Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 ✝ Auður Ólafs- dóttir ritari fæddist í Reykjavík 7. mars 1934. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi 11. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Ólafur Jóns- son húsasmíða- meistari, f. 3. mars 1904, d. 27. desem- ber 1984, og Sol- veig Magnúsdóttir saumakona, f. 22. janúar 1907, d. 6. desem- ber 1993. Systir hennar var Ingunn Ólafsdóttir, f. 25. ágúst 1928, d. 18. janúar 2007. Eftirlifandi eiginmaður Auð- ar er Stefán Bjarnason húsa- smíðameistari, f. 6. júlí 1933, en þau vou lífsförunautar í 60 ár. Foreldrar hans voru Bjarni Rakel Ýr, f. 10. júní 1992, maki Sæmundur Ingi Johnsen, barn þeirra er Unnur Helga. b) Stef- án Ingi, f. 9. ágúst 1994, maki Tinna Óðinsdóttir, barn þeirra er Óðinn Svan. c) Magnús, f. 23. apríl 1985, frá fyrra sambandi sonur Jóhanns. Auður sinnti ýmsum ritara- störfum, meðal annars hjá Héðni, borgarstjóra Reykjavík- ur, Fimleikasambandi Íslands og Iðntæknistofnun Íslands. Hún starfaði mikið við fé- lagsstörf, m.a. í Flugbjörg- unarsveit Reykjavíkur og Skíðaráði Reykjavíkur. Auður og Stefán bjuggu alla sína tíð í Hæðargarði í Reykja- vík. Útför Auðar fer fram í Bú- staðakirkju í dag, 25. nóvember 2021, kl. 13 og verður streymt á https://youtu.be/4vV6XBTssHk Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Bjarnason bifvéla- virki, f. 21. október 1885, d. 16. mars 1971, og Stefanía Helga Stefáns- dóttir húsmóðir, f. 21. júní 1901, d. 15. janúar 1983. Systir Stefáns var Erla Kristín Bjarnadótt- ir, f. 15. september 1921, d. 27. sept- ember 2010. Börn Auðar og Stefáns eru 1) Ólafur, f. 5. október 1962. Maki hans er Guðlaug Eiríks- dóttir, f. 24. nóvember 1964. Börn þeirra eru a) Eggert, f. 17. apríl 1997 b) Daníel, f. 11. maí 1999. 2) Helga, f. 7. apríl 1966. Maki hennar er Jóhann Ingi V. Magnússon, f. 7. sept- ember 1958. Börn þeirra eru a) Látin er Auður Ólafsdóttir, kær vinkona til 50 ára. Auður var ein af eiginkonum FBS-manna sem stofnuðu kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar. Kvenna- deildin safnaði fé með kaffisölu, síðar kökusölu og basar, og studdi dyggilega við félagið með kaupum á bílum og ýmsum bún- aði. Auður var alla tíð góður félagi, hrein og bein, með góðan húmor. Hún var mikil útivistarkona, stundaði skíði, göngur og golf af kappi. Margs er að minnast. Í sælureit þeirra Auðar og Stefáns, Lyngmó, var yndislegt að koma, hvort heldur væri vetur, sumar, vor eða haust: rauðvínsganga á nýju ári, fundahöld, skemmti- kvöld kvennadeildar eða bara kaffi og spjall á fögrum degi. Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein – ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin; hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn, – hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. (Þorsteinn Erlingsson) Komið er að kveðjustund, það er sjónarsviptir að mætri konu, við vottum Stefáni, Helgu, Ólafi og barnabörnum dýpstu samúð. Margrét Fjeldsted, Vigdís Fjeldsted og Þóra Filippusdóttir. Leiðir okkar Auðar lágu fyrst saman 1978 eða upp úr því þegar við unnum hvor á sinni starfs- stöðinni hjá Iðntæknistofnun Ís- lands. Ákveðið var að koma starfsstöðvum undir sama þak á árunum 1983-84 og var í fyrstu mjög þröngt hjá okkur meðan verið var að stækka húsnæðið. Við starfsmennirnir höfðum á orði að við sætum næstum því á hnjánum á næsta starfsfélaga fyrstu 1-2 árin. Við þessar að- stæður komst maður ekki hjá því