Morgunblaðið - 26.10.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Í liðsíþróttum er jafnan talið
varhugavert að ganga til leiks
með yfirlýsingum um að mark-
miðið sé að vinna sem stærstan
sigur.
Á fréttamannafundi í gær
vegna landsleiksins gegn Kýpur
á Laugardalsvelli í kvöld sagði
ein af ungu landsliðskonunum að
planið væri að skora „eins mikið
og við getum“.
Vissulega er lið Kýpur búið
að tapa með miklum mun gegn
bæði Hollandi og Tékklandi í
þessum undanriðli fyrir heims-
meistaramótið.
Og það kæmi ekkert á óvart
þótt íslenska liðið færi að for-
dæmi þeirra og myndi skora þó
nokkur mörk í kvöld.
En það er grundvallaratriði að
sýna mótherjanum virðingu, af-
greiða hann ekki fyrir fram sem
léttvægan og koma til leiks með
þá trú að andstæðingurinn geti
ekki neitt og sigurinn verði sem
stærstur.
Hversu mörg mögnuð dæmi
höfum við ekki séð í íþróttasög-
unni um hve hættuleg slíkt getur
reynst?
Við Íslendingar höfum ein-
mitt unnið okkar bestu sigra
þegar vanmat andstæðingsins
hefur verið hvað mest. Ekki þarf
að leita lengra en til sigursins á
Englendingum í Nice sumarið
2016 til að rifja upp nærtækt
dæmi.
Þorsteinn þjálfari gerði það
sem hann gat í gær til að kveða
niður þessar 10:0-vangaveltur og
mun eflaust halda því áfram þar
til flautað verður til leiks í kvöld.
Spili íslenska liðið jafn vel
og það gerði gegn Tékkum á
föstudag er ekkert að óttast. Og
með sama hugarfari.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þrír nýliðar eru í
íslenska kvenna-
landsliðinu í
körfuknattleik
sem Benedikt
Guðmundsson
landsliðsþjálfari
hefur valið fyrir
leiki gegn Rúm-
eníu og Ung-
verjalandi í und-
ankeppni EM í næsta mánuði.
Anna Ingunn Svansdóttir úr
Keflavík, Dagný Lísa Davíðsdóttir
úr Fjölni og Elísabeth Ýr Æg-
isdóttir úr Haukum eru nýliðarnir
þrír en hinir níu leikmennirnir eru
þessir:
Helena Sverrisdóttir, Haukum
(77), Hallveig Jónsdóttir, Val (25),
Sara Rún Hinriksdóttir, Phoenix
Constanta (23), Embla Krist-
ínardóttir, Skallagrími (21), Þóra
Kristín Jónsdóttir, AKS Falcon
(21), Dagbjört Dögg Karlsdóttir,
Val (8), Bríet Sif Hinriksdóttir,
Haukum (6), Lovísa Björt Henn-
ingsdóttir, Haukum (6), Ásta Júlía
Grímsdóttir, Val (2).
Hildur Björg Kjartansdóttir úr
Val, Isabella Ósk Sigurðardóttir úr
Breiðabliki og Guðbjörg Sverris-
dóttir úr Val eru ekki með vegna
meiðsla og Sigrún Björg Ólafs-
dóttir kemst ekki í leikina frá
Bandaríkjunum.
Þrír nýliðar
valdir fyrir
EM-leikina
Anna Ingunn
Svansdóttir
Óvissa er með stöðuna hjá Helenu
Sverrisdóttur landsliðskonu í
körfuknattleik úr Haukum sem fór
af velli vegna meiðsla snemma leiks
gegn Grindavík í fyrrakvöld. Hel-
ena sagði við mbl.is í gærmorgun
að hún væri með marinn liðþófa,
bólgur og vökva inni í öðru hnénu
og hefði spilað hálfmeidd að undan-
förnu. „Ég er nokkuð örugg á því
að það er ekkert slitið í hnénu en
þetta er í ferli hjá sjúkraþjálfurum
Hauka,“ sagði Helena sem vonast
eftir því að spila gegn Brno í Evr-
ópubikarnum á fimmtudag.
Óvissa með
meiðsli Helenu
Morgunblaðið/Hari
Tvísýnt Helena Sverrisdóttir glímir
við meiðsli í hné en er bjartsýn.
Sævar Baldur Lúðvíksson varð um
helgina tvöfaldur Norðurlanda-
meistari í skylmingum með höggs-
verði en Norðurlandamótið var þá
haldið í Espoo í Finnlandi. Ísland
vann tvöfalt í karlaflokki því Sævar
sigraði Gunnar Egil Ágústsson í úr-
slitaleik, 15:12. Þeir voru síðan báð-
ir í sigursveit Íslands í liðakeppni
með höggsverði ásamt Jakobi Lars
Kristmannssyni og Emil Ísleifi
Sumarliðasyni. Anna Edda Gunn-
arsdóttir Smith komst einnig á
verðlaunapall en hún fékk brons í
kvennaflokki.
Sævar vann
tvöfalt í Espoo
Ljósmynd/Skylmingasambandið
Sigurvegari Sævar Baldur Lúðvíks-
son eftir úrslitaviðureignina.
HM 2023
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari ís-
lenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, segir afar mikilvægt að Ís-
land mæti til leiks af fullum krafti
þegar liðið fær Kýpur í heimsókn, í
C-riðli undankeppni HM 2023, á
Laugardalsvöll í kvöld.
Ísland er með 3 stig í fjórða og
næstneðsta sæti riðilsins eftir tvo
spilaða leiki en Evrópumeistarar
Hollands eru í efsta sætinu með 7
stig. Tékkland kemur þar á eftir
með 4 stig, Hvíta-Rússland er með
3 stig og Kýpur án stiga í neðsta
sætinu.
