Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
✝
Sigurður
Sverrir Gunn-
arsson fæddist 31.
ágúst 1955. Hann
lést að heimili sínu,
Suðurholti 3 í Hafn-
arfirði, 12. nóv-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Gunnar Sig-
urðsson, pípulagn-
ingameistari og
eldvarnaeftirlits-
maður, f. 28. apríl 1920, d. 19.
september 1995, og Ólafía Helga-
dóttir húsmóðir, f. 17. júlí 1917,
d. 3. október 1971, og áttu þau
fjóra drengi.
Bræður Sverris, eins og hann
var alltaf kallaður, eru: Jóel
Hreiðar Georgsson, f. 5. mars
1937, eiginkona Eygló Fjóla Guð-
mundsdóttir, f. 21. ágúst 1939,
september 1978, eiginmaður Ax-
el Axelsson, og Elísa Sverr-
isdóttir, f. 9. júlí 1984, sambýlis-
maður Ársæll Þór Ársælsson.
Barnabörn þeirra eru 11 tals-
ins.
Sverrir ólst upp í Hafnarfirði,
hann lærði pípulagnir og útskrif-
aðist sem pípulagningameistari
frá Iðnskóla Hafnarfjarðar 1988.
Hann starfaði við pípulagnir þar
til hann flutti til Danmerkur
ásamt fjölskyldu sinni árið 1995
til frekara náms og útskrifaðist
sem byggingafræðingur frá
Byggeteknisk Højskole í Horsens
árið 1999. Að námi loknu fluttu
hann og fjölskyldan aftur heim
til Íslands þar sem hann starfaði
meðal annars fyrir Verkvang
verkfræðistofu, Eykt, Ístak, Fag-
tak og Verkþing. En frá árinu
2014 og fram til síðasta dags
starfaði hann sem verkefnastjóri
hjá Hafnarfjarðarbæ.
Útför hans fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 25. nóv-
ember 2021, klukkan 15. Hlekk á
streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Sigurður Valdimars
Gunnarsson, f. 13.
júlí 1946, d. 29. nóv-
ember 2019, eig-
inkona Guðrún Stef-
anía Guðjónsdóttir,
f. 26. ágúst 1949, og
Helgi Gunnarsson,
f. 16. nóvember
1950, eiginkona
Vigdís Erla Grét-
arsdóttir, f. 23. sept-
ember 1953.
Í desember 1974 kynntist
Sverrir eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigríði Gísladóttur sem er
einnig frá Hafnarfirði. Þau
gengu að eiga hvort annað 20.
september 1980. Eiga þau þrjár
dætur, þær eru: Sigrún Sverr-
isdóttir, f. 22. maí 1977, sambýlis-
maður Davíð Már Bjarnason,
Svanhvít Sverrisdóttir, f. 28.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn sem lést föstudaginn 12.
nóvember í faðmi fjölskyldunnar
eftir stutta baráttu við krabba-
mein. Sverrir var ekki nema 66
ára þegar hann lést og það er búið
að vera erfitt að átta sig á því að
hann sé farinn. En minningarnar
um yndislegan mann ylja manni
um hjartarætur þó svo að það sé
sárt að rifja þær upp.
Sverrir var einfaldlega þannig
gerður að það var lítið mál að leita
til hans og fá ráðleggingar um hitt
og þetta og sérstaklega ef þær
snerust um eitthvað tengt smíðum
og pípulögnum. Þar kom maður
ekki að tómum kofunum. Og tal-
andi um öðruvísi kofa þá verð ég
að minnast á sumarbústaðinn og
kofaþyrpinguna sem við í fjöl-
skyldunni fengum nú aldeilis að
taka þátt í að gera sem glæsileg-
asta. Þar var nú ekki slegið slöku
við og alltaf fengu barnabörnin að
vera með í öllu. Það var sérstak-
lega gaman að fylgjast með hon-
um ala upp og kenna þeim hvernig
átti að halda á hamri, hvernig átti
að saga og slípa og umfram allt
hvernig átti að umgangast verk-
færi og efnivið. Ég er heldur ekki
frá því að við tengdasynirnir höf-
um lært sitthvað af honum.
Sverrir var alltaf boðinn og bú-
inn að aðstoða alla og óhræddur
við að biðja sjálfur um hjálp. Það
mættu fleiri tileinka sér. Þessir
eiginleikar áunnu honum virðingu
hjá fjöldanum öllum af góðum vin-
um, kunningjum og vinnufélögum.
Það hefur maður bæði séð og
heyrt síðustu daga.
Hvíl í friði elsku Sverrir minn.
Ekki hafa áhyggjur, ég skal sjá
um að fylla á nammiskápinn.
Axel Axelsson.
