Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 ✝ Jón Krist- insson fæddist á Norðfirði 10. janúar 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans 26. október 2021. Foreldrar hans voru Kristinn Ív- arsson, f. 1898, d. 1973, og Sig- urbjörg Þorvarð- ardóttir, f. 1900, d. 2005. Hann var næstyngstur átta systkina en eitt dó í fæð- ingu. Þau voru Kristín, f. 16. júlí 1921, d. 22. apríl 2015, Hermann, f. 1922, d. 2015, Ív- ar, f. 1925, d. 1992, Anna Mar- grét, f. 1927, d. 1989, Þór, f. 1928, d. 2015, og Hörður, f. 1933, d. 1954. Jón kvæntist Þórhöllu Sveinsdóttur, f. 6. maí 1931, d. 8. maí 2019, á sjómannadag- inn, 2. júní 1956. Dætur þeirra eru: 1) Ragnhildur, f. 20.12. 1954. Börn Ragnhildar og fv. eiginmanns hennar, Valdemars Jónssonar, f. 1956, d. 2008, eru Þórhallur, f. 1977, d. 1982, Arnaldur Kári, f. 1979, og Silja, f. 1983. Börn Silju og fyrrverandi eiginmanns henn- ar, Þrastar Hrafnkelssonar, f. 1978, eru Kamilla Klara, f. ur Sigríður Jónsdóttir, f. 2016. Stjúpbörn hennar eru Júlía Mekkín Guðjónsdóttir, f. 2008, og Egill Kári Guðjónsson, f. 2013. Jón gekk í barnaskólann á Norðfirði en níu ára gamall hóf hann sitt sjómannsstarf sem hann átti eftir að helga líf sitt, fyrst með föður sínum á línuveiðum á opinni trillu. Þrettán ára lauk hann barna- skólanáminu og réð sig á úti- legubát hjá vandalausum. Árið 1946 réð hann sig svo sem messagutta á varðskipinu Ægi og vann sig hægt og rólega upp metorðastigann. Tvítugur fór hann í sína fyrstu sjóferð á millilandaskipinu Bláfelli þar sem hann safnaði sjóferða- tímum þar sem hugur hans stóð til frekara náms. Árið 1956 lauk hann prófi frá Stýri- mannaskólanum, þá 24 ára að aldri. Lengst af sínum starfs- ferli sem fullorðinn maður vann Jón hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga á Fell- unum. Í fyrstu sem stýrimaður en lengst af sem skipstjóri og sigldi hann í því starfi um öll heimsins höf. Jón lét af far- sælli sjómennsku árið 1997, þá 65 ára að aldri. Síðustu fimm starfsárin vann hann á skrif- stofu Samskipa við höfnina í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 2008, og Valdemar Kató, f. 2011. Sam- býlismaður Silju er Gunnar Páll Leifsson, f. 1978. Stjúpbörn hennar eru Elísa Margrét Gunnarsdóttir, f. 2009, og Sindri Gunnarsson, f. 2013. 2) Brynhild- ur, f. 12.6. 1962. Börn Brynhildar og fv. sambýlismanns hennar, Óskars Karlssonar, f. 1954, eru Jón, f. 1981, Arna, f. 1984, og Alexander Ágúst, f. 1993. Börn Jóns og sambýliskonu hans, Thelmu Gunnarsdóttur, f. 1984, eru Logi, f. 2008, Auð- ur Alice, f. 2012, og Jón Úlfur, f. 2017. Börn Örnu og sam- býlismanns hennar, Magnúsar Edvardssonar, f. 1982, eru Aníta Marín, f. 2013, og Edv- ard Aron, f. 2017. Alexander Ágúst er í sambúð með Evu Dögg Davíðsdóttur, f. 1994. 3) Sigríður Haraldsdóttir (fóst- urdóttir), f. 19.11. 