Morgunblaðið - 19.10.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 19.10.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 30 ÁRA Jóhanna ólst upp að mestu á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er með BA í skap- andi tónlistarmiðlun frá Lista- háskóla Íslands og er skrifstofu- fulltrúi á umhverfis- og skipulags- sviði Reykjavíkurborgar. Hún er í Kór Langholtskirkju. „Áhugamálin mín eru að prjóna, tónlist og kóra- starf. Ég hef einnig mikinn áhuga á borgarmálum.“ FJÖLSKYLDA Maki Jóhönnu er Kristján Harðarson, f. 1993, BA í tónsmíðum og læknanemi. Dóttir þeirra er María Jóhönnu Kristjáns- dóttir, f. 2021. Foreldrar Jóhönnu eru Íris Björg Kristjánsdóttir, f. 1973, sérfræðingur í friðar- og mannúðarmálum hjá UN Women, búsett í Tyrklandi og Reykjavík, og Sigurður Örn Jónsson, f. 1970, bygg- ingarverkfræðingur hjá EFLU, búsettur í Kópavogi. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Veltu þér ekki upp úr vandamál- unum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft tíma í einrúmi í dag til að greiða úr nokkrum hlutum sem hafa verið á kreiki í undirmeðvitund þinni. Forðastu deilur við maka og nákomna í dag. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Bíddu með að bera upp við yfir- menn þína mál sem þú berð mjög fyrir brjósti. Viljirðu búa við áframhaldandi vel- gengni máttu í engu slaka á. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Vinur gagnrýnir hugsanlega með- ferð þína á fjármunum. Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert vinsæll meðal vina þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir þurfa á að halda. Hafðu hugfast að ein lítil mistök geta dregið dilk á eftir sér. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Reyndu að vera þolinmóður í pen- ingamálum í dag. Mundu samt að það er ákaflega mikilvægt að geta verið sveigjan- legur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Misnotaðu ekki traust þeirra sem leita til þín með vandamál sín. Undirbúðu þig fyrir einlægar samræður við félaga þinn. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gættu þess að ganga ekki svo hart fram, að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Það kann ekki góðri lukku að stýra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugarangri. Gefðu gömlum vinum skerf af tíma þínum. Sýndu þeim nærgætni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Láttu það ekki slá þig út af lag- inu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Nú er létt að afla sér liðsinnis annarra. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Aðrir gætu nú reynst þér rausn- arlegir og þú átt að grípa tækifærið. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér hefur verið treyst til þess að kalla fólk saman til fundar og þarft að skipuleggja allt í stóru sem smáu. Treystu á innsæi þitt og þá munu hjólin fara að snú- ast eins og til er ætlast. einkatúrum, en hoppa stundum upp í rútur.“ Helstu áhugamál eru veiði, útivist og tónlist. „Ég fæ útrás fyrir þetta allt með veiðihópnum Smaart. Þar eru samankomnir 10 vinir sem fara í hinar ýmsu ferðir saman og er spil- að og sungið allan tímann. Við fór- um t.d. í Laugardalsá í vor, vorum tími sem hefur haft skemmtilegar afleiðingar en ég hef samið tónlist við þrjár leiksýningar og stuttmynd ásamt því að vera tónlistarstjóri við myndina Skjálfta.“ Sveinn fór í Leiðsöguskólann 2013 og hefur síðan starfað annað slagið sem leiðsögumaður. „Það er nóg að gera í því núna. Ég er mest í S veinn Þórir Geirsson fæddist 19. október 1971 í Reykjavík og ólst upp á Hallveigarstíg ásamt móður sinni og stjúp- föður. Þar bjó hann þar til hann var á útskriftarári sínu í Leiklistarskóla Íslands 1994 að undanskildum tveimur árum í Stokkhólmi, 1978- 1980, og rúmu ári í Portúgal, 1989- 1990. „Móðurafi minn og -amma gerðust bændur frá 1975 til 1983 á Fellsströnd í Dalasýslu og var ég hjá þeim öll sumur á meðan þau bjuggu þar. Þetta er ógleymanlegur tími.“ Sveinn hóf framhaldsskólagöngu sína í Verzlunarskóla Íslands. „Þetta er á þeim tíma sem fjöl- skyldan flytur til Portúgals og held henni áfram eftir að ég kem heim í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. En ég laumaði mér inn í Leiklistar- skólann áður en ég kláraði þar.“ Hann hóf nám við Leiklistarskólann 1991 og útskrifaðist 1995. Leiklistin hefur síðan verið meginstarfsferill Sveins. Fyrstu leikverkin eftir útskrift voru í Jesus Christ Superstar og Kardimommu- bænum í Þjóðleikhúsinu, en hann var fyrstu árin þar starfandi. Hann var hjá Borgarleikhúsinu 2002-2006 og hefur einnig unnið með ýmsum sjálfstæðum leikhópum. Meðal verka sem Sveinn hefur leikið í eru Hamlet í Þjóðleikhúsinu, og Chi- cago, Híbýli vindanna og Sól og Máni í Borgarleikhúsinu. Hann hef- ur einnig leikið í fjölda sjónvarps- þátta og kvikmynda, m.a. í Djöfla- eyjunni og Ég man þig. Hann lék m.a. í sjónvarpsþáttunum Systra- bönd og Stellu Blómkvist sem voru frumsýndir á árinu. „Svo er ég í þáttunum Vitjunum, sem er það sem mun dúkka upp næst, en þeir verða sýndir á Rúv í kringum ára- mótin, og kvikmyndinni Skjálftum sem verður frumsýnd á næsta ári.“ Sú mynd er í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur, konu Sveins. Tónlist hefur alltaf verið stór hluti af lífinu hjá Sveini, hann var í tónlistarskóla á yngri árum og 2004- 2009 stundaði hann nám við Tónlist- arskóla FÍH. „Það var mjög gefandi opnunarhollið þar.“ Sveinn er ekki bara í stangveiði, heldur veiðir hann gæs, rjúpu og sjófugla. Einnig hefur hann farið að veiða utanlands. „Ég hef ekki enn farið að veiða hreindýr, en það er á stefnuskránni.“ Fjölskylda Eiginkona Sveins er Tinna Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður – 50 ára Fjölskyldan Brúðkaupsdagur Sveins og Tinnu árið 2014. Með þeim á mynd- inni eru, f.v.: Ragnar Steinn, Jökull Þór, Lísbet, Starkaður Máni og Diljá. Leiklist, tónlist og veiðar Leikarinn Sveinn í söngleiknum Chicago í Borgarleikhúsinu 2004.Afmælisbarnið Sveinn Geirsson. Feðgar Sveinn ásamt Starkaði Mána og Jökli Þór. Til hamingju með daginn Reykjavík María Jóhönnu Kristjáns- dóttir er fædd 1. júlí 2021 kl. 18.15 í Reykjavík. Hún var 2.938 g og 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir og Kristján Harðarson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.