Morgunblaðið - 03.11.2021, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
„Ég man ekki til þess að formaður
verkalýðsfélags hafi áður sagt af
sér í svona samhengi, það er með
stuðning mikils meiri hluta stjórnar
á bak við sig,“
sagði Sumarliði
R. Ísleifsson,
lektor í sagn-
fræði við Há-
skóla Íslands.
Hann var spurð-
ur hvort afsögn
formanns Efl-
ingar ætti sér
fordæmi í sögu
verkalýðshreyf-
ingarinnar. Sum-
arliði hefur m.a. skrifað um sögu
Alþýðusambands Íslands og þekkir
því til sögu hreyfingar launafólks.
„Maður veit ekki hvernig þetta
þróast í Eflingu. Mér þykir ósenni-
legt að þau tvö sem hættu, Sólveig
Anna Jónsdóttir og Viðar Þor-
steinsson, hafi sagt sitt síðasta orð.
Þau hafa látið mikið til sín taka á
undanförnum árum og það er ekki
sennilegt að þau hætti skyndilega.
Það er líka athyglisvert að sjón-
armið þeirra, að svo miklu leyti sem
þau hafa komið fram, hafa aðallega
birst á samfélagsmiðlum. Þetta er
að ég held í biðstöðu og of snemmt
að draga skýrar ályktanir af þessu
ferli,“ sagði Sumarliði. Hann benti
á að hjá Eflingu væri starfandi for-
maður, það er varaformaðurinn,
sem taki við samkvæmt almennri
reglu þegar formaðurinn hættir.
Hann sagði að hér hefði mótast
sá „uppsagnarkúltúr“ að fólk segði
yfirleitt ekki af sér fyrr en fokið
væri í öll skjól. Það ætti að minnsta
kosti við í pólitíkinni. Sumarliði
nefndi að ekki hefðu margir sagt af
sér á árunum eftir hrun en athygl-
isvert væri að það hefðu aðallega
verið konur og kannski mætti
skoða þetta mál í því ljósi. Hann
nefndi sem dæmi þegar Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér
sem varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins í apríl 2010 og vék jafn-
framt tímabundið sem þingmaður.
Hún gaf þá ástæðu að hún nyti ekki
sama trausts og áður. Einnig þegar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði af
sér sem þingmaður í maí 2010.
Ástæðan sem hún gaf var umræða
um fjármögnun kosningabaráttu
hennar í tveimur prófkjörum til
borgar og þings 2006.
gudni@mbl.is
Einsdæmi í sögu
verkalýðsfélaga
- Kaus að víkja þrátt fyrir stuðning
Sumarliði R.
Ísleifsson
Guðni Einarsson
Freyr Bjarnason
Formannafundur Starfsgreinasambands Ís-
lands (SGS) var haldinn í Reykjavík í gær.
Hann samþykkti ályktun sem snerist að mestu
um kjaramál. Ekkert var minnst þar á átökin
innan Eflingar og afsögn formannsins Sólveig-
ar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar
framkvæmdastjóra. Efling er stærsta aðildar-
félagið innan SGS. Formannafundurinn hófst á
Icelandair Hótel Reykjavík Natura klukkan ell-
efu í gærmorgun og lauk síðdegis.
Í ályktuninni kemur m.a. fram að kjarasamn-
ingarnir frá 2019 hafi verið góðir og ekki ýtt
undir þenslu heldur stuðlað að því að lægstu
laun hækkuðu til að mæta hækkandi húsnæð-
iskostnaði. „Hækkun vaxta undanfarinna vikna
vekur miklar áhyggjur og getur orðið til þess að
samningar bresta,“ sagði í ályktuninni.
Þá sagði þar að um leið og íslenskt launafólk
geti verið stolt af árangri sínum í lífskjarasamn-
ingnum treysti SGS á „að ríkisstjórnin standi
við sinn hlut. Sambandið er tilbúið að beita afli
sínu til að verja samninginn og mun eftir sem
áður sækja fram með sínar réttlátu kröfur og
hugmyndir í komandi samningum.“
Missir að Sólveigu Önnu Jónsdóttur
„Þetta er nú ekki algengt. Þetta er svolítið
innanhússmál í Eflingu en auðvitað hefur þetta
áhrif á hreyfinguna í heild þegar svona gerist.
Með Sólveigu [Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi
formann Eflingar] þá er hún búin að vera ötull
baráttumaður og það er missir að henni,“ sagði
Björn Snæbjörnsson formaður SGS spurður
um væringarnar í Eflingu.
Málefni Eflingar voru ekki formlega á dag-
skrá í gær en varaformaður og varafram-
kvæmdastjóri stéttarfélagsins mættu á for-
mannafundinn. Björn sagði að fundurinn væri
útvíkkaður því bæði formenn og varaformenn
tóku þátt í honum.
Fara átti yfir stöðuna varðandi kaupmátt og
fleira, auk þess sem horfurnar fram undan voru
skoðaðar. Sömuleiðis átti að fjalla um hagvaxt-
arauka sem var samið um í síðustu kjarasamn-
ingum og kemur til framkvæmda í vor og einnig
um hvernig hefur gengið varðandi styttingu
vinnuvikunnar hjá opinberum aðilum.
„Ekki síst þá er ár í að almennir kjarasamn-
ingar losna. Við ætlum að reyna að fara yfir
hvernig félögin geti undirbúið sig undir kom-
andi kjarasamninga og reyna að setja tímaáætl-
anir um hvenær menn eru tilbúnir með ákveðna
hluti. Starfsgreinasambandið kemur inn í þessi
mál,“ bætti Björn við.
