Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021FRÉTTIR
LOFTSLAGSMÁL
Móðurfélag Alcoa-Fjarðaáls stefnir
að því að vera orðið kolefnis-
hlutlaust fyrir árið 2050. Það er að
segja að um miðja þessa öld verði
ekki nettólosun gróðurhúsaloftteg-
unda frá starfsemi félagsins um
heim allan.
Meðal annars verði dregið úr
beinni og óbeinni losun gróður-
húsalofttegunda vegna málm-
bræðslu og málmvinnslu um 30%
fyrir árið 2025, miðað við árið 2015,
og um 50% fyrir 2030 miðað við
sama viðmiðunarár.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá fyrirtækinu en loftslags-
málin eru nú í brennidepli vegna
loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.
Innleiða nýjar aðferðir
Til að ná þessum markmiðum
hyggst Alcoa meðal annars auka
vægi endurnýjanlegrar orku í fram-
leiðslunni og innleiða nýjar aðferðir
í framleiðslunni. Þá meðal annars
með því að hætta notkun kola í raf-
skautum en með því mun ferlið losa
súrefni en ekki koldíoxíð.
Önnur aðferð er að endurnýta
varma sem myndast við álvinnslu en
ef tilraunir ganga sem skyldi verður
reist 3 MW frumgerð þessarar
tækni (MVR) í Vestur-Ástralíu 2023.
Hefur áströlsk stofnun (ARENA),
sem vinnur að uppbyggingu endur-
nýjanlegrar orku, stutt verkefnið
með styrk sem nemur sem svarar
rúmlega 1.100 milljónum króna.
Um þrír fjórðu hlutar orkunnar
sem knýr álbræðslur og álvinnslur
Alcoa koma nú frá endurnýjanlegri
orku, ekki síst vatnsafli.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði.
Alcoa stefnir að kol-
efnishlutleysi 2050
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, áætlar að búið
sé að ráða í 60-70% auglýstra starfa í
átaksverkefninu Hefjum störf sem
hófst eftir kórónuveirufaraldurinn.
Tilefnið er að viðmælendur Við-
skiptaMoggans í verslun og heild-
sölu hafa kvartað undan því að illa
gangi að manna lausar stöður.
Samkvæmt
mælaborði átaks-
ins hafa verið
auglýst 15.783
störf síðan átakið
hófst 1. mars síð-
astliðinn. Þar af
voru 709 störf
auglýst í vinnu-
miðlun hjá Vinnu-
málastofnun í
september. Til samanburðar hafa
verið skráðar 6.855 ráðningar sem
er um 43% auglýstra starfa.
Sum auglýst oftar en einu sinni
Að sögn Unnar er eitthvað um
tvítalningu í fjölda auglýstra starfa –
sum störf hafi verið auglýst oftar en
einu sinni – og því megi lauslega
áætla að búið sé að ráða í 60-70%
auglýstra starfa.
Samkvæmt septemberskýrslu
Vinnumálastofnunar voru 10.428
einstaklingar án vinnu, sem var 5%
atvinnuleysi. Þar af voru 4.144 er-
lendir atvinnuleitendur án vinnu.
Unnur segir aðspurð að með hlið-
sjón af þessum fjölda, og þeirri stað-
reynd að óráðið sé í 30-40% aug-
lýstra starfa í verkefninu Hefjum
störf, megi ætla að hin auglýstu
störf henti atvinnuleitendum misvel.
Til dæmis hafi það reynst erfitt
fyrir Vinnumálastofnun að þjónusta
hótel sem leituðu eftir fólki í sumar
sem leið, sérstaklega eftir því sem
þau voru fjær höfuðborgarsvæðinu.
Skýringin geti meðal annars verið
sú að atvinnuleitendur hafi aflað sér
háskólamenntunar en að auglýstu
störfin krefjist mörg hver ekki
menntunar á umræddum sviðum.
Varðandi þau ummæli viðmæl-
enda blaðsins að erfitt sé að manna
stöður bendir Unnur á að af alls um
6.800 ráðningum í átakinu hafi verið
yfir 1.800 ráðningar í verslun og
vöruflutningum.
Erfiðara að finna rétta fólkið
„Okkur sýnist að það séu um 50
störf í þessum geira til miðlunar hjá
okkur núna. Það verður að hafa í
huga að atvinnuleysi hefur minnkað
mjög hratt og er nú 5%, en um leið
og það gerist verður erfiðara að
finna fólk sem hæfir störfunum sem
koma til miðlunar,“ segir Unnur.
