Morgunblaðið - 26.10.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Valdarán Mótmælendur í Kartúm kveiktu í dekkjum og lokuðu götum. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Abdel Fattah al-Burhan, æðsti yfir- maður súdanska hersins, lýsti í gær yfir neyðarástandi og leysti upp bráðabirgðastjórnina sem komið var á fót árið 2019 eftir að herinn steypti einræðisherranum Omar al-Bashir af stóli. Sagði Burhan í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að hann hygðist mynda nýja bráðabirgða- stjórn, en síauk- innar spennu hef- ur gætt síðustu vikur í samskipt- um hersins og hinna borgaralegu afla, sem deilt hafa með sér völd- um eftir að Bashir var steypt af stóli. Sagði Burhan að herinn hefði látið til skarar skríða til þess að „leið- rétta gang byltingarinnar“ og hefði því verið ákveðið að slíta bráðabirgða- stjórninni sem og fullveldisráðinu, sem fór með forsetavald í Súdan, en það var skipað fulltrúum bæði hers og borgaralegra stjórnmálaafla. Fyrr um daginn hafði herinn látið handtaka Abdalla Hamdok, forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, aðra ráðherra í ríkisstjórninni og full- trúa hinna borgaralegu afla í fullveld- isráðinu. Var Hamdok settur í stofu- fangelsi. Var handtöku þeirra mótmælt á götum höfuðborgarinnar Kartúm, og hermdu óstaðfestar fregnir að skotið hefði verið á mótmælendur fyrir framan höfuðstöðvar hersins. Sagði í yfirlýsingu frá samtökum lækna í Súdan, sem mótmælt hafa valdarán- inu, að um tólf manns hefðu særst. Kveiktu mótmælendur í dekkjum og röðuðu upp múrsteinum til þess að loka fyrir umferðargötur í höfuðborg- inni. Forsvarsmenn SPA, regnhlífar- samtaka verkalýðsfélaga í Súdan sem voru í fararbroddi mótmælanna 2019 þegar Bashir var steypt af stóli, for- dæmdu valdaránið harðlega í gær og kölluðu eftir því að mótmælendur myndu streitast á móti því með öllum ráðum. Þá lýstu samtök bankamanna og lækna í Súdan því yfir að þau myndu standa að „borgaralegri óhlýðni“. Veifuðu mótmælendur súdanska fán- anum og hrópuðu slagorð gegn valda- ráninu. Sögðu mótmælendur við AFP-fréttastofuna að þeir myndu aldrei samþykkja yfirráð hersins, og að mótmælum myndi ekki linna fyrr en aftur væri hafið ferli til að koma á lýðræði í Súdan. Verði að virða vilja þjóðarinnar Viðbrögð alþjóðasamfélagsins voru flest á þá lund að fordæma valdaránið. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi valdaránið og krafðist þess að Ham- dok og þeim sem hefðu verið hand- teknir yrði sleppt úr haldi þegar í stað. Evrópusambandið tók undir þær kröfur að hinum handteknu yrði sleppt sem fyrst, og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að þeir sem færu nú með stjórnar- taumana í Súdan ættu að virða vilja þjóðarinnar og halda áfram því ferli í átt til lýðræðis sem hófst árið 2019. Jeffrey Feltman, sérstakur erind- reki Bandaríkjastjórnar í Horni Afr- íku, sagði að Bandaríkin væru mjög áhyggjufull vegna ástandsins í Súdan og fregna um að herinn hefði rænt völdum. Þá lýstu Arababandalagið og Afríkusambandið einnig yfir áhyggj- um sínum af ástandinu. Skiptust í tvær fylkingar Bráðabirgðastjórnin sem tók við í ágúst 2019 hefur haft þann starfa að undirbúa kosningar og stjórnarskrá, sem átti að tryggja