Spurður út í stöðuna núna fyrir þessa næstu
lotu sem er fram undan í kjaraviðræðum sagði
hann sumt hafa gengið eftir og nefndi einnig
áhyggjur sem menn hafa af aukinni verðbólgu.
„Þetta er gert fyrir félögin til að vita hvernig
staðan er áður en fólk fer að vinna mikið heima í
félögunum í undirbúningnum,“ sagði hann um
fundinn.
Ekki ætlunin að hrekja neinn úr starfi
Trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar sendu frá
sér tilkynningu í gær vegna fréttaflutnings síð-
ustu daga. Þeir sögðu að það hafi ekki verið vilji
eða meining starfsmannafundarins á föstudag-
inn var að formaðurinn segði af sér. Yfirlýsingin
á föstudag hafi ekki verið í þeim tilgangi að lýsa
yfir vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi
heldur hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausn-
ar.
„Starfsfólk félagsins hefur unnið af heilum
hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta fé-
lagsins hefur sett síðustu ár. Fjöldi starfs-
manna félagsins starfar hér vegna þeirrar bar-
áttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem
starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í sam-
vinnu við yfirmenn,“ sagði m.a. í tilkynning-
unni.
Ofbeldismenning innan Eflingar
Viðar Þorsteinsson, fráfarandi fram-
kvæmdastjóri Eflingar, var viðmælandi Kast-
ljóss í gær en þar sagði hann ofbeldismenningu
þrífast innan Eflingar. Hann sagði starfsfólk
hafa ranglega sakað hann og Sólveigu um
margvísleg brot á kjarasamningum en það væri
eins konar arfleifð fyrri stjórnenda og þeirra
sem væru óánægð með B-lista Sólveigar sem
var kosinn í félagið árið 2018: „Við höfum verið
svipt þeim trúverðugleika sem við þurfum að
hafa til þess að geta rætt um raunveruleg
kjarasamningsbrot og raunveruleg vandamál
sem Eflingarfélagar úti á vinnustöðunum verða
fyrir.“
Eflingarmál hafa áhrif á
alla launþegahreyfinguna
- SGS hefur áhyggjur af vaxtahækkunum sem geta valdið samningsbresti
Morgunblaðið/Eggert
Formannafundur SGS Björn Snæbjörnsson, formaður SGS (t.v.), og Vilhjálmur Birgisson, for-
maður Verkalýðsfélags Akraness, voru mættir til fundarins. Þar voru kjaramálin í fyrirrúmi.
Átökin í Eflingu
„Ég finn til með fólkinu hjá Eflingu. Mér þykir
vænt um félagið og erfitt að horfa upp á minn
gamla vinnustað sundurtættan. Ég get ímyndað
mér hvernig er að vinna þar við þessar að-
stæður. Það er sorg í mínum
huga að horfa upp á þetta,“
segir Þráinn Hallgrímsson,
fyrrverandi skrifstofustjóri
Eflingar. Hann vann hjá fé-
laginu frá stofnun og þar til
hann var rekinn fyr-
irvaralaust á starfsmanna-
fundi í maí 2018 fyrir framan
40 manns.
Þráinn segir ýmislegt sem
nú komi upp á yfirborðið
vera í samræmi við það sem
hann og fleiri fyrrverandi lykilstarfsmenn á
skrifstofu Eflingar hafi haldið fram um núver-
andi forystu félagsins. Þau voru látin fara þegar
hún tók við. Þráinn var skrifstofustjóri Eflingar
í 18 ár og þar á undan hjá Dagsbrún og ASÍ.
Hann hóf störf í verkalýðshreyfingunni 1983. Í
Eflingu eru um 27.000 félagsmenn. Þegar Þrá-
inn var rekinn voru um 40 starfsmenn hjá Efl-
ingu. Sárafáir þeirra eru enn í vinnu hjá félag-
inu.
„Ég sé að Sólveig Anna Jónsdóttir kennir
starfsmannahópnum um ófarir sínar. Þar á
meðal tengir hún við gömlu stjórnendur Efl-
ingar sem fóru frá fyrir rúmum þremur árum!
Hún er búin að hreinsa það allt út meira og
minna – alla reynslumestu starfsmennina. Þeim
var sagt upp eða þeir hættu. Starfsfólkið sem
hún kennir nú um að flæma sig í burtu er það
sem hún réð sjálf til starfa að stærstum hluta,“
segir Þráinn.
Kjarasamningar eru lausir á næsta ári. Þrá-
inn segir þá sérstaklega vandasama og flókna
hjá jafn stóru stéttarfélagi og Eflingu. Það þurfi
að semja fyrir hönd starfsmanna hjá ríki og
borg, stórfyrirtækjum og á almenna vinnu-
markaðinum.
„Það er mikilvægt að hafa starfslið með
reynslu og þekkingu í samningagerð. Góð skóla-
ganga er ekki nóg ein og sér til að vera góður
starfsmaður í verkalýðsfélagi. Reynslan og
þekkingin á kjarasamningum auk hæfni í mann-
legum samskiptum er það sem skiptir mestu
máli. Því miður hefur Efling misst margt starfs-
fólk sem var kjarninn í okkar starfsemi,“ segir
Þráinn. gudni@mbl.is
Finnur til
með fólkinu
hjá Eflingu
- Nýir stjórnendur ráku
reynda lykilstarfsmenn
Þráinn
Hallgrímsson