Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Þegar FIFA veltir fyrir sér hvort
sniðugt sé að hafa HM karla í
knattspyrnu á tveggja ára fresti
þá virkar það á mann sem vís-
bending um að ekki sé farið
nægilega vel með vöruna sem á
að selja.
Ástæða fyrir miklu sjónvarps-
áhorfi í heiminum á íþrótta-
viðburði er íþróttafólkið sjálft.
Fólki finnst heillandi að sjá hvað
þeir færustu í heimi eru færir um
að framkvæma á sínu sviði. Rétt
eins og fólk hefur áhuga á að sjá
frægustu óperusöngvarana,
snjöllustu píanóleikarana eða
línudansarana í sirkusnum.
Þeir sem ráða ferðinni í knatt-
spyrnuheiminum virðast lítinn
skilning hafa á því að með auknu
leikjaálagi mun frammistaða
leikmanna verða verri. Keppnum
fer sífellt fjölgandi eins og sést
varðandi Þjóðadeild og Sam-
bandsdeild.
Með fjölgun leikja hjá lands-
liðum og félagsliðum í Evrópu-
keppnum væri kannski ráð að
draga úr einhverju á móti eins og
deildabikarkeppnum hjá aðildar-
löndunum. Einhvers konar síðri
útgáfa af bikarkeppnum.
Líkurnar á því að leikmenn
séu ferskir þegar lokakeppnir í
HM og EM fara fram verða sífellt
minni. Æ algengara er að þeir
séu komnir að þolmörkum lík-
amlega og andlega þegar stóru
keppnirnar fara fram.
Norðurlandaþjóðirnar
hafa sett sig upp á móti því að
HM sé haldið á tveggja ára fresti.
Allt þjóðir sem þekkja hand-
boltaíþróttina. Þar er stórmót á
hverju ári. Margir af hand-
boltamönnunum hafa verið
óánægðir með fyrirkomulagið.
Dæmi eru um að menn taki sér
frí frá EM eða HM til að spara sig
fyrir Ólympíuleika.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Miðjumaðurinn Guðlaugur Victor
Pálsson var valinn í lið 10. umferð-
ar í þýsku B-deildinni í knattspyrnu
af þýska íþróttatímaritinu Kicker
eftir að hafa lagt upp sigurmark
Schalke gegn Hannover í uppbót-
artíma í 1:0 sigri á föstudagskvöld.
Félagi hans í íslenska landsliðinu,
sóknarmaðurinn Albert Guðmunds-
son, var þá valinn í lið 9. umferðar í
hollensku 1. deildinni af hollenska
fótboltatímaritinu Voetbal eftir að
hafa skorað eitt mark og lagt upp
annað í 5:1 sigri gegn Utrecht á
sunnudag.
Landsliðsmenn
í úrvalsliðum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úrvalslið Albert (t.v.) og Guðlaugur
Victor í landsleik gegn Belgíu.
Miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson
var á skotskónum hjá sænska knatt-
spyrnuliðinu Öster þegar hann
skoraði í öðrum leik sínum í röð í B-
deildinni þar í landi í gærkvöldi.
Mark Alex Þórs kom á 56. mínútu
og reyndist sigurmarkið í 3:2 sigri
gegn Vasalund. Hann skaut þá af
löngu færi, skotið fór af varn-
armanni og þaðan yfir markvörð
Vasalund og í netið.
Alex Þór skoraði sitt fyrsta mark
fyrir Öster í umferðinni á undan, í
2:2 jafntefli gegn Brage í byrjun
mánaðarins.
AFP
Mark Alex Þór Hauksson skoraði í
öðrum leik sínum fyrir Öster í röð.
Alex skoraði
sigurmarkið
SVÍÞJÓÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þetta er ótrúlega gaman og maður
er fyrst og fremst stoltur og glaður
yfir þessum frábæra árangri,“ sagði
knattspyrnukonan Guðrún Arn-
ardóttir í samtali við Morgunblaðið.
