Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali.
U
mframframleiðsla er
fyrsta ljóðabók Tóm-
asar Ævars Ólafssonar.
Í henni kannar skáldið
sálarlífið, tilfinningarnar. Nokkuð
sem fylgir okkur alla daga en við
flest eigum erfitt með að skilja og
mörg okkar eiga enn erfiðara með
að tala um.
þú veist
að undir gögnunum
titrar lífið
þú hefur séð það
með berum augum
og lýsir því fyrir henni
ekkert gljáfægt sjálf
ekkert kjarnað ég
heldur kámugt óefni
varurð
eintóm og óhlaðin
til
finning (26)
Tómas leitar innblásturs í
vangaveltum um aðskilnað efnis og
anda, um það hvort sálin sé hluti
af efnisheiminum eða ekki. Þetta
er efniviður sem ótal heimspek-
ingar og skáld hafa tekið fyrir í
gegnum aldirnar en það er óvit-
laust að taka það fyrir enn einu
sinni.
Við búum við nýja heimsmynd, í
heimi þar sem raunsæið, vísindin,
hafa tekið yfir og trúarbrögðin að
mörgu leyti lagst af sem hug-
myndafræðilegar stoðir og styttur.
Heimsmynd
okkar er tví-
skipt. Annars
vegar erum við
samkvæmt vís-
indalegum rann-
sóknum einungis
búin til úr efni,
úr atómum sem
byggja frumur.
Allar hugsanir okkar og tilfinn-
ingar eru bara efnaskipti. Hins
vegar búum við í samfélagi sem
þráir eitthvað meira, leggur mikla
áherslu á andlega heilsu og er for-
vitið um sálarlífið og ber virðingu
fyrir því.
Tómas gerir tilraun til þess að
henda reiður á þessu óræða fyrir-
bæri: sálinni í samtímanum, til-
finningalífinu. Hann hlutgerir
hana í ótal ólíkum myndum.
Skynjun, kennd, „kámugt óefni“.
Hann setur sálina fram sem eitt-
hvað götótt sem þarf að stoppa í.
Hann er áhugasamur um og jafn-
vel krítískur á þá miklu áherslu
sem lögð er á sálarlífið í samtím-
anum, á sálfræðitíma, hugleiðslu,
sjálfið.
til
finning
ekki alveg kennd
ekki alveg bein skynjun
þú nemur hana
innan um aðfluttar setningar
annarlegar formúlur
óljós hugtök
í ótyggjanlegum sinum
eitraðri bensíngufu
hnúðum undir húð (28)
Tómas tekur fyrir afar afmarkað
efni, þetta er ekki ein af þeim
ljóðabókum sem langar að fanga
allan heiminn, og þar með verður
heildarmyndin góð þótt einföld sé.
Þótt efniviðurinn sé kannski frek-
ar einfaldur er það alls ekki þann-
ig að verkið í heild sé einfalt eða á
einhvern hátt ómerkilegt. Nóg af
hugmyndum er hægt að slengja
fram innan þessa ramma sem
vekja eftirtekt lesandans, nóg af
myndum sem hægt er að draga
upp. Skáldið hefur líka gott vald á
tungumálinu og beitir því á
skemmtilegan hátt svo úr verða
eftirminnilegar ljóðlínur.
Umframframleiðsla er ljómandi
vel heppnuð frumraun, afmörkuð
og öguð en þó frjó og áleitin. Það
verður spennandi að sjá hvað
fleira Tómas hefur fram að færa
þegar fram líða stundir.
Tómas Ævar „Umframframleiðsla
er ljómandi vel heppnuð frumraun,
afmörkuð og öguð en þó frjó og
áleitin,“ segir gagnrýnandinn.
Ljóð
Umframframleiðsla bbbbn
Eftir Tómas Ævar Ólafsson.
Una útgáfuhús, 2021. Kilja, 75 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Sál eða „kámugt óefni“
Þ
að er eins og sögurnar í
Borg bróður míns hafi
flætt beint úr hjarta höf-
undar og á síðurnar, al-
gjörlega milliliðalaust. Bókin er
listræn, bæði falleg og ljót. Þá
getur hún bæði verið ofur auð-
skiljanleg og óskiljanleg, samtímis
snert við einhverju sérstöku sem
lesandinn vissi ekki að byggi
innra með honum og skilið hann
eftir algjörlega úti á túni, úr
tengslum við sjálfan sig, söguna
og raunveruleikann ef því er að
skipta.
Borg bróður míns geymir á
sjötta tug smásagna. Flestar
þeirra eru í styttri kantinum og
mætti jafnvel kalla nokkrar sagn-
anna örsögur. Sumar virðast
tengjast beint og óbeint en aðrar
alls ekki. Stíllinn í öllum sögunum
er svipaður,
fremur absúrd og
blátt áfram, og er
því stundum eins
og um skáldsögu
sé að ræða þótt
það sé auðvitað
blekking. Sög-
urnar eru flestar
sveipaðar nokk-
urri dulúð, segja
lesandanum sumt
en alls ekki allt. Það virkar í
meginþorra tilvika en inn á milli
leynast sögur sem segja lesand-
anum lítið sem ekkert og mér þótti
vanta töluvert sterkari botn í.
Í sögunum er bæði búinn til
ævintýraheimur og snúið upp á
raunveruleikann. Bókin er al-
gjörlega laus við alla tilgerð á sama
tíma og hún er gjarnan býsna há-
fleyg. Það felst nautn í því að lesa
þessa bók. Hún er eins og forboð-
inn ávöxtur, uppfull af því sem fólk
hugsar en segir ekki, sem og því
sem enginn virðist hugsa, nema
kannski Kristín Ómarsdóttir, höf-
undur bókarinnar.
Hún er afkastamikill höfundur
sem hefur lagt mark sitt á íslenskt
bókmenntalíf í áratugi. Í Borg
bróður míns snertir hún á ýmsu er
varðar mannlega tilveru. Ástin er
fyrirferðarmikil, gjarnan slitin úr
samhengi. Þegar ástin er sýnd
svona utan kerfisins sem hún er
venjulega geymd í verður hún ein-
hvern veginn skýrari, sannari,
hlutlægari. Þannig öðlast ástin
nýja og framandi mynd á síðum
Borgar bróður míns.
Sjálfar krefja sögurnar lesand-
ann ekki um neitt sérstakt. Þær
einfaldlega leggjast á blaðsíðurnar
og segja: „Hér erum við. Lítið á
okkur ef ykkur hugnast svo.“
Textinn er þó svo þéttur og stund-
um flókinn að lesandinn eiginlega
neyðist til þess að veita hverri og
einni þeirra athygli. Ekki skyldi
lesandinn efast um að þær séu at-
hyglinnar verðar því það eru þær.
Eiga það skilið að lesandinn kljáist
við þær í huganum, hjartanu,
kviðnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn „Það felst nautn í því að lesa þessa bók. Hún er eins og forboð-
inn ávöxtur, uppfull af því sem fólk hugsar en segir ekki, sem og því sem eng-
inn virðist hugsa, nema kannski Kristín Ómarsdóttir, höfundur bókarinnar.“
Smásögusafn
Borg bróður míns
bbbbn
Eftir Kristínu Ómarsdóttur.
Benedikt, 2021. Innbundin, 198 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Forboðinn ávöxtur