Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 1
Læsir í mannklónum Heil og sæl? Hjörleifur Sveinbjörnsson þýðandi segir menningu Kína alltaf jafnríka í sér en hann var þar við nám fyrir rúmum fjörutíu árum. Hún sé sterk, læsi í menn klónum og sleppi ekki. Hann hefur þó gegnum tíðina verið gagnrýninn á stjórnvöld þar eystra. Hjörleifur hefur nú sent frá sér bókina Meðal hvítra skýja, þar sem hann þýðir vísur frá Tang-tímanum í Kína 618 til 907 sem var gullöld í kínverskum bókmenntum. 10 24. OKTÓBER 2021SUNNUDAGUR Sætur sigur Margrét Stefáns-dóttir skoðar lífog heilsukvenna ínýjum sjón-varpsþætti. 2 Saga skyrsinsá Selfossi Snorri Freyr Hilmarssonhannaði Skyrland áSelfossi en hann er fjöl-hæfur leikmynda-hönnuður með margtá prjónunum. 14 Ísold Norðfjörð kláraðinýlega heilan Ironman,yngst íslenskra kvenna. 22 #" ! !$ ! #$#! L A U G A R D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 249. tölublað . 109. árgangur . HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is ECLIPSE CROSS INVITE Verð 5.490.000 kr. Fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll Til á lager STJARNAN JESS GILLAM MEÐ SINFÓ ALLT UM ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG 200 MÍLUR 24 SÍÐURSAXÓFÓNLEIKARI 50 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Ingi Þór Þorgrímsson, sem starfar á flugvallarsviði innkaupastofnunar Atlantshafsbandalagsins, var meðal síðustu starfsmanna bandalagsins sem fóru frá Afganistan eftir að talíbanar náðu þar völdum á ný í ágúst. Ingi Þór sá meðal annars um rekstur flugvallarins í höfuðborg- inni Kabúl og gegndi mikilvægu hlutverki við brottflutning fólks. Hann varð vitni að þeirri gríðarlegu örvæntingu sem greip um sig meðal almennings þegar ljóst varð að talí- banar höfðu náð öllum völdum í landinu. „Þetta var mjög þrúgandi ástand því fólk reyndi allt sem það gat til að komast á brott. Það rétti börnin sín yfir hliðin og hugsaði: Bjargið börnunum þótt við komumst ekki. Fólk reyndi að komast yfir girð- ingar eða gegnum hlið. Hvernig sem var. Tugir þúsunda manna. Til að bæta gráu ofan á svart stafaði mikil ógn af hryðjuverkamönnum sem vildu valda sem mestu tjóni. Við lentum til dæmis í sjálfsmorðs- sprengingu við hliðið. Ýmsar ógnir steðjuðu því að. Að geta ekki hjálp- að öllum tekur alltaf á mann,“ segir Ingi Þór í samtali við Morgunblaðið. „Þarna voru fjölskyldur sem komu með börn, gamalmenni og nánast alla stórfjölskylduna. Aleig- an var í einum plastpoka, persónu- skilríki og vegabréf svo fólk gæti gert grein fyrir sér. Allt annað var skilið eftir.“ Sumum reyndist biðin og troðn- ingurinn í hitanum við hliðin ein- faldlega ofraun. „Fólk sem beið þarna í 35 til 40 stiga hita, þeir sem voru veikir fyrir, þeir dóu bara við hliðið. Fólk dó í biðröðinni, eða öllu heldur kraðakinu, því það var auð- vitað engin biðröð þarna, þetta var bara öngþveiti þar sem allir voru að reyna að komast fram fyrir þann næsta.“ Örvænting í Afganistan - Ingi Þór Þorgrímsson gegndi mikilvægu hlutverki við brottflutning fólks frá Kabúl AFP Övænting Barni lyft yfir gaddavírs- girðingu á Kabúl-flugvelli í sumar. M„Þarna var hugsað …“ »14 _ „Margir hafa glímt við afar erf- iðar aðstæður og hjá mörgum er langt í land. Okkur finnst við þó sjá breytingar til hins betra. Einn og einn er búinn að fá vinnu og hjól at- vinnulífsins virðast vera farin að snúast aftur,“ segir Bjarni Gísla- son, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar. Á síðasta starfsári, sem lauk í sumar, leituðu 2.363 fjölskyldur eft- ir efnislegri aðstoð hjá Hjálpar- starfinu í samtals 4.724 skipti. Flestar fjölskyldurnar leituðu að- stoðar í eitt til tvö skipti en um 9% umsækjenda leituðu til Hjálpar- starfsins oftar en fjórum sinnum á starfsárinu. Frá því í byrjun apríl 2020 og fram til marsmánaðar 2021 fjölgaði umsóknum um inneignar- kort fyrir matvörubúðir um 40% miðað við sama tímabil áður en heimsfaraldurinn skall á. »28 Um 2.400 fjölskyld- ur leituðu aðstoðar Hafin er smíði á tíunda togaranum fyrir útgerðarfyrirtækið Norebo Group í Rússlandi, en togararnir eru hannaðir af íslenska skipahönnunar- fyrirtækinu Nautic. Mikil eftirspurn er eftir þekkingu á hönnun og smíði fiskiskipa í Rúss- landi og hefur Nautic fjárfest í upp- byggingu rússnesks dótturfélags þar sem starfa nú 57 verkfræðingar. „Við vildum gefa eitthvað af okkur inn í þetta samfélag sem er í svona mikilli uppbyggingu,“ segir Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Nautic. Ekki fæst uppgefið hvert verð- mæti samninganna við Norebo er en heimildir herma að samningar fyrir tíu togara kunni að vera metnir á 1,5 milljarða króna. Næsta verkefni er að ljúka hönn- un fjögurra línuskipa fyrir rúss- nesku útgerðina. 200 mílur Mynd/Nautic Nautic Perustefnið vekur athygli. Njóta mik- illa vinsælda í Rússlandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gærkvöldi gríðarlega þýðingarmikinn sigur á Tékkum, 4:0, á Laugardalsvellinum en liðin eru í harðri baráttu um að komast í lokakeppni næsta heimsmeistaramóts. Eftir jafnan leik lengi vel gerðu Svava Rós Guðmundsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir út um málin með tveimur mörk- um á lokakaflanum og fögnuðu að vonum vel eft- ir mark Gunnhildar. »49 Morgunblaðið/Unnur Karen Stórsigur í jöfnum lykilleik gegn Tékkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.