lýðræði í landinu eftir tuttugu ára valdatíð Omars al- Bashir. Stjórnin var skipuð fulltrúum frá hernum, sem og helstu stjórnarand- stöðuflokkunum sem tóku við af Bas- hir, en sá stærsti þeirra, FFC, sem leiddi mótmælin gegn honum, skiptist fljótlega upp í tvær hatramar fylking- ar. Mikill órói hefur ríkt í Súdan síðan í síðasta mánuði, þegar herforingjar hliðhollir Bashir reyndu að steypa bráðabirgðastjórninni. Hafa stuðn- ingsmenn bæði hers og hinna borg- aralegu afla staðið að mótmælum og gagnmótmælum í kjölfar valdaráns- ins, og reis mótmælaaldan einna hæst í síðustu viku. Yasser Arman, formaður FFC, varaði við því á fréttamannafundi á laugardaginn að „hægfara valdarán“ væri í kortunum, en fundinum var hleypt upp af hópi mótmælenda sem kölluðu eftir því að herinn tæki við fullum völdum á ný. Hamdok forsætisráðherra hafði einnig varað við því að deilur innan bráðabirgðastjórnarinnar ógnuðu nú lýðræðisferli landsins. Sérfræðingar í málefnum Súdan segja að mótmælin sýni að almennt sé meiri stuðningur við fulltrúa hinna borgaralegu afla, en að þau muni lík- lega hafa lítil áhrif á herforingjana, sem nú hafa ákveðið að leysa upp bráðabirgðastjórnina. Herinn rændi völdum á ný - Bráðabirgðastjórnin í Súdan leyst upp og forkólfar hennar handteknir - Fjöl- menn mótmæli í Kartúm - Skorað á herinn að sleppa hinum handteknu úr haldi AFP Mótmæli Fjölmennt var á götum höfuðborgarinnar Kartúm þar sem valdaráni hersins var mótmælt í gær. Abdel Fattah al-Burhan ESB þurfi að láta af hótunum sínum Mateusz Mora- wiecki, forsætis- ráðherra Pól- lands, sakaði í gær Evrópusam- bandið um að hafa „beint byssu að höfði“ Pól- verja með hót- unum um að ekki yrði veitt úr neyðarsjóðum sambandsins vegna heimsfaraldursins nema stjórnvöld í Póllandi breyttu um stefnu í um- deildum umbótum sínum á dóms- kerfi landsins. Sagði Morawiecki í samtali við Financial Times, að hann væri reiðubúinn til samtals, og hét því m.a. að leggja niður umdeildan agadómstól gagnvart dómurum, en bætti við að deila Pólverja og Evr- ópusambandsins yrði ekki leyst, nema látið yrði af hótunum um „fjárkúgun“. Mateusz Morawiecki PÓLLAND Vinir og vandamenn Halynu Hutch- ins, kvikmyndatökumannsins sem lést í síðustu viku af völdum voða- skots á tökustað myndarinnar Rust, héldu minningarathöfn á sunnu- dagskvöldið í Los Angeles, þar sem fjöldi fólks kom saman og kveikti á kertum í minningu hennar. Háværar raddir kalla nú eftir því að virk skotfæri verði bönnuð við kvikmyndagerð, og höfðu um 22.000 manns undirritað bænar- skjal þess efnis á sunnudags- kvöldið. Þá hafa framleiðendur sjónvarpsþáttarins „The Rookie“ ákveðið að banna öll virk skotfæri á tökustöðum sínum vegna slyssins. Verið var að stilla upp og æfa at- riði, þar sem Alec Baldwin, aðal- leikari myndarinnar, átti að draga upp byssu sína og miða að mynda- vélinni. Ekki er enn ljóst hvers vegna alvöruskotfæri voru í byss- unni, en umsjónarmenn vopna í kvikmyndaiðnaðinum hafa sagt að allt við slysið bendi til þess að lág- marksöryggisreglum hafi ekki ver- ið framfylgt. BANDARÍKIN AFP Minningarathöfn Aðstandendur kveiktu á kertum í minningu Hutchins. Vilja banna virk skotfæri á tökustað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.