Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 England Arsenal – Crystal Palace ......................... 2:2 Staðan: Chelsea 8 6 1 1 16:3 19 Liverpool 8 5 3 0 22:6 18 Manch. City 8 5 2 1 16:3 17 Brighton 8 4 3 1 8:5 15 Tottenham 8 5 0 3 9:12 15 Manch. Utd 8 4 2 2 16:10 14 West Ham 8 4 2 2 15:10 14 Everton 8 4 2 2 13:9 14 Brentford 8 3 3 2 10:7 12 Wolves 8 4 0 4 8:8 12 Leicester 8 3 2 3 13:14 11 Arsenal 8 3 2 3 7:12 11 Aston Villa 8 3 1 4 12:12 10 Crystal Palace 8 1 5 2 10:13 8 Southampton 8 1 4 3 6:10 7 Watford 8 2 1 5 7:15 7 Leeds 8 1 3 4 7:15 6 Burnley 8 0 3 5 5:13 3 Newcastle 8 0 3 5 10:19 3 Norwich City 8 0 2 6 2:16 2 Ítalía Venezia – Fiorentina............................... 1:0 - Arnór Sigurðsson var ónotaður vara- maður hjá Venezia. Bjarki Steinn Bjarka- son var ekki í leikmannahópi liðsins. Staðan: Napoli 8 8 0 0 19:3 24 AC Milan 8 7 1 0 18:7 22 Inter Mílanó 8 5 2 1 23:11 17 Roma 8 5 0 3 16:9 15 Lazio 8 4 2 2 18:13 14 Atalanta 8 4 2 2 14:10 14 Juventus 8 4 2 2 12:10 14 Bologna 8 3 3 2 13:15 12 Fiorentina 8 4 0 4 10:12 12 Udinese 8 2 3 3 10:12 9 Empoli 8 3 0 5 10:16 9 Torino 8 2 2 4 9:8 8 Verona 8 2 2 4 17:17 8 Sassuolo 8 2 2 4 9:11 8 Venezia 8 2 2 4 6:12 8 Spezia 8 2 1 5 10:20 7 Sampdoria 8 1 3 4 11:16 6 Genoa 8 1 3 4 12:18 6 Cagliari 8 1 3 4 11:17 6 Salernitana 8 1 1 6 6:17 4 Frakkland B-deild: Nimes – Ajaccio ....................................... 0:2 - Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður hjá Nimes á 64. mínútu. Holland B-deild: Jong AZ – Jong Ajax ............................... 1:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Jong Ajax. Danmörk AGF – AaB................................................ 1:0 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 81. mínútuna með AGF. Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi liðsins. Staða efstu liða: Midtjylland 12 9 1 2 23:7 28 København 12 7 4 1 26:9 25 AaB 12 6 3 3 18:10 21 Randers 12 6 3 3 16:13 21 Silkeborg 12 4 6 2 17:13 18 Brøndby 12 3 6 3 17:17 15 Bandaríkin Houston Dash – Portland Thorns.......... 0:1 - Andrea Rán Hauksdóttir var ónotaður varamaður hjá Houston Dash. Svíþjóð Häcken – Norrköping ............................. 5:0 - Oskar Tor Sverrisson kom inn á sem varamaður hjá Häcken á 90. mínútu. Val- geir Lunddal Friðriksson var ónotaður varamaður. - Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 63. mín- úturnar með Norrköping, Jóhannes Krist- inn Bjarnason var ekki í leikmannahópn- um. Djurgården – Elfsborg ........................... 0:3 - Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Staða efstu liða: Malmö 23 13 5 5 48:25 44 Djurgården 23 13 5 5 37:21 44 AIK 23 13 5 5 32:19 44 Elfsborg 23 13 3 7 38:25 42 Norrköping 23 12 3 8 37:28 39 B-deild: Öster - Vasalund ...................................... 3:2 - Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með Öster og skoraði. >;(//24)3;( Bikarkeppni karla 1. umferð: Hamar – Vestri ................................... 86:103 Selfoss – ÍA ........................................... 82:67 Sindri – ÍR........................................... 68:103 Snæfell – KR....................................... 46:121 Fjölnir – Þór Ak.................................... 87:98 >73G,&:=/D ÍSHOKKÍ Hertz-deild kvenna: Reykjavík: SR – Fjölnir....................... 