Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 47
DÆGRADVÖL 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
sem er rétt að byrja, en verkin
sem skrifuð hafa verið fyrir
strengjakvartett í gegnum tíðina
eru sum hver það besta sem til er.
Ég nýt þess mjög að spila kamm-
ermúsík og vinna með alls konar
fólki að fjölbreytilegum verk-
efnum. Það er mikil tilbreyting og
fjölbreytni í því.“ Þau hjónin tóku
einnig við Reykholtshátíð frá og
með síðasta sumri sem nýir list-
rænir stjórnendur.
„Tónlistin og fjölskyldulífið eru
mín stóru áhugamál auk þess sem
ég er auðvitað alveg háð því að
vera alltaf með bók á náttborðinu.
Í seinni tíð hef ég samt viljað huga
meira að heilsunni og hreyfingu og
reyni núna að setja það í meiri for-
gang og tek tíma fyrir það.“
Fjölskylda
Eiginmaður Þórunnar er Sig-
urður Bjarki Gunnarsson, f. 18.12.
1975, sellóleikari. Þau búa á Sel-
tjarnarnesi. Foreldrar Sigurðar:
Hjónin Gunnar Sigurðsson, f. 27.9.
1942, býr í Reykjavík, og Sigríður
Einarsdóttir, f. 7.6. 1943, d. 29.4.
2018.
Sonur Þórunnar og Björns
Thorarensen er Hrafn Marinó
Thorarensen, f. 28.3. 2000, nemi
við Tónlistarháskólann í Kaup-
mannahöfn. Synir Þórunnar og
Sigurðar eru Gunnar Örn, f. 19.9.
2005, nemi við MR; Einar Valur, f.
28.10. 2007, nemi í Valhúsaskóla,
og Þór, f. 13.5. 2011, nemi í Mýrar-
húsaskóla.
Systkini Þórunnar eru Magnea
Kristín Marinósdóttir, f. 22.3. 1968,
stjórnmálafræðingur, býr í
Reykjavík; Olgeir Þór Marinósson,
f. 24.6. 1969, lögfræðingur, býr í
Kópavogi.
Foreldrar Þórunnar eru Dóm-
hildur Lilja Olgeirsdóttir, f. 12.7.
1945, sjúkraliði, býr á Vatnsleysu í
Fnjóskadal, og Marinó Jónsson, f.
9.12. 1937, húsasmíðameistari, býr
á Akureyri. Seinni kona Marinós
var Henný Tryggvadóttir, f. 27.8.
1946, d. 23.2. 2021.
Þórunn Ósk
Marinósdóttir
Jónína Herborg Jónsdóttir
húsfreyja í Skriðulandi í Skriðuhverfi, S-Þing.
Jakob Jónsson
bóndi í Skriðulandi
Jón Jakobsson
bóndi á Hóli
Magnea Kristín Sigurðardóttir
húsfreyja á Hóli í Köldukinn
Marinó Jónsson
húsasmíðameistari á Akureyri
Sigurður Guðni Jóhannsson
bóndi á Hálsi
Kristjana Marín Magnúsdóttir
húsfreyja á Hálsi í Köldukinn
Sigríður Sigurðardóttir
húsfreyja á Naustum og á Akureyri
Ármann Tómasson
bóndi á Naustum áAkureyri
og verkamaður á Akureyri
Þóra Ármannsdóttir
húsfreyja á Vatnsleysu
Olgeir Lúthersson
bóndi á Vatnsleysu
Lúther Olgeirsson
bóndi á Vatnsleysu
Þórunn Pálsdóttir
húsfreyja á Vatnsleysu
Ætt Þórunnar Óskar Marinósdóttur
Dómhildur Lilja Olgeirsdóttir
sjúkraliði, býr á Vatnsleysu í Fnjóskadal
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Audi A8 4 2 Quattro
• Ný smurður af Heklu
• Ný skoðaður án athugasemda
• Ný 19“ Toyo heilsársdekk
• Fullkomið viðhald
• Einstakt tækifæri
• Fjórhjóladrifinn
• Stillanleg loftpúðafjöðrun
• 6 þrepa sjálfskipting
• 335 hestöfl (0-100 km 6,3 sek.)
• Álbíll
,
Árgerð 2003
Ekinn aðeins 180 þús.
VERÐ 1.490.000
„HEITIR HÚN „LÆRÐU AÐ LESA Á SJÖ
DÖGUM“?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að hugsa um
gullfiskana fyrir hann.
HÉR MÁ SJÁ
SOFANDI KÖTT
HANNMUN VAKNA
EFTIR 19 KLUKKU-
STUNDIROG ÉTA
VIÐ ÞURFUM AÐ
POPPA MEIRA
LÍFIÐ ER LANGHLAUP,
EKKI SPRETTUR!
ÞAÐ VAR RAUNIN ÞAR TIL NÝJA KNÆPAN Í
NÆSTU GÖTU VAROPNUÐ!
„ÞEIR NÖPPUÐU ÞIG ÞÓ VIÐ AÐ GERA
EITTHVAÐ SEM ÞÚ HAFÐIR UNUN AF.“
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Hún á vefstól einatt er.
Á mér snyrtir kollinn vel.
Bráðum skal ég borga þér.
Býsna þörf á sláttuvél.
Sigmar Ingason svarar:
Í vefstólunum greiðan ómissandi er
og oft hefur hún lagað hárstrýið á mér.
Upp í gamla greiðann þinn greiðsla er
til reiðu.
Á gömlu sláttuvélinni leikur ljár í greiðu.
Þessi er lausn Guðrúnar B.
Gott er með greiðu að vefa,
með greiðu hárið sefa,
og greiða inneign, en efa
allan sláttinn með greiðuvél.
Helgi R. Einarsson svarar: Nú að-
stoðar betri helmingurinn mig við
að koma lausninni til skila, því að:
Í sólinni nú sit
og sáttur skipti um lit
samt varla nokkurt vit
á vitleysunni er bit.
Svo er það lausnin:
Greiða á vefstól ávallt er,
önnur strýkst við höfuðskel.
Á gjalddaga ég greiði þér.
Greiða tengist sláttuvél.
Eysteinn Pétursson leysir gát-
una:
Greiðu á vefstól greina má.
Greiða snyrtir kollinn vel.
Greiða lán sín gumi á.
Greiða er þörf á sláttuvél.
„Svona er lausnin mín að þessu
sinni,“ segir Harpa á Hjarðarfelli:
Gjarn’á vefstól greiða er.
Greiða fer um koll á mér.
Gjöldin okkur greiða ber.
Greiða milli stráa fer.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Á vefstól gjarnan greiða er.
Með greiðu snyrti kollinn vel.
Ég gjaldið brátt skal greiða þér.
Greiða er þörf á sláttuvél.
Þá er limra:
Vinnuveitandinn Geiri
sitt vinnufólk lamdi með keyri,
kvaldi og neyddi,
en kaup ekki greiddi,
og þóttist maður að meiri.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Vísnahornið vinsælt er,
af vísnaþáttum flestum ber,
vísnagátur Guðmundar
gjarnan megum líta þar:
Skafbylur nú skellur á.
Skáldkona var bænum frá.
Í flekknum þennan finna má.
Fræðasetur þekkt er sá.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er mörg greiðan