Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 ✝ Hlöðver Guð- mundsson var fæddur 21. október 1926. Hann lést þann 9. október 2021. Faðir Hlöðvers var Guðmundur Kristinn Hlöðver Jósepsson bifreiða- stjóri í Reykjavík, foreldrar hans voru Jósep Sæmundsson frá Syðra-Skörðugili í Skaga- firði og Guðrún Þorsteinsdóttir frá Kolsholtshelli í Flóa. Móðir Hlöðvers var Guð- munda Vilhjálmsdóttir frá Vina- mynni Eyrarbakka, foreldrar hennar voru Vilhjálmur Ás- grímsson frá Stærribæ í Gríms- nesi og Gíslína Erlendsdóttir frá Hreiðurborg í Kaldaðarnes- hreppi við Ölfusá. Hlöðver fæddist að Bárugötu 4 í Reykjavík, elstur tíu systk- ina. Hann ólst upp með for- eldrum og systkinum á ýmsum stöðum í Reykjavík, lengst af að Hofsvallagötu 22 í Reykjavík. Sem barn var Hlöðver í sveit ist Hlöðver Steinvöru Esther Ingimundardóttur, var hún þá líka í Iðnskólanum að læra hár- greiðslu. Hlöðver og Esther gift- ust 31. desember 1947. Foreldrar Estherar voru Ingi- mundur Pétursson frá Látrum í Aðalvík og Guðbjörg Guðmunds- dóttir frá Litlu-Ávík í Árnes- hreppi á Ströndum. Hlöðver og Esther eignuðust sitt fyrsta barn árið 1946, þá bjuggu þá á Stóra-Ási á Sel- tjarnanesi en fluttust svo í Nökkvavog og Karfavog. Árið 1948 fluttu þau að Ökr- um til Tryggva Magnússonar málara. Eftir það voru þau á Melabraut 8 og 10 en hófu þá að byggja hús sitt í Vallargerði 26 í Kópavogi, þar bjuggu þau í all- mörg ár eða þar til þau fluttu í Reynihvamm 4. Síðust ár hafa þau verið búsett í Hveragerði. Alls eru börn þeirra átta, Guð- björg Kolbrún fædd 1946, Svan- hvít Erla fædd 1947, Bjarnfríður Esther fædd 1948, Inga Guðrún fædd 1951, Guðmundur Jósep Sverrir fæddur 1954, Smári fæddur 1957, Pétur fæddur 1959 og Sigurbjörg fædd 1962. Fyrsta barnabarn Estherar og Hlöðvers fæddist 1965 og eru afkomendur þeirra hjóna í dag orðnir 81. Útför Hlöðvers fór fram 21. október 2021. þrjú sumur að Þórisstöðum í Grímsnesi og hálft sumar að Mosfelli í Grímsnesi. Hlöðver hóf nám þann 1. október 1944 í húsgagna- smíði hjá Erlingi Jónssyni með til- heyrandi námi í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann útskrifast 1946 þar sem hann tók námið með hraði, eða tvo bekki í einu, enda þurfti hann snemma að sjá fyrir fjölskyldu. Alla tíð starfaði Hlöðver við bólstrun auk húsgagnasölu og tilheyrandi flutninga, lengst af starfaði hann hjá Helga Elías- syni í Lækjargötu 6, þá hjá Jóni Óskarsyni á Suðurlandsbraut við bólstrun, sölu og flutninga út á land og síðast hjá Pétri Snæ- land sem verkstjóri á sauma- verkstæðinu. Hlöðver fékkst einnig við bólstrun í bílskúrnum. Árið 1944, þá á fyrsta ári við Upnskólann í Reykjavík kynnt- Afi minn var einstaklega glað- lyndur, skemmtilegur, elskulegur og góður maður. Hann var líka yndislegur afi og þó það færi ekki endilega mikið fyrir honum þá var hann alltaf þarna, á sínum stað. Hann var vinalegur og duglegur og ef hann var ekki í vinnunni sinni hjá Pétri Snæland, þá fann maður hann yf- irleitt í skúrnum þar sem hann gerði upp og bólstraði fagmann- lega gamla antíksófa og stóla. Það eru ekki nema þrjú ár síðan ég var stödd í Godda að skoða áklæði vegna verkefnis sem ég var að vinna í, ég hafði þá ákveðið að nú skyldi ég láta afa í friði, hann væri orðinn níutíu og tveggja og ætti að vera löngu hættur að vinna. Þegar ég hafði