19.45 Í KVÖLD! Arsenal og Crystal Palace skildu jöfn, 2:2, í æsispennandi leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Pierre-Emerick Aubameyang kom heimamönnum í Arsenal í for- ystu á 8. mínútu áður en Christian Benteke jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Odsonne Édouard kom gestunum í Palace svo yfir á 73. mínútu áður en varamaðurinn Alexandre Lacazette jafnaði metin fyrir Arsenal með síðustu spyrnu leiksins, á fimmtu mínútu uppbót- artíma venjulegs leiktíma. Jafnaði metin í uppbótartíma AFP Jafnt Alexandre Lacazette fagnar jöfnunarmarki sínu af innlifun. Elín Metta Jensen, framherji Ís- landsmeistara Vals, verður ekki með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu sem mætir Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. Elín Metta dró sig út úr landsliðs- hópnum vegna meiðsla. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hefur valið Selmu Sól Magnúsdóttur úr Breiðabliki í stað Elínar. Ísland mætir Tékklandi föstu- daginn 22. október og Kýpur þriðjudaginn 26. október en báðir leikirnir fara fram á Laugardals- velli. Elín Metta ekki með landsliðinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meidd Elín hefur leikið 58 landsleiki þar sem hún hefur skorað 16 mörk. NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Að venju var nóg um leik- mannaskipti í NBA-deildinni í sum- ar, en í ár var sumarið styttra fyrir leikmenn eftir sigur Milwaukee Bucks í júlímánuði, seinna en venjulega. Meistaraliðið er af sér- fræðingum oftast talið líklegt til að verða með í baráttunni um titilinn á nýju leikári, sérstaklega með lítt breyttan leikmannahóp. Það á þó ekki við Milwaukee í þetta sinn. Eftir að hafa litið á spár frétta- fólks og framkvæmdastjóra lið- anna, er næstum enginn sem held- ur að Milwaukee muni verja titilinn. Bucks vann víst titilinn af heppni í sumar ef marka má mat þessa fólks. Meistararnir eru eins og Gollum í Hringadróttinssögu – með hringinn, en örlögin ætla hon- um annan eiganda. Milwaukee er víst eins og tuskudúkka á sorp- haug. Sérfræðingarnir eru að því er virðist blindaðir af skærum bjarma stjörnuleikmanna Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers. Nets víst alla leið Allt gengur út á Brooklyn Nets austan megin að sögn sérfræðinga (yfir 70% af framkvæmdastjórum liðanna spá Nets meistaratitlinum samkvæmt árlegri skoðanakönnun NBA-deildarinnar), enda liðið með tvær stórstjörnur sem erfitt er að stöðva. Kevin Durant og James Harden munu bera þetta lið á sín- um herðum í gegnum deildakeppn- ina. Sá síðarnefndi virðist hafa tek- ið við leiðtogastöðunni eftir að Kyrie Irving ákvað enn einu sinni að hann væri mikilvægari en liðið sem hann leikur með. Hann er enn óbólusettur og virðist ekki tilbúinn að skipta skoðun á því. Af þeim or- sökum mun hann ekki geta leikið í heimaleikjum liðsins og for- ystumenn Nets ætla ekki að leyfa honum að æfa með liðinu og óvíst er hvort hann leikur nokkurn leik án þess að vera bólusettur. Þetta er samt sterkur og reynd- ur leikmannahópur. Forráðamenn Nets náðu í reynda leikmenn eins og Blake Griffin, Paul Milsap, La- Marcus Aldridge og Patty Mills – allt leikmenn sem vita hvað til þarf til að ná árangri í úrslitakeppninni. Það ætti að koma liðinu til góða í lokaúrslitunum ef allt gengur upp. „Það eru vissulega miklar vænt- ingar hjá okkur, en við erum langt frá því að vera heilsteypt lið eftir aðeins fimmtán æfingar saman. Það eru enn spurningar um hversu vel við getum byrjað, en mér líkar andrúmsloftið hjá leikmannahópn- um,“ sagði Steve Nash þjálfari eftir síðasta æfingaleik liðsins rétt fyrir helgi. Meistarar Milwaukee Bucks virð- ast eina liðið sem ætti að veita þeim harða keppni um toppsætið, en það er ekki laust við að þrátt fyrir að NBA-sérfræðingar geri svo lítið úr möguleikum Bucks, hafi þeir á endanum rétt fyrir sér. Bucks vann titilinn með nokkurri heppni og óvíst er að mótherjar þeirra í úrslitakeppninni þetta leik- tímabilið falli eins auðveldlega og