1952, í sam- búð með Magnúsi Halldórs- syni, f. 1955. Dóttir Sigríðar er Guðrúnhalla Daníelsdóttir, f. 1984, í sambúð með Guðjóni Þorkelssyni Gíslasyni, f. 1981. Dóttir Guðrúnarhöllu er Unn- Við fráfall Jóns míns birtast minningar, hlýjar og gefandi, um góðan mann, innileg samskipti og væntumþykju. Við sem eftir lifum og söknum hans finnum að nú eru þáttaskil í lífinu sem verður aldrei aftur eins. Þær góðu stundir sem ég og við mæðgur áttum með honum eru nú sem dýrmætar perlur. Fyrstu minningarnar eru frá Snorra- brautinni þegar við Agga vorum litlar og ég man ekki eftir öðru en að þá hafi alltaf verið gaman. Hann og Halla alltaf svo ást- fangin og þegar hann kom í land var eins og jólin væru að koma. Halla búin að pússa allt og þrífa og hann kom með alls kyns „gúmmelaði“ og gjafir. Bidda fæddist á Snorrabrautinni og heillaði pabba sinn og okkur öll upp úr skónum. Stuttu síðar fluttu þau á „Fífó“ og bjuggu sér þar fallegt heimili þar sem mér finnst í minningunni alltaf hafa verið sól og gleði. Jón og Halla að stússa í garðinum þegar hann var í landi en annars sá hún um alla hluti þegar hann var á sjón- um. Þau keyptu efri hæðina og síðar allt húsið en fyrstu níu árin bjuggu Didda, systir Höllu, og Gummi á neðri hæðinni ásamt börnum sínum. Þau gjörbreyttu og ræktuðu garðinn og þar var sko líf og fjör. Þá var sko gaman að lifa. Jón lifði viðburðaríku lífi. Hann hélt reisn sinni fram á síð- asta dag og var með allt á hreinu. Guðirnir voru Jóni örlát- ir og gáfu honum marga góða eiginleika í vöggugjöf. Hann var einstakur, glæsilegur, vel gefinn, traustur og hlýr. Hann ólst upp við vinnusemi sem var honum í blóð borin og það var unun að sjá hann vinna, hann gekk sko ekki að neinu með hangandi hendi. Hann var handlaginn og listrænn og byrjaði að mála myndir sem barn. Hann var framúrskarandi kokkur og nú loka ég augunum og læt mig dreyma um veisluborð á Fífó hjá honum og Höllu fóstru minni. Það var sama hvað var á borðum allt smakkaðist dásamlega, hvort sem það var svartfugl, söltuð svið eða afabollurnar frægu sem við öll elskum og gætum hugsað okkur að hafa í jólamatinn. Svo ekki sé minnst á hrísgrjónagrautinn á fimmtu- dögum og hann grillaði líka dýr- indis steikur og alls konar ásamt Höllu sinni. Hann hafði góða nærveru og það var gott að tala við hann, sérstaklega í einrúmi. Síðast en ekki síst var hann ein- stakur afi og átti hann sérstakt samband við barnabörnin sín og langafabörnin. Guðrúnhalla mín elskaði hann og ömmu sína út af lífinu og það ekki að ástæðu- lausu, eins mikinn áhuga og væntumþykju og hann og þau sýndu henni. Fyrir það er ég að eilífu þakklát. Elsku Jón minn, þessi jörð er svo miklu fátækari án þín. Þín er sárt saknað. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín fósturdóttir, Sigríður Haraldsdóttir. Elsku pabbi minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig. Maður er aldrei tilbúinn, en ég má samt vera glöð að hafa fengið að eiga þig svo lengi. Við vorum búin að vera svo mikið saman sérstaklega síðustu árin, eftir að mamma fór á hjúkrunar- heimilið. Og síðan fórst þú í opna hjartaaðgerð sem þú að sjálf- sögðu komst í gegnum með glæsibrag, eins og allt sem þú gerðir. Það var yndislegt að fylgjast með þér í allri þeirri um- mönnun til mömmu sem lést í maí 2019. Ég var heppin lítil pabbas- telpa sem fékk að þvælast með þér til allra heimsins hafna frá fimm ára aldri ekki leiðinlegt það. Eins man ég hvað það var spennandi að taka á móti þér niðri á bryggju, við mamma bið- um spenntar eftir að landgang- urinn væri settur niður og við fengum að fara fyrstar um borð. Seinna meir var ég svo heppin að fá að vinna með þér tvö sum- ur á Skaftafellinu, en