Morgunblaðið - 22.11.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 22.11.2021, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 an að hitta hana og ég minnist þess tíma ætíð með þakklæti þegar hún tók mig í fóstur inni í Njörvasundi. Þorsteinn G. Þórhallsson. Ljósmynd af þremur ungum konum með börnin sín lítil kem- ur upp huga minn, tekin á björt- um sumardegi. Þar eru þær frænkurnar Bidda, Dumma og Jónína. Dætur systkinanna Guðnýjar og Sigfúsar Berg- mann, úr Bentshúsi í Flatey, þar sem þau systkinin höfðu al- ist upp og bjuggu síðar með fjölskyldum sínum. Frænkurnar fylgdust að gegnum lífið og nú er Jónína kvödd síðust þeirra. Þær áttu góðar minningar um æskuárin í Flatey sem þær rifjuðu oft upp. Þær mundu eyj- una þegar þar var enn iðandi mannlíf og allar leiðir lágu í Flatey meðan samgöngur voru enn á sjó. Á stríðsárunum urðu breytingar á högum fjölskyldu Guðnýjar sem flutti suður til Reykjavíkur. En það liðu ekki mörg ár þar til Jónína var kom- in suður til náms og bjó þá hjá þeim. Þær festu allar ungar ráð sitt og eignuðust börn um svip- að leyti. Jónína giftist Jóni og samgangur fjölskyldnanna var alltaf mikill meðan allar lifðu. Tónlistin var ríkur þáttur í lífi Jónínu sem nam píanóleik frá unga aldri og það var söng- urinn sem tengdi þær frænkur allt frá barnsaldri. Þær rifjuðu oft upp þegar þær litlar sátu saman á Bökkunum og sungu sér til dægrastyttingar og það kom fyrir að þær tróðu upp á samkomum eyjaskeggja. Byggðin í Flatey lagðist af upp úr miðri síðustu öld. For- eldrar Jónínu voru með þeim síðustu sem fluttu þaðan og þá rofnuðu tengslin við eyjuna um tíma. En Bentshúsið stóð og upp úr 1970 tóku gamlir Flat- eyingar að snúa aftur. Systkinin á efri hæðinni, Jónína og Hall- björn, og systurnar á þeirri neðri, Lauga, Birna og Dumma, eyddu mörgum sumrum við endurbætur á Bentshúsinu og endurnýjuðu tengslin við æsku- stöðvarnar og bernskuvini. Það var oft glatt á hjalla að loknu dagsverki, sest undir húsvegg og sungið og Jónína lék undir á harmoniku. Það var ekki bara sungið í Flatey, því frændsystk- inin og aðrir gamlir Flateyingar héldu um árabil vetrarhátíð í bænum. Þar var Jónína í lyk- ilhlutverki, stjórnaði sönghóp sem æfði heima hjá henni á Sel- brautinni og hún lék undir á píanó. Þau voru jafnan nefnd í sömu andrá, Jónína og Jón. Sumarið 1966 dvaldi ég hjá þeim á Blönduósi sem barnfóstra sona þeirra. Jón var á þessum árum þingmaður og fjölskyldan tók sig upp um vorið til að eyða sumrinu í kjördæminu. Jónína setti upp bú í snatri og við tóku miklar annir því eiginkona þing- mannsins hafði mikilvægu hlut- verki að gegna. Margir áttu er- indi við þingmanninn og Jónína sá um að allir fengju einhverja hressingu. Svo var farið vítt og breitt um kjördæmið, þingmað- urinn, eiginkonan, drengirnir og barnapían. Þá kom sér vel að Jónína átti ættir að rekja í báð- ar Húnavatnssýslurnar og hún átti því frændfólk víða um sveit- ir. Þegar Jón hlaut góða kosn- ingu árið eftir voru frænkurnar ekki í vafa um að þar ætti Jón- ína stóran hlut að máli. Jónína var glaðvær kona, fróð og stál- minnug. Hún var frændrækin og henni var umhugað um fólkið sitt. Þegar eitthvað bjátaði á kom hún til hjálpar og lagði gott til þegar á þurfti að halda. Við systkinin, börn Dummu, minnumst góðrar frænku og sendum frændum okkar