Morgunblaðið - 19.11.2021, Side 27

Morgunblaðið - 19.11.2021, Side 27
KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Robert Turner skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna þegar liðið vann 87:73- sigur gegn Tindastól í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway- deildinni, í Mathús Garðabæjarhöll- inni í Garðabæ í sjöundu umferð deildarinnar í gær. Jafnræði var með liðunum framan af, allt þangað til í fjórða leikhluta, en þá náði Stjarnan mest átján stiga for- skoti, 80:62, og Tindastól tókst ekki að vinna upp forskot Stjörnunnar. Shawn Hopkings skoraði 16 stig og tók tíu fráköst fyrir Stjörnuna en Sig- tryggur Arnar Björnsson var stiga- hæstur í liði Tindastóls með 17 stig. Stjarnan er með 6 stig í áttunda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti, en Tindastóll er með 10 stig í fjórða sætinu, líkt og Grindavík, Þór frá Þorlákshöfn og Keflavík. _ Óvæntustu úrslit tímabilsins til þessa urðu á Ísafirði þegar Vestri vann fimmtán stiga sigur gegn topp- liði Grindavíkur. Leiknum lauk með 86:71-sigri Vestra en fyrirliðinn Nemanja Knezevic fór mikinn fyrir Vestra, skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst. Vestri leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 40:36, en það varð hins vegar algjört hrun í leik Grindvíkinga í fjórða leikhluta. Þeir skoruðu ein- ungis 8 stig í leikhlutanum, gegn 20 stigum Vestra. Julio Afonso skoraði 20 stig og tók þrettán fráköst fyrir Vestra en El- bert Matthews var stigahæstur Grindvíkinga með 19 stig. Vestri er með 4 stig í níunda sæt- inu, líkt og ÍR, en Grindavík er með 10 stig í efsta sætinu. _ Njarðvík er komið á beinu braut- ina eftir þrjá tapleiki í röð en liðið vann 110:105-sigur gegn nýliðum Breiðabliks í Ljónagryfjunni í Njarð- vík. Nicolas Richotti og Mario Mataso- vic fóru mikinn í sóknarleik Njarðvík- inga en þeir skoruðu báðir 23 stig og þá tók Matasovic ellefu fráköst í leiknum. Blikar leiddu í hálfleik, 63:53 en Njarðvíkingar skoruðu 30 stig gegn 17 stigum Breiðabliks í þriðja leik- hluta. Blikum tókst þrívegis að minnka forskot Njarðvíkur í tvö stig í fjórða leikhluta en lengra komust þeir ekki. Sinisa Bilic var stigahæstur Breiðabliks með 21 stig en Blikar eru með 2 stig í tíunda og þriðja neðsta sætinu. Njarðvík er hins vegar með 8 stig í sjötta sætinu. _ Sigvaldi Egill Lárusson fór á kostum fyrir ÍR þegar liðið vann stór- sigur gegn KR í TM-hellinum í Breið- holti. Leiknum lauk með 107:85-sigri ÍR- inga en Sigvaldi gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 stig, ásamt því að taka tíu fráköst. Varnarleikur KR-inga var ekki upp á marga fiska í leiknum en ÍR- ingar leiddu með sextán stigum í hálf- leik, 56:40 og KR-ingum tókst aldrei að snúa leiknum sér í vil. Tomas Zdanavicius skoraði 19 stig fyrir ÍR og Colin Pryor 18 stig, ásamt því að taka ellefu fráköst. Shawn Glo- ver var stigahæstur KR-inga með 22 stig og Þorvaldur Orri Árna- son skoraði 16 stig. ÍR er áfram í tíunda sæti deild- arinnar, tveimur stigum frá fall- sæti en KR er hins vegar í fimmta sætinu með 8 stig. Óvæntustu úrslit tímabilsins Morgunblaðið/Eggert Tilþrif Bandaríkjamaðurinn Robert Turner var stigahæstur í liði Stjörnunnar gegn Tindastól í Garðabæ í gær með 23 stig og níu fráköst. - Þriðji sigur Stjörnunnar kom gegn Tindastól - KR átti fá svör gegn ÍR „Það verður bara að koma í ljós hvað maður endist lengi í þessu,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson, margfaldur heims- og Evr- ópumeistari í réttstöðulyftu, í Dag- málum, frétta- og menningarlífs- þætti Morgunblaðsins. Júlían, sem er 28 ára gamall, byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur náð undraverðum árangri í íþróttinni á þeim tíma. Hann setti heimsmet í rétt- stöðulyftu á heimsmeistaramótinu í Dubai árið 2019 þegar hann lyfti 405,5 kg og er ríkjandi heims- methafi í greininni í dag. Þá var hann var útnefndur íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna sama ár en fimm sinnum hefur hann hlotið nafnbótina kraftlyft- ingamaður ársins. „Á meðan mér finnst þetta gam- an og ég get stundað íþróttina af krafti þá mun ég halda áfram að gera það,“ sagði Júlían. „Markmiðið er að verða heims- meistari í samanlögðum árangri og um það snýst þetta allt hjá mér í dag. Það er auðvitað ákveðin róm- antík sem felst í því að hætta á toppnum en það er enn þá róm- antískara, að mínu mati, að gera það ekki. Á sama tíma á maður bara að hætta þegar maður er sjálf- ur tilbúinn og ég er klárlega ekki kominn á þann stað,“ sagði Júlían. Ætlar að verða heimsmeistari Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sterkur Júlían J. K. Jóhannsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2019. