Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 ✝ Smári Guð- laugsson var fæddur 8. júní 1925 í Reykjavík. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Mörk þann 28. október 2021. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur Bjarna- son (1889-1984) og Láretta Sigríður Sigurjónsdóttir (1894-1978) bændur að Giljum í Hvolhreppi, í liðlega 50 ár frá árinu 1927, en Guðlaugur starf- aði samhliða sem póstur og síð- ar bílstjóri til ársins 1956. Smári var þriðji í röðinni af átta systkinum sem öll eru látin. Elstur var Sigmar (1922-1990), Björgvin (1923-1998), Bjarni (1926-2016), drengur (1927- 1927), drengur (1928-1928), Guðrún Fjóla (1930-2020) og Guðmundur Kristvin (1933- 1965). Þann 14. október 1950 kvæntist Smári Önnu Þorsteins- dóttur frá Götu í Ásahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pálsdóttir (1891-1988) og Þorsteinn Tyrfingsson (1891- 1973), ábúendur að Götu og Rifshalakoti í 34 ár, en síðar í Rúnar (1947-2012), en móðir hans var Helga Runólfsdóttir (1926-2006). Börn Rúnars eru: Marta Sigurlilja (f. 1969), maki Úlfur Ingi Jónsson (f. 1969), Einar Geir (f. 1973), maki Mar- zena Burkot (f. 1981) og Eygló (f. 1987). Barnabörn Rúnars: Ragnhildur Marta Lólíta (f. 2010) og Emil (f. 2018). Saman áttu Anna og Smári liðlega sjö áratuga vegferð, en þau hófu búskap hjá systur og mági Smára á Hvolsvelli á með- an þau byggðu húsið að Hvols- vegi 12, sem þau fluttu í 20. des- ember 1953, en þau voru meðal frumbýlinga á Hvolsvelli. Árið 1978 fluttu þau síðan í Öldu- gerði 10 þar sem þau bjuggu þar til árið 2010 að þau fluttu að Suðurlandsbraut 58 í Reykja- vík. Smári vann almenn sveita- störf og við vegavinnu, snjó- mokstur og smíðar með Ísleifi Sveinssyni á unglingsárum, en við réttingar og bílamálun hjá Ræsi í Reykjavík í þrjú ár áður en hann hóf störf hjá Kaup- félagi Rangæinga árið 1950, fyrst á bílaverkstæði og síðar á varahlutalager síðast sem versl- unarstjóri þar til hann lét af störfum árið 1995. Útför Smára fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði þann 18. nóvember 2021 að viðstöddum nánustu ættingjum að ósk hins látna. Bræðraborg á Hellu. Börn Önnu og Smára eru: 1) Óm- ar Bjarki (f. 1950), maki Katrina Downs-Rose (f. 1958). Börn þeirra: Anna Veronika (f. 1986), Elvar Karl (f. 1988), maki Natsha Bo Nan- dabhiwat (f. 1986) og Bríet Dögg (f. 1992), unnusti Sigurgeir Ólafsson (f. 1993). Fyrri kona Guðrún Sigríður Haraldsdóttir (1956-2018). 2) Edda Sjöfn (f. 1955), maki Er- lendur Árni Hjálmarsson (f. 1955). Börn þeirra: Björk (f. 1974), maki Karl Hólm (f. 1968), Atli (f. 1981), barnsmóðir Eva Rós Ólafsdóttir (f. 1984) og Elfa (f. 1992), maki Ólafur Hersir Arnaldsson (f. 1990). Barna- börn: Agnes Lára (f. 1995), Daníel Freyr (f. 1998), Arnar Kári (f. 2008), Sóley Kría (f. 2010), Vaka Rut (f. 2016) og Ey- dís Þula (f. 2021). 