Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 34
34 MESSUR
á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar
Alfreð Jónsson. Yngri barnakór Akur-
eyrarkirkju syngur. Emilía Guðmunds-
dóttir leikur á orgel. Stjórnandi er Sig-
rún Magna Þórsteinsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir
stjórn Hrafnkels Karlssonar organista.
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Sunnudaga-
skólinn er á sama tíma í safnaðar-
heimilinu í umsjá Andreu Önnu
Arnarsdóttur og Thelmu Rósar Arnars-
dóttur. Kaffi og spjall eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barna-
starf kl. 13. Séra Sigurður Jónsson
þjónar fyrir altari og prédikar. Emma Ey-
þórsdóttir og Þorsteinn Jónsson annast
samverustund sunnudagaskólans. Fé-
lagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Ell-
ert Blær Guðjónsson syngur einsöng.
Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason.
Heitt á könnunni í Ási á eftir.
Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli kl. 14.15. Séra
Sigurður Jónsson þjónar. Bjartur Logi
Guðnason leikur á orgelið. Almennur
söngur.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 17. Davíð Sigurgeirsson tón-
listarstjóri leiðir tónlist. Prestur er Arn-
ór Bjarki Blomsterberg. Ókeypis heitur
matur á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón
með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur
og Þórarinn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er Magnús Björn
Björnsson. Organisti er Örn Magnús-
son. Hann mun leiða almennan safn-
aðarsöng ásamt félögum úr Kór Breið-
holtskirkju. Sunnudagaskóli á sama
tíma í umsjá Steinunnar Þorbergsdótt-
ur djákna og Steinunnar Leifsdóttur.
Kaffi og meðlæti eftir guðsþjón-
ustuna. Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breið-
holtskirkju. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestar sr. Toshiki Toma og sr. Ása
Laufey Sæmundsdóttir. Kaffi eftir
guðsþjónustuna.
BÚSTAÐAKIRKJA | Listahátíð
barnanna sunnudag. Barnamessa kl.
11. Sóley Adda, Jónas Þórir, séra Þor-
valdur og leiðtogar leiða stundina.
Ávextir og föndur í safnaðarheimilinu
að athöfn lokinni.
Guðsþjónusta með þátttöku barna og
ungmenna kl. 13. Nemendur Tónlistar-
skólans í Grafarvogi koma fram, um-
sjón Edda Austmann. Jónas Þórir org-
anisti, Helgi Már Hannesson.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra og
bænir. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og
séra Þorvaldur Víðisson leiða stund-
ina.
DIGRANESKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Sr. Sunna Dóra Möller. Tón-
list: Svavar Knútur. Altarisganga og
ferming. Sunnudagaskóli í kapellu á
sama tíma. Léttar veitingar í safnaðar-
sal að athöfn lokinni
Guðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 17. Sr.
Karen Lind Ólafsdóttir. Söngur: Sálm-
ari. Léttar veitingar í safnaðarsal að
athöfn lokinni
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra
Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefáns-
son leikur á orgelið. Dómkórinn.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skólinn kl. 10.30. Bleik messa kl. 20.
Kvöldmessa í léttum dúr en með alvar-
legum undirtóni þar sem stundin er
helguð árvekniátaki gegn krabba-
meini. Reynslusaga: Auður Vala Gunn-
arsdóttir. Prestur: Þorgeir Arason. Kór
Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde við
flygilinn leiða tónlistina. Kaffisopi eftir
messu – frjáls framlög til Krabba-
meinsfélags Austurlands.
Ekki spillir að mæta í bleiku.
FELLA- og Hólakirkja | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar
Gunnarsson þjónar og prédikar ásamt
Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Kór
kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhild-
ar Valgarðsdóttur organista. Guðrún
Margrét Halldórsdóttir, nemi frá Söng-
skólanum í Reykjavík, syngur einsöng.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma,
Dagný og félagar taka vel á móti krökk-
unum. Kaffisopi og djús í boði eftir
messu. Meðhjálpari er Kristín Ingólfs-
dóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur
Magni Jóhannsson safnaðarprestur
leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra
og Sönghópurinn við Tjörnina leiða
sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Fjölskyldur fermingarbarna eru hvattar
til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Sr. Sindri Geir Ósk-
arsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir
söng undir stjórn Valmars Väljaots org-
anista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sig-
urðardóttir þjónar. Kór Grafarvogs-
kirkju leiðir söng. Organisti er Hákon
Leifsson. Sunnudagaskóli er á sama
tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón
hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Val-
björn Snær Lilliendahl.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11 á
fyrsta sunnudegi í vetri. Messuhópur
þjónar ásamt sr. Maríu G. Ágústsdótt-
ur, Ástu Haraldsdóttur kantor og Kirkju-
kór Grensáskirkju. Sif Jónsdóttir, nem-
andi Söngskólans í Reykjavík, syngur
einsöng. Heitt á könnunni fyrir og eftir
messu. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl.