og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Guðný Gerður Gunnarsdóttir. ✝ Björg Gunn- arsdóttir fædd- ist 11. mars 1964 í Reykjavík. Hún lést 10. nóvember 2021 í faðmi fjöl- skyldunnar. For- eldrar hennar eru Inga Dagný Malm- berg, f. 1944, gift Halldóri Ólafssyni og Gunnar St. Ólafsson, f. 1945, kvæntur Helgu Pálínu Brynj- ólfsdóttur. Systkini Bjargar eru Ólafur Einar Gunnarsson, f. 1969, og Hrefna Rún Gunn- arsdóttir Malmberg, f. 1973. Eiginmaður hennar er Frið- rik Aspelund, f. 1962 á Ísafirði. Börn Bjargar eru: 1) Salka Rún Sigurðardóttir, f. 1984, sambýlismaður hennar er Stef- án Hjaltalín Vilbergsson og eiga þau saman soninn Garðar Steingrím, f. 2012, en fyrir á Stefán dótturina Sögu Júlíu, f. 2000. 2) Valgerður Friðriks- dóttir Aspelund, f. 1986, sam- býlismaður hennar er Even Rosenlund og eiga þau saman Björg lauk B.Sc. í landa- fræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og hóf doktorsnám við sama háskóla árið 2002. Um- hverfismál voru henni alltaf ofarlega í huga. Björg starfaði hjá Vesturlandsskógum um skeið og sem umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar lengst af sinn- ar starfsævi. Hún hóf störf sem framkvæmdastjóri Garð- yrkjufélags Íslands á útmán- uðum 2015 en veiktist skömmu síðar. Björg lauk jóganámi og kenndi jóga í Borgarbyggð. Þá tók hún þátt í að stofna Vinstri hreyfinguna – grænt framboð í Vesturlandskjördæmi og var virk alla ævi í ýmsum fé- lagsstörfum. Björgu má helst lýsa sem fé- lagslyndri, fjölskyldurækinni og umhverfisverndarsinna sem naut mest góðra stunda úti í náttúrunni með börnum og barnabörnum. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 22. nóvember 2021, kl. 13. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf við komu í kirkjuna samkvæmt sóttvarnalögum. Streymt verður frá athöfn- inni: https://youtu.be/5iNKddlfksY Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat tvö börn, Steinunni Eiri, f. 2016, og Magnús Björgvin, f. 2019. 3) Gunnar Ingi Friðriksson Aspelund, f. 1991, sambýliskona hans er Guðmunda Þóra Jónsdóttir og eiga þau saman soninn Viktor Mána, f. 2021. Björg ólst upp í Reykjavík með viðkomu í Þrándheimi og Ólafsfirði. Björg hóf sambúð með Friðriki árið 1985. Hún lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1986. Árið 1988 fluttu Björg og Friðrik ásamt dætrum til Finnlands. Þar stundaði hún nám í finnsku og norrænum bókmenntum við Háskólann í Helsinki þar til sonur þeirra, Gunnar Ingi, fæddist. Fjölskyldan bjó í Finn- landi til ársins 1994. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og þaðan á Hvanneyri tveimur ár- um síðar, þar sem þau hafa bú- ið síðan. Þegar Björg kom inn í fjöl- skylduna, ung að árum með Sölku litlu nokkurra mánaða, var eins og þær hefðu alltaf verið hluti af fjölskyldunni og hún allt- af verið við hlið bróður míns. Við kunnum strax vel við Björgu með sitt rólynda fas en jafnframt með sína sterku og góðu nærveru. Hún var hugsjónamanneskja sem hafði mikið að segja og kenna, var eldklár og átti auðvelt með að sjá málin frá öðrum hlið- um. Hún var með sterkar skoð- anir og lifði samkvæmt þeim. Björg var náttúrubarn fram í fingurgóma, var á undan sinni samtíð varðandi umhverfis- og náttúruverndarmál og farin að hugsa um umhverfismál löngu á undan okkur hinum, var í raun frumkvöðull í þeim efnum. Lífs- gæðakapphlaup