3) Guðrún Hrönn (f. 1961) maki Hörður Þór Harðarson (1958-2018). Börn þeirra: Andri (f. 1985), Sigrún Sif (f. 1989) og Ívar (f. 1993). Fyrir átti Smári soninn Fyrstu minningar um föður minn tengjast byggingu hússins okkar að Hvolsvegi 12 sem byrjað var að byggja um mitt ár 1952 og flutt í 20. desember 1953. Það hef- ur því tekið um eitt og hálft ár fyr- ir foreldra mína að byggja húsið með aðstoð vina og samstarfs- manna, að mestu í frítíma, þannig að það væri íbúðarhæft, þótt vissulega hafi það ekki verið fullbúið. Á þeim tíma sem húsið okkar var í byggingu bjuggum við í einu herbergi hjá Ottó og Fjólu systur pabba. Þar leigði einnig Bjarni Helgason, vélsmiður, hönnuður baggatínunnar og söng- maður góður, sem ég gaf viður- nefnið „Dæ-dæ“ en pabbi og Bjarni voru baráttufélagar fyrir bættum réttindum starfsmanna Kaupfélags Rangæinga á yngri árum og góðir vinir meðan báðir lifðu. Að sögn foreldra minna gekk ég syngjandi í vinnuna við húsið okkar og pabbi útbjó handa mér lítið múrbretti sem ég notaði til að pússa hluta úr vegg í þvottahúsinu þriggja ára gamall! Og síðar fékk ég svo að fylgjast með bílaviðgerð- um sem reyndist ágætur skóli, sem síðar nýttist við smáviðgerðir. Það er margs að minnast á tímamótum sem þessum þegar skyggnst er sjö áratugi aftur í tím- ann. Upp úr standa allar ferðirnar sem farnar voru á góðviðrisdögum um helgar um uppsveitir Suður- lands, í Þórsmörk, Landmanna- laugar, Tindföll og Emstrur, allt eftir bílakosti hvers tíma. Sjálfur var ég svo fluttur að heiman þegar hringvegurinn opnaðist og for- eldrar mínir fóru ásamt góðum grönnum þeim Guðna og Svönu ásamt Andrési og Öllu, sem þá voru reyndar flutt til Reykjavíkur. Sunnudagsbíltúrar til ættingja í Vetleifsholti, Litlu-Tungu og á Hellu voru einnig tíðir og alstaðar var veisluborð þó ekki hafi verið gerð boð á undan sér. Og stundum var farið til Svövu og Páls á Sel- fossi en systra mömmu og bróður pabba í Reykjavík þegar sækja þurfti þjónustu sem ekki fékkst í heimabyggð. Og nestið hennar móður minnar var sko ekki skorið við nögl hvort sem farið var í laut- arferðir um helgar eða í lengri ferðalög. Og svo fengum við líka heimsóknir frá okkar fólki þó for- eldrar mínir væru, sem betur fer, aldrei mikið „partífólk“. Svo voru afi og amma á Giljum í göngufjar- lægð. Pabbi eignaðist marga bíla um ævina, en þá fyrstu keypti hann í slæmu standi, gerði upp og seldi fyrir salti í grautinn. Fyrstu bíl- arnir voru Plymouth 1942 og 1947, þá Willis 1947 síðan Willis Station 1958, þá Bronco 1966, Willis Sta- tion 1961, þá Cortina 1965 og 1974, Volvo 1978 og 1982 áður en skipt var yfir í Pajero 1991 og 1999 sá síðari var í skiptum fyrir Subaru, en hann vildi frekar jeppa. Minnisstæð er ferð sem ég fór með pabba og Magnúsi á Bakka- velli í Emstrur þar sem Magnús byggði leitarmannakofa. Segja má að teflt hafi verið á tæpasta vað að fara einbíla yfir Nyrðri-Emstruá. En í kofanum var ég fyrsti næt- urgesturinn þar sem ég sofnaði fyrstur. Árið sem ég fékk bílprófið fékk ég síðan að fara með í árlega „karlaferð“ Litla ferðklúbbsins og fékk þá að keyra bæði Willis og Bronco stóran hluta leiðarinnar um Tungnamannaafrétt í Kerling- arfjöll og síðan suður Kjöl. Ferðir með foreldrum mínum norður Kjöl á Strandir og síðan þaðan að Mývatni þar sem við upplifðum saman gos í Gjástykki og suður Sprengisand er einnig minnisstæð ásamt ferð okkar að Dalatanga. Foreldar mínir voru góðir ferðafélagar í leik og starfi alla tíð og þeirra er gott að minnast. Að leiðarlokum þakka ég ferðalagið og samferðina. Ómar Bjarki Smárason. Látinn er spjallvinur, Smári Guðlaugsson frá Giljum í Hvol- hreppi, síðan búsettur á Hvolsvelli til fjölda ára. Á sl. árum þegar ég hef verið að heimsækja ættingja á Mörkina hef ég samhliða