12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl.
18.15-18.45, einnig á netinu. Fylgist
með á grensaskirkja.is og kirkja.is.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli
sunnudag kl. 11. Prestur er Pétur
Ragnhildarson sem prédikar og þjónar
fyrir altari. Kirkjukór Guðríðarkirkju
syngur undir stjórn Hrannar Helgadótt-
ur organista. Sigurbjörg Telma Sveins-
dóttir, söngnemi úr Söngskólanum í
Reykjavík, syngur einsöng í messunni.
Hvetjum fermingarbörn og foreldra
þeirra að koma í messuna.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili í
umsjá Ástu Guðmundsdóttur og fleiri.
Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdótt-
ir.
Kaffisopi í boði eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sr. Þór-
hildur Ólafs, fyrrverandi sóknarprestur
og prófastur, verður kvödd í messu kl.
11. Sr. Jón Helgi Þórarinsson prédikar
og þjónar ásamt sr. Jónínu Ólafsdótt-
ur. Guðmundur Sigurðsson leikur á
orgel og félagar úr Barbörukórnum
syngja. Sunnudagaskóli fer fram á
sama tíma í safnaðarheimilinu. Kaffi á
eftir.
Nánar: www.hafnarfjardarkirkja.is.
HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarmessa
kl. 11. 35 ára vígsluafmælis Hall-
grímskirkju verður minnst. Prestar eru
Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn
Óskarsdóttir. Messuþjónar aðstoða.
Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn
Steinars Loga Helgasonar. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson. Barna-
starfi, kl. 11, stjórna Kristný Rós Gúst-
afsdóttir djákni og Ragnheiður Bjarna-
dóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Íris Sveinsdóttir,
nemi í Söngskólanum í Reykjavík,
syngur einsöng. Kordía, kór Háteigs-
kirkju, syngur. Organisti er Guðný Ein-
arsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 17. Hljómsveit-
in Sálmari sér um tónlistina. Sr. Bolli
Pétur Bollason og sr. Sunna Dóra Möll-
er messa. Fermingarbörn vetrarins
sérstaklega boðin velkomin til þess-
arar stundar. Pítsur í safnaðarsal gegn
vægu gjaldi.
HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól |
Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli kl. 14.15. Séra
Sigurður Jónsson þjónar. Bjartur Logi
Guðnason leikur á orgelið. Almennur
söngur.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma með lofgjörð og fyrirbænum
kl. 13. Ræðumaður er Ólafur H. Knúts-
son. Kaffi að samverustund lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa
sunnudag kl. 11. Sr. Erla Guðmunds-
dóttir þjónar er kórfélagar syngja við
undirleik Arnórs Vilbergssonar organ-
ista. Linda Gunnarsdóttir er messu-
þjónn. Á sama tíma er sunnudagaskóli
í umsjón Marínar, Alexanders og
Helgu.
KIRKJUSELIÐ í Spöng | Selmessa
sunnudag kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng.
Undirleikari er Hákon Leifsson.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11 og síðan er kirkjan opin til kl. 15
gestum og gangandi, sem vilja virða
fyrir sér endurbætur á steindu gleri
Gerðar Helgadóttur og umjörð þess. Í
guðsþjónustunni prédikar sr. Sigurður
Arnarson og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir
og Ásta Ágústsdóttir djákni þjóna fyrir
altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir
stjórn Peters Mátés. Sunnudagaskól-
inn kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum.
Leiðsögn í kirkjunni um endurbæturn-
ar og verk Gerðar kl. 12.30-13.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Guðbjörg Jó-
hannesdóttir sóknarprestur þjónar
ásamt kirkjuverði og messuþjónum,
félagar úr Fílharmóníunni syngja undir
stjórn Magnúsar Ragnarssonar organ-
ista og Ellert Blær Guðjónsson syngur
einsöng. Léttur hádegisverður eftir
messu í safnaðarheimilinu.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur er Bolli Pétur Bollason.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti er
Þórður Sigurðarson. Sunnudagaskóli
kl. 13.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt
upphaf í kirkjunni en svo fara börnin í
safnaðarheimilið.
