Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 18

Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. Chevrolet Captiva Lt ‘13, sjálfskiptur, ekinn 172 þús. km. Verð: 1.690.000 kr. SsangYong Korando Dlx ‘17, sjálfskiptur, ekinn 80 þús.km. Verð: 2.850.000 kr. Nissan Qashqai Acenta ‘20, sjálfskiptur, ekinn 47 þús. km. Verð: 4.490.000 kr. 591834 590454 5917764 x4 4 x4 Gott úrval notaðra bíla Einnig tökum við gamla bílinn uppí valda bíla fyrir 500.000 kr.* SsangYongRextonDlx ‘16, sjálfskiptur, ekinn 105 þús. km. Verð: 3.790.000 kr. 591914 4 x4 4 x4 ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Það gladdi Eyjamenn umfram flesta þegar ákveðinn var loðnukvóti upp á rúm 900 þúsund tonn á næstu vertíð. Í hlut íslenskra skipa koma 662.064 tonn og eru það viðbrigði eftir tvö loðnulaus ár og mjög takmarkaðan kvóta á síðustu vertíð. Sem þó nýttist vel og gaf hátt í 20 milljarða í þjakað þjóðarbú. Árið 2019 hafði loðnubrestur, bara í Vest- mannaeyjum, bein áhrif á 350 starfsmenn og ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur um milljarður, tekjutap útgerða 7,6 milljarðar og annarra fyrirtækja um 900 milljónir. Bæjar- sjóður og hafnarsjóður urðu af um 160 millj- ónum. Þannig var þetta árin 2019 og 2020. - - - Eyjamenn eru mjög öflugir í loðnu og er Ísfélag Vestmannaeyja með mesta hlutdeild yfir landið, rétt um 20% sem eru 125.313 tonn. Vinnslustöðin er fjórða hæst með 12,33% eða 77.298 tonn. Samanlögð hlutdeild Vest- mannaeyja er því tæplega þriðjungur heild- arkvótans, samtals rúmlega 200.000 tonn. Verður aflinn unninn í Vestmannaeyjum og Þórshöfn þar sem Ísfélagið er með frystihús og bræðslu. Til samanburðar var kvóti ís- lenskra skipa tæp 70.000 tonn á síðustu vertíð. - - - Það er ástæða til að gleðjast í sjávar- plássum eins og Vestmannaeyjum. Sjást þegar merki um að væntingar auka blóðstreymið um æðar bæjarfélagsins. Meiri umsvif eru á neta- verkstæðum Hampiðjunnar og Ísfells því veið- arfæri verða að vera í lagi þegar slagurinn hefst. Sögur segja að Ísfélagið leiti að nýju uppsjávarskipi. Fyrir á það þrjú öflug skip, Sigurð, Heimaey og Álsey, en meira þarf til að ná kvótanum. - - - Vinnslustöðin auglýsir grimmt eftir iðn- aðarmönnum því ekkert má klikka þegar ver- tíðin fer af stað. VSV er með fjögur skip, Ísleif, Kap, Hugin og Sighvat Bjarnason, og verður í nógu að snúast að yfirfara vélar og tæki um borð áður en haldið er til veiða. Sama á við í landi hjá bæði Ísfélagi og VSV sem á undan- förnum árum hafa fjárfest fyrir milljarða króna í tækjum og húsnæði. Kemur til kasta þjónustufyrirtækja í Vestmannaeyjum, Skipalyftunnar sem fagnar 40 ára afmæli í næsta mánuði, Vélaverkstæð- isins Þórs og Eyjablikks auk annarra sem hvert er á sínu sérsviði. - - - Íris bæjarstjóri hefur líka ástæðu til að kætast. Fleiri krónur í bæjarsjóð koma með meiri umsvifum í sjávarútvegi. Það á líka við hafnarsjóð þar sem Dóra Björk ræður ríkjum. Það er ekki ólíklegt að brúnin hafi lyfst á Jóni Óskari í Landsbankanum og Þórdísi í Íslands- banka. Bættur hagur viðskiptavina og geta til fjárfestinga er þeirra hagur. Ætli megi ekki segja það sama um tryggingafélögin Sjóvá, Vörð og TM sem öll eru með útibú í Eyjum. - - - Iðnaðarfyrirtæki, iðnaðarmenn, bygg- ingavöruverslanir í Eyjum og víðar fá sinn skerf þegar hækkar í buddunni hjá sjómönn- um og starfsfólki í landi. Það er svo sem ekki eins og það hafi ekki verið nóg að gera hjá iðn- aðarmönnum því aldrei hefur meira verið byggt í Eyjum en undanfarin ár. Ekkert lát er á og hafa bæjaryfirvöld vart undan að úthluta lóðum. Ekki ólíklegt að góð loðnuvertíð bæti um betur. Gangi allt eftir, loðnan mæti í því magni sem reiknað er með, kófið sé á útleið, markaðir haldist opnir og veðrið verði hagstætt skapast mikil verðmæti úr loðnunni, heyrst hafa tölur á bilinu 50 til 70 milljarðar. En það er með loðnuna eins kálið; það er ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. - - - Sjómenn eiga erfitt verk fyrir höndum að sækja hana þegar verstu veðra er von. Það tekur í hjá landverkafólki sem stendur vaktina allan sólarhringinn þegar allt er á fullu. Iðn- aðarmenn sjá um að gangverkið haldist smurt. Sölumenn dusta rykið af tengslaneti sem nær yfir Evrópu og Asíu og kynna vöruna sem í boði er. Henni þarf að koma til kaupenda og vonandi verður búið að greiða úr þeirri flækju sem nú er á flutningsneti heimsins. - - - Árið hefur verið hagstætt Íslendingum í uppsjávarveiðum. Makrílvertíð var þokkaleg, vel gengur á síldinni og ekki ólíklegt að ein- hverjir haldi til loðnuveiða fyrir áramót. Fyrsti viðkomustaður peninganna sem verða til er í vasa sjómanna, landverkafólks og fyrirtækj- anna. Þaðan dreifast þeir um þjóðfélagið og stærsta hlutann fær Bjarni Ben eða annar sem fer með völdin í fjármálaráðuneytinu. Því mið- ur er ekki alltaf skilningur á þessu flæði í um- ræðunni um sjávarauðlindina. Fyrir nokkrum árum lögðu Vestmannaeyingar sjö milljarða í ríkiskassann og fengu þrjá til baka í þá þjón- ustu sem ríkið veitir. Það eru því fleiri en út- gerð og sjómenn sem græða. - - - Lífið í sjávarplássum er ekki bara loðna. Um aðra helgi verður haldin Safnahelgi í Vest- mannaeyjum, sú fyrsta í tvö ár. Nýlega var opnuð fullkomin auglæknastofa á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum í samstarfi við Sjónlag í Reykjavík. Sparar Eyjamönnum ferðalög þegar sjónin daprast. Það voru Lions, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar í Vestmannaeyjum og hið opin- bera sem lögðu til fjármagn. Von um góða loðnuvertíð kemur blóðinu á hreyfingu í Eyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Starfsmenn Hampiðjunnar, f.v. Birgir Guðjónsson, Ingi Freyr Ágústsson og Jón Garðar Einarsson, að vinna við nótina af skipinu Kap VE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.