hitt þar fyrir skemmtilegt fólk í kaffispjalli og þar á meðal Smára, spjall sem stundum fór á skemmtilegt flug um ýmsa atburði fyrri tíma t.d. um formfasta sýslumanninn á Rangárvöllum o.fl. Fyrir nokkru áttum við Smári og Þráinn sem einnig býr á Mörk- inni fróðlegt spjall um björgunar- leiðangur sem Þráinn fór í haustið 1950 frá Akureyri þvert yfir há- lendi Íslands og inn á Vatnajökul ásamt félögum sínum, þá 18 ára gamall skíðakappi, til björgunar flugáhöfn Geysis sem fórst á Bárðarbungu hinn 14. september þá um haustið. Leiðangur sem endaði með frækilegri björgun flugáhafnar- innar ásamt flugáhöfn frá hernum sem lenti vél sinni á jöklinum til að reyna björgun á áhöfn Geysis, en náðu vélinni ekki aftur á loft. Þráinn var jafnframt fenginn til að skíða til baka eftir að leiðang- urinn var lagður af stað niður af jöklinum með áhöfn Geysis þegar fyrirmæli bárust frá herráðinu í Keflavík um að áhöfn hervélarinn- ar ætti skilyrðislaust að halda nið- ur af jöklinum með björgunarlið- um, en áhöfnin hafði áður neitað að yfirgefa hervélina. Vél sem eftir björgun af jökl- inum varð undirstaða í uppbygg- ingu Loftleiða. Smári kom einnig að leitinni á sínum tíma varðandi suðursvæðið og fleira varðandi björgunina. Í spjalli sem við Smári áttum oft á Mörkinni kom fram að hann fór í marga björgunarleiðangra frá Hvolsvelli gegnum tíðina, þ.e. á sandana með suðurströndinni vegna skipskaða og víðar um Suð- urland og upp á hálendið. Hann átti öflugan jeppa með Gufunestalstöð og var því í góðu sambandi við lögreglu og björg- unarsveitir á svæðinu og því gjarnan fenginn í ýmsa björgun- arleiðangra og fleiri verkefni, enda þaulvanur véla- og tækja- maður. Jafnframt fór hann í fjölda ferða um hálendi Íslands ásamt félögum sínum og fjölskyldu. Hann lifði sig inn í þessar ferðir við frásögnina með glampa í aug- um, mundi hverja ferð 96 ára gam- all eins og hann hefði farið hana í gær. Það er mikil upplifun að hafa kynnst slíkum fróðleikskappa og fræðst um ýmsa atburði á Giljum og víðar rúmlega 90 ár aftur í tím- ann og um nefndar ferðir sem kölluðu oft á svaðilfarir og mikið álag á tæki og menn. Hef einnig hitt fyrir fleiri frækna menn á Mörkinni og átt við þá skemmtileg og fróðleg við- töl til lands og sjávar. Sumt af þessu heiðursfólki er fallið frá, t.d. Hallveig frá Eyrar- bakka, víðfróð og skemmtileg kona sem mundi glöggt verslunar- staðinn fyrrum eystra. Blessuð sé minning þeirra sem fallin eru frá. Þessum hópi Íslendinga eigum við margt að þakka varðandi upp- byggingu til lands og sjávar, fólk sem lagði og lagt hefur mikið á sig til að gera Ísland að því landi sem það er í dag. Það er heiður að hafa kynnst manni eins og Smára og nefndu heiðursfólki sem og frábæru starfsfólki á Mörkinni. Megi Guð vernda Smára með þökk fyrir góð kynni og eiginkonu hans Önnu sem lést í febrúar sl. Samúðarkveðja til fjölskyldu Smára og vina. Ómar G. Jónsson. Smári var kær fjölskylduvinur, mágur mömmu, maður móður- systur minnar Önnu Þorsteins- dóttur. Anna lést fyrr á þessu ári en þau Smári höfðu þá verið gift í rúm 70 ár. Síðustu árin hafði heilsu Önnu hrakað, og dvaldi hún á Mörk á fjórðu hæð, en móðir mín á þeirri þriðju, svo samgangur var nokkur fram undir það síðasta. Smári var hins vegar heilbrigðið uppmálað fram eftir öllu, en dvaldi þó á Mörk