
virkjun og síðar meistaranámi í
Það er skrýtið að hugsa til þess
að hitta pabba ekki aftur og eftir
situr sorgin í hjarta. Minningarnar
eru margar og var hann besti pabbi
sem hægt er að hugsa sér. Þegar
ég hugsa um pabba er það traust,
dugnaður, gleði, kærleikur, barn-
góður og prinsipp sem kemur upp í
hugann.
Pabbi vann mikið og langa
vinnudaga og naut þess, en gaf sér
alltaf tíma í að vera með okkur
systkinunum komandi heim þreytt-
ur. Hann kvartaði aldrei og setti
það ekki fyrir sig eftir langa vinnu-
viku að hanga utan á húsinu í Furu-
gerði að sinna viðhaldi. Hann slapp
alveg við eldamennsku sem var á
höndum mömmu annars hefðu það
verið gellur í öll mál.
Pabbi slakaði á með bók við
hönd eða setti plötu á fóninn og
hækkaði vel í UB40 eða Bob Mar-
ley svo eitthvað sem nefnt. Ég
þurfti oft að hækka vel til að heyra í
minni tónlist ef pabbi var að hlusta
á efri hæðinni.
Prinsipp maður var hann og
fengum við oft að heyra prinsippin.
Eitt var að það væri prinsipp að
setja bensín á bílinn ef ljósið væri
komið á því maður keyrði ekki á
loftinu, í það skiptið keyrði pabbi
vestan úr bæ með bensínbrúsa þar
sem frumburðurinn var bensínlaus
á Miklubrautinni. Okkur fannst
prinsippin mörg en öll þessi prin-
sipp voru leiðarvísir okkar fyrir
framtíðina og lífið.
Pabbi æfði fótbolta með ÍA og
Fram og eftir að hann hætti mætti
hann á leiki hjá báðum liðum sem
og landsleiki og þá fékk ég að fylgja
með það mótaði minn fótbolta-
áhuga og með hvaða liði var haldið í
íslensku eða ensku deildinni, liðin
hans pabba.
Pabbi hafði unun af því að
ferðast bæði innanlands sem og ut-
an og voru ferðalög tíð bæði vegna
vinnu og með mömmu erlendis.
Undantekningalaust gerði hann
sér ferð til þess að kaupa dýrindi-
skjóla og annað á okkur systur. Við
systkinin nutum þeirra forréttinda
að ferðast með mömmu og pabba
frá unga aldri.
Pabbi hvatti okkur áfram í öllu
því sem við tókum okkur fyrir
hendur sama hvaða ævintýri það
var. Ef eitthvað bjátaði á eða við
þurftum að leita til hans þá fann
hann lausn og studdi við bakið á
okkur.
Pabbi var einstakur þegar kom
að börnum og hve barngóður hann
var. Afabörnin hans voru hans
augasteinar og yndi og dekraði
hann og mamma þau endalaust.
Marinó og Atli hafa notið þess í
gegnum árin. Mamma og pabbi
tóku þá á hverju sumri í ferðir á
bílnum þar sem þeir áttu dýrmæt-
ar stundir með þeim. Jólaböllin hjá
Frímúrurunum með afastrákana
var fastur liður og alltaf mikil
spenna að fara á.
Fyrir rúmum fimm árum
greindist pabbi með mergæxli og
hafa síðustu ár verið honum erfið
og kvalafull. Það hefur verið erfitt
að horfa upp á hvernig sjúkdóm-
urinn hefur þróast án þess að geta
gert mikið annað en að vera til stað-
ar fyrir pabba í þessum erfiðu veik-
indum. Mamma hefur verið hans
klettur og hjúkrað allt til loka. Nú
er þeirri þrautargöngu og baráttu
við þennan illvíga sjúkdóm lokið og
ég veit að pabbi er nú kominn á
betri stað til afa og ömmu og Val-
lýjar án allra verkja.
Hvíl í friði elsku pabbi minn,
minningin um yndislegan pabba og
afa lifir í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Þín (demants) dóttir
Berglind.
Það er sárar en orð ná að lýsa
hversu erfitt er að kveðja elsku
pabba. Hann var alltaf stór hluti
af mínu lífi og mikil fyrirmynd
sem ég lærði mikið af.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og setti fjölskylduna alltaf
í fyrsta sæti. Umhyggjusemin
gagnvart okkur systkinunum og
mömmu var ómæld og hann vildi
alltaf allt fyrir okkur gera. Ein af
sætustu æskuminningunum mín-
um er þegar pabbi fór svo oft út í
bíl á undan okkur á veturna til að
skafa og hita bílinn svo að við
þyrftum ekki að fara í kaldan bíl.
Það var alltaf hægt að leita til
pabba og hann tilbúinn að veita
góð ráð eða aðstoða, hvort sem
það voru ráðleggingar varðandi
nám eða vinnu eða til að koma á
miðri nóttu til að aðstoða mig við
að skipta um sprungið dekk.