Guðrún og liðsfélagar hennar í
sænska stórliðinu Rosengård fögn-
uðu sigri í sænsku úrvalsdeildinni
um helgina eftir 3:2-sigur gegn Piteå
í Piteå í 20. umferð deildarinnar en á
sama tíma gerði Häcken markalaust
jafntefli gegn AIK í Solna.
Rosengård er með 51 stig þegar
tvær umferðir eru eftir af tímabilinu
en Häcken kemur þar á eftir með 44
stig og getur því ekki náð Roseng-
ård að stigum.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn
þá er ég enn þá bara að átta mig á
því að séum sænskir meistarar. Ég
hélt satt best að segja að við mynd-
um ekki klára þetta um helgina og
markmiðið gegn Piteå var fyrst og
fremst að ná í sigur.
Við ætluðum okkur svo að tryggja
titilinn í næsta leik gegn Eskilstuna í
21. umferðinni en svo allt í einu
hlupu allir inn á völlinn þegar dóm-
arinn flautaði til leiksloka um
helgina. Ég var ótrúlega hissa enda
átti ég alls ekki von á því að titillinn
væri í höfn á þessu augnabliki,“
sagði Guðrún.
Rosengård vann síðast bikarinn
tímabilið 2019 en tapaði honum
nokkuð óvænt til Göteborgar á síð-
ustu leiktíð eftir slæm úrslit í loka-
umferðum deildarinnar en þetta er í
tólfta sinn sem liðið verður Svíþjóð-
armeistari.
Þakklát fyrir traustið
„Það er búin að vera ákveðin bið
eftir þessum bikar hjá félaginu. Við
vorum með gott forskot á síðustu
leiktíð en svo undir restina gerðist
eitthvað og við töpuðum þessu niður.
Síðasta tímabil var ofarlega í hug-
um margra leikmanna, farandi inn í
þetta tímabil, og þær voru stað-
ráðnar í að láta ekki leikinn end-
urtaka sig. Að vinna deildina var
markmiðið hjá öllum leikmanna-
hópnum og það skipti engu máli
hvort sumir væru að vinna deildina í
fyrsta sinn núna eða sjötta sinn.“
Guðrún gekk til liðs við Roseng-
ård frá Djurgården í júlí á þessu ári
og stimplaði sig strax inn sem lyk-
ilkona í varnarleik liðsins.
„Satt best að segja átti ég ekki
von á því að koma beint inn í liðið.
Ég var hins vegar staðráðin í að
sanna mig þegar ég gekk til liðs við
félagið. Ég fékk strax traust frá
þjálfaranum og ég skilaði mínu
finnst mér.
Ég er stolt af mínum árangri á
tímabilinu og að hafa tekist að brjóta
mér leið inn í byrjunarliðið á miðju
tímabili enda mikið af frábærum
leikmönnum hjá félaginu. Hjá Ro-
sengård snýst allt um að vinna bik-
ara og væntingarnar þar voru og eru
mun hærri en hjá Djurgården og
það var akkúrat umhverfið sem ég
vildi komast í.“
Guðrún er í íslenska landsliðs-
hópnum sem mætir Tékklandi og
Kýpur í undankeppni HM á Laug-
ardalsvelli, 22. og 26. október, en
hún hefur verið í aukahlutverki með
landsliðinu undanfarin ár.
„Auðvitað vill maður alltaf spila,
hvort sem það er með félagsliðinu
sínu eða landsliðinu. Ég reyni að
leggja mig alla fram á æfingum en
samkeppnin er gríðarleg og ég reyni
að taka því hlutverki sem ég fæ
hverju sinni. Vonandi verður mitt
hlutverk í landsliðinu einn daginn að
vera í byrjunarliðinu,“ bætti Guðrún
við í samtali við Morgunblaðið.