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 _ Amanda Andradóttir, leikmaður norska knattspyrnufélagsins Våler- enga og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin besti ungi leikmað- urinn hjá félaginu. Amanda er aðeins 17 ára gömul og verður 18 ára í des- ember en hún lék 15 leiki með Våler- enga á tímabilinu og skoraði fjögur mörk. Þá lék hún sína fyrstu A- landsleiki í haust þegar hún kom inn á sem varamaður gegn Hollandi í sept- ember og lék allan leikinn gegn Kýpur í október í undankeppni HM á Laug- ardalsvelli. _ Knattspyrnumaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson, 14 ára leikmaður ÍA, er á leið til danska úrvalsdeildarfélags- ins Köbenhavn þar sem hann mun æfa á reynslu. Eldri bróðir hans, hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann Jóhann- esson, er á mála hjá félaginu. Þeir bræður eru synir Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs ÍA og fyrrverandi atvinnu- og landsliðs- manns. Alls eru fjórir Íslendingar á mála hjá Köbenhavn en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson samnings- bundnir Köbenhavn. Þá leikur Andri Fannar Baldursson með liðinu á láni frá Bologna á Ítalíu. _ Helgi Sigurðsson hefur verið ráð- inn þjálfari 2. flokks Fjölnis í knatt- spyrnu karla. Helgi lét af störfum sem þjálfari ÍBV eftir að hafa stýrt Eyja- mönnum upp í úrvalsdeildina að nýju í haust. Orðrómur var uppi um að Helgi myndi taka við 2. flokki Fjölnis og einnigstýra venslaliði Fjölnis, Vængj- um Júpiters, í 4. deildinni en sá orð- rómur reyndist ekki á rökum reistur. _ Sadio Mané, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er klár í slaginn um helgina þegar liðið tekur á móti Arsenal í ensku úrvals- deildinni á Anfield í Liverpool á laug- ardaginn. Þetta staðfesti Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, á blaða- mannafundi í gær. Fyrirliðinn Jordan Henderson og Andy Robert- son eru báðir í kapphlaupi við tímann að ná leiknum en þeir meiddust báðir í lands- leiksverkefnum í ný- liðnum lands- leikjaglugga. Klopp staðfesti hins vegar að þeir Joe Gomez, James Milner, Naby Keita og Roberto Firmino muni allir missa af leiknum á laugardaginn vegna meiðsla. Eitt ogannað MEISTARADEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðablik tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar þegar liðið tók á móti Kharkiv frá Úkraínu í B-riðli Meist- aradeildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær. Yuliia Shevchuk sem kom Khar- kiv yfir á 42. mínútu eftir laglega skyndisókn og Olha Ovdiychuk inn- siglaði sigur Kharkiv á 74. mínútu þegar hún slapp ein í gegn en hún lyfti boltanum snyrtilega yfir Telmu Ívarsdóttur í marki Blika og lokatöl- ur á Kópavogsvelli því 2:0, Kharkiv í vil. Eftir frábæra byrjun Breiðabliks í Meistaradeildinni gegn Frakk- landsmeisturum París SG hefur hallað undan fæti hjá liðinu og því hefur einfaldlega ekki tekist að finna taktinn enda keppnistímabilinu hér heima löngu lokið. Agla María Albertsdóttir var besti leikmaður Blika í gær og bjó til hættulegustu færi íslenska liðsins en samherjum hennar tókst ekki að koma boltanum í netið. Blikar voru einfaldlega of varn- arsinnaðir í leiknum og hefðu ef til vill mátt leggja mun meira púður í sóknarleikinn. Þær hefðu líka mátt mæta mótherjanum framar á vell- inum enda höfðu þær engu að tapa, sitjandi í neðsta sæti riðilsins. Úrslitin þýða að Breiðablik er áfram í neðsta sæti B-riðils með 1 stig. París SG er öruggt með sæti í útsláttakeppninni og efsta sæti rið- ilsins en Real Madrid og Kharkiv há harða baráttu um annað sætið. Hallað undan fæti hjá Blikum - Breiðablik bíður enn þá eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni Morgunblaðið/Eggert Tilfinningar Bakvörðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tap Breiðabliks í Meistaradeildinni í gær. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Þorlákshöfn: Þór Þ. – Þór Ak. ............. 18.15 Blue-höllin: Keflavík – Valur............... 20.15 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – ÍA .................................. 18 Höfn: Sindri – Skallagrímur................ 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Álftanes .............. 19.15 Flúðir: Hrunamenn – Hamar.............. 19.15 Ásvellir: Haukar – Höttur ................... 19.30 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – Fram................ 19.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Set-höll: Selfoss U – Afturelding U .... 18.30 Ásvellir: Haukar U – ÍR ........................... 20 Dalhús: Vængir J. – Fjölnir................. 20.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.