Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 28
Afrekshugur er félag um fjársöfnun til gerðar afsteypu af höggmynd Nínu Sæmundsson Spirit of Achievement, Afrekshuga, sem hefur staðið fyrir ofan anddyri Waldorf Astoria hótelsins í New York síðan 1931. Félagið vill reisa afsteypuna á Hvolsvelli í samstarfi við sveitarstjórn Rangárþings eystra til ævarandi minningar um frægustu listakonu héraðsins, fyrstu íslensku konuna sem gerði höggmyndalist að ævistarfi og naut alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir verk sín. Ríkisstjórn Íslands styrkti afsteypuna fyrr á þessu ári um 4 milljónir og með styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum stendur söfnunarfé nú í 5.6 milljónum. En heildarkostnaður við afsteypugerð og uppsetningu er um 8 milljónir, svo enn er nokkuð í land. Við viljum því hvetja einstaklinga og fyrirtæki um land allt að styrkja þetta verðuga verkefni og senda nafn og kennitölu á netfangið afrekshugur@gmail.com. Greiðslubeiðni að upphæð kr. 5.000 verður þá send í heimabanka viðkomandi. Einnig er hægt að tilgreina hærri upphæð í sama pósti. Stjórn Afrekshuga skipa: Friðrik Erlingsson, rithöfundur. Guðjón Halldór Óskarsson, organisti og stjórnandi Karlakórs Rangæinga. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og þýðandi. Anton Kári Halldórsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, listmálari. AFREKSHUGA HEIM! AFREKSHUGUR Styrktarfélag fyrir afsteypu og uppsetningu á Hvolsvelli af verki Nínu Sæmundsson Spirit of Achievement / Afrekshugur Tvær píanósónötur Beethovens verða fluttar í Salnum í Kópavogi í kvöld á tónleikum sem hefjast kl. 19.30. Við- burðurinn er í tónleikaröðinni „Beethoven í 250 ár“ en þar flytur hópur píanóleikara ólíkar sónötur tónskálds- ins. Í kvöld flytur Eva Þyri Hilmarsdóttir píanósónötu nr. 23 í f-moll, opus 57 (Appassionata) og Helgi Heiðar Stefánsson píanósónötu nr. 22 í F-dúr, opus 54. Þá mun Arnar Jónsson leikari lesa valda kafla úr bókinni „Beethoven – í bréfum og brotum“ sem Árni Krist- jánsson tók á sínum tíma saman. Eva Þyri og Helgi Heiðar flytja sónötur eftir Beethoven í Salnum MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Cristiano Ronaldo var hetja Manchester United þegar hann jafnaði metin í tvígang í 2:2 jafntefli gegn Atal- anta í Bergamo á Ítalíu í Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu karla í gærkvöldi. Fyrra mark sitt skoraði hann í uppbótartíma fyrri hálfleiks og seinna markið í uppbót- artíma venjulegs leiktíma. Stórveldin Bayern München og Juventus tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með öruggum sigrum í gærkvöldi. Bæði lið eru með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum í sínum riðlum. »23 Ronaldo hetja Man United í jafntefli – Bayern og Juventus í 16-liða úrslit ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífið gengur sinn vanagang hjá Senjórítunum, kór eldri kvenna í Reykjavík. Á nýliðnum vikum hafa þær æft stíft undir stjórn Ágotu Jóo frá Ungverjalandi fyrir haust- tónleikana, sem verða í Langholts- kirkju næstkomandi laugardag, 6. nóvember. „Bubbi Mortens ætlar að syngja með okkur og lögin hans þarf að æfa vel, því þau eru erfið,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, formað- ur kórsins. Á undanförnum árum hafa Sen- jóríturnar leitað í smiðju þekktra söngvara og meðal annars hafa Raggi Bjarna heitinn og Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti sungið með þeim. „Við löðum að okkur fræga menn,“ segir Silja ör- yggið uppmálað og liggur ekki á skýringunni: „Ég held að þessum mönnum hafi fundist hugmyndin um að hafa bakraddir 60 kvenna á virðulegum aldri svolítið spenn- andi.“ Kórinn varð til sem afsprengi út úr Kvennakór Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og Senjóríturnar voru síðan formlega stofnaðar 2015. Þær hafa reglulega haldið tónleika, tekið þátt í kóramótum og farið í söngferðalög, en mest sungið í ein- rúmi síðan kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn snemma árs 2020. En nú hafa þær tekið af sér grímurnar og horfa bjartar fram á veg. „Það er ómögulegt að syngja með grímu en við höldum að veiran sé á undanhaldi og lífið fari aftur að falla í réttar skorður,“ segir Silja. Fyrst á sviði 1960 Enn hafa ekki allar söngkon- urnar skilað sér. „Nokkrar eru kannski hræddar við smit,“ segir Silja, sem hefur verið í kórnum í sjö ár. Hún söng fyrst opinberlega með KK-sextettinum í Austurbæj- arbíói haustið 1960, þegar hún tók meðal annars lagið „Everybody’s Somebody’s Fool“, sem Connie Francis gerði frægt skömmu áður. „Ég var lokkuð í kórinn á fölskum forsendum; að þetta væri hópur kvenna sem kæmi saman einu sinni í viku til þess að syngja, slaka á og skemmta sér,“ segir Silja um kór- starfið. „Það þótti mér mjög aðlað- andi en eftir mánuð eða tvo kom í ljós að þetta var afar metnaðarmik- ill kór með gríðarlega metnaðar- fullan kórstjóra sem keyrði hópinn áfram af hörku. Það var ekkert sem hét að slaka á og syngja bara rútubílasöngva í laglínunni heldur var skipt í þrjár og fjórar raddir. Ég þurfti ekki aðeins að læra texta heldur líka rödd sem ég hafði ekki æft; ég hafði alltaf sungið laglínuna eins og ég væri sópran en í kórnum syng ég alt-rödd. Ég þurfti því að læra öll lög upp á nýtt en það er mjög hollt fyrir heilabúið.“ Silja hefur verið formaður kórs- ins undanfarin fjögur ár. „Það má ekki vera lengur en í tvö ár og kjósa verður nýjan formann á næsta aðalfundi en við höfum ekki getað haldið aðalfund í nær tvö ár.“ Dagskráin á laugardag verður fjölbreytt. Flest lögin verða eftir Bubba. „Við syngjum bæði einar og með honum,“ segir Silja. „Við syngjum líka þrjú lög eftir Braga Valdimar, lög sem við æfðum fyrir síðasta konsert, auk laga eftir aðra lagasmiði. Þetta verður allt saman mjög létt og skemmtilegt en þó snúið, því eins og ég sagði eru lög- in hans Bubba ekki einföld.“ Laða að sér fræga menn - Hausttónleikar Senjórítanna verða í Langholtskirkju - Bubbi Morthens syngur með þeim og Ágota Jóo stjórnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfing Ágota Jóo, Bubbi Morthens og Silja Aðalsteinsdóttir. Kórinn fyrir aftan. Senjórítur Kórfélagar synga lög eftir Bubba Morthens með listamanninum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.