Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Morgunblaðsins
Kemur út 25.11. 2021
Fullt af
flottu efni
fyrir alla
aldurshópa
Jólablað 40 ÁRA Sara Jónsdóttir ólst
upp í Mosfellsbæ og Reykjavík
og býr nú í Mosfellsbæ. Hún er
viðskiptafræðingur að mennt frá
HR og er verkefnastjóri hjá Ísey
Export, sem er í útflutningi á
Ísey-skyri og er það nú þegar
selt í 17 löndum.
Sara er margfaldur Íslands-
meistari í badminton og er byrj-
uð að þjálfa fullorðna áhugasama
badmintonspilara í Aftureldingu.
„Ég æfði fyrst fimleika og vann
Íslandsmeistaratitla þar og
keppti erlendis, en hætti að æfa
fimleika 12 ára eftir tvö slæm
handleggsbrot og byrjaði þá
fyrst að æfa badminton 13 ára
gömul. En frá fimleikum kemur
grunnurinn að vera svolítið góð-
ur í öllum íþróttum.“ Eftir að
Sara lauk menntaskóla flutti hún til Danmerkur og fékk ólympíustyrk frá Al-
þjóðaólympíusambandinu. „Ég var úti í tvö ár, æfði tvisvar á dag hjá Inter-
national Badminton Academy og keppti fyrir danskt lið, keppti á mörgum
stórmótum eins og HM og EM og keppti út um allan heim, ferðaðist á æðis-
lega staði nokkrum sinnum í mánuði á alþjóðleg mót fyrir Ólympíuleikana
2004, það var mikil upplifun, erfitt og skemmtilegt.“
Áhugamál Söru eru nær allar íþróttir og útivist og hitta vini. „Ég er mikið
að leika mér í golfi, er á skíðum, fjallaskíðum og gönguskíðum, fjallahjólast
og aðeins að prófa að sörfa. Þetta er það sem ég er aðallega í en mér finnst
gaman að prófa allt og það nýjasta sem mig langar að fá einhvern til að skora
á mig í er padel-tennis og gaman væri að komast í einhvern bumbubolta í fót-
bolta.“ Sara er með 10 í forgjöf í golfinu og hefur unnið meistaramót hjá
sínum golfklúbbi.
FJÖLSKYLDA Dætur Söru eru Emilía, f. 2009, og Andrea, f. 2012, Ás-
björnsdætur. Foreldrar Söru: Gunilla Skaptason, f. 1947, tannlæknir, búsett
í Mosfellsbæ, og Jón Jónasson, f. 1947, d. 2006, tannlæknir.
Sara Jónsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu það eftir þér að sletta svolítið
úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir
hafa gott af því að víkka sjóndeildarhring-
inn.
20. apríl - 20. maí +
Naut Gerðu ekki meira úr hlutunum en
nauðsynlegt er og veltu þér ekki upp úr
smáatriðunum. Mundu að uppörvun er
vænlegri til árangurs en skammir.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fjölskyldumálin þurfa að ganga
fyrir öðru í dag því að mörgu er að hyggja.
Ef þú ert jákvæður og opinn fyrir nýjungum
máttu vera viss um að allt fer á besta veg.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Hættu að slá hausnum við steininn
því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta
odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.
Lausnir á vandamálum skjóta upp kollinum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það væru mistök að búast við of miklu
af samstarfsfólki þínu í dag. Njóttu þess að
vera með öðrum og deila draumum þínum
og framtíðarvonum með þeim.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú færð frábærar hugmyndir að um-
bótum og breytingum til batnaðar í
vinnunni. Þér gengur allt í haginn og það er
engu líkara en þú eigir allan heiminn.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Gættu þess að láta ummæli annarra
ekki hafa of mikil áhrif á þig. Horfðu einfald-
lega framhjá því og sinntu störfum þínum
eins og venjulega.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Eitthvað sem þér finnst þú
hafa upplifað áður færir þér heppni, taktu
áhættu ef þú upplifir svoleiðis í kvöld.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú er tími fyrir þolinmæði sem
leyfir litlum fræjum að vaxa. Elskaðu sjálfan
þig nógu mikið til að fá alltaf það sem þú átt
rétt á og skilið.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Meiriháttar breytingar liggja í
loftinu svo þú þarft að undirbúa þig vel.
Skyldan kallar svo þú þarft að gera þitt
besta í stöðunni.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Afköst þín vekja undrun og að-
dáun samstarfsmanna þinna. Njóttu ávaxta
erfiðis þíns en deildu leyndarmálinu með
öðrum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þótt miklar annir séu hjá þér máttu
ekki vanrækja sjálfan þig. Afskipti annarra
eru þér til ama.
fót kennslu í læknahugvísindum, en
læknahugvísindi og frásagnarlækn-
isfræði eru öflugar fræðigreinar
víða.
