Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 EDENBYGGÐ - HVERAGERÐI NÝJAR ÍBÚÐIR KOMNAR Í SÖLU Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Sími 483 5800 | byr@byrfasteign.is | www.byrfasteign.is Verð: 33.500.000 - 42.900.000 Stærð: 55 m² - 75,3 m² Edenmörk 1, 3, 7 483 5800 Elín Káradóttir Löggiltur fasteignasali Velkomin á skrifstofu Byr fasteignasölu, Austurmörk 4 í Hveragerði, í dag laugardaginn 6. nóvember kl. 13-15 OPIÐ HÚS Ef marka má nýjasta minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðis- ráðherra vegna kórónuveirunnar er „ólíklegt“ að aðgerðir eins og þær sem heilbrigðisráðherra boðaði í gær „muni skila miklum árangri“. Smitum muni jafnvel halda áfram að fjölga. - - - Spurður á fundi í gær að því hvort aðgerðirnar dygðu, sagðist sóttvarnalæknir hins vegar hafa „ágætar vonir“ um það, en það færi eftir viðbrögðum al- mennings. - - - Þetta eru ekki fyrstu misvísandi skilaboðin sem almenningur fær vegna veirunnar og líklega ekki þau síðustu. Ef til vill á einfaldlega að líta á þau sem staðfestingu þess hve lítið er vitað um veiruna og rétt viðbrögð við henni. - - - Um leið má líta á þau sem innlegg í þá umræðu hvort núverandi ástand geti varað til frambúðar. - - - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í svari til mbl.is í gær að slá þyrfti annan tón í þessum málum hér á landi. Nálgast þyrfti hlutina með öðrum hætti þegar viðfangsefnið er til langs tíma en skamms. - - - Hætta á að Landspítalinn þoli ekki álagið virðist ein helsta ástæða þess að aðgerðir eru hertar nú, en Áslaug bendir réttilega á að spítalinn megi ekki vera fyrirstaða þess að hægt sé að opna samfélagið. - - - Við höfum haft meira en hálft annað ár til að leysa vandann á spítalanum. Óviðunandi er að það hafi ekki enn verið gert. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Spítalann þarf að bæta án tafar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þing Sjómannasambands Íslands skorar á aðildarfélög sambandsins að hefja nú þegar undirbúning að- gerða til að knýja á um alvörusamn- ingaviðræður við útvegsmenn. Samninganefnd sambandsins taki málið til umfjöll- unar svo fljótt sem auðið er og móti stefnu um sameiginlegar að- gerðir til fram- tíðar. Kemur þetta fram í ályktun þings Sjómannasambandsins sem fram fór í gær og fyrradag og lauk um hádeg- ið í gær. Kanna hug félagsmanna „Við þurfum að enda þessa deilu einhvern veginn. Ef við þurfum að fara í aðgerðir til þess, verður svo að vera,“ segir Valmundur Valmunds- son sem endurkjörinn var formaður til næstu tveggja ára. Valmundur lagði jafnframt áherslu á að aðildarfélögin færu með samningsumboðið og þau tækju sín- ar ákvarðanir. Nú færu forystumenn þeirra að kanna hug félagsmanna. Fram hefur komið að hugsanlegar verkfallsaðgerðir sjómanna gætu tengst loðnuvertíð í vetur. Spurður hvort verkfallshljóð sé komið í fé- lagsmenn segist Valmundur ekki vita það. En hljóðið sé að þyngjast. Menn telji ótækt að vera kjarasamn- ingslausir í tvö ár. Krafa um viðræður Í ályktun eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, samningsaðili sjó- mannafélaganna, vítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamninga við sjó- menn um sjálfsögð réttindamál sem önnur samtök launafólks hafi þegar samið um. Aðallega hefur strandað á kröfu sjómanna um 3,5% viðbótar- framlag í lífeyrissjóð. Þess er krafist að gengið verði þegar til raunveru- legra viðræðna við samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Vakin er athygli á því að útgerðin hafi hagnast um 36 þúsund milljónir á ári, að meðaltali síðustu fimm árin, en kostnaðarauki af lífeyrissjóðs- kröfunni sé innan við eitt þúsund milljónir á ári. Knýja á um alvöru- samningaviðræður - Sjómannafélög undirbúa aðgerðir Valmundur Valmundsson Á morgun, sunnudag, kl. 14 lesa Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, og Guðjón Ragnar Jónsson menntaskóla- kennari úr nýrri bók sinni á Selfossi. Bókin Guðni – á ferð og flugi er af- rakstur samstarfs þeirra félaga. Guðni flutti nýlega aftur austur á Selfoss og því er efnt til menning- arstundar í Risinu í Mjólkurbúi Flóamanna í nýja miðbænum á Sel- fossi. Í bókinni er margt forvitnilegt að finna. Guðni og Guðjón fóru um landið og heimsóttu fjölda fólks. Víða var borið niður, þar sem skrá- setjari fylgdi sögumanni eftir vítt og breitt um landið. Stundum var blásið til stórfunda með sauðfjárbændum, svo sem í Grindavík og Vestmanna- eyjum. Í bókinni segir meðal annars frá því þegar Grindvíkingar stálu sínu eigin kjöti úr innsigluðum gám- um lögreglunnar. Þeir Guðni og Guðjón segja Grindavíkursöguna magnaða og hún gefi bestu glæpa- reyfurum nútímans ekkert eftir. Markmiðið með ritun bókarinnar var, segir Guðni Ágústsson, að veita lesendum tilfinningu fyrir æðaslætti dreifbýlisins á hverjum tíma. Segja megi að bókin sé tilraun til að opna eins konar glugga inn í samfélag sveitanna; þar sem oftar en ekki megi finna mikinn kraft og sókn til framfara og góðra hluta. Guðni og Guðjón kynna nýja bók - Sögustund á Selfossi - Æðasláttur dreifbýlis - Kjötstuldur í Grindavík Guðni Ágústsson Guðjón Ragnar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.