Morgunblaðið - 19.11.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á næsta ári
verða liðin
þrjátíu ár
frá upphafi Bosníu-
stríðsins, harðvít-
ugustu átaka í Evr-
ópu frá lokum síðari
heimsstyrjaldar. Þar voru
framin mörg grimmileg voða-
verk, þar sem 100 þúsund
manns létu lífið, en þar á meðal
má nefna umsátrið um Sara-
jevó, þar sem leyniskyttur
drápu almenna borgara á göt-
um úti, og svo fjöldamorðin í
Srebrenica.
Með aðkomu Atlantshafs-
bandalagsins – ekki síst Banda-
ríkjanna eftir að í ljós kom að
Evrópusambandið réð ekki við
þetta verkefni í bakgarðinum –
tókst loks að fá stríðandi fylk-
ingar að samningaborðinu og
lauk stríðinu með Dayton-
friðarsáttmálanum árið 1995.
Þar var Bosníu-Hersegóvínu
breytt í nokkurs konar sam-
bandsríki, þar sem Lýðveldi
Serba myndaði einn hlutann, en
Sambandslýðveldi Bosníu og
Hersegóvínu hinn, en þar fara
Bosníu-Króatar og múslimar,
eða Bosníakar, með völdin.
Friðarsamkomulagið setti á
fót ýmsar sameiginlegar stofn-
anir, en sem dæmi má nefna að
forsetaembætti landsins er
skipað þremur mönnum, einum
frá þeim þremur þjóðum sem
byggja landið, og skiptast þeir
á að fara með forsæti. Allra
æðstu völd í landinu hafa hins
vegar verið í höndum erlends
aðalfulltrúa, en Carl Bildt fór
fyrstur með það embætti. Þá
hefur Evrópusambandið tekið
við friðargæslu á svæðinu í
gegnum EUFOR.
Eins og gefur að skilja er
stjórnkerfið sem Dayton-
sáttmálinn kom á flókið og sam-
bandsríkið sjálft stendur mjög
höllum fæti gagnvart eining-
unum tveimur sem skipa það.
Þrátt fyrir að ýmislegt hafi
áunnist frá því að samið var um
frið hefur ekki gengið sem
skyldi að búa til nýja þjóðarein-
ingu í Bosníu-Hersegóvínu, og
því getur ástandið orðið við-
kvæmt á mjög skömmum tíma.
Undanfarnar vikur hefur ríkt
mikil spenna í Bosníu-Herse-
góvínu, en Milorad Dodik, leið-
togi Bosníu-Serba og fulltrúi
þeirra í forsætisnefndinni, lýsti
því yfir í byrjun október að þeir
hygðust senn draga sig úr öll-
um stofnunum ríkisins. Í þeirri
hótun fólst meðal annars að
Bosníu-Serbar myndu koma
sér upp eigin herafla, þvert á
ákvæði Dayton-samkomulags-
ins.
Dodik hefur lengi stefnt að
því að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu meðal Bosníu-Serba
um sjálfstæði lýðveldis þeirra,
en talið er að hann njóti meðal
annars stuðnings Serbíu, en
ekki síður Rússlands í þeirri
viðleitni, þar sem stefnan í
Kreml sé nú sú að
valda Evrópusam-
bandinu sem mest-
um ama.
Nái Dodik mark-
miði sínu er víst að
næsta skref verður að segja
serbneska lýðveldið úr lögum
við Bosníu-Hersegóvínu, þá
mögulega með það markmið í
huga að sameina það Serbíu.
Slíkt gæti hæglega leitt til end-
urnýjaðra átaka innan Bosníu-
Hersegóvínu, jafnvel þótt ólík-
legt sé að þau verði af sömu
stærðargráðu og Bosníu-stríðið
var.