gerðist í sumar. Það er ekki eins og að Bucks eigi ekkert tækifæri hér – með Giannis Antetokounmpo í fararbroddi – en tilfinningin um að eitthvað vanti enn hjá liðinu virðist ekki hverfa. Það er ekki að sjá að nokkur önnur lið muni blanda sér alvarlega í toppbaráttunua. Philadelphia 76ers halda áfram að vera sápu- ópera sem ekki gengur upp í end- ann, og önnur lið eru einfaldlega ekki eins góð og Nets og Bucks. Lakers aftur í sviðsljósinu Að venju eru Vesturdeildarliðin að öllu jöfnu betri og jafnari en þau austanmegin, og meiri möguleikar að eitthvert lið gæti sett strik í reikninginn eins og Utah Jazz gerði á síðasta keppnistímabili. Það er ekki laust við að koma Russells Westbrooks til Los Angel- es Lakers hafi gert liðið líklegt til afreka í augum margra, en maður á enn erfitt með að trúa því að þetta elliheimili sem liðið er nú orðið muni ná að fagna meistaratitlinum. Forráðamenn liðsins ákváðu að umturna leikmannahópnum í sumar eftir tap gegn Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, þar sem augljóst var að margir af yngri leikmönnum liðsins brugðust undir pressunni í úrslitakeppninni. Aldur margra leikmanna hér vekur þó efasemdir um að James (36), Carmelo Anthony (37) og aðrir leikmenn sem fylla nú leik- mannahópinn muni komast óáreitt- ir í gegnum leiktímabilið. Jafnvel þótt liðið komist í gegn- um úrslitakeppnina vestan megin, eins og flestir sérfræðingar hér vestra spá, munu annaðhvort Bro- oklyn eða Milwaukee sjálfsagt hafa meiri orku þegar svo seint er kom- ið á keppnistímabilinu. LeBron James er hins vegar sallarólegur. „Það á eftir að taka okkur nokkurn tíma að vera það lið sem við vitum að við getum orðið og ekki laust við að það muni verða einhver vonbrigði á leiðinni, en það er bara partur af þessu ferli á hverju keppnistímabili.“ Mörg lið tilkölluð Utah og Phoenix munu eflaust blanda sér í toppbaráttuna að nýju. Phoenix hefur sama leikmanna- hópinn og komst í lokaúrslitin í sumar og þar á bæ eru lykilleik- menn liðsins ómeiddir. Það kæmi ekki á óvart að Suns ynni deilda- keppnina vestan megin. Utah er nú með sama leikmannahópinn þriðja árið í röð. Bakvörðurinn Donavan Mitchell er ein af skærustu stjörn- um deildarinnar og miðherjinn Rudy Gobert er algert skrímsli í ví- tateignum í vörninni. Alvarleg hnémeiðsl tveggja lykil- leikmanna munu setja stór spurn- ingarmerki við möguleika tveggja liða. Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers og Jamal Murray hjá Denver Nuggets slitu báðir liðbönd í hné seint á síðasta keppnistímabili og óvíst er að þeir nái að koma til leiks á komandi leiktímabili. Murray mun sennilega reyna að komast til leiks fyrir endalok deildakeppninnar, en Leonard er leikmaður sem er bæði óútreikn- anlegur og mjög varkár með meiðsli, þannig að óvíst er hvort hann muni leika einn einasta leik á keppnistímabilinu. Án þessara leik- manna verður erfitt fyrir þessi lið að blanda sér alvarlega í toppbar- áttuna. Denver hefur hinsvegar möguleika ef Michael Porter Jr heldur áfram að bæta sig. Hann er frábær sóknarleikmaður og gæti fyllt skarð Murray í skoruninni. Við hér á Morgunblaðinu ætlum okkur ekki að efa kunnugleika NBA-sérfræðinga hér vestra og því spá Nets fyrsta meistaratitli sínum – að slepptum alvarlegum meiðslum lykilleikmanna að venju. Ekkert virðist standa í vegi Brooklyn Nets - Laða að fyrri stjörnur í leit að titli - Meistararnir fá enga virðingu í spádómum AFP Dúett Kevin Durant og James Harden eru mikilvægustu leikmenn Brooklyn Nets ásamt Kyrie Irving en óvíst er með þátttöku hins síðastnefnda á tímabilinu þar sem hann neitar að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.