Morgunblaðið - 19.11.2021, Side 4
200
175
150
125
100
75
50
25
0 júlí ágúst september október nóvember
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
kl
.1
3
.0
0
íg
æ
r
132 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
Fjöldi innanlands-
smita frá áramótum
257 eru í
skimunarsóttkví1.786 erumeð virkt smit
og í einangrun
2.289 einstaklingar
eru í sóttkví 20 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af fjórir á gjörgæslu
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Nýgengi innanlandssmita síðustu
14 daga á hverja 100 þúsund íbúa
stendur nú í 562,3 og er Ísland í
fyrsta skiptið orðið dökkrautt á
korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
um þróun heimsfaraldurs Covid-19.
Þá stendur nýgengi landamæras-
mita í 29,2 á hverja 100 þúsund
íbúa.
Tíðni smita í bylgjunni sem geng-
ur núna yfir er mun hærri heldur
en í fyrri bylgjum faraldursins hér
á landi. Í síðustu bylgju sem stóð
yfir í sumar greindust mest 154
með veiruna á einum degi. Í yf-
irstandandi bylgju hefur það met
verið bætt í nokkur skipti og hafa í
fyrsta sinn fleiri en 200 greinst með
veiruna á einum sólarhring.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra hefur sagt að markmiðið
sé að ná smitum niður í 40 til 50 á
dag áður en ráðist verður aftur í af-
léttingar. hmr@mbl.is
Ísland dökkrautt
í fyrsta sinn
- Nýgengi smita í hæstu hæðum
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Í ákvæði lífskjarasamningsins frá
2019 um hagvaxtarauka felst að á ár-
unum 2020-2023 komi til fram-
kvæmda launaauki á grundvelli
vergrar landsframleiðslu á hvern
íbúa. Hann bætist við mánaðarlaun
kjarasamninga og föst mánaðarlaun
fyrir dagvinnu.
Útreikningurinn byggir á tölum
Hagstofunnar um vísitölu vergrar
landsframleiðslu á mann sem birtist
í byrjun mars fyrir næstliðið ár.
Launaaukann á svo að greiða 1. maí.
Nú er talið að ákvæðið geti virkjast í
fyrsta sinn frá því lífskjarasamning-
urinn var gerður.
Taka verður tillit til aðstæðna
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA, telur ljóst að
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sé
að benda á eftirfarandi:
„Á meðan framleiðslugetan, hag-
kerfið, er ekki að vaxa þá stöndum
við ekki undir launahækkunum. Mér
finnst tónninn í Seðlabankanum
mjög skýr. Ef laun hækka umfram
svigrúm verður brugðist við með
vaxtahækkun. Ég tel að aðilar
vinnumarkaðarins verði að sperra
eyrun þegar Seðlabankinn talar með
jafn afdráttarlausum hætti.“
Halldór telur að á árum áður hefði
verkalýðshreyfingin alltaf tekið mið
af efnahagslegum raunveruleika
hverju sinni og samið um breyttar
forsendur. „Ég tel að það sé ekki
styrkleikamerki hjá verkalýðshreyf-
ingunni að stíga niður fæti og segja:
Hér þarf að efna allt sem samið var
um. Það þarf sterka rödd innan
hreyfingarinnar sem bendir á að all-
ar forsendur séu brostnar og að
kjarasamningar þurfi að end-
urspegla þann raunveruleika,“ sagði
Halldór.
Hann sagði að SA hafi nokkrum
sinnum óskað eftir viðræðum við
verkalýðshreyfinguna um breyt-
ingar á kjarasamningnum. Það var
m.a. gert í apríl 2020, fljótlega eftir
að heimsfaraldurinn skall á. „Svarið
við þeirri málaleitan hefur verið
þvert nei. Samningar skulu standa
og breytingar á kjarasamningi koma
ekki til álita,“ sagði Halldór.
Endurskoðunarákvæði lífs-
kjarasamningsins varð virkt í sept-
ember síðastliðnum. Halldór sagði
að þá hafi SA og ASÍ lýst því yfir að
forsendur samningsins væru brostn-
ar vegna vanefnda stjórnvalda.