Þessi vandi er að mörgu leyti
heimatilbúinn hjá Evrópusam-
bandinu, sem hefur verið afar
blendið í afstöðu sinni til stöðu
ríkja á Balkanskaga og hvort
þau eigi erindi í ESB, líkt og
stefnt var að. Macron Frakk-
landsforseti hefur fyrir sitt
leyti útilokað það, en ekki bætti
úr skák þegar ESB-ríkin, Bret-
land og Bandaríkin létu undan
þrýstingi Rússa og gerðu
minna úr umboði aðalfulltrúans
í ályktun Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna í upphafi mán-
aðarins en verið hefur til þessa.
Nú er svo komið að Christian
Schmidt, sem skipaður var í
hlutverk aðalfulltrúans í ágúst
síðastliðnum, hefur ekki verið
viðurkenndur af Bosníu-
Serbum, og vilja þeir líta svo á
að embættið sé autt. Schmidt
hefur fyrir sitt leyti reynt að
vara við þeirri stöðu sem komin
er upp, en fátt bendir til þess að
ríki Evrópusambandsins eða
Bandaríkin hafi nokkurn vilja
til þess að bregðast við, áður en
það verður orðið um seinan.
Fáum ætti því að koma á óvart
þótt íbúar Bosníu hafi nokkuð
misst móðinn og álitið á Vest-
urveldunum.
Hin skammarlega uppgjöf
ESB og furðulegt sinnuleysi
Bandaríkjanna hefur þó ekki
aðeins áhrif á Balkanskaga,
hinni gömlu púðurtunnu Evr-
ópu. Um leið og Vesturlönd
gefa þar eftir er öðrum gefið
svigrúm og það vilja fleiri en
Serbar undir forystu hins æ
harðskeyttari Aleksanders
Vucic forseta. Bæði Vladímír
Pútín Rússlandsforseti og Xi
Jinping með sitt belti og braut
hafa gert sig þar breiðari að
undanförnu og vilja gjarnan
öðlast frekari ítök þar.
Þetta sér Krisjanis Karins
forsætisráðherra Lettlands vel:
„Þetta er okkar bakgarður,“
sagði hann í liðinni viku um
ástandið á vestanverðum Balk-
anskaga. „Annaðhvort réttir
Evrópa fram höndina og dreg-
ur þessi lönd nær okkur eða
einhver annar mun rétta fram
höndina og draga þau í aðra
átt.“ Ekki er að sjá að forystu-
ríki Vesturlanda hafi tekið það
til sín, þó að þróunin sé grát-
lega fyrirsjáanleg og hryllingur
síðasta stríðs í fersku minni.
Aðskilnaðarsinnar
fá byr í seglin á
Balkanskaga}
Sinnuleysi Vesturlanda
F
undur norrænna ráðherra sem
fara með útlendingamál stendur
nú yfir í Lundi í Svíþjóð. Ég sit
fundinn fyrir Íslands hönd sem
dómsmálaráðherra. Slíkir fundir
eru haldnir einu sinni á ári og þar gefst tæki-
færi til að skiptast á skoðunum um málefni
fólks á flótta og ræða þau úrlausnarefni sem
eru efst á baugi í málaflokknum hverju sinni.
Ísland stendur sig vel á mörgum sviðum í
þessum efnum en við okkur blasa einnig erf-
iðar áskoranir. Við getum ekki mælt árangur
einungis í fjölda þeirra sem við veitum vernd
heldur þurfa önnur kerfi, eins og mennta-
kerfið, að hafa burði til að taka við og tryggja
árangursríkt nám og aðlögun þeirra barna
sem hingað koma. Geta okkar er alltaf tak-
mörkuð við þá fjármuni, mannafla og aðstöðu
sem við getum lagt í þetta brýna verkefni.
Markmið okkar hlýtur þá að felast í því að tryggja þeim
forgang sem eru í mestri neyð og gera það vel.
