Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
Bí 110
Tr
Þegar Greta litla var um ferm-
ingu töldu leiðtogar heims sig
slá sér upp með löngum fundum
með henni um ógnir ofhitunar. En
nú segir svo í nýjustu fréttum:
- - -
Aðgerðarsinninn
Greta Thun-
berg segir að stjórn-
málamenn á lofts-
lagsráðstefnu
Sameinuðu þjóð-
anna, séu aðeins að
þykjast taka fram-
tíð jarðarinnar al-
varlega.
- - -
Þetta sagði Thunberg á einum
gríðarmargra útifunda í Glas-
gow í Skotlandi, þar sem ráð-
stefnan fer fram.
- - -
Thunberg sagði við félaga sína
úr samtökunum Fridays for
future að róttækar breytingar í
loftslagsmálum myndu ekki koma
frá stjórnmálamönnum á ráðstefn-
unni heldur einstaklingum sem
taka af skarið.
- - -
Þessi ráðstefna er, enn sem kom-
ið er, eins og aðrar fyrri ráð-
stefnur, sem hafa ekki fært okkur
neinar breytingar,“ sagði Thun-
berg og bætti við:
- - -
Á ráðstefnunni eru bara stjórn-
málamenn og leiðtogar, sem
þykjast taka framtíð okkar alvar-
lega, þykjast taka veruleika fólks,
sem glímir nú þegar við áhrif lofts-
lagsbreytinga, alvarlega.“
- - -
Við erum orðin langþreytt á
þessu og við ætlum að gera
breytingar hvort sem þeim líkar
það betur eða verr,“ sagði Thun-
berg svo og sendi skýr skilaboð til
þjóðaleiðtoga á ráðstefnu SÞ.
Greta Thunberg
Bragð er þegar
barnið finnur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Stigamat getur almennt ekki eitt og
sér falið í sér endanlega niðurstöðu
eða tæmandi forsendur fyrir því hver
teljist hæfastur til að gegna tilteknu
starfi,“ segir í nýju áliti umboðs-
manns Alþingis í kjölfar frumkvæð-
isathugunar hans á stigagjöf í ráðn-
ingarmálum opinberra starfsmanna.
Umboðsmaður hefur verið með
stigamatið til skoðunar um nokkurra
ára skeið og hafði ítrekað bent á að
umrædd aðferð fæli í sér ákveðnar
takmarkanir við ráðningar og skipan-
ir í störf og embætti.
Umboðsmaður leggur fram sex
ábendingar í áliti sínu. Í fyrsta lagi að
ábyrgð stjórnvalds standi óhögguð þó
notast sé við tölulegt stigamat við mat
á hæfni umsækjenda. Sýna þarf fram
á að „heildstæður efnislegur saman-
burður hafi farið fram á raunveru-
legri starfshæfni umsækjenda með
vísan til málefnalegra sjónarmiða“.
Aðkoma ráðningarfyrirtækis haggar
sömuleiðis ekki umræddri ábyrgð. Í
öðru lagi þarf að gæta málefnalegra
sjónarmiða og jafnræðis við tölulegan
samanburð á hæfni umsækjenda. Í
þriðja lagi þarf að gæta þess að stiga-
mat sé að jafnaði aðeins til leiðbein-
ingar, það feli í eðli sínu í sér einfaldað
og ónákvæmt líkan af þeim eiginleik-
um sem mynda hæfni fólks. Í fjórða
lagi verði að gera ráð fyrir einhverj-
um skekkjumörkum þegar heildar-
stig séu borin saman. Ef mjótt er á
munum milli fólks verði stjórnvald að
vera reiðubúið að skýra hvað ráði nið-
urstöðu um ráðningu. Í fimmta lagi
geti stigamat ekki sjálfkrafa falið í sér
endanlega niðurstöðu eða tæmandi
skýringu á forsendum ráðningar eða
skipunar.
Að síðustu þurfi að gæta að rann-
sóknarskyldu og andmælarétti um-
sækjenda, samræmi í málsmeðferð og
huga að skráningu í ráðningarferli.
hdm@mbl.is
Sex ábendingar varðandi stigamat
- Umboðsmaður Alþingis sendir frá sér álit vegna ráðningarmála hins opinbera
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Næsta lítið hefur orðið úr áformum
þjóðkirkjunnar um að planta trjám
fyrir öll börn skírð hér á landi
vegna dræmra undirtekta prófasta.
Þetta kemur fram í svari Agnesar
M. Sigurðardóttur biskups við fyr-
irspurn frá sr. Hreini S. Há-
konarsyni um málið á kirkjuþingi.
Enn sem komið er hefur þetta
aðeins verið gert í Skálholti. Hafa
þar verið gróðursettar um eitt
hundrað plöntur. Kostnaður fram
að þessu er því lítill, aðeins um eitt
hundrað þúsund krónur.
Kynnt í nýárspredikun
Biskup kynnti verkefnið
„Skírnarskógur“ upphaflega í nýár-
spredikun í Dómkirkjunni í fyrra.
Fram kom að hvert skírt barn í
þjóðkirkjunni yrði hluti af grænni
kirkju Krists sem sett hefði um-
hverfismál í algjöran forgang. Í
Skírnarskógi íslensku þjóðkirkj-
unnar yrði gróðursett tré fyrir
hvern skírðan einstakling. „Tréð
mun síðan vaxa, rétt eins og barnið,
og verða hluti af umhverfinu og
gagnast samfélaginu,“ sagði biskup.
Gróðursetningin í Skálholti fór síð-
an fram með nokkurri viðhöfn í
byrjun september í fyrra. Hvergi
annars staðar hefur trjám verið
plantað í þágu þessa verkefnis.
Í svari biskups á kirkjuþingi seg-
ir að reiknað hafi verið með að pró-
fastsdæmin, sem eru níu að tölu,
önnuðust framkvæmd „Skírnar-
skógar“, hvert á sínum stað, en við-
brögð hafi verið dræm til þessa
þótt einstaka prófastar hafi lýst
áhuga.
Lítill áhugi prófasta
á „Skírnarskógi“
- Planta átti trjám
fyrir öll börn sem
skírð yrðu á Íslandi
Ljósmynd/mbl.is
Skírnarskógur Frá gróðursetning-
unni í Skálholti í september 2020.