fundið rétta efnið og spurt afgreiðslumanninn hvort hann gæti bent mér á góðan bólstrara tók hann upp blað og penna og hripaði niður nokkur nöfn og símanúmer, sem hann rétti mér. Þegar ég var svo komin út í bíl leit ég á miðann og efst á listanum var nafnið hans afa og símanúm- erið hans. Ég held ég geti örugglega full- yrt að þá varst þú, afi minn, elsti starfandi bólstrarinn á landinu og gott ef ekki í öllum heiminum. Þrátt fyrir iðjusemina gaf afi sér alltaf tíma fyrir gesti og gesta- gangurinn hjá afa og ömmu var mikill, enda afkomendurnir marg- ir. Það var eiginlega ótrúlegt hvað hann entist við að atast í okkur barnabörnunum, leika við okkur, hossast með okkur og jafnvel dansa við okkur og syngja fyrir okkur. Það var alltaf tekið vel á móti öllum í Reynó, allir voru þar ávallt velkomnir, enda amma og afi með eindæmum gestrisið fólk og alltaf svo gott og gaman að koma við hjá þeim. Þetta breyttist lítið þegar þau fluttu í Hveragerði og er mér það minnisstætt þegar ég kom við hjá þeim upp úr hádegi á laugardegi fyrir um tíu árum með börnin mín þrjú, langömmu- og langafabörnin þeirra, Sölku, Ísak og Benna, að afi tók á móti okkur úti í garði. Hann sagði að amma hefði lagt sig, þau hefðu nefnilega farið á Skagaströnd daginn áður, lent þar á sveitaballi, sofið í bílnum og væru nýlega komin heim. Já, svona var hann afi minn, alltaf kátur og hress, líka á níræð- isaldri. Þessi heimsókn endaði á mikilli kótelettuveislu og við fórum glöð, södd og sæl heim. Elsku, fallegi, góði afi minn, ég verð ævinlega þakklát fyrir þig og þó það sé sárt að þurfa að kveðja og að þín sé sárt saknað þá veit ég að þú munt ávallt vaka yfir okkur. Ég veit það líka að það verður vel tekið á móti þér hinum megin. Elsku besta amma, mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín, barnanna ykkar átta og allra af- komenda þessa yndislega manns sem hann afi var. Minning hans lifir í hjörtum okkar. Ætlunin var að velja eitthvert fallegt ljóð sem lokaorð en lagið sem hefur ómað hæst í huga mín- um frá því þú kvaddir er meira í þínum anda og minnir mig mest á þig. Það er þetta lag: Ég bíð þér upp í dans og bið um Óla Skans, ellegar þá einhvern þeirra áhangenda hans, til dæmis hæl og tá, en hvernig líst þér á, að fara bara í fingrapolka, fingrapolka … haha, já. Óli skans, Óli skans, ég er einn af afkomendum hans … Hvíl í friði, elsku afi. Þín Rakel. Hlöðver Guðmundsson „Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Þessi orð segja það sem okkur býr í brjósti þegar við setjumst niður og hugsum með hlýhug, söknuði og sorg í hjarta og minn- umst yndislegu fræknu okkar hennar Möggu, en samt með svo mikilli gleði. Það er gleði yfir góðum minn- ingum sem Magga frænka hefur gefið okkur og svo mörgum öðr- um í gegnum tíðina. Magga frænka var alltaf til staðar fyrir alla og vildi allt fyrir alla gera, hún tók hag og líðan annarra fram fyrir sinn eigin og var ávallt tilbúin til að aðstoða og hjálpa. Magga frænka var mikill dýra- vinur og gaman var að fylgjast Magney Steingrímsdóttir ✝ Magney Efemía Stein- grímsdóttir fæddist 1. maí 1935. Hún lést 7. október 2021. Útför Magneyjar fór fram 18. októ- ber 2021. með því núna í seinni tíð hvað góð- mennska hennar dró þau að sér, eins og andaparið sem kom á gluggann til hennar á hverjum degi til að fá