„Ég tel að sú samsetta nálgun
sem lífskjarasamningurinn byggir á,
að Seðlabankinn, vinnumarkaðurinn
og fjármál hins opinbera vinni sam-
an, sé sú leið sem kjarasamningar
eiga að byggjast á. Þetta verður allt
að tala saman. Með því er komið í
veg fyrir að Seðlabankinn þurfi að
stíga á bremsuna vegna þess að að-
ilar vinnumarkaðarins fari fram úr
sér. Allir tapa á slíku höfrungahlaupi
og engir meira en launafólk. Nú eru
bæði ríkið og vinnumarkaðurinn
komin fram úr sjálfum sér og Seðla-
bankinn er að stíga á bremsuna,“
sagði Halldór.
Samningar skulu standa
„Seðlabankinn er duglegur að
vara við. En ég vil minna á að 50% af
verðbólgu á Íslandi síðustu níu ár
hafa verið knúin áfram vegna hækk-
unar á húsnæðisliðnum í vísitöl-
unni,“ sagði Vilhjálmur Birgisson,
formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness. Verkalýðshreyfingin hefur
bent á að ríkisstjórnin hafi ekki efnt
fyrirheit sem gefin voru í tengslum
við lífskjarasamninginn um afnám
verðtryggingar og að draga úr vægi
húsnæðiskostnaðar í neysluverðs-
vísitölunni.
„Auk þess er hrávöruverð og
flutningskostnaður erlendis að
hækka gríðarlega. Íslenskt launa-
fólk ræður ekkert við það. Að koma
svo í hvert skipti sem launafólk á að
fá nokkra þúsundkalla og grenja á
öllum torgum er ekki boðlegt á sama
tíma og helmingur verðbólgunnar er
knúinn áfram af skorti á húsnæði og
lóðum.
Það á að taka húsnæðisliðinn úr
vísitölunni. Við börðumst fyrir því
við gerð lífskjarasamningsins og það
var ákveðið að gera það. En því var
frestað vegna þess að menn töldu að
húsnæði væri að lækka. Nú þarf að
dusta rykið af þessu ákvæði.“
Vilhjálmur sagði að sér væri
brugðið vegna framgöngu sumra í
umræðunni um hagvaxtaraukann.
Hann vitnaði í viðtal á Vísi.is í gær
við Eggert Þór Kristófersson, for-
stjóra Festar, sem rekur ELKO,
Krónuna og N1.
„Þar segir hann að það séu bara
tvær leiðir til að takast á við hækk-
anir vegna hagvaxtaraukans. Að
hækka vöruverð eða fækka starfs-
fólki! Þessi sami forstjóri fékk
launahækkun árið 2019 og fór úr 5,1
milljón upp í 6,1 milljón á mánuði og
fékk fimmfaldan bónus. Auk þess
hefur komið fram að Festi hafi árið
2020 skilað hagnaði upp á 2,3 millj-
arða. Einnig að velta Krónunnar
hafi aldrei verið meiri en á síðasta
ári og jókst hagnaðurinn um 22%.
Að koma svo nú og tala svona við
fólkið á gólfinu sem skapaði þennan
arð gerir það að verkum að mér er
gjörsamlega misboðið,“ sagði Vil-
hjálmur.