Íslenska liðið tapaði sínum fyrsta
leik í undankeppninni gegn Evr-
ópumeisturum Hollands á Laug-
ardalsvelli, 0:2, en vann svo 4:0-
stórsigur gegn Tékklandi í öðrum
leik sínum sem fram fór á föstu-
daginn í síðustu viku á Laugardals-
velli.
Á sama tíma hefur Kýpur leikið
þrjá leiki í undankeppninni til
þessa; gegn Hvíta-Rússlandi, Tékk-
landi og Hollandi. Kýpur tapaði
1:4-gegn Hvíta-Rússlandi 17. sept-
ember í Minsk í Hvíta-Rússlandi
og svo 0:8-gegn Tékklandi í Libe-
rec í Tékklandi 21. september.
Kýpverjar töpuðu svo 0:8-gegn
Hollandi í Lárnaka á Kýpur á
föstudaginn í síðustu viku.
Kýpverska liðið er sem stendur í
126. sæti heimslista FIFA og hefur
aldrei verið neðar á listanum en
einmitt núna. Liðið hefur verið í
126. sæti frá því í júní á þessu ári
en besti árangur liðsins á heimslist-
anum er 93. sæti árið 2017. Ótrú-
legt en satt þá hafa liðin aldrei
mæst í knattspyrnuleik áður, en Ís-
land er sem stendur í 16. sæti
heimslistans og því munar 110 sæt-
um á liðunum í dag.
Nálgast verkefnið af festu
„Það er mikill dugnaður í þessu
Kýpurliði þótt úrslitin í síðustu
tveimur leikjum hjá þeim hafi ekki
verið góð,“ sagði landsliðsþjálfarinn
Þorsteinn á blaðamannafundi ís-
lenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í
Laugardal í gær.
Þær áttu í ákveðnu basli á móti
Hollandi enda frábært lið og þær
voru í basli með föstu leikatriðin á
móti Tékklandi. Hollendingarnir
spiluðu meira í gegnum þær á með-
an Tékkarnir refsuðu þeim úr
hornspyrnum og föstum leik-
atriðum. Þær fengu hins vegar færi
í báðum leikjum og komu sér oft í
fínar stöður.
Við getum því ekki nálgast þenn-
an leik eins og við séum að fara að
labba í gegnum þær. Við þurfum að
nálgast verkefnið af festu og krafti.
Það er fáránleg umræða að við
séum að fara að vinna leikinn 10:0,
við erum fyrst og fremst að hugsa
um að vinna hann,“ sagði Þor-
steinn.
Það hefur verið góður stígandi í
leik liðsins síðan Þorsteinn tók við
þjálfun kvennalandsliðsins í janúar
á þessu ári en hann stýrði áður
Breiðabliki í efstu deild kvenna.
„Við höfum verið að þróa okkar
leik í ákveðna átt og mér finnst það
hafa gengið vel. Við viljum halda
boltanum innan liðsins og spila inn
í ákveðin svæði. Við höfum æft það
talsvert mikið að undanförnu og ég
vil að við spilum þannig fótbolta að
við þorum að vera með boltann.
Við þurfum að þora að stjórna
leikjum, sama á móti hverjum við
erum að spila. Að sama skapi þurf-
um við líka að verjast og við mun-
um lenda í því að þurfa liggja til
baka og verja markið okkar. Fót-
bolti snýst um að verjast og sækja
og við þurfum að vera góð í hvoru
tveggja,“ bætti Þorsteinn við á
blaðamannafundi íslenska liðsins.
Rétt hugarfar lykillinn
að árangri gegn Kýpur
- Íslenska kvennalandsliðið mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld
Morgunblaðið/Unnur Karen
Mark Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu og fjórða
marki Íslands gegn Tékklandi á Laugardalsvelli á föstudaginn.
Nokkuð mun hafa verið um funda-
höld við götuna Sir Matt Busby Way
í Manchester í gær. Staðarmiðillinn
Manchester Evening News fullyrti
samkvæmt heimildum að stjórn-
endur Manchester United íhugi al-
varlega að segja knattspyrnustjóra
karlaliðsins, Ole Gunnari Solskjær,
upp störfum. Liðið tapaði 0:5 gegn
Liverpool á sunnudag og hefur ekki
tekist að vinna í síðustu fjórum leikj-
um í deildinni.
Yrði Solskjær vikið úr starfi þá
yrði það kostnaðarsöm ákvörðun því
í sumar var gerður við hann þriggja
ára samningur. Ljóst er hins vegar
að pressan hefur aukist eftir þessi
úrslit og ekki síst vegna þess að
Cristiano Ronaldo sneri aftur til fé-
lagsins. Sparkspekingar eru hins
vegar ekki á einu máli um hvort sú
viðbót við leikmannahópinn sé
heppileg eða ekki.
Ítalinn Antonio Conte var strax
orðaður við stjórastöðuna en hann er
atvinnulaus eftir að hafa lent upp á
kant við stjórnendur Inter. Staðar-
blaðið hefur heimildir fyrir því að
Conte hafi áhuga á að ræða málin,
fari svo að staðan losni. En hann
slær þann varnagla að hann vilji
heyra frá stjórnendum United hvort
þeir hafi meiri áhuga á að vinna bik-
ara eða selja varning. kris@mbl.is
AFP
Áhyggjufullur Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var miður sín eftir tapið
gegn Liverpool og sagði úrslitin þau verstu á sínum þjálfaraferli.
Starfsöryggið
minnkar hratt
- Fundahöld hjá Manchester United