Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 12

Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 12
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is I nnsiglingin til Land- eyjahafnar er mæld mörg- um sinnum á dag með fjöl- geisla dýptarmæli sem er um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Þegar siglt er hafa skip- stjórarnir ávallt nýjar upplýsingar um dýpi og sömuleiðis starfsmenn Vegagerðarinnar sem geta brugð- ist við sandburði með því að ræsa út dýpkunarskip. Þessi sérstaki dýptarmælir var settur í Herjólf við lokaskoðun á síðasta ári. Hann var kominn í fulla virkni í byrjun þessa árs. Nákvæm mynd af botninum Gunnar Orri Gröndal, mælingamaður hjá Vegagerðinni, segir að mælirinn sendi frá sér 512 geisla, 10 til 20 sinnum á sek- úndu. Þegar geislarnir koma til baka teikna þeir upp nákvæma mynd af botninum undir skipinu og á um 20 metra svæði til hliðar. Mælirinn er alltaf í gangi en upp- taka mælingarinnar fer ekki í gang fyrr en skipið nálgast Land- eyjahöfn. Í lok dags prentar tölvu- kerfið út mynd með upplýsingum um meðaldýpt innsiglingarinnar þann daginn og geta skipstjór- arnir og starfsmenn Vegagerð- arinnar kallað hana upp í tölvum og notað við vinnu sína. Gunnar Orri segir að á teikn- ingunum sjáist þegar sandskaflar eru að byggjast upp í höfninni og hægt að ákveða hvar og hvenær best er að dýpka til þess að koma í veg fyrir að höfnin verði ófær fyrir Herjólf. Hefur það gerst nokkrum sinnum að sanddæluskip hafi verið ræst út til þess að hreinsa sand og þannig tekist að halda góðu dýpi fyrir skipið. Fannar Gíslason, forstöðu- maður hafnadeildar Vegagerð- arinnar, bætir því við að óvissan sem skipstjórar Herjólfs búi við sé mun minni en áður, þeir viti dýpið og geti siglt þegar grynnra er í innsiglingunni en þeir treystu sér til þegar upplýsingarnar voru takmarkaðri. Áður en metið er hvort dýpk- unarskip er ræst út er dýpi mælt á stærra svæði við höfnina, annað- hvort með Lóðsinum úr Vest- mannaeyjahöfn eða Geisla, mæl- ingabát Vegagerðarinnar. Heildarkostnaður við dýptar- mælinn á Herjólfi var 37 milljónir kr., samkvæmt upplýsingum Fannars, og er búnaður mælisins ásamt uppsetningu reiknaður með í þeirri fjárhæð. Óvissa með dælubúnaðinn Búnaður sem keyptur var fyr- ir tveimur árum og koma átti fyrir á hafnargörðunum og nota til að dæla sandi af botni hafnarmynnis Landeyjahafnar var aldrei settur upp og liggur ónotaður í geymslum Vegagerðarinnar. Voru kaupin liður í miklum fram- kvæmdum sem ráðist var í til að lagfæra höfnina. Fannar segir að ekki hafi ver- ið ákveðið hvort búnaðurinn verði settur upp. Bendir hann á að hann hafi ekki hjálpað neitt við að halda höfninni opinni á þeim tveimur ár- um sem liðin eru frá því hann var keyptur. Segir hann þó hugsanlegt að þörf verði á honum síðar en tel- ur að gera þurfi meiri rannsóknir áður en ákvörðun verður tekin. Dælubúnaðurinn kostaði um 56 milljónir kr., það er að segja dælur, spennistöð, stýribúnaður, rafkerfi, flotlagnir og fleira til- heyrandi. Heildarkostnaður við framkvæmdir við höfnina sumarið 2019 var um milljarður. Alltaf nýjar upp- lýsingar um dýpið Morgunblaðið/RAX Betri nýting Aðstaða hefur batnað og reynsla og þekking aukist frá því að gamli Herjólfur fór sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn. 