Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 10
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Popúlísk þjóðernishyggja er und-
irliggjandi þráður í stjórnmálasögu
Vesturlanda, sem iðulega hefur mik-
il áhrif á hefðbundna stjórn-
málaflokka. Það hafi komið greini-
lega í ljós þegar danskir
jafnaðarmenn tóku upp stefnu
Danska þjóðarflokksins í innflytj-
endamálum og svipaða sögu megi
segja af Emmanuel Macron Frakk-
landsforseta, sem nú eldi grátt silfur
við Breta í von um fylgi þjóðrækinna
kjósenda.
Þetta er meðal þess sem stjórn-
málafræðingurinn Eiríkur Berg-
mann hefur að segja í viðtali í Dag-
málum Morgunblaðsins í dag, sem
opið er öllum áskrifendum. Í þætt-
inum er rætt um nýútkomna bók
hans, Þjóðarávarpið, sem fjallar um
þróun popúlískrar þjóðernishyggju
undanfarin 50 ár og vel það.
Eiríkur telur að hið frjálslynda
lýðræðiskerfi Vesturlanda hafi hop-
að mikið undanfarna áratugi. Lýð-
ræðið sé enn til staðar, en frjáls-
lyndið gefið eftir, eins og sjáist t.d. á
því hvernig ýmis borgararéttindi
hafi verið látin víkja fyrir völdum
ríkisvaldsins í nafni þess að tryggja
öryggi þegnanna, hvort heldur er
vegna hryðjuverkaógnar eða sótt-
varna. Slíkur jarðvegur henti þjóð-
ernispopúlistum ágætlega, sem þá
skora á valdhafa og elítuna.
Aldrei náð fótfestu hér
Eiríkur segir að öfgakennd þjóð-
ernishyggja hafi aldrei náð neinni
fótfestu á Íslandi. Þjóðrækni hafi
gengið þvert á íslenska stjórn-
málaflokka og verið snar þáttur í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þeg-
ar uppgjör við þjóðernishyggjuna
hafi átt sér stað á meginlandi Evr-
ópu í lok seinni heimsstyrjaldar hafi
Íslendingar verið uppteknir við að
stofna lýðveldi á grundvelli þjóðernis
og sjálfstæðrar þjóðmenningar.
Þrátt fyrir þann þjóðlega grunn
eða e.t.v. vegna hans hafi þjóðern-
isöfgar ekki átt upp á pallborðið hér,
þótt tortryggni gegn útlendingum
gæti oft.
Í seinni tíð hafi skotið upp koll-
inum þjóðernissinnuð framboð, en
engar undirtektir fengið. Hins vegar
hafi orðið mikil pólitísk og félagsleg
ólga eftir bankahrun og þar hefði vel
getað brugðið til beggja vona og það
eigi enn við í einhverjum kimum
a.m.k. Eiríkur telur að miðlun og
skoðanaskipti geti ýtt undir slíkt.
Hann segir að íslenskir kjósendur
virðist ekki mjög móttækilegir fyrir
popúlisma, mögulega vegna þess að
fáir efnilegir forystumenn hafi komið
fram á þeim væng stjórnmálanna,
þótt vissulega hafi allir stjórn-
málaflokkar gripið til popúlískra að-
ferða endrum og sinnum.
Eiríkur minnir á að velflestir ís-
lenskir stjórnmálaflokkar hafi verið
þjóðlegir á sinn hátt.
„Þeir þrír flokkar, sem hafa setið
hér við völd, hafa verið hallir undir
þjóðernishyggju. Það var gamla Al-
þýðubandalagið svo sannarlega og
bæði Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa talið sig vera
heimkynni þjóðernishugmynda Ís-
lendinga.
Þessi hugmyndafræði lifir hér, en
hún er svo almenn og þess vegna svo
mild, að þessi árásargjarna tegund
þjóðernishyggjunnar hefur ekki
komið upp hér.“
Hann bendir á að erlendis hafi
þjóðernisflokkar náð mestum áhrif-
um, þar sem þeir hafi getað stillt sér
upp andspænis áberandi og fram-
andi innflytjendahópum. Þeim hafi
aldrei verið til að dreifa hér á landi.
Þjóðernishyggja rík
í íslensku flokkunum
- Eiríkur Bergmann í viðtali um popúlíska þjóðernishyggju
Morgunblaðið/Hallur
Dagmál Eiríkur Bergmann telur að þjóðernishyggja sjálfstæðisbaráttunnar
hafi verið svo almenn að þjóðernisöfgar hafi aldrei rutt sér til rúms hér.
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
UMFERÐAREYJAR
Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Til eru margar tegundir af skiltum,
skiltabogum og tengistykkjum sem
passa á umferðareyjarnar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég get ekki neitað því að fyrir mig
sem stjórnarformann í bæði Máli og
menningu og Forlaginu er mikið
gleðiefni að byrja aftur bóksölu á
þessum stað,“ segir Halldór Guð-
mundsson bókaútgefandi. Margir
munu eflaust gleðjast yfir þeim tíð-
indum að Mál og menning mun í
vikulokin opna að nýju bókabúð á
Laugavegi 18. Sextíu ár eru síðan
forlagið opnaði þar fyrst bókabúð og
var hún um áratugaskeið ein af vörð-
um menningarlífsins í borginni. Á
síðari árum höfðu aðrir tekið við
rekstrinum og Bókabúð Máls og
menningar var á endanum lokað þeg-
ar kórónuveirufaraldurinn skall á.
