Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
„Það var fyrir átta
árum, að ég kvaddi þig
með tárum,“ er upp-
hafið á fallegu ljóði
sem flestir landsmenn
kunna, eftir Tómas
Guðmundsson.
Ég get ekki sagt að
ég hafi kvatt gömlu
jarðefnaeldsneytisbíl-
ana mína með tárum,
enda var skilnaðurinn
við þá ekki algjör. Hins
vegar eignaðist ég
minn fyrsta hreina raf-
magnsbíl fyrir rúmlega
átta árum. Ég var vita-
skuld ekki sá eini, en við áttum
nokkur sameiginlegt það áhugamál
að sanna fyrir sjálfum okkur og öðr-
um að við hefðum ekki hent pening-
unum okkar í tóma vitleysu. Við
trúðum því að hreinir rafmagnsbílar
væru komnir til að vera, að minnsta
kosti næstu áratugina, þangað til
næsta tækni fyndi upp einhver önn-
ur og enn betri úrræði.
Það voru engar hleðslustöðvar á
landinu þá, en 25 metra löng fram-
lengingarsnúra gerði sitt gagn.
Reynslan af þessum fyrsta raf-
magnsbíl mínum í átta ár og 165.000
kílómetra hefur verið í einu orði sagt
frábær. Fleiri hreinum rafmagns-
bílum hef ég kynnst í þessi átta ár og
af þeim má sömu sögu segja.
Eðlilega þarf fólk að sanna fyrir
sér, að ný tækni sé æskileg og var-
anleg til að vilja taka hana í sína
þágu. Í mörg ár frá 2013 voru aðeins
fáir bílaframleiðendur með hreina
rafmagnsbíla. Það getur líka verið
erfitt að sannfæra sig um að skipta
um bílategund; við eigum það til að
telja bílinn okkar bestan.
Nú er hins vegar staðan sú, að
nánast allir bílaframleiðendur sem
selja bíla hér á landi eru komnir með
úrval af hreinum rafmagnsbílum. Og
því er ekki eftir neinu að bíða.
Þá er eðlilegt að lesendur spyrji,
hvað ég sé að vilja með að skipta
mér af bílakaupum annarra. Ég
vona að mér fyrirgefist að ég segi
það, að ég tel það skyldu hvers
manns sem ætlar að kaupa nýjan bíl
núna í lok ársins 2021 að kynna sér
og prófa hreinan rafmagnsbíl áður
en hann kaupir eitthvað annað.
Í fyrsta lagi eru þeir bráð-
skemmtilegir í akstri.
Í öðru lagi miklum mun ódýrari í
rekstri og munar þar miklu.
Í þriðja lagi eru þeir umhverf-
isvænir, nokkuð sem margir setja í
fyrsta sæti.
Svo einfalt er það.
Við skuldum öll umhverfinu að
flýta fyrir rafvæðingu bílaflotans –
og svo eru rafmagnsbílar frábærir.
Mér finnst einstakt að sigla milli
lands og Eyja með Herjólfi á raf-
magni, hef fengið að prófa raf-
magnsflugvél enda er ég áhugamað-
ur um orkuskipti og umhverfismál.
Rafmagn, bílar og umhverfið
Eftir Friðrik
Pálsson
»… það er
ekki eftir
neinu að bíða.
Höfundur er hótelhaldari.
Þessi rafmagnsbíll náði 100 km hraða árið 1899.
Friðrik Pálsson
Ég veit að í lok október var gefið frí
í skólum á höfuðborgarsvæðinu svo
foreldrar gætu farið með börnin til
einhverra þeirra landa þar sem Covid
er algengara en hér. Hitt vissi ég ekki
að sveitarfélögin hefðu með sam-
stilltum hætti gefið barnaverndar-
nefndum sínum frí nú í lok mánaðar-
ins. Hvernig á annars að skýra að
enginn virðist ætla að segja orð til
varnar þeim börnum sem um síðustu
daga máttu horfa upp á vandlega út-
búnar hryllingsmyndir sem látnar
voru bera sem óhugnanlegastan svip;
beinagrindur, afhoggnir útlimir og
einhvers konar uppvakningar var það
sem fólk skyldi fá myndir af í hugann
og hver þóttist bestur sem gat verið
skelfilegastur. Ríkissjónvarpið flutti
svo geðslegheitin heim í stofu í
miðjum fréttatíma. Halda menn virki-
lega að þetta hafi engin áhrif á ungar
sálir? Hvar voru allir þeir sem aðra
daga ársins þykjast vera að vernda
börn fyrir skaðlegum áhrifum? Voru
þeir kannski að safna kröftum fyrir
næstu baráttu gegn litlu jólunum?