í nokkra mánuði til dán- ardags. Nærri má geta að erfitt var fyrir Smára að sjá á eftir maka sínum, en Smári var ávallt afskap- lega hress og ræðinn og mikið glæsimenni. Á fyrri árum ferðuðust foreldr- ar mínir og þau Smári og Anna talsvert mikið saman og hélst vin- skapur þeirra á milli góður alla tíð. Mestalla ævina bjuggu þau á Hvolsvelli, á einstöku glæsiheim- ili, og garðurinn einkar fallegur, bar natni þeirra og umhirðu fag- urt vitni. Í gegnum árin voru ófáar ferð- irnar sem þau hjónin komu fær- andi hendi með dýrindis rifsber og annað góðgæti. Þau voru miklir höfðingjar heim að sækja og ávallt ánægjulegt að kíkja í heimsókn til þeirra á Hvolsvelli og síðast á Suð- urlandsbraut í bænum. Smári stóð við hlið Önnu sinnar til hinsta dags og aldrei heyrðist í honum kvört- unartón þótt heilsu hans hefði hrakað undir það síðasta. Það er með vinsemd og virð- ingu sem ég vil fyrir mína hönd og systkina minna kveðja Smára með þakklæti fyrir vináttuna og votta fjölskyldu hans samúð á kveðju- stund. Sigrún Jakobsdóttir. Smári Guðlaugsson ✝ Áslaug Margrét Gunnarsdóttir Blöndal fæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1957. Hún lést 7. október 2021. Foreldrar hennar voru Gunnar H. Blöndal, bankafull- trúi í Búnaðarbanka Íslands, kennari, löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur í ensku og skólastjóri Banka- mannaskólans, f. á Eyrarbakka 14. júní 1921, d. 1. nóv. 1997, og Ingunn Guðmundsdóttir Blöndal, flugfreyja hjá Loftleiðum, fegr- unar- og snyrtifræðingur frá Wilfred Academy í Boston og So- uth Western Beauty College í San Diego, Bandaríkjunum, f. á Seltjarnarnesi 28. mars 1916, d. 30. des. 2000. Foreldrar Gunnars voru Haraldur Blöndal Lárusson ljósmyndari, f. á Kornsá í Vatns- með fjölskyldunni í New York í Bandaríkjunum en æskuheimilið var á Tómasarhaga í Vesturbæn- um. Hún gekk í Melaskóla, síðar Hagaskóla og útskrifaðist með stúdentspróf frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vann í verðbréfa- deild Landsbankans uns hún hóf nám í London, Bretlandi, við Ray Cochrane Beauty School á Baker Street. Hún útskrifaðist 23. jan- úar 1981 með gráðurnar nuddari, snyrti-, fegrunar- og förðunar- fræðingur. Eftir námið starfaði hún bæði sjálfstætt og á stofu. Hún stundaði einnig nám í ensku í Háskóla Íslands. Síðar vann hún á lögfræðiskrifstofu, hjá Hollustuvernd ríkisins og Íþrótta- og tómstundaráði. Hún starfaði svo sem ritari hjá Mela- skóla. Um árabil vann hún einnig við að flytja inn tónlistarfólk og frægar hljómsveitir til Íslands. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. dal 10. sept. 1882, d. 22. okt. 1953, og Mar- grét Auðunsdóttir Blöndal húsfreyja, f. á Svarfhóli í Álftafirði í Ísafjarðarsýslu 13. mars 1881, d. 2. sept. 1936. Foreldrar Ing- unnar voru Guðmund- ur Guðmundsson skip- stjóri, f. í Hvammsvík í Kjós 23. feb. 1882, d. 17. feb. 1919, og Ás- laug Þórðardóttir, forstöðukona Baðhúss Reykjavíkur, f. í Reykja- vík 11. júlí 1892, d. 12. okt. 1950. Bræður Áslaugar eru Harald- ur G. Blöndal, f. 22. jan. 1952, kona hans er María Aldís Krist- insdóttir, f. 27. jan. 1951, og Guð- mundur Blöndal, f. 18. júní 1954. Dóttir Áslaugar er Björg Cath- erine Blöndal, f. 28. maí 1997, maki hennar er Þorkell Ragnar Grétarsson, f. 2. mars 1997. Fyrstu ár Áslaugar bjó hún