að kynnast starfsfélögum fljótt og vel. Svo rýmkaði eftir stækk- un húsnæðisins. Ég var svo hepp- in að eiga Auði að samstarfs- félaga í yfir 20 ár og það kallar fram ótal góðar minningar. Við höfðum lengst af skrifstofur hlið við hlið og voru samskiptin því talsverð og dagleg samvera okk- ar varð til þess að við kynntumst lífi fjölskyldna hvor annarrar. Auður vann lengst af sem rit- ari forstjóra. Upphaflega var rit- vél aðalvinnutæki Auðar og bréfapóstur algengasti sam- skiptamáti út á við. Svo komu tölvur, þá þurfti að læra nýja tækni. Eini prentarinn var mið- svæðis í húsinu og þurfti jafnvel að standa yfir honum svo við- kvæm gögn færu í réttar hendur. Þetta var áskorun, sem Auður stóðst fyllilega. Svo þróaðist tæknin yfir í fullkomnari tölvur og forrit, telex kom fyrir erlend samskipti og seinna meir fax- tæki, enn ein byltingin í sam- skiptum út á við. Löngu seinna kom svo tölvupóstur. Auði gekk einkar vel að tileinka sér ný vinnubrögð aftur og aftur með tilkomu nýrrar tækni og skilaði öllum sínum verkefnum með sóma. Auður var mikil fjölskyldu- manneskja, Stefán, börnin þeirra og síðan barnabörnin og lang- ömmubörnin áttu hug hennar all- an. Fjölskyldan stundaði skíða- íþróttir af kappi, byggði upp og ræktaði sælureitinn Lyngmó og stundaði líka golf svo fátt eitt sé talið. Þau hjónin eyddu sumrun- um árum saman í sælureitnum sínum Lyngmó. Á árum áður fór vinnustaðurinn okkar stundum í fjölskylduferðir, dagsferðir eða yfir helgi. Eitt sinn bauð Auður fram sælureitinn sinn, Lyngmó, sem áfangastað til að halda það sem við kölluðum sumargrillið. Við fengum dýrðarinnar veður þennan dag og var aðdáunarvert hversu fallega og vel þau hjónin höfðu byggt upp á svæðinu með trjágróðri og grasflötum þar sem sem áður voru móar, sannkölluð paradís. Ég átti eftir að heim- sækja staðinn þeirra oftar ásamt fleirum. Eftir að Auður lét af störfum vegna aldurs á árinu 2004 hélt hún áfram sambandi við vinnu- staðinn árum saman. Við, nokkr- ar stelpur á vinnustaðnum, tók- um upp á því fyrir allmörgum árum að hittast á kaffihúsi einu sinni í mánuði yfir vetrartímann til að hitta fyrrverandi sam- starfsfélaga sem voru hættir að vinna vegna aldurs. Það var frjáls mæting og okkur þótti vænt um að halda áfram sambandi. Auður mætti alltaf þegar hún komst og þess vegna tengdumst við áfram- haldandi vinaböndum. Þessar samverustundir voru okkur öll- um mikils virði en heimsfarald- urinn hafði þau áhrif að við hitt- umst sjaldnar. Ég er þakklát fyrir að hafa orðið samferða Auði í lífinu um langan tíma. Ég samhryggist Stefáni, Ólafi, Helgu og afkom- endum þeirra. Minning Auðar lif- ir áfram. Sigríður Halldórsdóttir. Kveðja frá Skíðadeild ÍR Okkar trausti félagi Auður Ólafsdóttir er fallin frá. Félagar í skíðahreyfingunni eiga Auði margt að þakka. Hún vann fyrir hreyfinguna um árabil og ávallt tilbúin þegar til hennar var leit- að. Hvort heldur sem það var að vinna við skíðamót, halda utan um skýrslur fyrir Skíðaráð Reykjavíkur eða rita þinggerðir Skíðasambandsins. Auður kunni manna best allar mótareglur, það var ekkert í starfsemi skíða- hreyfingarinnar sem ekki var hægt að leita til hennar með. Auður fór sem fararstjóri á ótal skíðamót. Það eru margir sem eiga góðar minningar um hana sem fararstjóra í upphafi Andrésarandarleikanna á Akur- eyri. Traust, hlý og hvetjandi, með reglurnar á hreinu, mundi alla brautartíma og fylgdist vel með hvernig öllum gekk. Hún var góður