Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 9

Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 Geislar sólar sem var að hníga til viðar á bak við Reynisdranga í Mýrdal náðu upp á Fagradalsheiði og að bátslaga steininum sem þar fannst fyrr á þessu ári. Steinninn er úr blágrýti og hefur skál verið höggvin í hann. Steinhöggið er talið gamalt. Tilurð og staðsetning steinskipsins hefur ekki verið skýrð en þeir sem tengt hafa það við veru írskra og skoskra munka á Íslandi, svokallaðra papa, frá eyjunni Jónu í Suðureyjum Skotlands telja að sólargeislarnir frá Reynisdröngum kunni að styðja kenninguna. Fornleifa- fræðingar hafa rannsakað staðinn og einnig hefur verið leitað upplýsinga frá Skotlandi, án þess að niðurstaða hafi fengist. Fyrirhugað er að ráðast í frekari rannsóknir á svæðinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Geislar sólar með stefnu á steinskipið Sólarlag við Reynisdranga Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Reykjavíkurborg lagði í gær fram fjárhagsáætlun auk fimm ára áætl- unar til ársins 2026. Í henni er gert ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri A-hluta borgarsjóðs til ársins 2022. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir rekstrarkostnaðinn vera óeðli- lega háan og spáir því að skuldir borgarinnar fari upp í hálfa billjón króna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for- maður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, segir þessar staðhæfing- ar Eyþórs ósannar: „Borgin er sann- arlega skuldsettari en við vorum í byrjun árs 2019 en miðað við aðstæð- ur teljum við okkur bara vera á nokkuð góðum stað. Við erum með gríðarlegar eignir í borginni og þær eru náttúrulega alltaf á móti skuld- unum. Fyrirsagnir í blöðunum um að borgin skuldi 400 milljarða er í versta falli röng en sérstaklega er hún nú misvísandi þar sem borgin skuldar enga 400 milljarða, þar er verið að draga saman bæði skuldir og skuldbindingar sem er ekki sami hluturinn. Þannig að það þarf að rýna í það betur til að vita hver stað- an sé.“ Hún segir áhrif hruns ferða- mannaiðnaðarins á efnahaginn hafa skilið borgina eftir með tvo kosti. Niðurskurð eða aukna innspýtingu fjármagns. Þau hafi valið þann seinni: „Við fórum þá leið eins og rík- isstjórnin og fjölmargar aðrar borgir á Norðurlöndunum gerðu. Í fyrra gerðum við 10 ára fjármálasýn og höfum verið að fylgja henni mjög skýrt núna,“ segir Þórdís. Fjárhagur borgarinnar sé varnarsigur: „Við erum að minnka lántöku borgarinnar miðað við áætlun um 9 milljarða ef ég man rétt á þessu ári og um 3 milljarða á því næsta miðað við þá áætlun sem við settum í fyrra.“ Ekki sjálfbær skuldsetning Efnahagslegar afleiðingar heims- faraldurs skýra ekki skuldavanda borgarinnar að mati Eyþórs Arn- alds: „Borgin er með hærri tekjur á þessu ári heldur en í fyrra þannig að tekjurnar hafa ekki minnkað, vandi borgarinnar er ekki tekjusamdrátt- ur, það er alveg á hreinu, það er ein- faldlega eytt meiru heldur en aflað er. Þessi skuldsetning er náttúru- lega ekki sjálfbær. Það getur enginn haldið því fram að stöðug skuldsetn- ing í gegnum góðæri og efnahags- sveiflur í báðar áttir sé góð. Það sem vekur líka athygli er að það er ekki gert ráð fyrir ýmsu sem er líklegt að verði. Því geta þessar skuldir farið í 500 milljarða, þær voru 299 milljarð- ar þegar meirihlutinn er myndaður og þá átti að borga niður skuldir í 250 milljónir.“ Að mati Eyþórs er tímabært að borgin selji ýmsar eignir sínar og bendir hann á ýmsar leiðir til þess: „Í fyrsta lagi aðhald í rekstri sem er ekki til og í öðru lagi að selja eignir sem eru ekki hluti af venjulegum rekstri borgarinnar. Malbikunarstöð og fjarskiptafyrirtæki eru það ekki.“ Opin fyrir sölu eigna Viðreisn er að sögn Þórdísar opin fyrir ýmsum af þeim hugmyndum sem Eyþór nefnir: „Það stendur nú í meirihlutasáttmálanum okkar að við viljum skoða kosti þess og galla að selja malbikunarstöðina um leið og við höfum fundið henni nýja lóð. Svo við höfum alltaf verið fylgjandi því. Þegar við fórum af stað fyrir fjórum árum síðan, þessi meirihluti, ákváðum við að halda planinu sem sett var upp með Orkuveitunni eftir hrun. Nú eru OR og hennar undir- fyrirtæki komin á góðan rekspöl þannig að mér finnst ekki óeðlilegt á næsta ári og yfir næstu kosningar að þá verði það skoðað hvernig planið gerði sig, hún segir eðlilegt að skoða það á nokkurra ára fresti.“ Borgin gerir ráð fyrir hallarekstri til 2023 - Talað um varnarsigur - Segir skuldsetninguna ósjálfbæra Rekstrarniðurstaða Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, EBITDA Heimild: Reykjavíkurborg Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs 2016-2020 og áætlun til 2026, milljarðar kr. 15 10 5 0 -5 -10 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 2,6 5,0 4,7 7,4 9,2 10,1 6,3 3,3 8,4 11,3 13,9 14,7 1,4 -5,8 -3,4 -9,7 -2,6 -0,1 2,0 5,5 7,5 7,5 Heimild: Reykjavíkurborg Skuldaviðmið samstæðu Reykjavíkurborgar 2016-2020 og áætlun til 2026 (án OR til ogmeð 2021,með OR 2022-26) 175% 150% 125% 100% 75% 50% 25% 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 71 67 73 79 89 102 155 156 155 150 143 Markmið: 150% Eyþór Arnalds Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Áætlað er að tólf frásögnum um mis- rétti gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar verði miðlað á næsta ári. Þetta sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup á kirkjuþingi í svari við fyrir- spurn um stöðu verkefnisins „Ein saga – eitt skref“ sem unnið hefur verið í samstarfi þjóðkirkjunnar og Samtakanna ’78. Verkefnið var kynnt á blaðamanna- fundi biskups og forystumanna Sam- takanna ’78 í ágúst í fyrra. Kom fram að tilgangur þess væri að biðjast fyr- irgefningar, gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki inn- an kirkjunnar. Fyrsta skrefið væri að safna persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu þjóðkirkjunn- ar við réttindi hinsegin fólks í áranna rás. Var í framhaldinu sett upp sér- stök vefsíða í þessu skyni. Til vitnisburðar og lærdóms Biskup sagði í grein sem hún birti í Morgunblaðinu í ágúst í fyrra að sög- urnar yrðu gerðar opinberar vorið 2021. Þær yrðu „hengdar upp í kirkjum landsins, til vitnisburðar og lærdóms“. Í svari við fyrirspurninni á kirkju- þingi sagði biskup: „Vinnan stendur enn yfir og miðar verkefninu vel áfram. Áætlað er að miðla sögunum á nýju ári. Söfnun er á lokametrum en gert er ráð fyrir að sögurnar verði um 12 talsins.“ Kirkjan hyggst miðla sög- um um misrétti á nýju ári - Liður í uppgjöri við fordóma gagnvart hinsegin fólki Þjóðkirkjan Biðja á fyrirgefningar, gera upp og læra af sögunni. PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.