Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Fyrir kirkjuþingi, sem nú er að
störfum, liggja tvær mjög ólíkar til-
lögur um hlutverk og stöðu vígslu-
biskupa þjóðkirkjunnar sem sitja á
Hólum og í Skál-
holti. Annars veg-
ar leggur biskup
Íslands, Agnes
Sigurðardóttir, til
að embættin
verði starfrækt
óbreytt eins og
undanfarin ár.
Hins vegar liggur
fyrir tillaga frá
dr. Hjalta Huga-
syni guðfræði-
prófessor um að horfið verði á ný til
þeirrar tilhögunar sem gilti á ár-
unum 1909 til 1990 þegar vígslubisk-
upar gegndu prestsembættum að
aðalstarfi. Embættin verði „fremur
heiðurshlutverk eins og upphaflega
var gert ráð fyrir en ekki starf í
eiginlegri merkingu“ eins og það er
orðað í greinargerð með tillögunni.
Flutningsmaður segir að tillagan sé
ekki borin fram í sparnaðarskyni. Þó
sé ljóst að verði hún samþykkt feli
það í sér að allnokkrar fjárhæðir
megi flytja frá yfirstjórn kirkjunnar
til grunnþjónustu hennar. Tillagan
gerir þó ráð fyrir því að breytingin
taki ekki gildi fyrr en að loknum
skipunartíma núverandi vígslubisk-
upa.
Sr. Kristján Björnsson, vígslu-
biskup í Skálholti, segir að ágætt sé
að fá tillögu dr. Hjalta fram en það
sé alrangt hjá honum að með henni
verði horfið til fyrra fyrirkomulags.
„Aðstæður hafa breyst mikið frá
1909 og það hefur margt gerst á
þessum tíma síðan vígslubiskupar
voru fyrst kosnir,“ segir Kristján.
„Ég tel að Hjalti fullyrði ýmislegt
um söguna sem ekki stenst. Verst er
þó að hann fjallar um biskups-
þjónustuna sem hefðarsæti og heið-
urstitil sem vitnar um algjörlega
framandi skilning á biskupsembætt-
inu. Það er til heiðursnafnbót fyrir
doktora við háskóla en ekki um
raunverulega þjónustu og tilsjón
biskupa,“ segir Kristján. Hann
bendir á að biskup fari alltaf með til-
sjón sem eigi að ná til allra þátta í
starfi kirkjunnar enda sé biskup
ekki á jaðrinum innan kirkjunnar.
„Biskupsvígsla er ævilöng skuld-
binding. Biskup án tilsjónar yrði
frekar hlálegt fyrirbæri og mætti
ætla að það yrði í bága við Porvoo-
samkomulagið sem snýst um gagn-
kvæma viðurkenningu á þjónustu
biskupa á Norðurlöndum og í Bret-
landi. Ég tel að það yrði til háðungar
fyrir okkar kirkju að vera sú fyrsta í
sögu kristindómsins sem úthlutar
slíkum „nafnbótum“ eða „heiðurs-
titlum“ án tilsjónarhlutverks. Það er
nánast misnotkun á vígslunni,“ segir
Kristján.
Í skriflegri umsögn um tillög-
urnar hvetur séra Kristinn Ágúst
Friðfinnsson til þess að kirkjuþing
leggi niður bæði vígslubiskupsemb-
ættin og „sýni þannig í verki ábyrgð
sína og ráðdeildarsemi.“ Hann segir
að kirkjan hafi aldrei beðið um þá
tilhögun sem nú sé á þessum emb-
ættum. „Þau eru algjörlega tilgangs-
laus og hlutverk vígslubiskupa er
síðari tíma réttlæting á tilvilj-
unarkenndri tilvist þeirra. Að auki
eru þau kostnaðarsöm,“ segir hann.
Með nýjum lögum um þjóðkirkj-
una sem Alþingi samþykkti í sumar
sem leið og brottfalli eldri laga frá
1997 féllu niður ákvæði um vígslu-
biskupa og stöðu þeirra í skipulagi
kirkjunnar. Núgildandi starfsreglur
um vígslubiskupa sem settar voru
með heimild í þeim lögum munu því
falla úr gildi í lok þessa árs. Við sam-
þykkt nýju laganna var gengið út frá
því að kirkjuþing setti nýjar starfs-
reglur um allt það sem félli brott
þegar eldri lögin gengu úr gildi og er
það ástæðan fyrir því að málið er nú
til umfjöllunar.
Tekist á um embætti vígslubiskupa
- Tillaga á kirkjuþingi um að þau verði „heiðurshlutverk“ - Biskup leggur til óbreytt verkefni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hólar Annað vígslubiskupsembættanna er á þessum fornfræga biskupsstól í
Skagafirði. Embættinu gegnir nú sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skálholt Þar var biskupssetur frá 11. öld og fram á 19. öld. Nú situr þar
annar vígslubiskupanna, sr. Kristján Björnsson.
Kristján
Björnsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórn íbúaráðs Innri-Njarðvíkur telur sig
þurfa að fá meiri upplýsingar um fyrirhugaða
öryggisgæslu og öryggisvistun fyrir ósakhæfa
einstaklinga sem félagsmálaráðuneytið vill
byggja í óbyggðu hverfi, Dalshverfi 3.
Ráðuneytið hélt upplýsingafund með
fulltrúum stjórnar Íbúaráðsins og bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar 14. október. Þor-
steinn Stefánsson, formaður íbúaráðsins, segir
að fulltrúar ráðuneytisins hafi kynnt þar
áformin um öryggisvistunina og svarað ýms-
um spurningum.