og hlutasöfnun var mjög fjarri lífsviðhorfi henn- ar og þeirra hjóna. Nýtni með virðingu fyrir náttúrunni var þeirra lífsstíll alla tíð. Þetta er sá lífsstíll sem fleiri í dag eru og ættu að tileinka sér fyrir jörðina og komandi kynslóðir. Margar góðar minningar um þessa einstöku konu og góðu fyr- irmynd koma upp í hugann. Þá hæst ber að sjá hana í móður- og ömmuhlutverkinu sem hún elsk- aði. Gangandi eða iðkandi jóga úti í náttúrunni, náttúrubarn sem hluti af náttúrunni, dansandi af innlifun í veislum í litríkum fal- legum fatnaði og svo margt, margt fleira. Mikið eigum við eftir að sakna þín elsku Björg. Erum þakklát fyrir allar góðu minningarnar og að hafa fengið að hafa þig í lífinu okkar í öll þessi ár sem hefðu mátt vera miklu fleiri. Mikill er missir fjölskyldunnar og bróður míns að missa sinn góða lífsföru- naut og sinn besta vin. Takk fyrir samfylgdina elsku Björg. Helga Aspelund. Björg kom inn í líf okkar á svipuðum tíma en þó með ólíkum hætti. Líklega voru það samt svipaðir hlutir í fari hennar sem vöktu forvitni okkar og athygli. Yfir henni var einhver ró og þroski og hún virtist ekki of upp- tekin af því að falla inn í eitthvert fyrirframgefið eða ímyndað mynstur eins og unglingum er gjarnt. Björg, fallega og vitra vinkona okkar. Björg, örlagadís- in okkar, sem leiddi okkur saman þótt á óbeinan hátt væri og valdi með okkur okkar fyrstu íbúð og þar með hverfið sem við höfum búið í allar götur síðan. Minning- arnar sem við eigum um Björgu, saman eða hvort í sínu lagi, eru óteljandi. Björg og Biggi við Heklurætur í upphafi goss árið 1980. Björg, Eygló og Unnur á ferðalagi um Evrópu árið 1982 og í Skotlandi mörgum árum síðar. Björg í Bakkaseli, Björg í Hafn- arfirði með Sölku unga, Björg og Friðrik í Hátúni, á Hvanneyri með fallegu börnin þrjú, fjarsjóð- inn sinn. Björg að dansa, dillandi hláturinn, fallega brosið. Súpan hennar Bjargar, krækiberja- líkjör, heimabakað brauð, bóka- klúbbur, skapandi samræður, dásamlegi garðurinn. Stundir með Björgu í hægum takti, hröð- um takti, margar og ólíkar. Allar eru þær dýrmætar. Samgangurinn var stundum mikill og stundum minni eins og gengur í kaflaskiptu lífi en með tímanum þroskaðist vináttan og styrktist eins og strengur sem tíminn einn vefur. Barnagælan Björg eignaðist börn sín ung og svo loks þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn vildum við halda í þá fallegu hefð sem annað okkar hafði vanist frá Færeyjum – að velja vandlega guðforeldri sem héldi barninu undir skírn. Beinast lá við að fá Björgu í það hlutverk þótt hún hefði sjálf ákveðið á sínum tíma að fermast ekki, sem þá þótti nokkuð róttæk ákvörðun en svo lýsandi fyrir staðfestu og sjálfstæða hugsun Bjargar. Við höfum líka oft bros- að að því síðan að kristilega upp- eldið heppnaðist ekki betur en svo að viðkomandi barn fermdist borgaralega og sagði sig seinna meir úr þjóðkirkjunni. En þessi gjörningur snerist í okkar huga meira um einlæga vináttu en trú. Björg var litríkari og marg- brotnari persónuleiki en svo að dregin verði upp fullnægjandi mynd af henni með nokkrum orð- um enda einhvern veginn ekki í hennar anda. En kannski er það satt sem sagt er að kjarni hverrar manneskju komi best í ljós við áföll eða veikindi. Að fylgjast með Björgu takast á við veikindi sín hefur verið kennslustund fyrir okkur