Félagar úr kór Neskirkju syngja og
leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar
Eggertsdóttur organista. Prestur er
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildu
Maríu Sigurðardóttur. Sögur, leikur og
söngur við undirleik Ara Agnarssonar.
Hressing á torginu eftir stundirnar.
ÓHÁÐI söfnuðurinn | Jazzmessa
verður í kirkju Óháða safnaðarins
sunnudag kl. 14. Barnastarf. Séra Pét-
ur Þorsteinsson þjónar. Kristján
Hrannar sér um tónlist og söng. Guð-
rún Halla Benjamínsdóttir aðstoðar
við messugjörð. Ólafur Kristjánsson
mun taka á móti gestum. Maul eftir
messu.
SANDGERÐISKIRKJA | Bleik messa
fyrir Suðurnesin kl. 20. Sigrún Harpa
Arnrúnardóttir segir reynslusögu sína
af glímunni við krabbamein. Félagar úr
kór Útskála- og Hvalsnessóknar
syngja undir stjórn Keiths Reed.
Styrmir Geir Jónsson, formaður
Krabbameinsfélags Suðurnesja, flytur
ávarp. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
leiðir messuna. Létt hressing eftir
messu.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Gæðastund fjölskyldunnar með
söng og gleði. Biblíusaga, brúðuleik-
hús, og ávaxtahressing í lokin.
Guðsþjónusta kl. 13, dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Tómas
Guðni Eggertsson og Kór Seljakirkju
syngur, messukaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. „Gef oss í
dag vort daglegt brauð.“ Bjarni Gísla-
son, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar, talar.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.
Kristín Jóhannesdóttir er organisti. Fé-
lagar úr Kammerkórnum syngja. Sól-
veig, sr. Bára og Messíana sjá um
sunnudagaskólann. Kaffiveitingar eft-
ir athöfn. Stund fyrir eldri bæjarbúa
þriðjudag 26. október kl. 14. Bubbi
Morthens kemur í heimsókn. Kaffi-
hlaðborð eftir stundina.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Henning Emil Magnússon þjónar og
prédikar. Félagar úr kór Vídalínskirkju
syngja, organisti er Jóhann Baldvins-
son. Ísak Henningsson, nemandi við
Söngskólann í Reykjavík, syngur ein-
söng.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl.
10 og kl. 11 í Vídalínskirkju, ath. geng-
ið inn um Safnaðarheimili. Biblíusög-
ur, brúðuleikhús og söngur.
Íhugunarguðsþjónusta í Vídalínskirkju
kl. 20. Sr. Henning Emil Magnússon.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11 í upphafi
Vetrardaga í Víðistaðakirkju. Hera
Björk, Benni Sig og Sveinn Arnar sjá
um tónlistarflutning og sr. Bragi sókn-
arprestur þjónar með aðstoð messu-
þjóna kirkjunnar. Léttar veitingar í
safnaðarsal á eftir.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hofskirkja í Vopnafirði.
Minningar
✝
Ólafur Ósk-
arsson fæddist
á Hellishólum í
Fljótshlíð 21. apríl
1934. Hann lést 8.
október 2021. For-
eldrar hans voru
Óskar S. Ólafsson,
f. 26.8. 1908, d.
10.6. 1990, bóndi á
Hellishólum, og
Lovísa Ingvars-
dóttir, f. 20.7.
1912, d. 26.1. 2006, húsfreyja á
Hellishólum.
Ólafur var elstur af 12 systk-
inum: a) Elínborg, f. 1935, b)
Guðbjörg Ingunn, f. 1937, c)
Sigurður, f. 1938, d) Jón Þórir,
f. 1943, e) Magnús Þór, f. 1944,
f) Anton, f. 1947, g) Eyþór, f.
1955, h) Guðmundur Þór, f.
1952, i) Stefán Ingi, f. 1955, svo
voru tvö andvana fædd.