Hann sagði að Hagstofan gefi út í
mars 2022 hver hagvöxturinn er á
mann á þessu ári. Líklega geti hag-
vaxtaraukinn orðið á bilinu 8.000 -
10.500 krónur ofan á mánaðarlauna-
taxta kjarasamninga eða 6.000 -
7.875 krónur ofan á föst mán-
aðarlaun fyrir dagvinnu. „Þetta er
ekki að leggja íslenskt samfélag að
velli,“ sagði Vilhjálmur. Hann rifjaði
upp að skrifað hafi verið undir lífs-
kjarasamninginn 3. apríl 2019. Nú
líti út fyrir að ákvæði samningsins
um hagvaxtarauka virkist í fyrsta
skipti á samningstímanum. „Ég trúi
ekki öðru en að atvinnurekendur
hafi lesið samninginn sem var und-
irritaður fyrir þeirra hönd. Hann var
samþykktur af miklum meirihluta
aðildarfélaga Samtaka atvinnulífs-
ins.“
Vinnumarkaðurinn
þarf að sperra eyrun
- Verðbólgan er knúin að helmingi af húsnæðisliðnum
Morgunblaðið/Hari
Lífskjarasamningur Undirritun.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Vilhjálmur
Birgisson
Höskuldur Daði Magnússon
Ragnhildur Þrastardóttir
„Við erum byrjuð að útskrifa þessa
hópa sem komu í stórum stíl þegar
þessi bylgja byrjaði,“ segir Gylfi Þór
Þorsteinsson, for-
stöðumaður far-
sóttarhótela
Rauða krossins.
Staðan á far-
sóttarhótelunum
var þokkaleg í
gær að sögn
Gylfa. „Við erum
með 164 hjá okk-
ur núna. Þar af
eru 149 sem eru í
einangrun og 14 í
sóttkví en það eru foreldrar sem
hafa fylgt börnum sínum sem eru í
einangrun.“
Sem kunnugt er hefur mikið af
börnum og ungmennum greinst með
kórónuveiruna í þessari bylgju. Seg-
ir Gylfi að þess sjáist merki. „Það er
töluverður hluti af fólkinu sem er hjá
okkur börn. Þetta eru oftar en ekki
börn sem þurfa meiri eftirfylgni frá
barnaspítalanum. Svo eru hér líka
börn sem koma til okkar frekar en
að heilu fjölskyldurnar þurfi að fara
í sóttkví. Þá fórnar kannski annað
foreldrið sér og kemur með barninu
en hitt sér um afganginn af fjöl-
skyldunni.“
Vel sett næstu vikuna
Vika er nú síðan nýtt farsóttarhót-
el var opnað á Reykjavík Lights--
hótelinu við Suðurlandsbraut. Þar
eru 105 herbergi sem nýst hafa vel
að sögn Gylfa. „Það hótel er nánast
fullt hjá okkur en við höfum um leið
náð að losa aðeins á hinum tveimur,
Lind og Rauðará. Við erum þokka-
lega vel sett núna næstu vikuna
nema einhverjar hörmungar dynji
yfir,“ segir Gylfi. Hann segir að á
Akureyri hafi sömuleiðis bæst við
pláss til að taka á móti fleiri gestum.
Gylfi segir að þótt staðan á far-
sóttarhótelunum sé í jafnvægi séu
miklar annir þar og starfsfólk Rauða
krossins hafi í mörg horn að líta.
„Það eru á bilinu 20-30 manns sem
koma til okkar daglega og það er
nóg að gera,“ segir forstöðumaður-
inn.
Hyggst ekki herða aðgerðir
Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku
gildi innanlands fyrir rúmri viku.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
segir að eftir helgi verði hægt að
segja til um það hvort þær hafi borið
árangur. Sem stendur horfir hann
ekki til þess að herða sóttvarna-
aðgerðir hér innanlands.
„Mér finnst fólk almennt passa sig
mjög vel. Maður sér að grímunotkun
virðist vera orðin almenn. Ég veit að
fólk hefur verið að aflýsa alls konar
viðburðum sem það er að halda sjálft
eða afbóka komu sína á ýmsa við-
burði. Það er í sjálfu sér merki um
að fólk tekur þetta alvarlega og sér
að þetta er ekki búið og við erum
enn í baráttunni,“ sagði Þórólfur í
gær.
Mörg börn eru nú á farsóttarhótelum
- Staðan er „þokkaleg“ segir forstöðumaður farsóttarhótela - Þriðja hótelið í Reykjavík nánast fullt
- 164 gestir á hótelunum í gær, þar af 149 í einangrun - Enn koma 20-30 nýir gestir á hverjum degi
Morgunblaðið/Unnur Karen
Annir Hið nýja farsóttarhótel Reykjavík Lights var næstum fullt í gær.
Gylfi Þór
Þorsteinsson