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Margt bendir til að vax- andi óþol sé vegna áróðurs- herferðarinnar um hamfarahlýnunina. Og það óþol er í báðar áttir. Vit- að er að þeim sem hafa hvað best sett sig inn í fullyrðingaflauminn þykir sífellt minna til hans koma. En eins var hitt áberandi á götum Glasgow-borgar að áköf- ustu trúnaðarmenn óttans um að mannkynið stefni viljandi í að steikja sjálft sig í hel, telja að viðbrögðin við veraldarvand- anum séu ofin blekkingum og sýndarveruleika stjórnmála- manna. Það fór ekki fram hjá þessu velviljaða fólki að baráttan hafði ekki þokast hænufeti nær eftir Kyoto fyrir aldarfjórðungi. Og þó var sagt þá að engan tíma mætti missa! Í París, fyrir fáeinum árum, var lofað að bæta fyrir brotinn tíma á meðan hitnað hafði undir jarðarbúum í tvo áratugi, án þess að þeir fyndu mun. Ísmagnið á Suðurskautinu hafði þó ekkert breyst og ekki gert í 10 þúsund ár þótt ýmsir hafi ekki gefið upp alla von um að það geti ekki lagast. Enn er þó spilað út fullyrð- ingum um að allt sé komið á braut steikjandi endaloka, og meinta meginástæðu þess að vandinn sé heimatilbúinn hjá vondu fólki víðar en á Snæfells- nesi. Yfirskriftirnar sem eiga að duga sem sannindamerki eru gjarnan á þennan veg: „Vís- indamenn segja...Vísindamenn fullyrða... Vísindamenn telja..“ Allar þessar yfirskriftir segja þó dapurlega lítið. Svo ekki sé minnst á að Sameinuðu þjóð- irnar segja...En þegar betur er að gáð þá segja SÞ að- eins að framantaldir segi, telji, trúi og fullyrði. Áðurnefndur sýndarskapur verður hins vegar hjálplegur þegar lögð er ofuráhersla á að fá helstu ríkisbubba heims til að mæta á staðinn með ávís- anaheftið og fá í staðinn frádrátt frá skatti fyrir meginhluta af ör- lætinu. Og þeir mæta á einkaþotum í hundraðatali í þeim erindum. Forseti Bandaríkjanna fór til Rómar í fimm risaflugvélum og fundaði þar fyrst. Þegar hann fór á milli fundarsala í Róm sá bíla- lest 850 bifreiða um að fara með hann og félaga! Jeff Bezos demókrati er í hópi ríkustu manna jarðar og sagður eiga 177 milljarða dollara, einn og sjálfur, eftir að hann skildi við frúna. Hann kom á einkaþotu sinni og sagði við gesti í Glasgow að eftir að hann lét skjóta sér í eldflaug út fyrir þyngdaraflið í tvær mínútur hefðu augu hans opnast fyrir því hve ósteiktur hnöttur af mannavöldum væri mikilvægur. Síðan hefur hann skotið ann- arri flaug svo eldurinn stóð lengi aftur úr henni svo fimm góðvinir gætu í tvær mínútur sannfærst um að ekki væri góð hugmynd að stúta veðrinu með heima- tilbúinni uppskrift. Og voru svo heiðraðir í Glasgow fyrir vikið og flugu því næst hver heim í sinni þotu. Þrjátíu þúsund ráðstefnuljón höfð að fíflum} Grátleg uppákoma Lítil frétt birtist í Morgunblaðinu í gær um að verklok við Litluhlíð myndu frestast til næsta árs. Litlahlíð er lítill götustubbur, sem liggur frá Eskitorgi upp á Bústaðaveg og skiptir kannski ekki sköpum um flæði umferðar í borginni, en gegnir þó sínu hlut- verki. Litlahlíð hefur nú verið lokuð mánuðum saman vegna fram- kvæmda. Þeim átti að ljúka í þessum mánuði, en nú er ráðgert að opnað verði fyrir umferð bíla, gangandi vegfarenda og hjól- reiðamanna um miðjan desem- ber, þótt framkvæmdinni verði ekki að fullu lokið þá. Vitaskuld geta verk alltaf taf- ist, en það er þó furðu algengt að það gerist. Ekki er langt síðan ítrekaðar tafir á framkvæmd á Hverfisgötu vöktu mikla reiði veitingamanna, verslunareig- enda og Þjóðleikhússins. Þar var rekstri beinlínis stefnt í hættu. Svo er annað mál hvað fram- kvæmdir geta staðið lengi á tilteknum stað. Litluhlíð var lokað í upphafi sum- ars. Um svipað leyti hófst mikill upp- gröftur á Vest- urgötu þar sem Bræðraborg- arstígur endar. Þar hefur allt verið lokað mánuðum saman. Þá virðast verktakar geta tek- ið götur í gíslingu árum saman. Mörg ár eru síðan annarri akrein Vonarstrætis milli Templ- arasunds og Lækjargötu var lok- að vegna framkvæmda við nýtt hótel og útilokað að allan þann tíma hafi aldrei verið hægt að hleypa umferðinni á aftur. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það hvernig lokanir vegna framkvæmda dragast úr hömlu og þá eru líka ótaldar allar hol- urnar, sem grafnar eru hér og þar til að laga lagnir og rör og fá svo að gapa við vegfarendum svo dögum og vikum skiptir þegar hægt væri að klára málið af rögg- semi. Það er makalaust hvernig lokanir vegna framkvæmda í höfuðborginni dragast ítrekað úr hömlu} Lokað vegna framkvæmda Á hugamönnum um manngert lofts- lag er nú stefnt til Glasgow á ráð- stefnu (COP26), þar sem skrá- setja skal markmið heimsleiðtoga og klappa fyrir þeim. Ráðstefn- una sækja hins vegar ekki allir og vantar helst fulltrúa þeirra landa sem mest losa af gróð- urhúsalofttegundum. Það er ekki líklegt til árangurs í neinum málaflokki sem markast af síbreytilegum þátt- um og þróun að aðeins þeir leiti lausna sem eru sammála og allri gagnrýni, efasemdum eða nýrri nálgun sé hafnað því hún samræmist ekki upplifun flestra. Það er eins og gleymst hafi í öllum látunum að vísindin hverfast um það að fólk efist, aðeins þannig verður til ný þekking eða betur ígrunduð niðurstaða eða lausn á fyr- irliggjandi vanda. Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og töl- fræði við Háskóla Íslands, skrifaði grein á dögunum sem birtist í Morgunblaðinu 14. október sl. sem er merkilegt innlegg í alla umræðu um loftslagsmál. Hann fjallar m.a. um skýrslu IPCC en sú skýrsla leikur stórt hlutverk á áð- urnefndri ráðstefnu í Glasgow. Í greininni kemur fram að tölfræðingar sem hafa sér- þekkingu á tímaröðum álykta af fyrirliggjandi gögnum að „þróun yfirborðshita jarðar sé tregbreytileg með fast meðaltal“. Breytingar séu því mjög hægar „og verðskuldi alls ekki gildishlaðnar upphrópanir eins og hamfarahlýn- un eða loftslagsvá“. Það má því spyrja sig hvort töl- fræðiþáttur loftslagsvísindanna sé í raun illa ígrundaður – en af hverju ætli það sé? Varla er það viljandi gert? Glannalegar yfirlýsingar í loftslagsmálum eru ekki nýjar af nálinni en skemmst er frá því að segja að Al Gore lýsti því yfir er hann tók við Nóbelsverðlaununum í desember 2007 að Norðurpóllinn yrði líklega bráðnaður að fullu árið 2013, og byggði það á rannsókn banda- ríska sjóhersins (US Navy researchers). Þá vísaði hann einnig til rannsóknar þar sem fram kom að Norðurpóllinn yrði bráðnaður að sumri til í síðasta lagi árið 2029. Al Gore er vitaskuld vorkunn að þurfa að bera fyrir sig rannsóknir á sviði þar sem óvissan er afar mikil en það ætti, ef allt væri eðlilegt, að tryggja opna um- ræðu um alla þætti sem geta haft áhrif – þar á meðal tölfræði, meðhöndlun gagna og á hverju dómsdagsspárnar grundvallast. Ég athugaði því fyrir forvitnissakir hvort loftslags- ráðstefnan í Glasgow, hvar tugþúsundir fulltrúa hinna ýmsu þjóða heims koma saman til að leysa loftslagsvand- ann enn á ný, byði upp á umræðuvettvang um tölfræði og meðhöndlun gagna. Eftir snögga yfirferð virðist svo ekki vera. Engin gagnrýnin umræða, ekki reynt að velta við öll- um steinum heldur aðeins gengið út frá gildandi spám án þess að huga að því hvernig þær eru til komnar. Reynslan sýnir hins vegar að slíkt leiðir fólk hratt út í mýri og þá verða mörg loftmennin fótfestulaus. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Fótfestulaus loftmenni Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Nýting Herjólfs á Landeyjahöfn hefur stöðugt farið batnandi. Eftir að nýja ferjan var tekin í notkun var hægt að sigla mun oftar en með eldri Herjólfi og með aukinni reynslu og betri upplýsingum skipstjóranna hef- ur nýtingin enn batnað. Fyrirséð er að þessi þróun haldi áfram í vetur, að mati Vegagerðarinnar, og að nýtingin verði komin ná- lægt því hlutfalli sem miðað var við þegar höfnin var gerð. Gamli Herjólfur gat notað Landeyjahöfn í 51% tilvika og sigldi 39% daganna til Þorláks- hafnar. Eftir að nýja ferjan var tekin í gagnið jókst nýtingin í Landeyjum upp í 73% og síð- asta vetur var nýtingin 80,6%. Í 3% tilvika var hægt að sigla hálfan daginn í Landeyjahöfn og 6% daganna var siglt bæði til Landeyja og Þorlákshafnar. Ef taldir eru með þeir dagar sem eitthvað var hægt að sigla í Landeyjahöfn reiknast hlutfallið tæp 90%. Nýtingin nálgast 90% LANDEYJAHÖFN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.