skíðamaður, það var ekkert fum og fát þar sem hún var á ferð. Börnin henn- ar, Helga og Ólafur, og börn þeirra kepptu á skíðum fyrir ÍR og náðu frábærum árangri. Stef- án, eiginmaður Auðar, hefur heldur ekki legið á liði sínu í ýms- um störfum fyrir Skíðadeild ÍR. Hafi þau þökk fyrir. Fyrir félagsskap Skíðadeildar ÍR er ómetanlegt að hafa átt fé- laga innan sinna raða eins og Auði Ólafs, hún lagði að baki ómælda sjálfboðavinnu til fjölda ára. Það var gaman og gefandi að starfa með henni. Fjölskyldu Auðar sendum við samúðarkveðjur með innilegu þakklæti fyrir allt það óeigin- gjarna starf sem hún lagði að baki fyrir ÍR. F.h. Skíðadeildar ÍR, Auður Björg Sigurjónsdóttir. Brosandi dökkhærð kona á pallinum við skíðalyftu skíða- deildar ÍR í Hamragili er fyrsta minning mín um Auði. Henni Auði kynntist ég fyrst í Hamragili er við dóttir hennar Helga voru þar æfingafélagar hjá skíðadeild ÍR, síðan er liðin rúm- lega 40 ár. Á þessum árum voru samhentir menn og konur sem stóðu að rekstri og uppbyggingu skíðadeildarinnar og þá þurfti röskar, útsjónasamar og dug- miklar hendur. Þau Auður og Stefán maður hennar voru voru ein af þeim sem voru „all in“, eins og krakkarnir myndu nú segja. Hún Auður var einn af mátt- arstólpum skíðadeildar ÍR til margra ára. Hún gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir skíða- deildina og sat ýmsum í ráðum og nefndum skíðahreyfingarinnar í gegnum tíðina. Bæði börn henn- ar Helga og Ólafur og barnabörn voru iðkendur og afreksfólk sem kepptu á landsvísu fyrir skíða- deildina. Allt fram á síðustu ár er skíða- deildina vantaði starfsmenn á skíðamót, hvort sem var portav- arsla eða önnur tilfallandi störf þá var oftar en ekki hringt í Auði og alltaf var hún boðin og búin til að aðstoðar. Hún mætti alltaf með bros á vör og skipti engu hvort það var sól eða snjókoma. Það var aðdáunarvert að sjá hana skíða niður af öryggi eftir langan dag í fjallinu jafnvel komin langt á áttræðisaldur. Á seinni árum stunduðu þau Auður og Stefán golfið ásamt góðum hópi heldri félaga úr skíðadeild ÍR bæði hér heima og erlendis og var árlega haldið golfmót í þeirra hóp við sumar- hús þeirra hjóna. Sá hópur hefur nú misst góðan félaga. Ég sendi Stefáni og fjölskyldu hennar mínar samúðarkveðjur, Erla Leifsdóttir. Fallin er frá stórkostleg kona og góð vinkona okkar, Auður Ólafsdóttir. Kynni okkar Auðar og Stefáns hófust fyrir um það bil 50 árum í skíðadeild ÍR, þó ég hafi miklu fyrr veitt þeim systr- um Ingu og Auði athygli á æsku- slóðum okkar á Melunum, því þær hófu snemma skíðaiðkun sem heillaði mig sem krakka. Þær systur hófu sína skíðaiðk- un hjá ÍR á Kolviðarhóli og héldu alla tíð miklu sambandi við ÍR eftir það. Auður sinnti miklu sjálfboðaliðsstarfi fyrir ÍR, sat í mörgum nefndum og sinnti lengi vel börnum sem fóru til keppni á Andrésar Andar-leikana á Akur- eyri. Stofnaður var félagsskapur eldri skíðamanna úr ÍR sem stunduðu skíða- og náttúruskoð- unarferðir sem og golfferðir. Það voru farnar margar ferðir í Alpana á skíði sem og golfferðir til Spánar og ýmsar aðrar ferðir en alltaf farið í gönguferðir á sunnudagsmorgnum og drukkið kaffi á eftir í Perlunni. Auður var eftir það kölluð boð- berinn því hún boðaði ávallt hóp- inn saman þegar þurfti. Þau hjónin áttu sumarhús í Miðdal, ofan við Reykjavík, þar sem þau dvöldu yfirleitt sumarlangt, og nefndu staðinn Lyngmó. Þar höfðu þau komið upp 6 holu golf- velli og á hverju ári í 25 ár var haldið