hin í æðruleysi og styrk. Og nú hefur hún kvatt okkur allt of snemma og tilveran ögn grárri og fölari. En Björg lætur eftir sig ríkidæmi, eignaðist þrjú dásam- leg börn og barnabörnin eru orð- in fjögur. Megi allar góðar vættir styrkja þau, systkini, foreldra, tengdamóður, tengdabörn og hann Friðrik, sem gjarnan gekk undir nafninu Friðrik hennar Bjargar og stóð svo þétt við hlið hennar í veikindunum. Elsku Björg. Daginn sem þú kvaddir settist haustsólin svo tignarlega við hafflötinn. Eins og hún væri þarna fyrir þig og kall- aðist á við kjarnann í þér; frið- söm, skapandi, staðföst og hlý. Þannig munum við minnast þín. Takk fyrir allt. Unnur og Birgir. Kæra Björg, takk fyrir sam- fylgdina, samræðurnar, ferðalög- in og þinn gagnrýna og skarpa huga. Það var yfir þér kyrrð en á sama tíma ólgandi líf. Þessir eig- inleikar birtust á margan hátt, kyrrðin varð að festu, bein- skeytni og gagnrýni t.d. á þjóð- félagsmálin. Þú varst langt á undan okkur flestum í umhverfismálum og hafðir sterka sannfæringu fyrir gildi náttúruverndar. Fallegi garðurinn ykkar Friðriks þíns á Hvanneyri sem þið ræktuðuð upp og þú teiknaðir og hannaðir sýndi sköpun og tilfinningu fyrir jafn- vægi og fegurð. Það eru nokkur ógleymanleg ferðalög með þér eða til þín, göngur og ferðir um hálendi Ís- lands og borgarferðir til útlanda. Þú hafðir gaman af ferðalögum, mannamótum og gleði, varst góð- ur ferðafélagi, bókhneigð og fróð. Þrátt fyrir erfið veikindi síð- astliðin ár sýndirðu mikið vilja- þrek, ásettir þér að nýta hverja stund og vinna að því að halda heilsu. Þú bjóst yfir miklu jafn- vægi elsku Björg og það var stutt í hláturinn. Fjölskyldan þín var þér mjög hjartfólgin og þeirra missir er ólýsanlegur. Nú er jarðvistinni þinni lokið og við minnumst þín. Góða ferð kæra vinkona. Eygló. Við sem þetta ritum minnumst Bjargar Gunnarsdóttur með trega og þakklæti. Við áttum þátt í því að undirbúa stofnun fólk- vangs í Einkunnum 2006, og eftir stofnunina vorum við saman í nefnd Borgarbyggðar um fólk- vanginn. Þá var Björg umhverf- isfulltrúi sveitarfélagsins. Hún studdi nefndarstarfið af alhug, var í raun framkvæmdastjóri okkar. Okkur þótti eintaklega ljúft að starfa með henni. Hún var einlægur náttúruverndar- sinni, áhugasöm, glaðlynd og úr- ræðagóð. Vinnu sína batt hún ekki við skrifstofu sína; var hve- nær sem þurfti reiðubúin að fara á vettvang Einkunna til yfirlits og ákvarðana. Blessuð sé minning Bjargar Gunnarsdóttur. Eftirlifandi eig- inmanni, Friðriki Aspelund, og fjölskyldu þeirra vottum við sam- úð okkar. Hilmar Már Arason, Finnur Torfi Hjörleifsson. Björg Gunnarsdóttir Sigga föðursystir var mamma númer tvö og staðgengill ömmu í borginni. Hjá henni var alltaf opið hús, hlýja, gleðihlátur, köku- ilmur og góðgæti. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að fara sjálf í heimsókn á Kambsveginn, það urðu fagnaðarfundir, spjall við matarborðið og hún settist hjá okkur á meðan ég drakk mjólk- ina og kjamsaði á góðgætinu sem hún bar í mig. Svona já, aðeins meira, henni líkaði þegar maður tók til matar síns. Binna sat á móti mér, við kímdum, handviss- ar um að í dag gerðust ævintýri, niðri í Vatnagörðum. Sigga stóð yfir okkur og lagði lífsreglurnar, ekki fara í sjóinn og alls ekki klifra í klettunum! Sigga og Mar- teinn bjuggu lengst af á Kambs- veginum en