Hrekktur borgari.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hrekkjavaka á ekki erindi við börn
Ljósmynd/Annie Spratt, Unsplash.
Á nýafstöðnu
kirkjuþingi var lögð
fram tillaga um að af-
nema allar greiðslur til
presta þjóðkirkjunnar
fyrir svokölluð auka-
verk.
Kirkjuþing er ekki
viðsemjandi presta um
kjör þeirra. Réttur
presta til þess að inn-
heimta vegna auka-
verka er kjarasamningsbundinn.
Mér er til efs að nokkur önnur stétt
búi við þær aðstæður að aðili sem
ekki er viðsemjandi hennar láti sér
detta í hug að ætla sér einhliða að
virða að engu gerða kjarasamninga
og rýra laun stéttarinnar.
Þar til 1. janúar 2020 voru prestar
opinberir embættismenn. Nú eru
prestar starfsmenn Þjóðkirkjunnar
– Biskupsstofu og sem slíkir starfs-
menn á almennum vinnumarkaði
með tilheyrandi réttindum og skyld-
um. Fyrsti kjarasamningur milli PÍ
og kjaranefndar fyrir hönd Þjóð-
kirkjunnar – Biskupsstofu var und-
irritaður 1. júní sl. Í þeim kjara-
samningi er kveðið á um að prestar
eigi að jafnaði að vinna 36 stundir á
viku. Ljóst er að prestar vinna miklu
fleiri tíma að jafnaði á viku. Það gera
þeir á öllum tímum sólarhrings, alla
daga vikunnar árið um kring. Á
stórhátíðum er vinnuálag á prestum
mikið. Þannig er markmið um 36
stunda vinnuviku presta eins og er
háleitt markmið og fjarlægur
draumur.
Aukaverkin eru þó alls engin af-
gangsstærð í þjónustu presta heldur
er hér um að ræða skírnir í sér-
athöfnum, fermingarfræðslu, hjóna-
vígslur og kistulagningar og útfarir.
Stærstu stundirnar í lífi fólks í gleði
og sorg þar sem við prestar mætum
fólki og leggjum okkur fram um að
veita því þá þjónustu sem það óskar
eftir, utan venjulegs
vinnutíma, um helgar,
ekki endilega í sókn-
arkirkjunni heldur þar
sem fólk vill fá okkur til
sín. Heimaskírnir eru
sem dæmi séríslenskt
fyrirbæri. Með því að
meina prestum að
þiggja laun fyrir auka-
vinnu á frídögum með
þeim hætti sem tillagan
sem lá fyrir kirkjuþingi
gerði ráð fyrir er ein-
boðið að sú fallega, íslenska hefð sem
heimaskírnir eru myndi leggjast af.
Það væri ekki bætt þjónusta kirkj-
unnar við þau sem vilja þiggja hana.
Vissulega hefur það sjónarmið
einnig verið látið í ljós innan presta-
stéttarinnar, að það sé óheppilegt að
prestar séu settir í þá stöðu að eiga
sjálfir að innheimta vegna þessara
prestsverka. Prestafélag Íslands er
að sjálfsögðu fúst til samtals við til
þess bæra aðila um breytingar á því
fyrirkomulagi og hvernig bæta
mætti upp tekjutap sem af því hlyt-
ist.
Umræðan á kirkjuþingi var hins
vegar þess eðlis að þau sem þar
lögðu fram þessa tillögu og tóku til
máls um hana ættu að biðja presta-
stéttina afsökunar. Það verður að
teljast einsdæmi að vegið sé að einni
stétt, heilindum hennar og siðferði
með slíkum hætti sem þar var gert.
Í kjölfar kirkjuþings
Eftir Ninnu Sif
Svavarsdóttur
Ninna Sif Svavarsdóttir
» Prestar vinna miklu
fleiri tíma að jafnaði
á viku. Það gera þeir á
öllum tímum sólar-
hrings, alla daga vik-
unnar árið um kring.