Ólafur ólst upp á Hellishól-
um og fór ungur að hjálpa til
við bústörfin enda nóg að gera
á stóru heimili. Hann lærði bif-
vélavirkjun og var það hans
ævistarf, lengst af vann hann á
on Dag, b) Birta, f. 1996, gift
Katrínu Ósk Sveinsdóttur og
eiga þær dótturina Steineyju
Hönnu, c) María Sif, d) Ólafur
Benedikt. Kristbjörg á tvær
dætur frá fyrri samböndum: a)
Auður Tinna Hlynsdóttir, hún
á dæturnar Kolbrúnu Sunnu og
Þóru Mist, b) Svala Hauks-
dóttir.
Ólafur bjó áfram á Hvols-
velli, en upp úr 1980 flutti
hann til Keflavíkur og hóf sam-
búð með Elvu Hólm, þau slitu
samvistum.
Ólafur hóf síðan sambúð
með Önnu S. Jónsdóttur um
1990, fljótlega eftir að þau
hófu sambúð greindist Anna
með krabbamein og lést hún
4.12. 1993.
Síðan hefur Ólafur búið
einn, fyrst í Keflavík en flutti
2004 til Mosfellsbæjar til að
vera nær börnum sínum. Ólaf-
ur fór svo á hjúkrunar- og
dvalarheimilið Kirkjuhvol á
Hvolsvelli 2018. Þar dvaldi
hann síðustu ár ævi sinnar.
Ólafur verður jarðsunginn
23. október 2021 frá Hlíðar-
endakirkju í Fljótshlíð.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Bifreiðaverkstæði
Kaupfélags Rang-
æinga.
Ólafur giftist
Sigrúnu Þorláks-
dóttur 30.11. 1963,
eignuðust þau tvö
börn, en leiðir
þeirra skildi 1970.
1) Bjarney Sif, f.
4.7. 1963, gift Ólafi
Björgvin Péturs-
syni, f. 26.12. 1958
og eiga þau 3 börn: a) Karel
Pétur, giftur Elsu Maríu C.
Pétursdóttur og eiga þau tvö
börn: Almar Elí og Sölku Rós.
b) Kamilla Rún, í sambúð með
Hauki Páli Sigurðssyni og eiga
þau tvö börn: Rúrik Hrafn og
Emblu Röfn. c) Stefán Víðir, í
sambúð með Kamillu Einars-
dóttur og eiga þau dótturina
Eriku. 2) Óskar Örn, f. 20.7.
1967, giftur Kristbjörgu Jóns-
dóttur, f. 4.10. 1967.
Óskar á fjögur börn frá fyrri
hjónaböndum: a) Gígja, gift
Leifi Jóhannessyni og eiga þau
tvö börn: Evu Laufeyju og Ar-
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Bjarney Sif og Óskar Örn.
Elskulegur tengdapabbi
kvaddi þessa jarðvist föstudag-
inn 8. október sl.
Margs er að minnast og verð-
ur ekki allt tíundað hér og stikla
ég því á stóru því sumt geymi ég
í minningabankanum.
Ég kynntist Óla fyrir níu ár-
um og náðum við strax saman.
Óli var ekki maður margra
orða, þó gátum við spjallað um
heima og geima, oftast um hvaða
bók/bækur var verið að lesa þá
stundina, hann var mikill lestr-
arhestur.
Óli var einnig mjög listrænn
og eigum við hjónin nokkur af
hans verkum.
Það sem mér finnst standa
upp úr er ferð sem farin var í
október fyrir fjórum árum til
Sikileyjar, en ferð þangað var
búin að vera draumur hjá honum
og varð hún að veruleika.
Ég kallaði hópinn „hin fimm
fræknu“, að þeim hópi stóðu
börnin hans tvö, Bjarney og Ósk-
ar, og tengdabörnin Ólafur
Björgvin og undirrituð, dásam-
leg ferð í alla staði og lifði hann
lengi vel á minningum um þá
ferð.
Elsku besti tengdapabbi, takk
fyrir allar minningarnar,
sjáumst í sumarlandinu þegar
minn tími kemur.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín tengdadóttir,
Kristbjörg Jónsdóttir.
Elsku afi okkar.
Í dag kveðjum við þig í hinsta
sinn. Elsku afi, á stundum sem
þessum er gott að setjast niður
og rifja upp góðar minningar,
það höfum við systkinin gert.