síðar meir í Neðsta- leiti, ég var svo heppin að fá að vera heimagangur á báðum stöð- um. Ég fæddist daginn eftir 31. afmælisdaginn hennar, 6. mars, Sigríður Ársælsdóttir ✝ Sigríður Ár- sælsdóttir fæddist 6. mars 1926. Hún andaðist 8. nóvember 2021. Hún var jarðsett 19. nóvember 2021. þá daga áttum við saman. Hún eignað- ist Binnu, vinkonu mína, 10 dögum síð- ar og það batt okkur enn sterkari bönd- um. Sigga dáðist að mér og hrósaði oft í hástert. „Ég var að hringja í útvarpið, þeir voru að biðja um tilnefningar, mann ársins, ég benti þeim á þig!“ „Nei, hættu nú alveg frænka sæl, þú ert ekki með öllum mjalla!“ Svo hlógum við. Á sumrin kom Sigga með stelpurnar sínar til ömmu í Bakkakoti en þar vorum við syst- ur fyrir og mikill var fyrirgang- urinn. Sigga stóð vaktina í eld- húsinu alla daga og það hvein í hrærivélinni. Það var einn slíkan dag sem hún nánast hneig niður við eldhúsgluggann og hrópaði á Jón bróður sinn eftir hjálp, barn- ið væri í hættu uppi á súrheys- turni, það blasti við glókollur og bar við himin! Síðar meir horfði hún stundum á mig af þunga þegar hún minntist þessa dags, hafði hreinlega haldið að ég myndi deyja. Gúggala, súggala, dú! hljómaði stundum síðla dags í sveitinni þegar Sigga söng út í loftið að til- kynna að Vatnahundurinn væri kominn á stjá! Það þýddi að við Binna hentumst frá öllum leikj- um og vorum snöggar heim. Hún fór með okkur keyrandi um sveitina, að hjálpa til á bæjum eða fara að Skúmsstöðum að hitta Gurru systur sína, það var kært með þeim systrum og þær voru mínar kvenhetjur í uppvext- inum, þessar elskur. Veislurnar á Kambsvegi voru margar og þær héldu áfram í Neðstaleiti, gamlárskvöldin, skírnirnar og afmælin, já, þau voru gestrisin Sigga og Marteinn og alltaf var eins og það hefði einmitt verið beðið eftir mér þeg- ar ég kom í heimsókn. „Mig dreymdi þig í nótt,“ átti hún til að segja og faðmaði mig. Hún bar hag minn alltaf fyrir brjósti, út- vegaði mér vinnu eða gaukaði að mér aur, mér veitti nú ekki af þessu smáræði! Hún og mamma hittust síðast fyrir Covid, hlógu saman, þurrk- uðu hvarmana í gleði og hölluðu síðan saman höfðum sínum með lokuð augu í augnablik, kjarna- konur í blíðu og stríðu. Pabbi, litli bróðir, kvaddi of snemma, Sigga var honum stoð og stytta, hélt veislu fyrir dætur okkar Binnu, pabbi hélt Katerínu Ingu undir skírn í Neðstaleiti og kvaddi litlu síðar. Við Sigga hitt- umst á Eir og föðmuðumst í síð- asta sinn. Elsku frænkur mínar og af- komendur, innilegar samúðar- kveðjur frá okkur mömmu. Ingibjörg Ingadóttir. Ástkær sonur minn, bróðir okkar og frændi, GUNNAR SIGURGEIRSSON, lést á heimili sínu Skógarbæ þriðjudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 13. Vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana verður útförinni streymt beint af vefnum. Jóhanna Gunnarsdóttir Þórdís Sigurgeirsdóttir Vermundur A. Sigurgeirsson Arnar Geir Jónasson Hanna Rún Jónasdóttir Kveðja. Hljóðum skrefum vegaslóð á enda geng. Heyri síðustu tóna dagsins fjara út. Stíg inn í svala huliðsslæðu örlaganna. Svalt húmið blikar í þögninni. Strýkur vanga blær hins óborna dags. (V.S.) Valgarður Stefánsson. Annmar Arnald Reykdal ✝ Arnald Reykdal fæddist 30. október 1938. Hann lést 12. október 2021. Útför hans fór fram 25. október 2021.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.