Að undanförnu hefur þróunin hér á landi einkennst af
mikilli aukningu umsókna um alþjóðlega vernd frá fólki
sem þegar hefur hlotið vernd í öðru Evrópuríki. Á síðustu
tveimur árum hefur hlutfallið farið úr 20% í 55% af þeim
sem hingað leita eftir vernd. Verndarkerfið þarf að ráða
við málafjöldann og geta sinnt þeim sem virkilega þurfa á
vernd að halda. Þessi staða er ólík þeirri sem þekkist í hin-
um norrænu ríkjunum. Skýringin felst í ólíku lagaum-
hverfi hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki.
Mikil sérstaða og frávik varðandi máls-
meðferð einstakra hópa, ásamt frjálsri för um
Schengen-svæðið, hefur leitt til þess að hingað
kemur tiltölulega mikill fjöldi einstaklinga sem
þegar hefur sótt um vernd í öðrum ríkjum Evr-
ópu og það í meira mæli en stjórnsýslan ræður
við.
Í frumvarpi sem ég hef tvívegis mælt fyrir á
Alþingi um breytingar á útlendingalögunum er
lagt til að horfið verði frá því að umsóknir þeirra
sem þegar eru með vernd í öðru ríki verði tekn-
ar til efnislegrar meðferðar á grundvelli und-
antekninga í lögunum um sérstök tengsl og sér-
stakar ástæður. Þess í stað verði tekið til
skoðunar hvort viðkomandi, eftir að hafa fengið
synjun um efnismeðferð, eigi rétt á dvalarleyfi á
grundvelli mannúðarsjónarmiða með hliðsjón af
aðstæðum í því landi þar sem viðkomandi hefur
þegar hlotið vernd. Þær breytingar taka mið af
því lagaumhverfi sem almennt ríkir á Norðurlöndum.
Við getum aldrei veitt öllum þeim sem hingað leita
vernd. Sífellt verður að bregðast við nýjum áskorunum og
breytingum og gæta þess að verndarkerfið er neyðarkerfi.
Kerfið á fyrst og fremst að gagnast þeim sem eru í mestri
neyð á hverjum tíma. Jafnframt þurfum við að taka til al-
varlegrar umræðu stöðu atvinnuleyfa erlendra ríkisborg-
ara og möguleika þeirra til að koma hér og starfa. Það er
umræða sem vert er að taka.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Áskoranir í útlendingamálum
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
J
ákvæðar fréttir berast af
stofni íslenskrar sumargots-
síldar. Þrír árgangar virðast
vera góðir og er sá elsti
þeirra að koma sterkur inn í veiðina.
Þá ber minna á sýkingu í síldinni,
sem fyrst varð vart 2008. Undan-
farið hafa íslensku uppsjávarskipin
veitt úr stofninum í Kolluál og djúpt
vestur úr Faxaflóa, en á þessum
slóðum hafa miðin verið síðustu ár.
Nýlega er lokið leiðangri þar
sem gerðar voru rannsóknir á stofni
sumargotssíldar á svæði frá Austur-
miðum að Reykjanesi. Unnið er að
úrvinnslu gagna. Fullorðni hluti
stofnsins sem hefur haft vetursetu
vestan við landið verður mældur í
mars. Þá hefur hann þétt sig og er
að stórum hluta kominn upp undir
Snæfellsnes miðað við síðustu ár.
Yngstu tveir árgangar síldarinnar
hafa ekki verið mældir í ár né í fyrra
vegna fjárskorts.
Jákvæðar fréttir
Guðmundur Óskarsson, sviðs-
stjóri á uppsjávarsviði Hafrann-
sóknastofnunar, segir að stofn ís-
lensku síldarinnar hafi verið að taka
við sér síðustu ár og þær fréttir sem
liggi fyrir úr nýafstöðnum leiðangri
séu jákvæðar. Vitað hafi verið að ár-
gangurinn frá 2017 væri góður.
Hann kemur sterkur inn í veiðina
fyrir vestan land og er að mestu
horfinn af svæðum suðaustan við
landið. Sumargotssíldin verður kyn-
þroska um fjögurra ára aldur.
