Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 Laugardalur Skógarþröstur tyllir sér á grindverk í Laugardalnum og virðir fyrir sér umhverfið vökulum augum. Litadýrðin í dalnum er mikil á þessum árstíma. Ómar Óskarsson Við verðum að horf- ast í augu við þá stað- reynd að okkur Ís- lendingum hafa verið mislagðar hendur í mörgu þegar kemur að grunnmenntun barnanna okkar. Grunnskólinn er sá dýrasti á Vestur- löndum en börnin standa jafnöldrum sín- um í nágrannalöndunum að baki í undirstöðugreinum. Vísbendingar eru um að kulnun í starfi meðal grunnskólakennara sé að aukast sem beinir athyglinni að starfsum- hverfi, starfskjörum og umbun kennara. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf á vegum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar [OECD] sem mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvís- indi. Síðasta könnunin var gerð árið 2018. Niðurstaða bendir til að al- varlegar brotalamir sé að finna í ís- lensku menntakerfi. Í skýrslu OECD og Menntastofn- unar um niðurstöður PISA 2018 er bent á að þróunin á Íslandi „ein- kenndist almennt af nokkurri aftur- för í frammistöðu nemenda, sér- staklega eftir PISA 2009“. Í PISA 2009 hafi frammistaða íslenskra nemenda á öllum matssviðum verið um eða yfir meðaltali OECD-landa og áþekk frammistöðu hinna nor- rænu landanna, að Finnlandi undanskildu. Í næstu könnun árið 2012 stóðu íslenskir nemendur sig marktækt verr á öllum matssviðum. Ekki eini mælikvarðinn Alþjóðlegur samanburður á gæð- um menntunar er vandasamur en PISA gefur okkur hins vegar vísbendingu um stöðu íslenska grunn- skólans og hvert stefn- ir. Árið 2018 bjuggu 26% nemenda ekki yfir grunnhæfni í lesskiln- ingi. „Hlutfall drengja sem tilheyra þessum hópi er nú 34%, sem þýðir að þriðji hver 15 ára karlkyns nemandi á Íslandi býr ekki yfir þeirri grunnhæfni sem OECD telur nauðsyn- lega til þess að þeir geti lesið sér til gagns og fróðleiks og tekið fullan þátt í samfélaginu,“ segir í áður- nefndri skýrslu. Árið 2000 var þetta hlutfall í heild 15%. Um 21% nemenda skorti grunn- hæfni í stærðfræði en aldamótaárið var hlutfallið 13%. Fjórir af hverj- um tíu höfðu ekki öðlast lágmarks- hæfni í náttúruvísindum. Átján ár- um áður var hlutfallið 16%. Í öllum greinunum þremur hefur hlutfall nemenda sem töldust búa yfir afburðahæfni farið lækkandi frá aldamótum. Í lesskilningi og læsi á náttúruvísindi var Ísland töluvert undir meðaltali OECD 2018 og langt undir hinum norrænu löndunum. Í stærðfræði var staðan lítillega skárri – rétt yfir meðaltali en töluvert undir frændþjóðunum. Auðvitað er PISA-könnun (sem verður næst gerð á komandi vori) ekki eini mælikvarðinn á gæði skólastarfsins. Ánægja og vellíðan nemenda skiptir miklu. Að rækta hæfileika ungmenna á öðrum svið- um en PISA mælir, er mikilvægt; sköpun og félagsfærni ræður miklu um hvernig nemendur eru undir það búnir að takast á við áskoðanir framtíðarinnar. Eitthvað segir mér að þar stöndum við vel í alþjóð- legum samanburði. Virkjum vinda samkeppninnar Gott, öflugt og fjölbreytt mennta- kerfi er mikilvægur hornsteinn ís- lensks samfélags. Menntun er spurning um samkeppnishæfni landsins og þar með lífskjara, ekki síður en mikilvirkasta tæki til jöfn- uðar. Grunnskólinn er undirstaða alls í menntamálum þjóðarinnar. Vísbendingar um