Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 sem er rétt að byrja, en verkin sem skrifuð hafa verið fyrir strengjakvartett í gegnum tíðina eru sum hver það besta sem til er. Ég nýt þess mjög að spila kamm- ermúsík og vinna með alls konar fólki að fjölbreytilegum verk- efnum. Það er mikil tilbreyting og fjölbreytni í því.“ Þau hjónin tóku einnig við Reykholtshátíð frá og með síðasta sumri sem nýir list- rænir stjórnendur. „Tónlistin og fjölskyldulífið eru mín stóru áhugamál auk þess sem ég er auðvitað alveg háð því að vera alltaf með bók á náttborðinu. Í seinni tíð hef ég samt viljað huga meira að heilsunni og hreyfingu og reyni núna að setja það í meiri for- gang og tek tíma fyrir það.“ Fjölskylda Eiginmaður Þórunnar er Sig- urður Bjarki Gunnarsson, f. 18.12. 1975, sellóleikari. Þau búa á Sel- tjarnarnesi. Foreldrar Sigurðar: Hjónin Gunnar Sigurðsson, f. 27.9. 1942, býr í Reykjavík, og Sigríður Einarsdóttir, f. 7.6. 1943, d. 29.4. 2018. Sonur Þórunnar og Björns Thorarensen er Hrafn Marinó Thorarensen, f. 28.3. 2000, nemi við Tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn. Synir Þórunnar og Sigurðar eru Gunnar Örn, f. 19.9. 2005, nemi við MR; Einar Valur, f. 28.10. 2007, nemi í Valhúsaskóla, og Þór, f. 13.5. 2011, nemi í Mýrar- húsaskóla. Systkini Þórunnar eru Magnea Kristín Marinósdóttir, f. 22.3. 1968, stjórnmálafræðingur, býr í Reykjavík; Olgeir Þór Marinósson, f. 24.6. 1969, lögfræðingur, býr í Kópavogi. Foreldrar Þórunnar eru Dóm- hildur Lilja Olgeirsdóttir, f. 12.7. 1945, sjúkraliði, býr á Vatnsleysu í Fnjóskadal, og Marinó Jónsson, f. 9.12. 1937, húsasmíðameistari, býr á Akureyri. Seinni kona Marinós var Henný Tryggvadóttir, f. 27.8. 1946, d. 23.2. 2021. Þórunn Ósk Marinósdóttir Jónína Herborg Jónsdóttir húsfreyja í Skriðulandi í Skriðuhverfi, S-Þing. Jakob Jónsson bóndi í Skriðulandi Jón Jakobsson bóndi á Hóli Magnea Kristín Sigurðardóttir húsfreyja á Hóli í Köldukinn Marinó Jónsson húsasmíðameistari á Akureyri Sigurður Guðni Jóhannsson bóndi á Hálsi Kristjana Marín Magnúsdóttir húsfreyja á Hálsi í Köldukinn Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Naustum og á Akureyri Ármann Tómasson bóndi á Naustum áAkureyri og verkamaður á Akureyri Þóra Ármannsdóttir húsfreyja á Vatnsleysu Olgeir Lúthersson bóndi á Vatnsleysu Lúther Olgeirsson bóndi á Vatnsleysu Þórunn Pálsdóttir húsfreyja á Vatnsleysu Ætt Þórunnar Óskar Marinósdóttur Dómhildur Lilja Olgeirsdóttir sjúkraliði, býr á Vatnsleysu í Fnjóskadal Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Audi A8 4 2 Quattro • Ný smurður af Heklu • Ný skoðaður án athugasemda • Ný 19“ Toyo heilsársdekk • Fullkomið viðhald • Einstakt tækifæri • Fjórhjóladrifinn • Stillanleg loftpúðafjöðrun • 6 þrepa sjálfskipting • 335 hestöfl (0-100 km 6,3 sek.) • Álbíll , Árgerð 2003 Ekinn aðeins 180 þús. VERÐ 1.490.000 „HEITIR HÚN „LÆRÐU AÐ LESA Á SJÖ DÖGUM“?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að hugsa um gullfiskana fyrir hann. HÉR MÁ SJÁ SOFANDI KÖTT HANNMUN VAKNA EFTIR 19 KLUKKU- STUNDIROG ÉTA VIÐ ÞURFUM AÐ POPPA MEIRA LÍFIÐ ER LANGHLAUP, EKKI SPRETTUR! ÞAÐ VAR RAUNIN ÞAR TIL NÝJA KNÆPAN Í NÆSTU GÖTU VAROPNUÐ! „ÞEIR NÖPPUÐU ÞIG ÞÓ VIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ SEM ÞÚ HAFÐIR UNUN AF.“ Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Hún á vefstól einatt er. Á mér snyrtir kollinn vel. Bráðum skal ég borga þér. Býsna þörf á sláttuvél. Sigmar Ingason svarar: Í vefstólunum greiðan ómissandi er og oft hefur hún lagað hárstrýið á mér. Upp í gamla greiðann þinn greiðsla er til reiðu. Á gömlu sláttuvélinni leikur ljár í greiðu. Þessi er lausn Guðrúnar B. Gott er með greiðu að vefa, með greiðu hárið sefa, og greiða inneign, en efa allan sláttinn með greiðuvél. Helgi R. Einarsson svarar: Nú að- stoðar betri helmingurinn mig við að koma lausninni til skila, því að: Í sólinni nú sit og sáttur skipti um lit samt varla nokkurt vit á vitleysunni er bit. Svo er það lausnin: Greiða á vefstól ávallt er, önnur strýkst við höfuðskel. Á gjalddaga ég greiði þér. Greiða tengist sláttuvél. Eysteinn Pétursson leysir gát- una: Greiðu á vefstól greina má. Greiða snyrtir kollinn vel. Greiða lán sín gumi á. Greiða er þörf á sláttuvél. „Svona er lausnin mín að þessu sinni,“ segir Harpa á Hjarðarfelli: Gjarn’á vefstól greiða er. Greiða fer um koll á mér. Gjöldin okkur greiða ber. Greiða milli stráa fer. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Á vefstól gjarnan greiða er. Með greiðu snyrti kollinn vel. Ég gjaldið brátt skal greiða þér. Greiða er þörf á sláttuvél. Þá er limra: Vinnuveitandinn Geiri sitt vinnufólk lamdi með keyri, kvaldi og neyddi, en kaup ekki greiddi, og þóttist maður að meiri. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Vísnahornið vinsælt er, af vísnaþáttum flestum ber, vísnagátur Guðmundar gjarnan megum líta þar: Skafbylur nú skellur á. Skáldkona var bænum frá. Í flekknum þennan finna má. Fræðasetur þekkt er sá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er mörg greiðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.