Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 1
Læsir í
mannklónum
Heil og
sæl?
Hjörleifur Sveinbjörnsson þýðandi
segir menningu Kína alltaf jafnríka
í sér en hann var þar við nám fyrir
rúmum fjörutíu árum. Hún sé sterk,
læsi í menn klónum og sleppi ekki.
Hann hefur þó gegnum tíðina verið
gagnrýninn á stjórnvöld þar eystra.
Hjörleifur hefur nú sent frá sér
bókina Meðal hvítra skýja, þar sem
hann þýðir vísur frá Tang-tímanum í
Kína 618 til 907 sem var gullöld
í kínverskum bókmenntum. 10
24. OKTÓBER 2021SUNNUDAGUR
Sætur sigur
Margrét Stefáns-dóttir skoðar lífog heilsukvenna ínýjum sjón-varpsþætti. 2
Saga skyrsinsá Selfossi
Snorri Freyr Hilmarssonhannaði Skyrland áSelfossi en hann er fjöl-hæfur leikmynda-hönnuður með margtá prjónunum. 14
Ísold Norðfjörð kláraðinýlega heilan Ironman,yngst íslenskra kvenna. 22
#" ! !$ ! #$#!
L A U G A R D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 249. tölublað . 109. árgangur .
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is
ECLIPSE CROSS INVITE
Verð 5.490.000 kr.
Fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll
Til á lager
STJARNAN
JESS GILLAM
MEÐ SINFÓ
ALLT UM
ÍSLENSKAN
SJÁVARÚTVEG
200 MÍLUR 24 SÍÐURSAXÓFÓNLEIKARI 50
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Ingi Þór Þorgrímsson, sem starfar
á flugvallarsviði innkaupastofnunar
Atlantshafsbandalagsins, var meðal
síðustu starfsmanna bandalagsins
sem fóru frá Afganistan eftir að
talíbanar náðu þar völdum á ný í
ágúst. Ingi Þór sá meðal annars um
rekstur flugvallarins í höfuðborg-
inni Kabúl og gegndi mikilvægu
hlutverki við brottflutning fólks.
Hann varð vitni að þeirri gríðarlegu
örvæntingu sem greip um sig meðal
almennings þegar ljóst varð að talí-
banar höfðu náð öllum völdum í
landinu.
„Þetta var mjög þrúgandi ástand
því fólk reyndi allt sem það gat til
að komast á brott. Það rétti börnin
sín yfir hliðin og hugsaði: Bjargið
börnunum þótt við komumst ekki.
Fólk reyndi að komast yfir girð-
ingar eða gegnum hlið. Hvernig
sem var. Tugir þúsunda manna. Til
að bæta gráu ofan á svart stafaði
mikil ógn af hryðjuverkamönnum
sem vildu valda sem mestu tjóni.
Við lentum til dæmis í sjálfsmorðs-
sprengingu við hliðið. Ýmsar ógnir
steðjuðu því að. Að geta ekki hjálp-
að öllum tekur alltaf á mann,“ segir
Ingi Þór í samtali við Morgunblaðið.
„Þarna voru fjölskyldur sem
komu með börn, gamalmenni og
nánast alla stórfjölskylduna. Aleig-
an var í einum plastpoka, persónu-
skilríki og vegabréf svo fólk gæti
gert grein fyrir sér. Allt annað var
skilið eftir.“
Sumum reyndist biðin og troðn-
ingurinn í hitanum við hliðin ein-
faldlega ofraun. „Fólk sem beið
þarna í 35 til 40 stiga hita, þeir sem
voru veikir fyrir, þeir dóu bara við
hliðið. Fólk dó í biðröðinni, eða öllu
heldur kraðakinu, því það var auð-
vitað engin biðröð þarna, þetta var
bara öngþveiti þar sem allir voru að
reyna að komast fram fyrir þann
næsta.“
Örvænting í Afganistan
- Ingi Þór Þorgrímsson gegndi mikilvægu hlutverki við brottflutning fólks frá Kabúl
AFP
Övænting Barni lyft yfir gaddavírs-
girðingu á Kabúl-flugvelli í sumar. M„Þarna var hugsað …“ »14
_ „Margir hafa glímt við afar erf-
iðar aðstæður og hjá mörgum er
langt í land. Okkur finnst við þó sjá
breytingar til hins betra. Einn og
einn er búinn að fá vinnu og hjól at-
vinnulífsins virðast vera farin að
snúast aftur,“ segir Bjarni Gísla-
son, framkvæmdastjóri Hjálpar-
starfs kirkjunnar.
Á síðasta starfsári, sem lauk í
sumar, leituðu 2.363 fjölskyldur eft-
ir efnislegri aðstoð hjá Hjálpar-
starfinu í samtals 4.724 skipti.
Flestar fjölskyldurnar leituðu að-
stoðar í eitt til tvö skipti en um 9%
umsækjenda leituðu til Hjálpar-
starfsins oftar en fjórum sinnum á
starfsárinu. Frá því í byrjun apríl
2020 og fram til marsmánaðar 2021
fjölgaði umsóknum um inneignar-
kort fyrir matvörubúðir um 40%
miðað við sama tímabil áður en
heimsfaraldurinn skall á. »28
Um 2.400 fjölskyld-
ur leituðu aðstoðar
Hafin er smíði á tíunda togaranum
fyrir útgerðarfyrirtækið Norebo
Group í Rússlandi, en togararnir eru
hannaðir af íslenska skipahönnunar-
fyrirtækinu Nautic.
Mikil eftirspurn er eftir þekkingu
á hönnun og smíði fiskiskipa í Rúss-
landi og hefur Nautic fjárfest í upp-
byggingu rússnesks dótturfélags
þar sem starfa nú 57 verkfræðingar.
„Við vildum gefa eitthvað af okkur
inn í þetta samfélag sem er í svona
mikilli uppbyggingu,“ segir Alfreð
Tulinius, stjórnarformaður Nautic.
Ekki fæst uppgefið hvert verð-
mæti samninganna við Norebo er en
heimildir herma að samningar fyrir
tíu togara kunni að vera metnir á 1,5
milljarða króna.
Næsta verkefni er að ljúka hönn-
un fjögurra línuskipa fyrir rúss-
nesku útgerðina. 200 mílur
Mynd/Nautic
Nautic Perustefnið vekur athygli.
Njóta mik-
illa vinsælda
í Rússlandi
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í
gærkvöldi gríðarlega þýðingarmikinn sigur á
Tékkum, 4:0, á Laugardalsvellinum en liðin eru í
harðri baráttu um að komast í lokakeppni næsta
heimsmeistaramóts. Eftir jafnan leik lengi vel
gerðu Svava Rós Guðmundsdóttir og Gunnhildur
Yrsa Jónsdóttir út um málin með tveimur mörk-
um á lokakaflanum og fögnuðu að vonum vel eft-
ir mark Gunnhildar. »49
Morgunblaðið/Unnur Karen
Stórsigur í jöfnum lykilleik gegn Tékkum