Árgangar frá 2018 og 2019 eru
þokkalega sterkir, að sögn Guð-
mundar, og komu vel fram í mæl-
ingum í haust. Hann tekur þó fram
að matið á styrkleika árganga verði
ekki áreiðanlegt fyrr en á fjórða ári.
Síldin hrygnir, eins og nafnið
ber með sér, einkum í júlí, og eru
hrygningarstöðvarnar víðs vegar
með ströndum sunnanlands og vest-
an frá Snæfellsnesi að Suðaustur-
landi. 1-2 ára heldur síldin sig að
stórum hluta í fjörðum fyrir Norður-
landi og á Vestfjörðum. 2-3 ára er
hana helst að finna undan söndum
sunnan- og suðaustanlands, en þá
heldur hún vestur fyrir land, sé mið-
að við göngur hennar síðustu ár. Í
leiðangrinum í haust var langmest af
2-3 ára síld í Breiðamerkurdýpi, en
eitthvað líka í Lónsdýpi, austan við
Vestmannaeyjar og á fleiri svæðum.
Sýkingin að fjara út?
Ekki eru mörg ár síðan veiði-
stofninn var helst að finna inni á
Breiðafirði yfir veturinn og áður
fyrir Suðausturlandi. Upp úr 1980
veiddist hún helst inni á fjörðum
fyrir austan og í framhaldi af því
voru vetursetustöðvarnar í allmörg
ár 40-60 sjómílur austur af landinu.
Þannig að það er ekki á vísan að róa
með hvar síldin veiðist á næstu
árum.
Guðmundur segist alveg eins
hafa átt von á því að breyting yrði á
göngumynstri og vetrarstöðvum í ár
með tilkomu stóra árgangsins frá
2017. Slíkt gerist oft þegar sterkir
árgangar komi til sögunnar, en sú
sé ekki raunin enn þá, hvað sem
verði.
Frá haustinu 2008 hefur ís-
lenski sumargotssíldarstofninn ver-
ið plagaður af sýkingu af völdum
frumdýrsins Ichthyophonus. Rann-
sóknir á sýkingunni byggjast að
stórum hluta á aflasýnum, en þær
eru skammt á veg komnar frá yfir-
standandi vertíð. Hins vegar eru
vísbendingar um að sýkingin sé
loksins að fjara út eftir 13 ár, en í
Noregi hafa sambærilegar sýkingar
gengið yfir á um þremur árum. Sýk-
ing virðist ekki vera í yngri árgöng-
um og í þeim eldri sé hugsanlega
ekki um virk smit að ræða, frekar
skemmd eða ör í hjartavöðva frá
eldri sýkingu. Sýkingin kom upp í
tveimur bylgjum, fyrst 2008 og síð-
an um 2015.
Hluti síldarstofnsins drapst af
þessum sökum og fleiri hremmingar
dundu á stofninum á þessum árum.
Þannig er talið að um 50 þúsund
tonn, eða um 10% stofnsins, hafi
drepist vegna súrefnisskorts í
tveimur áföllum í Kolgrafafirði vet-
urinn 2012-13. Rifja má upp að
stofninn hefur áður lent í erfið-
leikum og stóð tæpt upp úr 1970
vegna ofveiði og var í lágmarki 1973.
Þrír góðir síldar-
árgangar á leiðinni
Veiðar á sumargotssíldinni
skipta þjóðarbúið miklu máli.
Aflaheimildir fiskveiðiársins eru
upp á 72 þúsund tonn og jukust
þær mjög í ár. Frá fiskveiðiárinu
2017/2018 til síðasta fiskveiði-
árs var aflinn 30-40 þúsund
tonn, en nokkru meiri árin á
undan. Fiskveiðiárið 2014/2015
voru heimildirnar rúmlega 83
þúsund tonn, en aflinn 95 þús-
und tonn.
Auknar
aflaheimildir
SKIPTIR MIKLU MÁLI
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Venus NK Á veiðum á íslenskri sumargotssíld vestur af Faxaflóa í haust.