Morgunblaðið - 19.11.2021, Side 2
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Enn eru ýmis mál óútkljáð hjá
stjórnarflokkunum, en það kann að
velta nokkuð á þeim hvernig um
semst um verkaskiptingu í ríkis-
stjórn, hvaða flokkar sinni hvaða
málaflokkum. Enn eru uppi ýmsar
hugmyndir um tilfutning verkefna
milli ráðuneyta og mögulega stofn-
un nýrra ráðuneyta, en ekkert frá-
gengið í þeim efnum nema stofnun
nýs innviðaráðuneytis.
Að þeim málum frátöldum er
stjórnarsáttmálinn svo að segja frá-
genginn, að sögn heimildarmanna
Morgunblaðsins meðal stjórnarliða.
Þar mun að öðru leyti lítið vera eftir
nema prófarkalestur, kommusetn-
ing og snurfus eins og einn stjórn-
arþingmaður orðaði það.
Engir fundir voru með formönn-
um stjórnarflokkanna í gær, enda
eiga allir ráðherrarnir fleiri erind-
um að sinna. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra mun meðal ann-
ars hafa nýtt tímann til þess að ráð-
færa sig við sitt fólk um það sem út
af stendur. Þingmaður Vinstri
grænna vildi þó ekki gera of mikið
úr því og sagði að það væru einfald-
lega hefðbundnar samningaviðræð-
ur fremur en stórar deilur; engum
ætti að koma á óvart að svo ólíkir
flokkar hefðu ólíka sýn á ýmis mál.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
tók í sama streng, það væru fáeinir
lausir endar eftir, en þá þyrfti að
samt hnýta. „Það er lítið eftir, en
það eru samt atriði sem geta skipt
máli, sem þarf að klára.“
Nefnt var að „erfið mál“ á borð
við rammaáætlun, orkumál, lofts-
lagsmarkmið og annað slíkt hefðu
tekið mikinn tíma, en að formenn-
irnir hefðu sætt sig við að það yrði
ekki allt leyst í samtali á nokkrum
dögum. Á milli þeirra væri nauð-
synlegt traust til þess að leysa mál-
in í samræmi við stórar línur, sem
þeir væru sammála um. Þar gæti
einnig hjálpað til að koma málum á
hreyfingu með því að gera breyt-
ingar í ríkisstjórn, færa fólk til og
skipta verkefnunum upp með nýj-
um hætti.
Einn ráðherranna kvaðst hafa trú
á því að ráðuneytisskipanin gæti
komið á óvart. „Það hefur verið
rætt í vikunni og [þau hafa] hugsað
aðeins djarfar um það hvernig megi
stokka hlutina upp.“
Hann tók þó fram að ekkert væri
endanlega frágengið í þeim efnum.
„Það dálítið erfitt að skipta ráðu-
neytum, þegar ekki liggur fyrir
hvaða ráðuneyti verða til.“
Annar ráðherra hjá öðrum
stjórnarflokki talaði á svipuðum
nótum, en minnti á að það færi einn-
ig eftir þvi hvaða fólki yrði á end-
anum stillt upp sem ráðherraefnum.
Þeir þingmenn og ráðherrar, sem
blaðið ræddi við, vildu þannig lítið
fara út í skiptingu ráðuneyta, þótt
flokksformennirnir hafi gert
nokkra grein fyrir því hvaða ráðu-
neytum þeir hefðu helst áhuga á í
samræmi við þá fyrirætlan að flokk-
arnir færi ýmsa veigamikla mála-
flokka til sín á milli.
„Við erum komin að þeim við-
kvæma tímapunkti og þess vegna
geta menn voða lítið sagt, því það er
ekkert frágengið,“ segir einn ráð-
herranna. „En við eigum að vera
komin með nýja ríkisstjórn í þar-
næstu viku, vonandi fyrr.“
Ráðuneytaskipan enn rædd
- Tilflutningur verkefna ófrágenginn - Ný ráðuneyti enn á teikniborði formanna
- Ritun stjórnarsáttmála nánast lokið - Nokkrir lausir endar sem þarf að hnýta
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stjórnarmyndun Katrín Jakobs-
dóttir arkar niður að Ráðherra-
bústað með síma í hendi og eyrum.
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Alþingi verður sett á þriðjudag og á
fimmtudag verður kosið um niður-
stöður kjörbréfanefndar. Það verður
því ljóst á fimmtudag hvort ráðist
verði í uppkosningu vegna endur-
talningar í Norðvesturkjördæmi eða
hvort niðurstöður endurtalningar-
innar fái að standa. Þetta segir
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður
Pírata og nefndarmaður í undirbún-
ingsnefnd, við Morgunblaðið.
Störfum undirbúningsnefndarinn-
ar lýkur brátt eftir tugi funda og
þrjár vettvangsferðir í Borgarnes,
þar sem talning atkvæða í Norðvest-
urkjördæmi fór fram. Niðurstöðurn-
ar verða kynntar við þingsetningu á
þriðjudag og síðan verður kosið í
hina eiginlegu kjörbréfanefnd. Hún
starfar síðan þar til á fimmtudag
þegar Alþingi kýs loksins um hvort
una eigi niðurstöðum endurtalning-
ar í Norðvesturkjördæmi eða hvort
uppkosningar sé þörf.