Höfundur er formaður
Prestafélags Íslands.
ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is
Nú er kirkjuþingi ný-
lokið, sem var haust-
þing 2021. Spennandi
tímar eru fram undan í
kirkjunni, sem nú heitir
formlega „Þjóð-
kirkjan“. Mörg mál
voru lögð fram á
þinginu í þetta sinn og
er sumum þeirra lokið.
Eitt mál vakti meiri
athygli en önnur, en
það var um svokölluð aukaverk
presta. Í tillögunni er gert ráð fyrir
að prestar hætti að taka gjald fyrir
þessi aukaverk. Það sem átt er við
þegar talað er um aukaverk presta
eru t.d.: skírnir, fermingar, hjóna-
vígslur og útfarir. Fram á þennan
dag hafa prestar haft heimild til að
taka gjald fyrir þessar athafnir.
Gjaldskráin er með nýorðnum breyt-
ingum, einhliða ákveðin af kirkju-
þingi, en áður af ráðherra, enda eru
það sóknarbörn sem greiða fyrir
þessa þjónustu, ekki launagreiðandi.
Í kjarasamningum presta við Þjóð-
kirkjuna fyrr á þessu ári neituðu
þeir, eðlilega, að þessar greiðslur
væru hluti af þeirra launakjörum, en
nú hentar þeim sá málflutningur ekki
lengur. Þessar aukaverkagreiðslur
hafa verið lengi við lýði og voru eðli-
legar á meðan prestar voru mjög illa
launaðir og brauðin (prestaköllin) af-
ar misjöfn.
Umræður um allskonar sporslur
og aukagreiðslur fóru fram á Alþingi
um áratuga skeið. Hér er slóð á gam-
alt mál sem hristi vel upp í um-
ræðunni á sinni tíð, flutt af Stefáni
Jónssyni og Jónasi Árnasyni, https://
www.althingi.is/altext/99/r_txt/2171.txt .
Ríkisvaldið hætti aukagreiðslum til
embættismanna sinna,
t.d. sýslumanna, fyrir
20 til 30 árum. Rökin
voru m.a. þau að þessar
aukagreiðslur væru sið-
ferðislega rangar vegna
þess að embættismenn-
irnir væru komnir með
góð föst laun. Á þessum
tíma var engu breytt
hjá prestum þó þeir
væru opinberir starfs-
menn. Nú hefur orðið
breyting á, því um síð-
ustu áramót hættu prestar að vera
opinberir embættismenn og fóru á
launaskrá hjá Þjóðkirkjunni.
Kirkjuþing ber ábyrgð á að laga þá
tímaskekkju, sem svona aukaverka-
greiðslur eru. Með þessari tillögu
vonuðust flutningsmenn eftir að um-
ræða gæti hafist við presta, með
hvaða hætti mætti komast frá þessu
fyrirkomulagi. Sumir prestar, ekki
allir, brugðust hins vegar mjög illa
við þessu. Eftirtektarvert var einnig
að prestar lögðu fram frávís-
unartillögu um málið en gengu síðan
úr þingsal þegar hún var til umræðu.
Þessar aukaverkagreiðslur eru barn
síns tíma og hljóta að hverfa eins og
hjá ríkinu. „Að þekkja sinn vitj-
unartíma“ er góður eiginleiki.
Eru aukaverk presta
tímaskekkja?
Eftir Steindór
Haraldsson
»Með þessari tillögu
vonuðust flutnings-
menn eftir að umræða
gæti hafist við presta,
með hvaða hætti mætti
komast frá þessu fyrir-
komulagi.
Steindór Haraldsson
Höfundur er kirkjuþingsmaður.
Ilmur er ný litalína Slippfélagsins
hönnuð í samstarfi við Sæju
innanhúshönnuð. Línan er innblásin
af jarðlitum, dempaðir tónar með
gulum og rauðum undirtónum.
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
slippfelagid.is
slippfelagid.is/ilmur
Hör Leir Truffla Börkur
Myrra Krydd Lyng
Kandís
Lakkrís
Innblástur
og nýir litir á
slippfelagid.is