Morgunblaðið - 26.10.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
K
ynferðisleg áreitni og mis-
notkun hafa tröllriðið um-
ræðunni að undanförnu.
Einkum hefur brot karla
á konum borið á góma, en þær geta
líka verið tvöfaldar í roðinu auk þess
sem karlar eru ekki síður misnotaðir
kynferðislega. Spennusagan Þögla
ekkjan eftir Söru Blædel er raunsæ
frásögn af vanda-
málinu og ekkert
er dregið undan.
Ómögulegt er
að setja sig í spor
þeirra sem verða
fyrir kynferðis-
legri áreitni og
þeirra sem standa
þeim næst nema
fyrir þá sem hafa
upplifað árásina.
Engu að síður má reyna og það gerir
Sara Blædel í Þöglu ekkjunni með
góðum árangri.
Danski glæpasagnahöfundurinn
hefur byggt sögur sínar á sönnum at-
burðum. Hvort svo er að þessu sinni
liggur ekki fyrir en frásögnin er trú-
verðug og lýsir vel ruddaskap og
græðgi, eins og svo oft áður í verkum
Söru Blædel.
Louise Rick er lesendum vel kunn
úr fyrri verkum höfundar. Hún er
enn einu sinni í nýju starfi og því
skiptir mikilu máli að vel takist til í
fyrsta verkefninu, rannsókn á morði
á kráareiganda í Danmörku. Hún
hefur líka skyldum að gegna í einka-
lífinu og forgangsröðin getur því ver-
ið erfið. Þegar til kastanna kemur
reynist morðið tengjast óhuggulegri
atburðarás, sem ekki sér fyrir end-
ann á fyrr en í lok sögunnar.
Þögla ekkjan er áhrifarík frásögn
af misnotkun, græðgi og afleiðingum
illra verka, þar sem augum er sér-
staklega beint að samkynhneigðum
körlum og viðhorfi til þeirra. Sara
Blædel hefur skrifað nokkrar mjög
góðar glæpasögur og þessi raðast í
flokk þeirra bestu. Stíllinn klikkar
ekki, efnistökin eru góð og niður-
staðan leynir á sér. Helstu persónur
eru trúverðugar og höfundur dregur
vel fram hvernig að því er virðist
besta fólk er ekkert annað en skít-
seiði af verstu tegund, sem er ekki
viðbjargandi og á ekkert gott skilið.
Blædel „Þögla ekkjan er áhrifarík
frásögn,“ segir gagnrýnandinn.
Raðast í flokk
þeirra bestu
Glæpasaga
Þögla ekkjan bbbbm
Eftir Söru Blædel.
Ingunn Snædal þýddi.
Bjartur 2021. Kilja, 391 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Þótt kvikmyndahátíðinni RIFF sé
lokið þá er enn hægt að horfa á
valdar myndir á vef hátíðarinnar,
RIFF heima – watch.riff.is/. Þar
hefur nú verið heimsfrumsýnd
heimildarmyndin Kolapse, sem er
fjölþjóðlegt verkefni sýnt á sama
tíma víða um lönd og er myndin er
aðgengileg öllum án endurgjalds.
Nú í vikunni, til 30 október, er
einnig hægt að sjá kvikmyndir sem
sýndar voru á RIFF í flokknum „Ís-
land í sjónarrönd“, alla stutt-
myndadagskrána sem var undir
þeim hatti og þrjár myndir í fullri
lengd. Það eru kvikmyndirnar Ekki
einleikið eftir Ásthildi Kjartans-
dóttur, Uglur eftir Teit Magnússon
og Hvunndagshetjur eftir Magneu
Björk Valdimarsdóttur.
Kolapse er lýst sem rafrænum
vettvangi sem ætlað er að stuðla að
samtali þjóða um neyðarástand í
loftslags- og samfélagsmálum.
Listamenn úr ýmsum greinum, að-
gerðasinnar og leiðtogar sameina
þar krafta sína, kynna verk sín og
taka þátt í umræðum um framtíð
Jarðar og þær áskoranir sem næstu
áratugir munu hafa í för með sér.
Kolapse og fleiri myndir á RIFF-heima
Umræða Andri Snær Magnason í mynd-
inni Kolapse sem sýnd er á RIFF-heima.
