Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 6
sagði, svo hægt sé að taka áfram á móti stórfjöl- skyldunni í mat og geymslan verður rúmgóð, enda þarf hún að að geta hýst græjurnar sem þarf í áhugamálin. „Íbúðirnar eru líka hugsaðar fyrir fólk sem vill lifa lífinu og vera hluti af iðandi mann- lífi. Þarna verður stutt í alla þjónustu og númer eitt, tvö og þrjú þá eru frábærar vegtengingar í allar áttir frá þessu svæði. Borgarlínan mun einnig koma þarna framhjá sem mun gera fólki kleift að skjótast niður í miðbæ Reykjavíkur á aðeins tíu mínútum og heim aftur svo dæmi sé tekið.“ Hjólastígar liggja einnig meðfram allri sjáv- arsíðunni eins og Þorgerður bendir á og því verða íbúum allir vegir færir í orðsins fyllstu merkingu. Spurð hvort búið sé að ákveða hæð húsanna og útlit segir Þorgerður að verkefnið sé ekki svo langt komið ennþá. „Það er einmitt verkefnið sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum búin að setja saman hönnunarteymið okkar, arkitekta, landslagsarkitekta, verkfræðinga og umferðarsér- fræðinga. Nú setjast þeir niður með okkur til að sjá hvernig hægt er að „besta“ þessa heilsubyggð út frá ýmsum sjónarhornum. Inn í vinnuna þarf að taka breytur eins og græn svæði, birtu, skugga- myndanir, ríkjandi vindáttir, útsýni og annað.“ Ástríðan skiptir máli En eitt er það sem skiptir meira máli en ann- að að mati Þorgerðar. Það er ástríða fyrir verk- Landey, fasteignaþróunarfélag í eigu sjóðastýr- ingarfyrirtækisins Stefnis, sem er í eigu Arion banka, er með tvö landsvæði í þróun. Annars veg- ar Arnarlandið í Garðabæ, sem liggur Kópavogs- megin við Arnarnesveg, og hins vegar Blikastaði, níutíu hektara land á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Á síðasta ári seldi Landey þriðja verkefnið, Gróttubyggð á Seltjarnarnesi, til Já- verks. Þar með lauk afskiptum Landeyjar af því verkefni. Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmda- stjóri Landeyjar segir Arnarlandið sérlega spenn- andi verkefni enda sé það grundvallað á frábærri hugmynd um heilsuklasa og hágæðaíbúðir fyrir fólk 50 ára og eldra, með möguleika á hátækni- væðingu. Einhverjir gætu spurt hvort fasteignaþróun sé hluti af kjarnastarfsemi Stefnis og Arion banka, en eins og Þorgerður útskýrir gerist það stundum að bankar þurfa að ganga að veðum vegna veittra lána. Það hafi verið raunin í öllum þessum til- vikum. „Arnarlandið er byggð þar sem lýðheilsa og lífs- gæði verða höfð að leiðarljósi. Þetta á að verða miðstöð heilsutækni á Íslandi. Svæðið mun skiptast í tvennt þar sem atvinnustarfsemin verð- ur nær Hafnarfjarðarveginum og myndar um leið skjól fyrir íbúðabyggðina,“ segir Þorgerður. Vöntun á heilsuklasa Hún segir það hafa verið sýn aðstandanda Arn- arlands, Landeyjar, sem fer með 51% eignarhlut á móti Ósum, að vöntun væri á klasa fyrir heilsu- geirann. „Eins og með aðra atvinnugeira er það vænlegt til árangurs þegar fólk í svipaðri starf- semi, sem talar sama tungumál og er á sömu línu, safnast saman á einn stað. Við teljum að með þessu myndist kraftmikið umhverfi þar sem nýjar hugmyndir og tækifæri fæðast.“ Ósar samanstanda af lýðheilsufyrirtækinu Icepharma, þar sem 105 starfa, dreifingar- fyrirtækinu Parlogis, þar sem 80 starfa, samheita- lyfjasölufyrirtækinu Lyfis, þar sem sex vinna, og matvælafyrirtækinu Good Good þar sem níu starfa. Samanlagður starfsmannafjöldi er 200. Heildarársvelta fyrirtækjanna fjögurra er tæpir 19 milljarðar króna. Þorgerður segir að síminn hjá sér hafi vart stoppað frá því tilkynnt var um verkefnið í fjöl- miðlum á dögunum. Mörg spennandi fyrirtæki í fremstu röð á Íslandi hafi lýst áhuga á að koma með starfsemi sína á svæðið. Um íbúðabyggðina segir Þorgerður það vera sýn aðstandenda að vöntun sé á rúmgóðum og vönduðum íbúðum fyrir fólk fimmtíu ára og eldra. „Ástæðan fyrir þessu aldursbili er að hópurinn er með aðrar þarfir en yngra fólk sem enn er með börn á heimilinu. Áherslurnar breytast og það kemur að því að fólk vill kannski ekki lengur eyða tíma sínum og fjármunum í viðhald sérbýlis og garðs en vill frekar minnka aðeins við sig, losa fé og njóta lífsins.“ Sinna áhugamálum af auknum krafti Eins og Þorgerður bendir á fer fólk á þessum aldri oft að sinna áhugamálum af auknum krafti þegar minni tími fer í barnauppeldi. Fyrir því verði hugsað í hinni nýju heilsubyggð. „Hjólreið- ar, fjallgöngur, golf, gönguskíði o.s.frv. eru allt dæmi um það sem fólk tekur sér fyrir hendur á þessum tímapunkti í lífinu. Frítíminn hefur skyndilega aukist til muna,“ útskýrir Þorgerður. Íbúðirnar eiga að vera rúmgóðar eins og áður Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Landey hefur hafið skipulagningu heilsu- tengds atvinnu- og íbúðasvæðis í Arnarlandi í Garðabæ ásamt Ósum. Ósar hyggjast reisa nýjar höfuð- stöðvar á svæðinu og flytja þangað alla sína starfsemi ásamt 200 starfsmönnum. Íbúðir verða reistar fyrir fólk fimmtíu ára og eldra. ” Þjónustuaðilar sem koma til með að reka veitinga- og kaffihús í hverfinu munu njóta góðs af því að vera á svæði sem iðar af lífi frá morgni og langt fram á kvöld. Þar sem nýjar hugmyndir Þorgerður Arna Einarsdóttir segir að það hjálpi svæðinu að vera ekki of stórt. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021VIÐTAL Þúsundir íbúa Mannfjöldaspá Hagstofunnar fyrir aldurshópa 2021-2060 2021 2040 2060 67 ára og eldri 75 ára og eldri 80 ára og eldri 13 27 37 23 45 58 47 76 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.