Birgir Ármannsson, formaður
undirbúningsnefndarinnar og þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, var ekki jafnafdráttarlaus í sam-
tali við mbl.is. Spurður út í
tillögurnar tvær, sem Björn Leví
staðfestir að séu til umræðu, svaraði
Birgir því að of snemmt væri að tjá
sig um málið. Nefndin væri enn að
störfum og því lægi endanleg nið-
urstaða ekki fyrir. „Mér finnst alveg
ótímabært að segja nokkuð um það,
vegna þess að það er ennþá verið að
vinna í málinu, það eiga sér stað um-
ræður innan nefndarinnar. Ég get
því ekki sagt til um það á þessari
stundu hversu margar tillögur eða
mörg mismunandi sjónarmið munu
koma út úr starfi nefndarinnar,“
sagði Birgir eftir fund nefndarinnar
í gær. Annar fundur verður haldinn í
dag.
Aðspurður hvað honum þætti um
að einstaka nefndarmenn í undir-
búningsnefndinni væru að viðra eig-
in skoðanir á störfum hennar áður
en niðurstaða lægi fyrir sagðist
Birgir ekki vilja tjá sig um það sér-
staklega. Hann var þannig inntur
eftir viðbrögðum við orðum Ingu
Sæland, formanns Flokks fólksins
og nefndarmanns í undirbúnings-
nefndinni, í samtali við mbl.is á mið-
vikudag. Þar sagði hún að sér þætti
alls engin ástæða til þess að ráðast í
uppkosningu í Norðvesturkjördæmi
og vísaði til þess að engin gögn
hefðu komið fyrir nefndina sem
sönnuðu þörf á því.
„Ég ætla ekkert að segja um það,“
segir Birgir um orð Ingu en bætir
síðan við: „Við höfum hins vegar
reynt að fara gætilega í opinberri
umræðu meðan á vinnunni hefur
staðið. Auðvitað má segja að því nær
sem við færumst niðurstöðu því
sterkari meiningar hafa menn um
þetta. Við hins vegar erum öll í
þeirri stöðu að við eigum eftir að
klára umræður innan nefndarinnar
og eigum eftir að ganga frá tillögum
þannig að þangað til skiptir máli að
nefndarmenn stígi varlega til jarð-
ar.“
Kosið um uppkosningu á fimmtudag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Kosið verður um niðurstöðurnar í Norðvesturkjördæmi á fimmtudag.
- Þingsetning verður á þriðjudag og kjörbréfanefnd kosin samdægurs - Kosið verður milli tillögu um
uppkosningu og tillögu um að niðurstöðunni skuli unað - Nefndarmenn tala en formaðurinn fámáll
Birgir
Ármannsson
Björn Leví
Gunnarsson
Engin merki eru um að skjálftahrina
undir Vatnafjöllum, skammt suður
af eldfjallinu Heklu, sé að hjaðna. Í
gærkvöldi höfðu mælst fjörutíu jarð-
skjálftar á svæðinu á undangengn-
um tveimur sólarhringum.
Þar af höfðu fjórir mælst af stærð
3 eða yfir, sá stærsti af stærðinni 3,8.
Sá skjálfti reið yfir upp úr klukk-
an 13 í gær. Skömmu síðar fylgdi
annar, 3,2 að stærð.
Veðurstofu Íslands hafa borist til-
kynningar um að skjálftarnir hafi
fundist á Hvolsvelli og Hellu. Ekki
er enn talin ástæða til að tengja
skjálftana við að gos sé yfirvofandi í
Heklu, samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni. Segja má að hrinan
hafi hafist 11. nóvember, en þann
dag varð skjálfti undir Vatnafjöllum
af stærðinni 5,2. Varð hans vart víða,
meðal annars í höfuðborginni.
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur sagði við það tilefni
að líkast til tengdist skjálftinn Suð-
urlandsbrotabeltinu, frekar en
mögulegum eldsumbrotum.
Jörð skelfur við Heklu
- Fjörutíu skjálft-
ar mælst á tveim-
ur sólarhringum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjólfell og Hekla í baksýn Umbrot við Heklu hafa ekki verið tengd við gos.
Tökur á 26. þáttaröð bandaríska
raunveruleikaþáttarins Bachelor
fara fram hér á landi þessa dagana.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins fóru tökur fram í Hörpu
í fyrrakvöld, en þangað var ljós-
myndara blaðsins meinaður að-
gangur.
Sömuleiðis mun vera stefnt að
því að tökur fari fram í Ingólfsskála
í vikunni.
Clayton Echard er piparsveinn
26. þáttaraðarinnar sem fer í loftið
í janúar á næsta ári. Til hans sást á
götum Reykjavíkur í gær.
Echard mun vera hér á landi
ásamt þeim þremur konum sem
komust lengst í keppninni og mun
hann gefa síðustu rósina hér á
landi.
Morgunblaðið/Eggert
Bachelor Ljósmyndara Morgunblaðsins
var meinaður aðgangur í Hörpu í fyrrakvöld.
Tökur á Bachelor
fara fram á Íslandi