Það var alltaf svo gott að
koma til þín og ekki skemmdi
fyrir að alltaf áttir þú smá sæt-
indi handa okkur í skál og app-
elsín í ísskápnum. Fyrst sóttum
við systur, Gígja og Birta, þig
heim til Keflavíkur, til afa í
Kefló. Þar áttir þú mjög
skemmtilegt lítið herbergi inn af
herbergi sem við vorum vissar
um að draugur ætti heima í og
var það aðalsportið að vita hver
þorði að opna og kíkja inn, en í
raun var þetta saklaust málning-
arstúdíó. Þú komst reglulega í
heimsóknir til Eyja og eyddir
alltaf áramótunum með okkur.
Þú komst alltaf með ótrúlega
mörg gleraugu í minningunni
þótt þau hafi nú kannski ekki
verið það mörg en fyrir lítil börn
áttir þú rosa mörg. Þú fórst yfir
það með okkur í hvert sinn,
hvaða gleraugu voru fyrir hvað.
Gígja á góðar minningar frá
því þegar hún fékk eitt sinn að
gista hjá þér alein, þú svoleiðis
dekraðir við hana, fóruð saman í
göngutúra og hún mátti taka víd-
eóspólu á leigu sem var stórt á
þeim tíma. Þú áttir svo mikið af
skemmtilegum og áhugaverðum
munum sem þú hafðir safnað að
þér á ferðalögum um heiminn.
Seinna fluttir þú í Mosfellsbæinn
og þekkja tvíburarnir þig sem
afa í Mósó. Þar voru Ólafur
Benedikt og María Sif oft í pöss-
un hjá þér og eru þau ótrúlega
þakklát fyrir þær stundir í dag.
Þegar þau fengu að gista hjá þér
röltir þú með þau að kaupa ís og
horfðir á Gosa. Maríu Sif er mjög
minnisstæð ein slík stund þegar
kominn var tími á að bursta
tennurnar og þú tekur úr þér
tennurnar, henni hefur sjaldan
brugðið eins mikið og þá, þegar
afi varð tannlaus allt í einu.
Það var alltaf hægt að spjalla
við þig um bíla, enda sérlegt
áhugamál þitt, Ólafur Benedikt
var ótrúlega duglegur að taka
þig á rúntinn um Hvolsvöll eftir
að hann fékk bílpróf þegar leið
hans lá til Eyja og hafðir þú
rosalega gaman af. Þú varst
ótrúlega listrænn og sýndir Mar-
íu Sif réttu handtökin við listina
þegar hún var eitt sinn hjá þér
en af okkur systkinum var það
bara Birta sem erfði hæfileika
þína. Við erum þakklát fyrir það
hversu duglegur þú varst að
mála og eigum við öll verk eftir
þig á okkar heimilum.
Elsku afi, takk fyrir allt,
sjáumst síðar.
Við elskum þig,
Gígja, Birta, María Sif
og Ólafur Benedikt.
Elsku afi í Mosó.
Við kveðjum Óla afa með mikl-
um söknuði en hlýjum okkur með
góðum minningum af honum. Óli
afi var maður fárra orða en sög-
urnar og setningar sem komu frá
honum komu okkur til þess að
hlæja. Afi var einstaklega hand-
laginn og það var alltaf sagt: afi í
Mosó getur lagað hlutina, hvort
sem það var bíll, dót eða heim-
ilistæki, hann gat lagað það.
Æskuminningar sem okkur
eru efst í huga eru:
Allar ferðirnar í Húsdýra-
garðinn og Kolaportið.
Bæjarferðir hans úr Keflavík
þar sem hann kom við í Rauðásn-
um áður en hann fór í Kolaportið.
Flugeldarnir um áramótin.
Spjallið og sögurnar fyrir jóla-
matinn.
Símtölin á afmælisdaginn.
Lambalærið á þrettándanum í
Keflavík og Mosó eftir að hann
flutti þangað.
Það má með sanni segja að há-
tíðarnar verði aldrei eins eftir að
þú ert farinn en við munum varð-
veita minningar um þig í hjarta
okkar um ókomna tíð. Eitt er víst
að þú hefur kennt okkur margt
og reynum við að lifa eftir því.
Þín
Karel Pétur, Kamilla
Rún og Stefán Víðir.
Ólafur Óskarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku Óli afi.
Mér fannst alltaf svo
gaman að koma til þín í
heimsókn. Þú áttir alltaf
nammi handa mér og gafst
mér alltaf nesti í bílinn.
Ég elska þig og sakna
þín.
Þín langafastelpa,
Eva Laufey.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar