Morgunblaðið - 19.10.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
S . F. C H R O N I C L E
B B C
T I M E O U T
SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG
ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ
84%
T H E T E L E G R A P H
90%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI NÝ ÍSLENSK – PÓLSK MYND FRAMLEIDD AF SAGA FILM
Þ
essi fyrsta plata BSÍ er
óvenjuleg frumraun því í
raun og veru er um að
ræða tvær ólíkar fimm
laga skífur. Önnur þeirra heitir
Stundum þunglynd... á meðan sú
síðari kallast ...en alltaf andfasísk.
BSÍ, sem er vissulega nefnd eft-
ir sjálfri umferðarmiðstöðinni,
skipa Sigurlaug Thorarensen, sem
spilar á trommur og syngur bæði á
ensku og íslensku, og Julius Pollux
Rothlaender, sem leikur á bassa
og tá-syntha.
Fyrri skífan er eins og giska
mætti á þunglyndislegri með lág-
stemmdum lögum um ástarsorg,
þar sem bassinn fær að njóta sín á
kostnað gítarsins. Greina má áhrif
frá Radiohead í Tal 11 og The xx
Old Moon, ekki leiðum að líkjast
þar. Til að auka
við melankólísku
áhrifin eru um-
hverfishljóð látin
fylgja með í
öðru ágætu lagi,
Uncouple. Í
lokalaginu
25Lue gera
syntharnir svo
gott mót.
BSÍ vakti at-
hygli í þættinum
Vikan með Gísla
Marteini þar
sem sumar- og
strandarstemningin var allsráðandi
er þau Sigurlaug og Julius fluttu
lagið Vesturbæjar Beach. Strax
var ljóst að ungæðislegur léttleiki
var þar á ferðinni og er hann áber-
andi á seinni
skífunni. Sjálfir
lýsa liðsmenn
BSÍ tónlistinni á
henni sem „hrað-
ari og pönkaðri
lo-fi-krútt-popp-
pönk lögum“.
Varla hægt að
orða það betur
en á báðum skíf-
unum er sungið
bæði á íslensku
og ensku.
Í tilkynningu
sem fylgdi útgáf-
unni kemur fram að BSÍ takist
„jafnt á við lægðina sem tengist
endalausu hausti og sorginni í
tengslum við ástvinamissi en einn-
ig fögnuðinum yfir rísandi sól og
sumri, söltum hnjám og draumum
um femíníska heimsbyltingu“.
Lægðin, sorgin og haustið á
fyrri skífunni fara ekki á milli
mála og þar eru lög sem vinna á
við hverja hlustun. Síðari skífan
felur á móti í sér von um bjartari
tíma og tekst BSÍ-liðum ágætlega
að fanga þá stemningu þar sem
lokalagið Alltaf stundum alltaf,
sem hefur að geyma umhverf-
isvænan boðskap, er skemmti-
legast.
Stundum þunglynd...en alltaf
andfasísk er þannig á sitt hvorum
enda rófsins. Fyrri hlutinn rólegur
en hinn hress, en lögin yfirleitt fín
og gefa góð fyrirheit um fram-
haldið.
Dúettinn Gagnrýnandi segir lögin á tvískiptri útgáfunni, tveimur fimm
laga skífum, vera „yfirleitt fín og gefa góð fyrirheit um framhaldið.“
Raftónlistarsíðpönk
Stundum þunglynd ... en alltaf
andfasísk bbbnn
Breiðskífa tvíeykisins BSÍ.
Sigurlaug Thorarensen syngur og spilar á
trommur, Julius Pollux Rothlaender leik-
ur á bassa og hljóðgervla. BSÍ gefur út.
FREYR
BJARNASON
TÓNLIST
Skin og skúrir
á tvískiptri frumraun
R
ithöfundurinn Richard
Brautigan (1935-1984) var
í skrifum sínum engum
líkur og það er afar
ánægjulegt að framúrskarandi ís-
lenskir þýðendur hafa tekið verk
hans upp á sína arma og halda áfram
að færa þau á íslensku. Gyrðir Elías-
son reið á vaðið og þýddi skáldsög-
urnar Svo berist
ekki burt með
vindum (1989),
Vatnsmelónu-
sykur (1991) og
Silungsveiði í Am-
eríku (1992).
Löngu síðar þýddi
hann Ógæfusömu
konuna: Ferðalag
(2006), sögu sem
kom út löngu eftir að Brautigan svipti
sig lífi. Nú hefur skáldið Þórður Sæv-
ar Jónsson tekið við að þýða verk
Brautigans, fyrst komu út Hawkline
skrímslið: Gotneskur vestri (2018) og
Hefnd grasflatarinnar: Sögur 1962-
1970 (2018) og svo fyrr á þessu ári
ljóðabókin 30sti júní, 30sti júní. Brau-
tigan er því að verða með best þýddu
rithöfundum hér og vonandi heldur
Þórður Sævar áfram og snarar þeim
fjórum skáldsögum og sagnasafninu
sem eftir er. Það er alltaf hin besta
skemmtun að lesa frumleg verk
Brautigans, textann sem hann snýr
uppá með svo óvæntum og fjörlegum
hætti en er líka iðulega djúpur og
birtir athyglisverða sýn á mannlífið
og mennskuna.
Skáldsagan Willard og keilubikar-
arnir hans hefur undirtitilinn „Af-
brigðileg ráðgáta“. Og víst má segja
að í sögunni séu skemmtilega „af-
brigðilegir“ þættir og bókmennta-
formum er hrært saman, glæpa- og
ástarsögum með vísunum í kúreka-
sögur. En jafnframt er snúið út úr
öllu eins og lesendur Brautigans ættu
að vera farnir að þekkja og njóta.
Sagan gerist í íbúðarhúsi í San
Francisco og fjallar um tvö pör sem
þar búa. Á efri hæðinni eru Bob og
Constance sem glíma við sambands-
erfiðleika sem hafa ágerst eftir að
hún smitaði hann af óþægilegum kyn-
sjúkdómi – í kjölfarið hefur Bob feng-
ið Constance út í sadíska leiki í kynlíf-
inu en les þá jafnframt fyrir hana
forngrískar bókmenntir. Á neðri
hæðinni búa John og Patricia en þar
er líka stór fugl úr pappamassa, Willi-
ard sá sem getið er í titlinum, og fjöl-
margir verðlaunabikarar úr keilu-
keppnum. Bikararnir voru í eigu
hinna kostulegu Logan-bræðra sem
unna sér engrar hvíldar við leit að
þeim, leit sem leiðir þá um Bandarík-
in í þrjú ár. Og þeir nálgast húsið í
San Francisco …
Eins og í öðrum sögum Brautigans
er frásögnin lífleg, full af óvæntum
vendingum og ljóðrænn textinn er
ærslafenginn. Willard og keilubik-
ararnir hans er ekki meistaraverk,
eins og allra bestu bækur höfund-
arins, en stórskemmtileg saga engu
að síður sem fagnaðarefni er að kynn-
ast að nýju og það í þessari fínu þýð-
ingu Þórðar Sævars.
Óvænt Sögur Richards Brautigans
eru fjörmiklar en jafnframt með
dimmum, tragafullum tónum.
Horfin verðlaun
og ástarraunir
Skáldsaga
Willard og keilubikararnir hans
bbbbn
Eftir Richard Brautigan.
Þórður Sævar Jónsson þýddi.
Ugla, 2021. Kilja, 167 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR