Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 EDENBYGGÐ - HVERAGERÐI NÝJAR ÍBÚÐIR KOMNAR Í SÖLU Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Sími 483 5800 | byr@byrfasteign.is | www.byrfasteign.is Verð: 33.500.000 - 42.900.000 Stærð: 55 m² - 75,3 m² Edenmörk 1, 3, 7 483 5800 Elín Káradóttir Löggiltur fasteignasali Velkomin á skrifstofu Byr fasteignasölu, Austurmörk 4 í Hveragerði, í dag laugardaginn 6. nóvember kl. 13-15 OPIÐ HÚS Ef marka má nýjasta minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðis- ráðherra vegna kórónuveirunnar er „ólíklegt“ að aðgerðir eins og þær sem heilbrigðisráðherra boðaði í gær „muni skila miklum árangri“. Smitum muni jafnvel halda áfram að fjölga. - - - Spurður á fundi í gær að því hvort aðgerðirnar dygðu, sagðist sóttvarnalæknir hins vegar hafa „ágætar vonir“ um það, en það færi eftir viðbrögðum al- mennings. - - - Þetta eru ekki fyrstu misvísandi skilaboðin sem almenningur fær vegna veirunnar og líklega ekki þau síðustu. Ef til vill á einfaldlega að líta á þau sem staðfestingu þess hve lítið er vitað um veiruna og rétt viðbrögð við henni. - - - Um leið má líta á þau sem innlegg í þá umræðu hvort núverandi ástand geti varað til frambúðar. - - - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í svari til mbl.is í gær að slá þyrfti annan tón í þessum málum hér á landi. Nálgast þyrfti hlutina með öðrum hætti þegar viðfangsefnið er til langs tíma en skamms. - - - Hætta á að Landspítalinn þoli ekki álagið virðist ein helsta ástæða þess að aðgerðir eru hertar nú, en Áslaug bendir réttilega á að spítalinn megi ekki vera fyrirstaða þess að hægt sé að opna samfélagið. - - - Við höfum haft meira en hálft annað ár til að leysa vandann á spítalanum. Óviðunandi er að það hafi ekki enn verið gert. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Spítalann þarf að bæta án tafar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þing Sjómannasambands Íslands skorar á aðildarfélög sambandsins að hefja nú þegar undirbúning að- gerða til að knýja á um alvörusamn- ingaviðræður við útvegsmenn. Samninganefnd sambandsins taki málið til umfjöll- unar svo fljótt sem auðið er og móti stefnu um sameiginlegar að- gerðir til fram- tíðar. Kemur þetta fram í ályktun þings Sjómannasambandsins sem fram fór í gær og fyrradag og lauk um hádeg- ið í gær. Kanna hug félagsmanna „Við þurfum að enda þessa deilu einhvern veginn. Ef við þurfum að fara í aðgerðir til þess, verður svo að vera,“ segir Valmundur Valmunds- son sem endurkjörinn var formaður til næstu tveggja ára. Valmundur lagði jafnframt áherslu á að aðildarfélögin færu með samningsumboðið og þau tækju sín- ar ákvarðanir. Nú færu forystumenn þeirra að kanna hug félagsmanna. Fram hefur komið að hugsanlegar verkfallsaðgerðir sjómanna gætu tengst loðnuvertíð í vetur. Spurður hvort verkfallshljóð sé komið í fé- lagsmenn segist Valmundur ekki vita það. En hljóðið sé að þyngjast. Menn telji ótækt að vera kjarasamn- ingslausir í tvö ár. Krafa um viðræður Í ályktun eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, samningsaðili sjó- mannafélaganna, vítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamninga við sjó- menn um sjálfsögð réttindamál sem önnur samtök launafólks hafi þegar samið um. Aðallega hefur strandað á kröfu sjómanna um 3,5% viðbótar- framlag í lífeyrissjóð. Þess er krafist að gengið verði þegar til raunveru- legra viðræðna við samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Vakin er athygli á því að útgerðin hafi hagnast um 36 þúsund milljónir á ári, að meðaltali síðustu fimm árin, en kostnaðarauki af lífeyrissjóðs- kröfunni sé innan við eitt þúsund milljónir á ári. Knýja á um alvöru- samningaviðræður - Sjómannafélög undirbúa aðgerðir Valmundur Valmundsson Á morgun, sunnudag, kl. 14 lesa Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, og Guðjón Ragnar Jónsson menntaskóla- kennari úr nýrri bók sinni á Selfossi. Bókin Guðni – á ferð og flugi er af- rakstur samstarfs þeirra félaga. Guðni flutti nýlega aftur austur á Selfoss og því er efnt til menning- arstundar í Risinu í Mjólkurbúi Flóamanna í nýja miðbænum á Sel- fossi. Í bókinni er margt forvitnilegt að finna. Guðni og Guðjón fóru um landið og heimsóttu fjölda fólks. Víða var borið niður, þar sem skrá- setjari fylgdi sögumanni eftir vítt og breitt um landið. Stundum var blásið til stórfunda með sauðfjárbændum, svo sem í Grindavík og Vestmanna- eyjum. Í bókinni segir meðal annars frá því þegar Grindvíkingar stálu sínu eigin kjöti úr innsigluðum gám- um lögreglunnar. Þeir Guðni og Guðjón segja Grindavíkursöguna magnaða og hún gefi bestu glæpa- reyfurum nútímans ekkert eftir. Markmiðið með ritun bókarinnar var, segir Guðni Ágústsson, að veita lesendum tilfinningu fyrir æðaslætti dreifbýlisins á hverjum tíma. Segja megi að bókin sé tilraun til að opna eins konar glugga inn í samfélag sveitanna; þar sem oftar en ekki megi finna mikinn kraft og sókn til framfara og góðra hluta. Guðni og Guðjón kynna nýja bók - Sögustund á Selfossi - Æðasláttur dreifbýlis - Kjötstuldur í Grindavík Guðni Ágústsson Guðjón Ragnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.