Hann var einnig einstaklega
barngóður og ég er svo þakklát
fyrir þann tíma sem barnabörnin
fengu að njóta með honum. Á
meðan hann hafði heilsu til gaf
hann sig allan í leik og gleði með
þeim.
Pabbi var mjög vinnusamur
maður og ósérhlífinn, hann starf-
aði stóran hluta af sínum starfs-
ferli í eigin fyrirtæki og hafði
mikla unun af starfi sínu. Hann
var sérstaklega vel gefinn og
hafði mikinn áhuga á tækjum og
rafmagni. Rafmagnið var okkar
sameiginlega áhugamál og það
var ómetanlegt að finna stuðning
hans og stolt þegar ég ákvað að
fara í rafmagnsverkfærði. Hann
sýndi náminu mínu mikinn áhuga
og við áttum margar góðar
stundir þar sem við ræddum
námsefnið, fræðin og praktíkina.
Það var ekki verra þegar það átti
að smíða spennubreyti frá grunni
í náminu að geta leitað til pabba
og annar eins gæða spennubreyt-
ir hafði varla sést, leit nánast út
fyrir að hafa komið úr verk-
smiðju. Hann tók líka ekki annað
í mál en að kenna mér að skipta
um perustæði og kló áður en ég
útskrifaðist, ég bý enn að þeirri
þekkingu í dag.
Pabbi rak fyrirtækin sín og
starfaði á Grandanum og hann tal-
aði oft um hvað grandaandinn væri
góður. Hann var hluti af samfélagi
þar sem tengdist skipaiðnaðinum
og það var alltaf jafn gaman að fara
á Grandann með pabba. Þegar ég
var lítil voru farnir ófáir sunnu-
dagsbíltúrar þangað og bátarnir og
umhverfið skoðað, það var algjör
ævintýraheimur í augum barnsins.
Pabbi var prinsippmaður sem
var með allt sitt á hreinu. Hann
var góður og heiðarlegur og hafði
mikið jafnaðargeð. Umfram allt
var hann þó hress og skemmti-
legur og mikið fyrir grín og
glens. Það var mikil lífsgleði í
honum og alltaf gaman að vera í
kringum hann. Pabbi naut sín
best innan um fjölskylduna eða í
góðra vina hópi og lagði mikla
rækt við sitt nánasta fólk.
Síðustu ár pabba einkenndust
af veikindum hans og sjúkdóm-
urinn reyndi mikið á hann. Þrátt
fyrir þessi miklu veikindi var
hann alltaf sami ljúfi pabbi minn
sem sýndi mér og mínum ást og
umhyggju. Maður fann hvað
hann var stoltur af okkur og
ánægður með son minn og nafna
sinn.
Pabbi trúði á framhaldslíf og
ég trúi því að hann sé núna á góð-
um stað með foreldrum sínum og
systur þar sem gleðin og kærleik-
urinn eru við völd og verkir og
veikindi horfin. Eftir standa ljúf-
ar minningar um einstakan
pabba.
Magnea Árnadóttir.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þinn ástkæri sonur,
Marinó Einar Árnason.
Elsku Árni minn. Það voru
mikil forréttindi að fá að kynnast
þér og vera tengdasonur þinn. Þú
varst einstakur maður á svo
margan hátt. Þú varst fyndinn,
traustur, duglegur, gjafmildur og
barngóður. Börnin okkar áttu
einstaklega góðan afa. Það var
svo mikill léttleiki og glettni yfir
hversdagslífinu í kringum þig.
Fiskur og hafragrautur, en ekki
kjúklingur. Fótbolti, Frímúrarn-
ir, Doudge-inn og Grandinn. Já,
Grandinn var draumaland raf-
magnsverkfræðings þar sem allt
úði og grúði af rafmagnstækjum,
íhlutum, loftnetum og verkfær-
um. Að vera með þér á Grand-
anum var mikil gæðastund. Ég á
eftir að sakna mikið allra gæða-
stundanna sem ég átti með þér.
Ásgeir Örn Ásgeirsson.
Elsku afi, takk fyrir allar sam-
verustundirnar sem þú gafst okk-
ur, öll ferðalögin og veiðiferðirnar.
Þú studdir okkur í því sem við
vorum að gera, bæði í skólanum
og íþróttum. Þú hafðir alltaf mik-
inn áhuga á hvernig okkur gengi
og hvattir okkur áfram.
Sjúkdómur þinn hefur verið
þér erfiður og það er erfitt að
kveðja en nú ertu verkjalaus hjá
englunum. Við munum alltaf
sakna þín, elsku afi, og við munum
passa upp á ömmu.
Hvíl í friði elsku afi, takk fyrir
ótakmarkaða ást og kærleika.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Marinó og Atli.
Árni Marinósson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á net-
fangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar