Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 40
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina við kvik-
myndina Harry Potter og viskusteininn, frá árinu 2001,
á þrennum bíótónleikum í Eldborg 25.-27. nóvember.
Þeir fyrstu fara fram í kvöld kl. 19, næstu annað kvöld
kl. 19 og þeir þriðju kl. 14 á laugardag, 27. nóvember.
Tónlistin skipar stórt hlutverk í kvikmyndunum um
Potter en hana samdi eitt þekktasta kvikmynda-
tónskáld sögunnar, John Williams. Athygli er vakin á
því að framvísa þarf neikvæðu hraðprófi fyrir alla gesti
fædda 2015 og fyrr.
Harry Potter á bíótónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
BLACK
FR IDAY
22 . NÓVEMBER - 2 . DESEMBER
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
Virkir dagar 11-18.30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
Virkir dagar 11-18ilva.is
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
CLEVELAND TUNGUSÓFI,
EINNIG FÁANLEGURMEÐ
TUNGU HÆGRAMEGIN
ÁÐUR 119.900,-
NÚ83.930,-
30%
LAKE
BORÐSTOFUBORÐ
100X200CM
ÁÐUR 119.900,-
NÚ83.930,-
SKOÐAÐU
ÖLL T I L BOÐ I N Á
I LVA . I S
COMBINO STÓLL
ÁÐUR 69.995-,
NÚ34.995,-
FRÍ HEIMSENDING
Þegar keyptar eru smávörur
fyrir 9.900 kr. eða meira.
50%
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Það er svolítið skrítið fyrir mig að vera kominn í það
hlutverk að vera með þeim elstu og reyna að leiðbeina
á einhvern hátt. Ég hef yfirleitt verið hinum megin við
borðið og reynt að læra sem mest af eldri leik-
mönnum,“ segir Martin Hermannsson, sem er kominn
aftur í íslenska landsliðið í körfuknattleik sem mætir
Hollendingum annað kvöld. »35
Skrítið að vera með þeim elstu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þóra Einarsdóttir myndlistarmaður
verður með um 20 verk til sýnis og
sölu á opnu húsi í vinnustofum lista-
manna í Auðbrekku 6 í Kópavogi
næstkomandi laugardag, 27. nóv-
ember. „Ég verð einkum með olíu-
myndir af steinum í fjöru og eyðibýl-
um en líka vatnslitamyndir af
landslagi,“ segir listmaðurinn, sem
er jafnframt í hlutastarfi sem
sjúkraliði í heimahjúkrun.
Listamenn hafa lengi sameinast
um aðstöðu í húsinu. Þóra segir að
sumir hafi verið þar með vinnustofu í
14 ár en hún hafi bæst í hópinn þeg-
ar hún flutti úr Garðabæ í Kópavog
fyrir um sjö árum. Þarna sé gott að
vinna, góður andi, samheldni og
kraftmikil starfsemi.
Hver listamaður er með eigið
rými en hópurinn er með sameigin-
lega kaffistofu. „Þetta er mikið til
sama fólkið, fjölbreyttur hópur, og
við ræðum eðlilega mikið um mynd-
list, en við erum eins misjöfn og við
erum mörg,“ segir Þóra og bendir
sérstaklega á fjölbreytni í listaverk-
unum. Hver og einn geti lokað sig af
vilji viðkomandi vera í næði og lista-
fólkið sinni sköpuninni á misjöfnum
tíma frá morgni til kvölds.
„Mér finnst best að taka daginn
snemma og vinna fram eftir degi,“
staðhæfir hún.
Lengi vel vann Þóra sem sjúkra-
liði og sinnti myndlistinni í hjáverk-
um, en 2006 urðu endaskipti á hlut-
unum. „Þá var orðið svo mikið að
gera í myndlistinni að ég sneri mér
alfarið að henni,“ rifjar hún upp.
Leggur áherslu á að vel gangi að
skipuleggja tímann, heimahjúkrunin
rekist ekki á við listina og listin trufli
ekki heimahjúkrunina.
Þóra er afkastamikil, hefur haldið
margar einkasýningar fyrir utan
þátttöku í samsýningum, rekur Gall-
erí Stíg á Skólavörðustíg auk þess
sem verk hennar eru til sölu víða,
m.a. í Gallerí List í Skipholti.
Hugmyndir á ferðalögum
„Ég vinn aðallega með olíuliti á
striga og fæ fyrst og fremst hug-
myndir úr náttúrunni á ferðalögum
um landið,“ upplýsir hún. Hún skoði
gjarnan eyðibýli vítt og breitt um
landið til þess að fá tilfinningu fyrir
þeim áður en hún framkalli sína
mynd af þeim. Eins kveiki landslagið
oft í sér og hún endurspegli það í
listinni. „Þá fer ég aðeins í vatnslit-
ina,“ segir hún.
Listamennirnir eru með opið hús
tvisvar á ári, í maí og á aðventunni.
Charlotta S. Sverrisdóttir, Derek
Mundell, Gerður Hannesdóttir,
Gréta Erlendsdóttir, Guðbjörg Sig-
mundsdóttir, Guðný Andrésdóttir,
Guðrún H. Gestsdóttir, Gunnar Ó.
L. Magnússon, Ingibjörg Ottós-
dóttir, Margrét H. Hauksdóttir,
Unnur Birgisdóttir, Valgerður Jó-
hannsdóttir og Þóra Einarsdóttir
vinna í rýminu og sýna verk sín á
opnu húsi, sem verður frá klukkan
13 til 17 á laugardag, sem fyrr segir.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Kópavogi Frá vinstri: Guðrún Gestsdóttir, Charlotta Sverrisdóttir, Gerður Hannesdóttir, Valgerður
Jóhannsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Ingibjörg Ottósdóttir, Unnur Birgisdóttir og Guðný Andrésdóttir.
Fjölbreytni í fyrirrúmi
- Opið hús hjá listamönnum í Kópavogi - Um 20 verk af
steinum, eyðibýlum og landslagi eftir Þóru Einarsdóttur
Myndlist Þóra Einarsdóttir málar
meðal annars litríka steina.