Þunginn í maí og júní
Hún bendir á að byrjað hafi verið
að ráða fólk í umræddu átaki í mars
en að þunginn í ráðningum hafi verið
í maí og júní. Ráðningarsamningar
séu til sex mánaða og því muni skýr-
ast á næstu vikum hversu hátt hlut-
fall þessara ráðninga verði varan-
legt. Atvinnuleysi aukist jafnan á
tímabilinu frá desember til febrúar,
að hluta vegna áhrifa veðurs á bygg-
ingargeirann og árstíðasveiflu í
ferðaþjónustu, en síðan séu horfur
almennt góðar næsta ár. Um það
vitni mikil eftirspurn atvinnurek-
enda eftir starfsfólki undanfarið.
Samkvæmt septemberskýrslu
Vinnumálastofnunar fækkaði fólki
án vinnu í öllum atvinnugreinum frá
fyrri mánuði. Fækkunin var mest í
ferðatengdri starfsemi (ferðaþjón-
ustu ýmiss konar, gistiþjónustu og
veitingaþjónustu) eða 12-14%. Þá
fækkaði fólki án vinnu í menningar-
tengdri starfsemi um 15% milli mán-
aða og í þjónustu- og sölustörfum og
meðal sérmenntaðra var fækkunin
10-12%. Meðal flestra annarra
starfsstétta var fækkunin 7-9%.
Hlutfallið haldist stöðugt
Unnur segir hlutfall íslenskra og
erlendra ríkisborgara af atvinnu-
lausum – 60% og 40% – hafa haldist
stöðugt í lengri tíma. Hún kveðst að-
spurð ekki eiga von á að faraldurinn
muni hafa mikil og varanleg áhrif á
atvinnuleysi á Íslandi til lengri tíma
litið. Vinnumálastofnun leggi nú
áherslu á að liðsinna fólki sem hafi
verið 12 mánuði eða lengur án vinnu.
„Rannsóknir sýna að ef fólk er 12
mánuði eða lengur í atvinnuleit fer
róðurinn að þyngjast,“ segir Unnur
um þessa áskorun.
Atvinnulausir hafna störfum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ekki hefur tekist að ráða í
þúsundir lausra starfa í
átaksverkefninu Hefjum
störf. Samtímis eru um
10.400 manns án vinnu.
Morgunblaðið/Eggert
Hægur bati í ferðaþjónustu birtist í endurráðningum í ágústmánuði sem leið.
Frá mars til 26. okt. 2021
Eftir ríkisfangi Eftir kyni
Ráðningar
Fjöldi starfa eftir atvinnugreinum, tíu helstu
Átakið Hefjum störf Heimild: Vinnumálastofnun
Fjöldi ráðninga:
6.855
Heildarfjöldi starfa:
15.783
Erlent
44%
Íslenskt
56%
Karlar
53%
Konur
47%
Gistiþjónusta
Ferðaþjónusta ýmis
Verslun og vöruflutn.
Veitingaþjónusta
Byggingariðnaður
Listir, söfn, tómst. o.fl.
Opinber þjónusta
Farþegafl. með flugi
Iðnaður
Ýmis þjónusta
2.313
1.954
1.819
1.736
1.171
1.086
977
917
802
600
Unnur
Sverrisdóttir
ra
ve
ra fyrir
rafgeyma
ve
MÁLMVINNSLA
Tekjur af málmvinnslu fyrstu átta
mánuði ársins voru 54,4 milljörðum
króna meiri en sama tímabil í fyrra.
Þannig voru þær 147,4 milljarðar
króna á þessu tímabil í fyrra en
201,8 milljarðar þetta tímabil í ár.
Sé litið til tímabilsins frá maí til
ágúst voru tekjurnar 68,3 milljarðar
króna í fyrra en 109,5 milljarðar
sömu mánuði í ár sem var aukning
um 41,2 milljarða króna.
Þetta má lesa úr samantekt Hag-
stofu Íslands sem unnin er upp úr
virðisaukaskattsskýrslum, en tekið
skal fram að hér er stuðst við bráða-
birgðatölur án VSK.
Hækkun álverðs er veigamesti
þátturinn í ofangreindri aukningu,
en eins og fjallað hefur verið um í
ViðskiptaMogganum hefur álverð
hækkað mikið undanfarið.
Það fór í um 3.200 dali tonnið í
kauphöllinni með málma í London
(LME) 20. október síðastliðinn en
hefur síðan lækkað í 2.800 dali.
Það var til samanburðar 1.838
dalir 26. október í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Álverð hefur hækkað mikið á árinu.
Jukust
um 54,4
milljarða