smá gott í gogginn. Minningarnar eru margar og þær minningar ylja og eru ómetanlegar. Við gætum skrifað svo ótal- margt fallegt til að minnast og munum ávallt minnast hennar í hjarta okkar og huga. Við vitum að eins falleg, góð og blíð kona og Magga var er núna umvafin englum og ánægjulegum endurfundum með foreldrum sín- um og systur. Þó að stórt skarð og tómarúm hafi komið hjá okkur sem eftir lif- um er minningin dýrmæt perla sem verður varðveitt og langar okkur að endingu að senda henni þennan fallega texta: Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Magga frænka, þín er og verður sárt saknað, en minn- ing þín er varðveitt í hjörtum okkar og huga. Steingrímur (Steini), Sylvía, og fjölskyldan öll. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYÞÓR H. STEFÁNSSON, læknir í Gautaborg, lést 23. september. Útförin fer fram frá Västra Frölunda kirkju mánudaginn 25. október klukkan 12 að íslenskum tíma og verður streymt á https://fjallmansbegravning.se/dodsannonser/ #/Case/740473/Livestream Ulla Axberg Lana Kolbrún Eddudóttir Ingvi Þór Sigríðarson Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir Þóra Gerður Guðrúnardóttir Kristjana Vigdís Ingvadóttir Davíð Sæmundsson Arnþór Ingi Ingvason Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, afi, tengdafaðir og bróðir, JÓN BRYNJÓLFSSON, lést 11. október. Útförin hefur farið fram ósk hins látna. Sjöfn Ólafsdóttir börn, barnabörn, tengdabörn og systir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI LÝÐSSON, bóndi á Keldum á Rangárvöllum, lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 19. október. Útförin fer fram frá Keldnakirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 14. Drífa Hjartardóttir Lýður Skúlason Una Guðlaugsdóttir Hjörtur Skúlason Ragna Sól V. Steinmüller Skúli Skúlason Melkorka Mjöll Kristinsdóttir Viktor Berg, Drífa, Guðmundur, Jón Ari, Viktoría, Eyjólfur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi okkar, STEFÁN B. ÓLAFSSON, Stebbi í Crawford, framkvæmdastjóri, varð bráðkvaddur 13. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju 5. nóvember klukkan 15. Athöfninni verður streymt á mbl.is/andlat. Ingunn Magnúsdóttir Valgerður Stefánsdóttir Kristján Þór Hlöðversson Agla Marta Stefánsdóttir Daníel Traustason Róbert Traustason Anna Einarsdóttir og afabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR EINARSDÓTTIR, lést sunnudaginn 17. október á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 28. október klukkan 11. Þeim er vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Guðmundur Konráð Rafnsson Karlotta Ósk Óskarsdóttir Hilmar Örn Óskarsson Helga Þóra Ármann Auður Gréta Óskarsdóttir Pétur Snorrason Guðjón Örn Guðmundsson Tavonna N. Strømsengbakken Einar H. Guðmundsson Ólöf Lára Jónsdóttir systkini, barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GARÐARSDÓTTIR, Dúna, Kirkjubraut 50, Akranesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 16. október. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 25. október klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is. Karl Örn Karlsson Rakel Karlsdóttir Bjarni Árnason Styrmir Karlsson Hulda Sigmarsdóttir Sara Björk, Benjamín Karl, Tristan Bjarki, Sigmar Örn og Baldur Hrafn Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.