Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 manna á höfuðborgarsvæðinu, og sat um tíma í stjórn hans. Hún situr einn- ig í varastjórn UMSK. „Helsta áhugamálið er hesta- mennska sem ég hef stundað frá barnæsku. Ég hef tekið þátt í smærri keppnum í gegnum tíðina og náð ágætisárangri inn á milli. Ég hef einnig áhuga á hundum og hunda- rækt, en ég á tvo hreinræktaða hunda, border collie og parson russell terrier, en það var draumategund sem ég flutti inn frá Ameríku. Svo á ég auðvitað ketti. Seinustu ár hef ég aðeins stundað fjallgöngur, mikið með skólafélögum úr MR.“ Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Jakob Ragnarsson, f. 25.6. 1958, bifreiða- smiður, starfar hjá Marel. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Foreldrar Jak- obs: Hjónin Ragnar Jakobsson, f. 27.7. 1922, d. 3.10. 2001, rafvirki, starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur lengst af, og Guðbjörg Kristín Hannesdóttir, f. 22.10. 1929, hús- freyja og verkakona, búsett í Reykja- vík. Börn Margrétar og Jakobs eru Halldór Jakobsson, f. 13.11. 2000, nemi við Háskóla Íslands, og Dag- björt Hekla Jakobsdóttir, f. 12.11. 2005, nemi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Dætur Jakobs og stjúp- dætur Margrétar eru Sigurrós Ásta Jakobsdóttir, f. 20.5. 1979, og Kristín Jakobsdóttir, f. 2.9. 1981. Samfeðra systkin Margrétar eru Guðmundur Þórir, f. 3.8. 1944, Guð- rún, f. 28.9. 1945, Gróa, f. 11.9. 1949, Ragnheiður, f. 8.10. 1952, og Ómar, f. 22.2. 1954. Foreldrar Margrétar: Hjónin Halldór Eyjólfsson, f. 9.3. 1924, d. 21.11. 2000, bifvélavirki, starfaði lengst af hjá Landsvirkjun við há- lendisvirkjanir, og Dagbjört Þórð- ardóttir, f. 25.7. 1934, lyfjatæknir, starfaði í Hafnarfjarðarapóteki og apóteki Borgarspítalans. Þau bjuggu lengst af saman í Reykjavík. Margrét Dögg Halldórsdóttir Jónína Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja á Ketilsstöðum og í Kvíarholti Kristján Sigvaldason bóndi á Ketilsstöðum í Holtum og Kvíarholti Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja í Kvíarholti og Hafnarfirði Þórður Runólfsson bóndi í Kvíarholti í Holtum, síðar bús. í Hafnarfirði Dagbjört Þórðardóttir lyfjatæknir í Reykjavík Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja í Mykjunesi og Köldukinn Runólfur Einarsson bóndi í Mykjunesi og Köldukinn í Holtum Halldóra Rögnvaldsdóttir húsfreyja á Uppsölum Þórður Kristjánsson sjómaður á Uppsölum í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík og Hafnarfirði Eyjólfur Júlíus Finnbogason bifreiðarstjóri í Reykjavík Kristín Eyjólfsdóttir húsfreyja á Útskálahamri Finnbogi Jónsson símstöðvarstjóri og bóndi á Útskálahamri í Kjós Ætt Margrétar Daggar Halldórsdóttur Halldór Eyjólfsson bifvélavirki, starfaði hjá Landsvirkjun, bjó í Reykjavík „OG ÞESSI ERU VERÐLAUN FYRIR AÐ VERA DUGLEG AÐ TAKA ÖLL HIN.“ „ÓKEI, FIMM MÍNÚTUR Í VIÐBÓT EN SVO FÖRUM VIÐ EITTHVAÐ ANNAÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara í útsýnisflug saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞETTA VERÐUR LANGUR DAGUR OG HÁVAÐA- SAMUR EKKI GET ÉG NEITAÐ ÞVÍ ÉG REYNI ALLTAF AÐ VERSLA Í HEIMABYGGÐ! ÉG LÍKA! KOMDU MEÐ GULLIÐ, GRANNI! Sigurlín Hermannsdóttir kastar fram sannkallaðri heimsfarald- urslimru: Sigfinnur hrósaði happi er hann týndi frúnni á vappi; upp rifjaði í skyndi að Ráðhildi fyndi með rakningar- frábæru appi. Þórarinn Eldjárn á einnig limru í fórum sínum: Ekki var hollt fyrir Hassan að hugsa svona út fyrir kassann. Inn í kassann á ný hann komst ekki‘ af því hann vantaði vísa í passann. Gunnar J. Straumland á sér hringhendan sléttubandadraum – ungan: Straumur þungur lífi ljær ljóðum, sungnum hlýjum. Draumur ungur klifrar kær kvæðið, tungum nýjum. Eins og alkunna er má einnig lesa sléttuböndin afturábak … Nýjum tungum kvæðið kær klifrar ungur draumur. Hlýjum sungnum ljóðum ljær lífi, þungur straumur. Í haust var Friðrik Stein- grímsson mættur í Hlíðarrétt í Mý- vatnssveit, nema hvað. Og þar varð honum að orði: Féð í dag var fært í rétt, fráleitt var nú safnið þétt. Út af því hvað féð var fátt fengu sumir lítinn drátt. Pétur Stefánsson yrkir falleg eftirmæli um góða vinkonu eig- inkonu sinnar sem lést langt fyrir aldur fram: Gleði alla glens og spé gleypir dauðaskíman. Falla lauf af lífsins tré löngu fyrir tímann. Bjarni Jónsson í Sýruparti á Akranesi (f. 1859 og d. 1937) orti síðasta veturinn í Reykjavík. Ellismár um ævihaust orkusmár má liggja sagnafár með svikna raust sjötíu ára og þriggja. Honum var í nöp við róginn eins og þessi hringhenda ber vitni um: Veldur mestu misskilning mál er brestur sanninn sýnir verstu sjónhverfing sem við festist manninn. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af limrum, elli og raunum Hassans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.