Ótrúlega hissa þegar dóm-
arinn flautaði til leiksloka
Ljósmynd/@FCRosengard
Meistarar Varnarkonan Guðrún Arnardóttir gekk til liðs við stórlið Rosengård frá Djurgården á miðju tímabili.
- Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru Svíþjóðarmeistarar
Engin óvænt úrslit litu dagsins ljós
þegar síðustu fimm leikir 32-liða úr-
slita bikarkeppni karla í körfuknatt-
leik, VÍS-bikarsins, fóru fram í gær-
kvöldi. Úrvalsdeildarfélögin KR, ÍR,
Þór Akureyri og Vestri tryggðu sér
þá öll sæti í 16-liða úrslitunum ásamt
1. deildarliði Selfoss.
KR mætti 2. deildarliði Snæfells í
Stykkishólmi og reyndist leikurinn
algert formsatriði fyrir Vest-
urbæinga sem unnu með 75 stiga
mun, 121:46. ÍR-ingar unnu þá afar
þægilegan 35 stiga sigur gegn 1.
deildarliði Sindra, 103:68, á Höfn í
Hornafirði.
Þór frá Akureyri lenti hins vegar í
talsverðum vandræðum með 1.
deildarlið Fjölnis í Grafarvogi en
vann að lokum 11 stiga sigur, 98:87.
Vestri átti sömuleiðis í miklum erf-
iðleikum með 1. deildarlið Hamars í
Hveragerði lengst af en með góðum
endaspretti vannst þægilegur 17
stiga sigur, 103:86. Þá mættust 1.
deildarlið Selfoss og ÍA á Selfossi.
Þar höfðu heimamenn betur, 82:67.
Þar með er ljóst hvaða lið mætast
í 16-liða úrslitum. Viðureignirnar
átta verða: Vestri - Haukar, Tinda-
stóll - Stjarnan, Selfoss - Þór Þ., Þór
Ak. - ÍR, Álftanes - Njarðvík,
Breiðablik - Valur, Grindavík - Hött-
ur og Keflavík - KR.
Öll úrvalsdeildarliðin
áfram í bikarkeppninni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Einbeittur Viktor Máni Steffensen hjá Fjölni sækir að Þórsurunum Dúa Þór
Jónssyni og Eric Etienne Fongue í leik liðanna í Dalhúsum í gærkvöldi.
Enska úrvalsdeildarfélagið Ever-
ton hyggst ekki tjá sig um málefni
Gylfa Þórs Sigurðssonar, leik-
manns liðsins og íslenska karla-
landsliðsins í knattspyrnu, að svo
stöddu.
Þetta kom fram í svari Everton
við fyrirspurn Morgunblaðsins um
stöðu leikmannsins hjá félaginu.
Gylfi, sem er 32 ára gamall, var
handtekinn á Bretlandseyjum hinn
16. júlí vegna meints brots gegn
ólögráða einstaklingi líkt og mbl.is
greindi frá fyrstur miðla.
Hann var látinn laus gegn trygg-
ingu skömmu síðar en breski miðill-
inn Sky Sports greindi frá því í
ágúst að Gylfi yrði laus gegn trygg-
ingu til 16. október.
Morgunblaðið hefur reynt án af-
láts að ná í lögregluna í Manchester
undanfarna daga en í skriflegu
svari hennar við fyrirspurn mbl.is
segir að engin ákvörðun hafi verið
tekin í máli Gylfa.
Hann verður því áfram laus gegn
tryggingu á meðan lögreglan í
Manchester rannskar málið og að
henni lokinni mun lögreglan taka
ákvörðun um hvort ákært verði í
málinu eða það látið niður falla.
Gylfi var ekki valinn í leik-
mannahóp Everton fyrir fyrri hluta
tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni
en hann er dýrasti leikmaður í sögu
félagsins.
Tjá sig ekki
um málefni
Gylfa Þórs