þar naut ég engra forréttinda að vera dóttir þín nema síður sé. Ég vil minnast á fimmtudags- hittinginn til margra ára þar sem við fjölskyldan komum sam- an í grjónagraut og „alles“ hjá ykkur mömmu, það var yfirleitt mjög mikill hávaði og allir að reyna að hafa orðið, enda er þessi fjölskylda ekki þekkt fyrir að tala á lágu nótunum, og of- bauð þér stundum hávaðinn. Pabbi, þú varst svo ólíkur mörg- um mönnum af þinni kynslóð. Þú var svo mikill húskarl, þó sér- staklega eftir að þú komst í land. Þú eldaðir, bakaðir, gerðir kæfu, rúllupylsu og bestu fiski- bollur í heimi. Og ekki má gleyma því að svo settir þú líka alltaf rúllur í hárið á mömmu. Elsku pabbi minn, ég gæti endalaust haldið áfram að telja allt upp sem okkur hefur farið á milli, það er skrítið að hringja ekki í þig alla morgna, spila ekki lengur, borða ekki saman, koma við og horfa á fréttirnar og fleira og fleira. Ég sakna þín ótrúlega mikið og ylja mér við allar minn- ingarnar og ekki síst síðustu dagana þegar mér fannst við ná svo vel saman og ég var svo stolt af að hafa átt þig. Elska þig pabbi minn, takk fyrir allar dýrmætu samveru- stundirnar og lífið sem þú gafst mér og knúsaðu mömmu fast frá mér. Þín dóttir, Brynhildur. Við afi áttum svo margar ynd- islegar stundir saman undanfar- in ár. Það er erfitt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri, en svona er lífið sagði afi stundum. Minning þín og minningar þess- ara stunda munu fylgja mér og okkur í fjölskyldunni alla ævi. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín á Fífó, sem var oft á tíðum eins og mitt annað heimili. Eftir að hafa gengið inn og kall- að hæ mætti manni: „Nei ert þetta þú elskan“ og svo beið manns gott knús og hlýja hjá þér. Betri stoð og vin er ekki hægt að hugsa sér. Það var margt sem við bröll- uðum saman, allt frá því að sötra kaffi og spjalla um daginn og veginn, brasa eitthvað í skúrnum eða laga til í garðinum og húsinu. Þegar komið var að grasslætti, þá fylgdist afi með af tröppunum eða innan úr glugga og þegar verkinu var lokið þá spurði afi: „Ertu búinn? … Þetta var ekki lengi gert.“ Síðan horfði hann á klukkuna og sagði hversu margar mínútur fóru í verkið. Hjá þér var besti kaffibollinn í bænum og jú, besta veðrið! Oft var ég heppinn að fá að vera hjá þér í mat, í fisk á mánudögum, grjónagraut á fimmtudögum og ef maður var heppinn að hitta inn á laugardagsmatinn þá var sko veisla. Ef vel hafði gengið og við afi sáttir eftir laugardaginn, þá var jafnvel deilt einum víking á milli okkar og skálað fyrir til- verunni. Eftir góðan kvöldmat var ekkert meira kósí en að setj- ast saman yfir fréttirnar og jafn- vel dotta smá. Svo notaleg var stundin að maður vildi helst aldrei standa upp og fara heim. Svona hlý og góð var nærvera þín. Í lok dags fór afi í gluggann eða út á tröppur meðan bakkað var úr heimkeyrslunni og veifaði hlýlega á eftir manni þegar keyrt var af stað út götuna. Afi hugsaði svo vel um sína! Algjör stoð og traustur vinur! Sagði skemmtilegar sögur af sínum ævintýraferðum um öll heimsins höf. Afi var ráðagóður, hlýr, handlaginn og góður húm- oristi. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða og koma með brilljant ráð, hvatningu, ást og stuðning. Takk fyrir öll árin saman, elsku afi! Ég sakna þín ofboðs- lega mikið! Þitt afabarn, Alexander. Elsku besti afi minn. Ég á enn erfitt með að trúa því að þú sért raunverulega floginn yfir í sum- arlandið. Eftir stöndum við í sorginni og þakklætinu yfir öll- um dýrmætu minningunum sem streyma um hugann. Þú varst einstakur maður, svo vel af guði gerður, harðduglegur og með falleg og góð gildi og forgangs- röðunina á tæru. Fjölskyldan var þér allt og það sem þú varst traustur, elskulegur, ósérhlífinn og áreiðanlegur og þið amma stóðuð svo þétt við bakið á okkur hvað sem á dundi. Minningarnar eru endalausar enda vorum við sérstaklega náin og samheldin stórfjölskyldan og eigum við það ekki síst ykkur ömmu að þakka. Af þeim koma m.a. upp í hugann við skrifin allir fimmtudags- grautarnir á Fífó, allar stund- irnar þar sem ég horfði á þig setja rúllur í hárið á ömmu, allar sólarstundirnar í garðinum þar sem við barnabörnin ærslu- ðumst og hreinsuðum beðin með ykkur ömmu, róluðum okkur í rólunum sem þú settir upp fyrir okkur á bak við hús, héngum í stóra akkerinu sem var þitt að- alsmerki, skipstjórans af Hamrafellinu, þar sem þú hélst grillspaðanum á lofti, kaffibrúnn með úrafarið þitt og amma hlaupandi upp og niður tröpp- urnar í hvítum blúndubrjósta- haldara, allar stundirnar sem ég kúrði í afaholu og í afafangi yfir sjónvarpinu, allar súkkulaðirús- ínurnar, óteljandi faðmlögin í hlýja stóra faðminum þínum, knúsarnir og glaðværðin í rödd- inni þinni þegar þú tókst upp símtólið og öll hin ómetanlega og skilyrðislausa ást sem þú sýndir okkur öllum, fyrirmyndin sem þú varst okkur í veikindum ömmu á Sunnuhlíð, ávallt sem klettur við hlið þinnar heittelsk- uðu konu, hringdir alltaf í hana á slaginu kl. 21 á kvöldin og komst alltaf í heimsókn til hennar á slaginu kl. 14 á daginn, enda hafði starfsfólkið orð á því að það hefði sjaldan kynnst öðru eins trygglyndi og þú bjóst yfir. Þá þykir mér ekki síst vænt um að hafa alist upp hjá mömmu á neðri hæðinni hjá ykkur ömmu á Fífó til sex ára aldurs. Ég var víst ekki fyrr vöknuð á morgn- ana en ég vildi príla upp tröpp- urnar til ykkar og í eitt skiptið þegar mamma kom heim var ég komin með snuð sem mömmu hafði ekki tekist að koma mér upp á lagið með. Það var einfalt, þú settir bara smá sykur á það og þar með varð ekki aftur snú- ið. Elsku besti afi minn, afi er ekki það sama og afi. Sumir afar eru einfaldlega betri en aðrir. Þú varst sá allra besti afi sem hægt er að óska sér, afi sem vann sér inn takmarkalausa ást, aðdáun og virðingu með því einfaldlega að rækta það sem öllu máli skiptir í lífinu og kenna afkom- endum þínum að rækta vel garð- inn sinn. Ég sakna þín meira en orð fá lýst og elska þig út fyrir endi- mörk alheimsins. Takk fyrir allt. Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, – láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Þín afastelpa, Guðrúnhalla. Elsku besti afi minn. Ég sakna þín alveg óendanlega mik- ið. Það er svo oft sem ég er að fara að hringa í þig eða koma við hjá þér, ég tengi ekki alveg við að þú sért farinn þótt mér finnist gott að hugsa til þess að þú sért nú í draumalandinu góða að stíga léttan dans við ömmu. Ég er þakklátur fyrir alla þá hlýju og stuðning sem þið amma hafið veitt mér og okkur í gegn- um