Starfið hefur veitt mér mikla
ánægju, ekki síst að fá að kynnast og
vinna með ungu fólki. Mörg þeirra
hafa orðið fræðimenn og háskóla-
skiptist í þrjá hluta, I Helgisögur, II
Karlmennska og III Ritun og þýð-
ingar, og spegla þessir þrír hlutar
rannsóknasvið Ásdísar. „Ásamt pró-
fessorunum Dagnýju Kristjáns-
dóttur bókmenntafræðingi og Bryn-
dísi Benediktsdóttur í læknadeild
átti ég frumkvæði að því að koma á
Á
sdís Egilsdóttir fæddist
26. október 1946 í
Reykjavík og bjó lengst
af á Hverfisgötunni og
síðar Teigahverfinu.
„Ég var bókaormur frá því að ég
man eftir mér en naut þess líka að
stunda sundlaugarnar, fyrst gömlu
laugarnar og síðan Laugardalslaug-
ina þegar hún kom til sögunnar.“
Ásdís vann hefðbundin sumarstörf
unglinga á þessum tímum, barna-
gæslu, fiskvinnslu, umönnun á
Grund og Hrafnistu, á skrifstofu lög-
reglustjóra á menntaskólaárunum
og Hótel Garði á háskólaárunum.
Ásdís gekk í Austurbæjarskóla,
síðan í unglingadeild Laugarnes-
skóla í tvö ár. Landsprófsárið var í
Gagnfræðaskólanum við Vonar-
stræti og eftir það tók við Mennta-
skólinn í Reykjavík. Hún innritaðist
í Háskóla Íslands haustið 1966, lagði
stund á íslensku, frönsku og bóka-
safnsfræði en síðan einbeitti hún sér
að íslenskum bókmenntum fyrri
alda. Meðfram náminu vann hún í
hlutastarfi við Stofnun Árna Magn-
ússonar á Íslandi og var stunda-
kennari við Háskóla Íslands frá
1982.
Árið 1991 var Ásdís ráðin lektor
við háskólann, síðan dósent og loks
prófessor. Ásdís tók virkan þátt í al-
þjóðastarfi háskólans, en íslenskar
miðaldabókmenntir eru alþjóðleg
fræðigrein. Ásdís var gistikennari
við tólf háskóla í átta löndum: Fróð-
skaparsetrið í Færeyjum, háskólana
í Ósló, Durham, Bonn og Erlangen í
Þýskalandi, í Róm (La Sapienzia),
Cagliari á Sardiníu og Messina á
Sikiley, Prag, Tartu í Eistlandi og
pólsku háskólana í Katowice og
Rszezow. „Í rannsóknum mínum hef
ég lagt kapp á að sýna fram á tengsl
íslenskra miðaldabókmennta við
evrópska hefð.“
Meðal helstu ritverka Ásdísar eru
útgáfa á biskupasögunum Hungur-
vöku, Þorláks sögu og Pálssögu
ásamt jarteinabókum fyrir Hið ís-
lenzka fornritafélag (2002) og
greinasafnið Fræðinæmi, en það er
úrval fræðigreina sem samstarfs-
menn hennar tóku saman í tilefni af
sjötugsafmæli hennar 2016. Bókin
kennarar, önnur eru að vinna gott
starf sem kennarar í grunn- og
framhaldsskólum, ritstjórar, bóka-
útgefendur og margt fleira. Ég er
mjög stolt af þeim sem hafa orðið
skáld og rithöfundar, meðal þeirra
eru Andri Snær Magnason, Berg-
sveinn Birgisson, Haukur Ingvars-
son, Ingólfur Eiríksson og Margrét
Lóa Jónsdóttir, og ekki síst Ármann
Jakobsson, prófessor og samstarfs-
maður minn síðustu árin. Starf há-
skólakennarans er mjög fjölbreytt,
gefandi og krefjandi.
Árin fimm síðan ég lauk formlega
störfum við háskólann hafa liðið eins
og örskotsstund. Ég hef haldið
áfram rannsóknum og tekið þátt í
ráðstefnum. Þá kenni ég reglulega
Íslendinga sögur hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands til skiptis
við félaga mína Ármann Jakobsson
og Torfa Tulinius. Ætli ég geti ekki
sagt að kennslustofan sé mitt „nátt-
úrulega umhverfi“? En það er auð-
vitað pláss fyrir fleira, handavinnu-
karfan er við hliðina á sætinu mínu í
sófanum, bóklestur og við hjónin
Ásdís Egilsdóttir, prófessor emerita – 75 ára
Málþing Ásdís, fyrir miðju, með fyrrverandi nemendum sínum sem fluttu erindi á afmælisþingi árið 2016. Það var
haldið henni til heiðurs í tilefni af sjötugsafmælinu, starfslokum og útkomu afmælisrits.
Tíminn líður eins og örskotsstund
Ballett Ásdís æfir ballett með Silfursvönum í Ballettskóla Eddu Scheving.
Til hamingju með daginn