Epypsk liststofnun, Art D’Egypte,
hefur í fjórða sinn sett upp mynd-
listarsýningu með heitinu „Forever
Is Now“ en jafnframt þá fyrstu sem
leyfi fæst fyrir að setja upp við
Gísa-píramídana frægu við Kaíró-
borg. Eftir nokkurra ára samninga-
viðræður við egypsk yfirvöld og
Menningarstofnun Sameinuðu þjóð-
ana fékkst leyfi til að setja í fyrsta
sinn upp samtímalistsýningu við
frægustu píramída landsins, með
verkum tíu listamanna sem komið
er fyrir í eyðimörkinni nærri graf-
hýsunum heimskunnu.
AFP
Sjónblekking Franski stjörnulistamaðurinn JR hefur komið fyrir verki sem lætur líta út fyrir að toppurinn á
Keops-píramídanum, þeim hæsta af Gísa-píramídunum þremur, svífi. Hann kallar verkið „Með kveðju frá Gísa“.
Myndlist við
píramídana
Hendur Verk ítalska listamannsins Lorenzos Quinns, „Saman“, ber við píra-
mídana, hið eina af svonefndum sjö undrum fornaldar sem enn stendur.
„Þjóðlög úr framtíð“ kallar Kjartan
Ólafsson tónskáld nýtt verk sitt sem
kemur út á streymisveitum á morg-
un, miðvikudag. Þá verða jafnframt
útgáfu-streymistónleikar í menning-
arhúsinu Mengi sem hefjast kl. 20.
Á tónleikunum kynnir Gunnsteinn
Ólafsson þjóðlögin og Bára Gríms-
dóttir og Pétur Húni Björnsson
kveða ljóðin en að því búnu verður
hin nýja tónlist Kjartans frumflutt.
„Þjóðlög úr framtíð“ byggist á
átta íslenskum þjóðlögum sem voru
hljóðrituð og farið með í ferðalag um
tækniheima nútímans, þar sem
Kjartan segir að dulin og áður
óþekkt blæbrigði þjóðlaganna komi
fram á nýstárlegan hátt. Hljóðrit-
aðar voru hendingar úr þjóðlög-
unum á bæði hefðbundin og stafræn
hljóðfæri og unnið með þær í hljóð-
veri, bæði hvað varðar tónefni og
hljóðmynd.
Efniviðurinn byggist á taktmótíf-
um og tónefnivið þjóðlaganna og er
nýrri tækni beitt, með aðstoð gervi-
greindar, til að vinna með tónefnið
og setja það í semhengi við „nútíma-
tónlistarumhverfi, oft með súrreal-
ískri útkomu“, eins og Kjartan seg-
ir.
Teygir sig inn í popptónlist
„Þjóðlögin eru grunnur að þess-
um átta verkum og ég nota gervi-
greind til að búa til alls konar varí-
anta úr efniviðnum,“ segir hann. „Þá
kom ýmislegt í ljós sem ég held að
eigi eftir að vekja ýmsa til umhugs-
unar um það hvað þjóðlögin eru
innihaldsrík.“ Og hann bætir við að
þar hafi eiginlega komið fram stílar
sem teygi sig inn í dægur- eða popp-
tónlist. „Þegar efnið fór að teygja
sig inn í popptónlist ákvað ég að
leyfa því bara að koma og vera ekki
að þvinga þetta inn í neitt ákveðið
form eða stíl. Hjá þeim sem takast á
við að greina svona tónlist er hætt
við að það lendi á einhvers konar
flækjustigi.“
Kjartan segist beita alls kyns
hljóðverkstækni á efniviðinn og hug-
myndin hafi verið sú að kanna þenn-
an þjóðararf, „eins og fjölmargir
hafa gert. Þar á meðal Jón Ásgeirs-
son, Jón Leifs, Jórunn Viðar, Jón
Þórarinsson, Bára Grímsdótir og
svo Egill Ólafsson og Þursaflokk-
urinn.“
Þessi tónskáld notuðust vissulega
ekki við gervigreind við úrvinnsluna
úr þjóðlagaarfinum en Kjartan segir
þau hafa notast við þá tækni sem
þeim stóð til boða. „Ég nýtti þannig
alla þá tækni sem ég hef aðgang að
og þá fór að birtast þetta mjög
áhugaverða og leynda innihald, sem
er í þjóðlögunum þótt þau séu ein-
föld í formi. Það sem mesta athygli
vöktu voru taktmótífin. Kannski má
segja að þjóðlögin hafi verið popplög
síns tíma hér á landi.“ efi@mbl.is
Notaði gervigreind við
úrvinnslu úr þjóðlögum
- Kjartan Ólafsson gefur út Þjóðlög úr framtíð
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Tónskáldið „Kannski má segja að þjóðlögin hafi verið popplög síns tíma hér
á landi,“ segir Kjartan um taktmótíf þjóðlaganna sem hann vinnur með.