Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. Chevrolet Captiva Lt ‘13, sjálfskiptur, ekinn 172 þús. km. Verð: 1.690.000 kr. SsangYong Korando Dlx ‘17, sjálfskiptur, ekinn 80 þús.km. Verð: 2.850.000 kr. Nissan Qashqai Acenta ‘20, sjálfskiptur, ekinn 47 þús. km. Verð: 4.490.000 kr. 591834 590454 5917764 x4 4 x4 Gott úrval notaðra bíla Einnig tökum við gamla bílinn uppí valda bíla fyrir 500.000 kr.* SsangYongRextonDlx ‘16, sjálfskiptur, ekinn 105 þús. km. Verð: 3.790.000 kr. 591914 4 x4 4 x4 ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Það gladdi Eyjamenn umfram flesta þegar ákveðinn var loðnukvóti upp á rúm 900 þúsund tonn á næstu vertíð. Í hlut íslenskra skipa koma 662.064 tonn og eru það viðbrigði eftir tvö loðnulaus ár og mjög takmarkaðan kvóta á síðustu vertíð. Sem þó nýttist vel og gaf hátt í 20 milljarða í þjakað þjóðarbú. Árið 2019 hafði loðnubrestur, bara í Vest- mannaeyjum, bein áhrif á 350 starfsmenn og ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur um milljarður, tekjutap útgerða 7,6 milljarðar og annarra fyrirtækja um 900 milljónir. Bæjar- sjóður og hafnarsjóður urðu af um 160 millj- ónum. Þannig var þetta árin 2019 og 2020. - - - Eyjamenn eru mjög öflugir í loðnu og er Ísfélag Vestmannaeyja með mesta hlutdeild yfir landið, rétt um 20% sem eru 125.313 tonn. Vinnslustöðin er fjórða hæst með 12,33% eða 77.298 tonn. Samanlögð hlutdeild Vest- mannaeyja er því tæplega þriðjungur heild- arkvótans, samtals rúmlega 200.000 tonn. Verður aflinn unninn í Vestmannaeyjum og Þórshöfn þar sem Ísfélagið er með frystihús og bræðslu. Til samanburðar var kvóti ís- lenskra skipa tæp 70.000 tonn á síðustu vertíð. - - - Það er ástæða til að gleðjast í sjávar- plássum eins og Vestmannaeyjum. Sjást þegar merki um að væntingar auka blóðstreymið um æðar bæjarfélagsins. Meiri umsvif eru á neta- verkstæðum Hampiðjunnar og Ísfells því veið- arfæri verða að vera í lagi þegar slagurinn hefst. Sögur segja að Ísfélagið leiti að nýju uppsjávarskipi. Fyrir á það þrjú öflug skip, Sigurð, Heimaey og Álsey, en meira þarf til að ná kvótanum. - - - Vinnslustöðin auglýsir grimmt eftir iðn- aðarmönnum því ekkert má klikka þegar ver- tíðin fer af stað. VSV er með fjögur skip, Ísleif, Kap, Hugin og Sighvat Bjarnason, og verður í nógu að snúast að yfirfara vélar og tæki um borð áður en haldið er til veiða. Sama á við í landi hjá bæði Ísfélagi og VSV sem á undan- förnum árum hafa fjárfest fyrir milljarða króna í tækjum og húsnæði. Kemur til kasta þjónustufyrirtækja í Vestmannaeyjum, Skipalyftunnar sem fagnar 40 ára afmæli í næsta mánuði, Vélaverkstæð- isins Þórs og Eyjablikks auk annarra sem hvert er á sínu sérsviði. - - - Íris bæjarstjóri hefur líka ástæðu til að kætast. Fleiri krónur í bæjarsjóð koma með meiri umsvifum í sjávarútvegi. Það á líka við hafnarsjóð þar sem Dóra Björk ræður ríkjum. Það er ekki ólíklegt að brúnin hafi lyfst á Jóni Óskari í Landsbankanum og Þórdísi í Íslands- banka. Bættur hagur viðskiptavina og geta til fjárfestinga er þeirra hagur. Ætli megi ekki segja það sama um tryggingafélögin Sjóvá, Vörð og TM sem öll eru með útibú í Eyjum. - - - Iðnaðarfyrirtæki, iðnaðarmenn, bygg- ingavöruverslanir í Eyjum og víðar fá sinn skerf þegar hækkar í buddunni hjá sjómönn- um og starfsfólki í landi. Það er svo sem ekki eins og það hafi ekki verið nóg að gera hjá iðn- aðarmönnum því aldrei hefur meira verið byggt í Eyjum en undanfarin ár. Ekkert lát er á og hafa bæjaryfirvöld vart undan að úthluta lóðum. Ekki ólíklegt að góð loðnuvertíð bæti um betur. Gangi allt eftir, loðnan mæti í því magni sem reiknað er með, kófið sé á útleið, markaðir haldist opnir og veðrið verði hagstætt skapast mikil verðmæti úr loðnunni, heyrst hafa tölur á bilinu 50 til 70 milljarðar. En það er með loðnuna eins kálið; það er ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. - - - Sjómenn eiga erfitt verk fyrir höndum að sækja hana þegar verstu veðra er von. Það tekur í hjá landverkafólki sem stendur vaktina allan sólarhringinn þegar allt er á fullu. Iðn- aðarmenn sjá um að gangverkið haldist smurt. Sölumenn dusta rykið af tengslaneti sem nær yfir Evrópu og Asíu og kynna vöruna sem í boði er. Henni þarf að koma til kaupenda og vonandi verður búið að greiða úr þeirri flækju sem nú er á flutningsneti heimsins. - - - Árið hefur verið hagstætt Íslendingum í uppsjávarveiðum. Makrílvertíð var þokkaleg, vel gengur á síldinni og ekki ólíklegt að ein- hverjir haldi til loðnuveiða fyrir áramót. Fyrsti viðkomustaður peninganna sem verða til er í vasa sjómanna, landverkafólks og fyrirtækj- anna. Þaðan dreifast þeir um þjóðfélagið og stærsta hlutann fær Bjarni Ben eða annar sem fer með völdin í fjármálaráðuneytinu. Því mið- ur er ekki alltaf skilningur á þessu flæði í um- ræðunni um sjávarauðlindina. Fyrir nokkrum árum lögðu Vestmannaeyingar sjö milljarða í ríkiskassann og fengu þrjá til baka í þá þjón- ustu sem ríkið veitir. Það eru því fleiri en út- gerð og sjómenn sem græða. - - - Lífið í sjávarplássum er ekki bara loðna. Um aðra helgi verður haldin Safnahelgi í Vest- mannaeyjum, sú fyrsta í tvö ár. Nýlega var opnuð fullkomin auglæknastofa á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum í samstarfi við Sjónlag í Reykjavík. Sparar Eyjamönnum ferðalög þegar sjónin daprast. Það voru Lions, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar í Vestmannaeyjum og hið opin- bera sem lögðu til fjármagn. Von um góða loðnuvertíð kemur blóðinu á hreyfingu í Eyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Starfsmenn Hampiðjunnar, f.v. Birgir Guðjónsson, Ingi Freyr Ágústsson og Jón Garðar Einarsson, að vinna við nótina af skipinu Kap VE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.