Fyrr á árinu var opnaður tónleika-
staður í húsinu og samhliða því opn-
aði fornbókaverslunin Bókin útibú á
tveimur neðstu hæðum þess. Bókinni
var lokað þar fyrir um mánuði og tek-
ur Mál og menning við neðstu tveim-
ur hæðunum.
Halldór segir í samtali við
Morgunblaðið að hann hafi verið hrif-
inn af þeirri starfsemi sem nú er í
húsinu, það sé menningarhús með lif-
andi tónlist og bókabúðin muni passa
vel inn. „Forlagið er stærsta bókaút-
gáfa landsins og því er ekki að neita
að við viljum gjarnan sjá fleiri út-
sölustaði fyrir bækur. Þarna var í
áratugi rekin ein helsta bókabúð
landsins og ég er viss um að margir
verði fljótir að rifja upp spor sín
þangað. Ekki síst fyrir jólin en
stemningin í húsinu á þeim tíma er
algerlega einstök.“
Mál og menning bókabúð verður
formlega opnuð á föstudagsmorgun
og þar verða á sjötta þúsund titla í
boði frá öllum útgefendum.
Mál og menning
aftur á Laugaveg
- Bókabúð opnuð
á fornfrægum stað
á 60 ára afmælinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Opnun Mál og menning opnaði fyrst
bókabúð á Laugavegi árið 1961.
Á fyrstu níu mánuðum ársins var út-
flutningsverðmæti loðnuafurða tæp-
lega 21 milljarður króna. Þar af nemur
útflutningsverðmæti hrogna 12,3 millj-
örðum og hefur aldrei verið meira. Út-
flutningur á heilfrystri loðnu í landi
skilaði um 6,6 milljörðum, sem einnig
er met. Þetta er athyglisvert í því ljósi
að loðnukvótinn síðasta vetur var ríf-
lega 70 þúsund tonn, sem telst ekki
mikið í sögulegu samhengi loðnuveiða.
Mikið til Kína og Japans
Um útflutningsverðmæti sjávar-
afurða er fjallað í fréttabréfi Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar kemur
fram að á fyrstu níu mánuðum ársins
hafa loðnuafurðir verið fluttar út til
Asíu fyrir um 13,8 milljarða króna,
sem er met. Þar af fóru loðnuafurðir til
Kína fyrir 4,3 milljarða og til Japans
fyrir 4,2 milljarða.
Ómögulegt er að nota síðustu loðnu-
vertíð til þess að spá um þá næstu, seg-
ir í fréttabréfi SFS. Loðnubrestur
undangengin tvö ár og lítill loðnukvóti í
vetur sem leið hafa haft veruleg áhrif á
verð sem fékkst fyrir afurðir frá síð-
ustu vertíð. „Sú loðnuvertíð sem er
framundan er mikil óvissuferð. Óvissu-
þættirnir eru margir, eins og veiðigeta
flotans, veiðanleiki loðnunnar, gæftir
og að lokum vinnslugeta verksmiðja,“
segir í fréttabréfinu.
Á fyrstu níu mánuðum ársins er út-
flutningsverðmæti sjávarafurða í heild
komið í rúma 213 milljarða króna. Það
er rúmlega 8% aukning í krónum talið
miðað við sama tímabil í fyrra. Ef verð-
mæti loðnuafurða er undanskilið
stendur útflutningsverðmætið nánast í
stað á milli ára. Útflutningsverðmæti
afurða síldar, makríls og kolmunna
nemur samanlagt tæpum 21 milljarði,
en það er á pari við útflutningsverð-
mæti loðnuafurða. aij@mbl.is
Mikið verðmæti
loðnuafurða í ár
- Vertíðin fram undan mikil óvissuferð
Útflutningsverðmæti loðnuafurða 2011-2021
Milljarðar kr. á föstu verðlagi 2021 og þús. tonn
Sjófryst heil loðna Landfryst heil loðna Fryst hrogn Mjöl Lýsi Annað
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Heimild: SFS
Útflutningur, þús. tonn Fyrstu 9 mán.
ársins 2021
Landaður loðnuafli og útflutningsverðmæti
Þús. tonn og kr. á hvert kg úr sjó á föstu verðlagi 2021
Afli íslenskra skipa, þús. tonn Útflutningsverðmæti, kr./kg
Heimild: SFS
Tölur um verðmæti taka ekki tillit til birgðasöfnunar
á árunum 2019 og 2020 sem rekja má til loðnu-
vertíðar 2018 og jafnvel 2017
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2021
Fyrstu 9
mán. ársins
2021