ævina, alveg ómetanlegt að eiga ykkur að. Þið eigið stóran þátt í því hversu þétt fjölskyldan er öll og þá sérstaklega með yndislegu fimmtudagsmatarboðunum sem alltaf var tilhlökkun að mæta í. Við munum halda þeim áfram eftir bestu getu. Hugsa til þín og ömmu alla daga og ég elska ykkur. Ykkar Jón (Nonni). Þegar ég var barn þá var svo sjálfsagt að eiga ömmur og afa. Þau voru hluti af lífinu, amma og afi við lækinn, amma og afi á Fífó, amma sem setti okkur í hreina mjúka sokka til að ylja fæturna þegar við komum í pöss- un og afi sem gaukaði að okkur fílakaramellum eða öðru ófáan- legu góðgæti frá útlöndunum og sagði okkur sögur af sjónum. Svo voru það súkkulaðirúsínur og mjólkurglas yfir smá sjón- varpi og að lokum kúrt með litla koddann á milli ömmu og afa. Svo margar dásamlegar minn- ingar. Þegar maður eldist finnst manni svo sjálfsagt að þau séu alltaf til staðar, vill helst bara að þau eldist ekkert þótt maður eldist sjálfur, eignist börn, byrji að búa, vinna, og á of löngu tíma- bili er allt of lítill tími sem maður nær að eyða með ömmu og afa. Það er samt svo gott að vita af þeim og kíkja við þegar tími gefst. En þótt stundirnar séu færri á þessum álagstímum þá elskar maður ömmu sína og afa alltaf jafn mikið. Það er skrítið að þau séu bæði farin núna. Tómlegt. Það er greinilega ekk- ert sjálfsagt að eiga svona góða ömmu og afa. Ég væri til í að hafa þau alltaf hér, hjá okkur, á Fífó. Elsku afi minn, ég á svo margar fallegar minningar frá liðnum tímum. Ég mun varð- veita þær vel. Takk fyrir öll ynd- islegu árin sem ég fékk með þér. Takk fyrir að vera afi minn og langafi barnanna minna. Við söknum þín óendanlega mikið. Sofandi barn Nú er barnið sofnað og brosir í draumi, kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vaki hjá vöggu um óttu, hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn er gull sitt barnið missir úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinsta þögnin einhverntíma. Ég losa kreppta fingur um lífið mitt og dey. (Jón úr Vör) Arna Óskarsdóttir. Jón Kristinsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR PÁLMAR ELÍASSON, húsasmíðameistari og iðnrekandi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 14. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf við komu í kirkju samkvæmt sóttvarnalögum. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://promynd.is/einarel og www.selfosskirkja.is. Bergsteinn Einarsson Hafdís Jóna Kristjánsdóttir Örn Einarsson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigrún Helga Einarsdóttir Sverrir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Dásamlega móðir mín, amma og langamma, BRYNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Smyrilshólum 2, lést fimmtudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram í kapellu Fossvogskirkju, miðvikudaginn 1. desember klukkan 15. Hildur Zoëga Diljá Ámundadóttir Zoega Luna Diljárdóttir Zoega Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐFINNA AÐALSTEINSDÓTTIR, Hólum, Dýrafirði, áður Stapakoti 2, Innri-Njarðvík, lést laugardaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 13. Thor Alli Beatrice Philip Sebastian Lucas Christoffer Brynja Alexandra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.