brotalamir við menntun grunnskólabarna ber að taka alvarlega án þess að mála allt svörtum litum. Ég hef lengi verið sannfærður um að umræðan um menntakerfið sé á nokkrum villigötum – hún ein- skorðist of mikið við styttingu náms (grunnskóla og/eða framhaldsskóla) og við sameiningu háskóla. Þannig hefur athyglin farið frá gæðum og fjölbreytileika þess náms sem ungu fólki stendur til boða, í að horfa til þjóðhagslegs sparnaðar við að ung- menni verji færri árum í grunn- og framhaldsskóla. Afleiðingin er sú að við höfum misst sjónar á mark- miðinu; að auka gæði námsins, und- irbúa nemendur sem best undir lífið og rækta hæfileika hvers og eins. Arðsemin í að ná markmiðinu er margföld á við reiknaðan þjóðhags- legan sparnað af styttingu náms. Fátt tryggir gæði betur en sam- keppni – samkeppni um nemendur en ekki síður um kennara. Aukið sjálfstæði hvers grunnskóla, þar sem skólastjórnendur geta umbun- að hæfileikaríkum kennurum, er ásamt því að fé fylgi nemanda mikil- vægt skref í að tryggja að skóla- starf fái að þróast í takt við kröfur framtíðarinnar. Miðstýrt skólakerfi býr ekki til jarðveg fyrir nauðsyn- lega nýsköpun og stendur í vegi fyr- ir því að kennarar fái að njóta eigin frumkvæðis og hæfileika. Okkur Íslendingum gengur yfir- leitt illa að innleiða með skipulegum hætti samkeppni um þjónustu sem við stöndum sameiginlega undir. Margir neita að gera greinarmun á því hver veitir þjónustuna og hver greiðir fyrir hana. Í skrifum mínum hér á þessum síðum hef ég bent á hversu skynsamlegt það sé fyrir þann sem greiðir (hið opinbera) að efna til samkeppni milli þeirra sem hafa áhuga á að veita þjónustuna. Þetta á ekki síst við um heilbrigðis- þjónustu og rekstur menntastofn- ana. Að öðru jöfnu leiðir sam- keppnin til lægra verðs en ávinningurinn er einnig annar og meiri. Fyrir þann sem nýtir sér þjónustuna er fátt betra en að keppt sé um viðskiptin – að fleiri en einn og fleiri en tveir berjist um að fá viðkomandi í viðskipti. Þjón- ustan verður betri, gæðin meiri og nær því að uppfylla þær þarfir sem fyrir hendi eru. Fyrir starfsfólk er nauðsynlegt að eiga raunverulega valkosti á vinnumarkaði – geta val- ið um vinnuveitanda eða starfað sjálfstætt við það sem menntun og hugur stendur til. Samkeppni um vinnuafl leiðir til betri launa og heilbrigðara starfsumhverfis þar sem kunnátta og færni er metin að verðleikum. Umgjörð kjarasamn- inga má ekki koma í veg fyrir fjöl- breytilega valkosti kennara. Hagsmunir sveitarfélaga, kenn- ara, nemenda og foreldra eru sam- tvinnaðir þegar kemur að því að hleypa ferskum vindum aukinnar samkeppninnar inn í grunnskólann. Þannig verður grunnur mennta- kerfisins styrktur. Og öflugasta tæki samfélagsins – menntun – til að stuðla að jöfnuði verður beitt- ara. Eftir Óla Björn Kárason » Okkur Íslendingum gengur yfirleitt illa að innleiða með skipulegum hætti samkeppni um þjónustu sem við stöndum sameiginlega undir. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Grunnskólinn er hornsteinn samkeppnishæfni þjóða 26% 15% 21% 13% 25% 16% Hlutfall nemenda sembúaekki yfir grunnhæfni PISA-könnun 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 2000 2018 Lesskilningur Læsi á stærðfræði Læsi á náttúruvísindi Heimild: Menntamálastofnun, PISA 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.