Þegar ég fékk fréttirnar að þú værir farin leið mér eins og ég væri ekki að fá fréttir. Ég fann þetta á mér. Nóttin á undan var skrítin og svefninn slitróttur. Embla vakn- aði undir morgun því hana dreymdi allskonar skrítið, að eigin sögn. Við höfðum kveikt á kerti fyrir þig kvöldið áður og leyfðum því að loga frammi í stofu yfir nóttina. Ég fann að ég vildi ekki að kertið myndi slokkna og vonaði morguninn eftir að það væri enn kveikt. Ég vildi að ljósið væri ei- líft. Þegar ég fór á fætur daginn eftir var ljósið slokknað. Hugsun- in hvarflaði að mér að þú værir farin en ég rétti mig fljótt af og hugsaði hlýtt til þín. Pabbi hringdi síðar um daginn og færði mér fréttirnar. Ég hvarf í huganum aftur inn á gang heima þar sem ég horfði inn í stofu í morgunmyrkrinu og sá ekkert ljós. Þú varst ljós. Hlý, einlæg og björt. Brosið þitt lýsti upp um- hverfið, hláturinn svo innilegur og bar þess merki hversu mikill húm- oristi og prakkari þú varst. Það er enginn eins og þú. Mér finnst ég svo lánsöm að þú hafir verið frænka mín og trúnaðarkona. Hamingjan sem þú komst með í farteskinu eins og Mary Poppins var einstök. Embla og Eva hopp- uðu af kæti þegar þú komst í heimsókn. Ég vissi nákvæmlega hvernig þeim leið. Þú varst alltaf til í að leika, segja sögur og hlæja með þeim. Ég mun sakna þess að heyra þig leika við þær, breyta um raddir og gefa böngsum og dúkk- um líf á þinn einstaka hátt. Minningarnar eru endalausar og svo margar góðar. Það var allt- af gott að tala við þig um heima og geima, tónlist og allskonar. Þú varst ávallt svo áhugasöm og stuðningsrík ef ég leitaði til þín. Ég man ekki eftir því að hafa orðið oft fúl út í þig á lífsleiðinni en það voru sennilega misgáfulegar ástæður fyrir því ef það voru ein- hver skipti. Þú sagðir samt oft söguna af því þegar ég fór í fýlu út í þig þegar ég var 5 ára. Þú baðst mig að færa mig um einn rass í aft- ursæti bílsins. „Ég er ekki með stóran rass!“ sagði ég fúl. Þér fannst svo fyndið að ég hefði mis- skilið þig svona svakalega að þú gast ekki annað en hlegið sem gerði mig víst enn fýldari á svip. Þú hlóst alltaf jafn mikið að þessu atviki og ég líka þegar þú sagðir frá því. Ógleymanlegir eru sketsarnir sem við gerðum með þér við syst- urnar. Við klæddum okkur í alls- kyns múnderingar s.s. gamla 80’s- kjóla af þér eða gömul jakkaföt af pabba og tróðum púðum inn á magann á okkur. Fórum svo í bíl- túr í herlegheitunum og röltum inn á BSÍ með upptökuvél í far- teskinu. Við hlógum og tístum yfir þessu öllu saman, það var alltaf svo gaman hjá okkur. Þú dróst okkur öll út úr skelinni og sýndir okkur að það er alltaf í lagi að leika sér og hafa gaman af lífinu. Það má ekki taka það of al- varlega og ég held að það sé það mikilvægasta sem þú kenndir mér. Ef þig langar að dansa úti á götu – gerðu það! En rétt eins og þú, þá eru allar þessar minningar sem við eigum um þig ljós. Það mætti því segja að ljósið þitt verði eilíft. Minningarn- ar, brosið, hláturinn og hlýjan lifir að eilífu í hjörtum okkar allra. Rebekka, Gauti og stelpurnar. Áslaug M.G. Blöndal Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 1+.&*0 +4 (/ ,&&( *!!3%)#&-(4 *0 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar *!!3%)#&-(4 '23(/(4 (/)2(&$+&$*0 við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.