golfmót fyrir hópinn, og kallaðist mótið „Lyngmór Open“. Auður og Stefáni höfðu af mik- illi natni undirbúið þessi mót, Auður bakað og útbúið meðlæti með kaffinu og Stefán smíðað verðlaunagripi sem afhentir voru að móti loknu og áður en grill- veislan hófst. Það var alltaf beðið með eft- irvæntingu eftir fyrsta laugar- degi í júlí en þá var mótið haldið. Það er söknuður í hjarta okkar og þakklæti fyrir alla þá um- hyggju sem þau hjón hafa sýnt hópnum. Við söknum þessarar stórkost- legu konu og vottum Stefáni inni- lega samúð svo og allri fjölskyld- unni. F.h. hópsins, Þórir Lárusson. Auður Ólafsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR J. ÓSKARSDÓTTIR, lengstum búsett á Eskifirði, lést á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík miðvikudaginn 10. nóvember. Útför verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni. Hlekk má nálgast á mbl.is/andlat. Hólmfríður Garðarsdóttir Olga Lísa Garðarsdóttir Sigurkarl Stefánsson Arna Garðarsdóttir Garðar Eðvald Garðarsson Svava I. Sveinbjörnsdóttir Óskar Garðarsson Benný Sif Ísleifsdóttir ömmu- og langömmubörn Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR RÖGNU VALDIMARSDÓTTUR, Stellu. Fjölskyldan þakkar sérstaklega starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sléttuvegi fyrir einstaka umhyggju. Björn Kr. Gunnarsson Arndís Ármann Ásta Gunnarsdóttir Margrét Ármann Halldór Jensson Gunnar Óðinn Einarsson Valdimar Ármann Gunnar Friðrik Eðvarðsson Stella María Ármann Sigurður Stefánsson og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður okkar, JÓNÍNU Þ. ARNDAL, Nínu Arndal, Drekavöllum 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs, sr. Arnórs Bjarka Blomsterberg og Útfararstofu Hafnarfjarðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hjalti Skaftason Guðrún, Lilja og Vigdís Guðbjartsdætur Elsku besta mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ELLEN MARIE SVEINS, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 17. nóvember. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 29. nóvember klukkan 13. Gestir eru beðnir um að framvísa niðurstöðu um neikvætt Covid-hraðpróf við innganginn sem tekið er á viðurkenndum stöðum og er ekki eldra en 48 klst. gamalt. Útförin verður einnig í streymi: https://youtu.be/UHR-uC-bX8U. Þorbjörg Rósa Guðrún Ásta og Guðmundur Sveindís Anna og Arnar ömmubörn og langömmubörn Faðir okkar og tengdafaðir, AXEL KRISTJÁNSSON, er látinn. Útför hans hefur farið fram. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýnt hafa hlýhug og sent fallegar kveðjur við fráfall hans. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir er þökkuð einstök hlýja og virðing við umönnun hans að ferðalokum. Guðni Axelsson Svanfríður Franklínsdóttir Kristín Axelsdóttir Sigurður Hauksson Karl Axelsson Margrét Reynisdóttir Sigríður Axelsdóttir Ragnar Thorarensen Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELLEN LINDA DRAKE, er látin. Útförin fer fram frá Grensáskirkju 2. desember klukkan 13. Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir að sýna neikvætt Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinslækningadeildar 11-E. Kristjana Ósk Birgisdóttir Guðmundur Ingi Jóhannsson Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir Soffía Mist Þorsteinsdóttir Eyrún Ösp Birgisdóttir Brynjar Freyr Steingrímsson Birgir Máni Brynjarsson Vignir Snær Brynjarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.