„Þetta var upplýsandi fundur og mörgum
spurningum var kastað fram. Það var ekki
hægt að svara þeim öllum á fundinum og við
bíðum eftir svörum,“ segir Þorsteinn. Að hans
sögn er ráðgert að halda annan fund þegar
búið verður að svara spurningunum. „Það er
alveg nauðsynlegt því það kom í ljós á þessum
fundi að bærinn var ekki alveg upplýstur um
þetta frekar en Íbúaráðið. Ein aðalspurningin
var sú hvort félagsmálaráðuneytið sé til í að
skoða aðra lóð en þá sem nú er rætt um. Þeir
gátu ekki svarað því á fundinum. Við fundum
aftur, vonandi fljótlega, og þá mun fleira koma
í ljós um hvert framhaldið verður.“
Þorsteinn segir íbúaráðið vilja að skoðað
verði hvort til greina komi að velja þessari
starfsemi stað á lóð sem verður fjær íbúum en
lóðin sem nú er rætt um. Hún er 500-600
metra frá núverandi byggð í Innri-Njarðvík
en ekki nema rúmlega 300 metra frá vænt-
anlegri byggð sem er á skipulagi. Hann bendir
á að Reykjanesbær eigi mikið land og geti
fundið aðra kosti. Eftir sé að fá svar við hvort
ráðuneytið fallist á það.
Íbúar hafa haft áhyggjur af því að þessi
starfsemi geti valdið hættu ef væntanlegir
heimilismenn sleppa úr gæslu. Þorsteinn segir
ráðuneytið hafa lagt áherslu á að í úrræðinu
muni starfa þjálfað fagfólk. „Undirbúningur
er ekki langt kominn,“ segir Þorsteinn. „Mér
skilst að ráðuneytið ætli að tala við Keili um
að útbúa nám fyrir væntanlega starfsmenn en
þetta er ekki komið lengra en það. Bærinn
hefur samþykkt að skoða samstarf við ráðu-
neytið en ekki úthlutað lóðinni.“
6-7 í vistun, yfir 30 starfsmenn
Fram kom í Víkurfréttum í júní 2020 að fé-
lagsmálaráðuneytið hafi óskað eftir 1.500-
2.000 fermetra lóð fyrir öryggisgæslu og ör-
yggisvistun í Reykjanesbæ. Hugmyndin er að
þar verði aðstaða fyrir 6-7 einstaklinga sem
þurfa á slíku úrræði að halda. Þá var reiknað
með að minnst 30 starfsmenn muni vinna við
öryggisgæsluna og öryggisvistunina þegar
hún verður komin í fullan gang.
Eins og Morgunblaðið greindi frá 1. október
sl. ollu þessi áform ólgu á meðal íbúa í Innri-
Njarðvík. Þá var haft eftir Kjartani Má Kjart-
anssyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, að þegar
félagsmálaráðuneytið óskaði eftir samstarfi
við sveitarfélagið hafi verið um 25% atvinnu-
leysi á svæðinu. Bæjarstjórn hafi því sam-
þykkt samhljóða að vinna málið áfram og sjá
hvernig það þróaðist.
Íbúar bíða eftir frekari svörum
- Félagsmálaráðuneytið fundaði með fulltrúum íbúa í Innri-Njarðvík og bæjarstjórnar - Ný örygg-
isgæsla og öryggisvistun fyrir ósakhæfa í undirbúningi - Íbúar kalla eftir frekari upplýsingum
Ljósmynd/© Mats Wibe Lund 2012
Innri-Njarðvík Hugmyndin er að öryggisvist-
unin verði í nýju hverfi, Dalshverfi 3.
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Karlar fiðrildisins haustfeta hafa
þyrpst á húsveggi á höfuðborgar-
svæðinu undanfarið þar sem þeir
sækja gjarnan í ljós. Kvendýrin
hafa aðeins litla vængstúfa og eru
ófleyg. Erling Ólafsson skordýra-
fræðingur segir að karlarnir hafi
verið seint á ferðinni þetta haustið.
Venjulega fari þeir að sjást á hús-
veggjum um 25. september, en að
þessu sinni tók hann ekki eftir þeim
í einhverjum mæli fyrr en um 10.
október. Síðan þá hafi þeir tekið
hressilega við sér.
Erling segist ekki hafa skýringar
á þessari seinkun og hvort þeir séu
fleiri eða færri en í meðalári komi
ekki í ljós fyrr en að lokinni fiðrilda-
vöktun ársins um miðjan nóvember.
Að því verkefni standa Náttúru-
fræðistofnun og náttúrustofur um
allt land og hófst það á vegum NÍ
fyrir rúmum aldarfjórðungi.
„Kvendýrin skríða upp eftir trjá-
stofnum þegar þau koma úr púpum
á haustin og út á greinar trjánna,“
segir á pödduvef Náttúrufræði-
stofnunar. „Þar laða kerlurnar fleyg
karldýrin til sín með efnaboðum til
að makast. Þær framleiða mikinn
fjölda eggja. Líkami þeirra getur
verið úttroðinn af eggjum fram und-
ir haus en rýrir og óvirkir flugvöðv-
arnir taka þar upp lítið rými.
Drapplit karldýrin eru oft áberandi
á húsveggjum í október þegar mest
er af þeim, ekki síst að morgni um-
hverfis útiljós sem hafa logað yfir
nótt.“
Þó að langmest sé af haustfeta í
húsagörðum vegnar honum einnig
ágætlega í birkiskógum á Suður-
landi. Ein önnur tegund feta er á
ferð á haustin, en það er skógafeti
sem finnst meðal annars í Skafta-
fellssýslum. aij@mbl.is
Haustfeti var seint á ferðinni
- Karlinn sækir í birtu frá útiljósum - Kerlan flýgur ekki
Ljósmynd/Erling Ólfasson
Fiðrildi Ófleygt kvendýr haustfeta
til vinstri og karldýr hægra megin.