Hann Sverrir, elsku litli bróðir
okkar, er dáinn. Það er skrítið að
setjast niður og skrifa þetta, hann
var yngstur okkar bræðra, aðeins
66 ára, og átti svo margt skemmti-
legt eftir að gera með henni Siggu
sinni.
Hann hafði einstakt geðslag
hann Sverrir, alltaf hress og í góðu
skapi og var alltaf gaman að vera í
návist hans. Fjölskylda Sverris,
Sigga, stelpurnar hans og barna-
börnin voru honum allt og hann
fann líka hvað þau elskuðu hann
mikið.
Síðustu ár eyddu þau Sverrir
og Sigga mörgum stundum í sum-
arbústaðnum við Laugarvatn,
sem þau voru að taka í gegn og
lagfæra og breyta. Þá voru yfir-
leitt einhver af barnabörnum með
í för og fengu þau að taka þátt í
því.
Það var ótrúlegt að fylgjast
með honum Sverri í baráttunni við
sjúkdóminn sem stóð yfir frá því í
janúar á þessu ári. Þetta var bara
verkefni sem hann var ákveðinn í
að sigrast á. Hann missti aldrei já-
kvæðnina og húmorinn alveg til
lokadags. Það var alveg sama hve-
nær hann var spurður hvernig
honum liði, alltaf sama svar, ég hef
það bara fínt.
Ein góð saga um hann Sverri
lýsir honum vel og hans góða
húmor.
Þau Sigga voru í helgarferð í
Slóveníu með hópi fólks í apríl
2016. Þar finnur hann fyrir óeðli-
legum þrekmissi og var brugðist
skjótt við og eftir læknisskoðun á
spítala segir læknir þar að það sé
örugglega stífluð æð og setur
hann strax í hjartaþræðingu og
viti menn, ein æð stífluð 90%.
Læknirinn segir að hann þurfi að
laga æðina, það þurfi að fóðra
hana. Sverrir segir þá við hann að
þetta sé nú eitthvað sem hann
þekki sem pípari, þetta sé mjög
líkt því sem hann fáist við í því
jobbi. Læknirinn, með sama húm-
or og Sverrir, spyr hann þá hvort
hann vilji þá bara ekki gera þetta
sjálfur. Minn maður var þá fljótur
til svara, nei kallinn minn, ég er í
fríi (I am on a holiday), svo þú
verður að gera þetta.
Elsku Sverrir okkar, þín verður
sárt saknað, en nú getur þú farið
að stríða honum Sigga bróður
okkar sem lést fyrir tveimur ár-
um.
Missir Siggu, Sigrúnar, Svan-
hvítar, Elísu og allra barna-
barnanna er mikill og við biðjum
Guð að styrkja þau og varðveita.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við geymum minningu um ein-
stakan dreng í hjörtum okkar.
Helgi og Hreiðar.
Elsku Sverrir.
Mikið er sárt að þurfa að kveðja
þig svona allt of snemma. Þú
kunnir sko að njóta alls þess sem
lífið hefur upp á að bjóða og það
voru ekki síst litlu hlutirnir sem
veittu þér hvað mesta gleði.
Þú varst sannkallaður gleði-
gjafi, alltaf var stutt í glottið og
stríðnispúkann í þér. Þér leið best
þegar þú hafðir fólkið þitt í kring-
um þig, jafnvel eitthvað að brasa í
vinnugallanum og að leika við
barnabörnin.
Frá því að við vorum lítil börn
höfum við verið mikið inni á heimili
ykkar Siggu. Alltaf vorum við vel-
komin, umhverfið fallegt og af-
slappað og nærvera ykkar ljúf og
góð.
Fyrstu minningarnar eru af
Hjallabrautinni þar sem okkur
stelpunum fannst toppurinn á til-
verunni að fara með þér á rúntinn
og síðan var jafnvel boðið upp á
kótelettur og franskar í kvöldmat-
inn. Við gátum svo stolist í amer-
ískt morgunkorn frá Gunnari afa
og horft á barnaefni í kapalsjón-
varpi í blokkinni.
Ferðalög og heimsóknir til ykk-
ar í Danmörku standa einnig upp
úr, þar sem þið hélduð sama hlý-
lega íslenska heimilið, með ís-
lenska tónlist í græjunum og þú
sást svo til þess að það var alltaf til
nóg af Baldur kóla og fórst yfir
nýjustu tilboðin í súpermarkaðn-
um.
Sumarbústaðurinn kallar líka
fram fjársjóð af minningum. Þar
var alltaf eitthvað spennandi í
gangi og stutt í fíflaganginn. Það
var slegist um að fara með þér í
Skodann brunandi yfir kindahliðið
þannig að bíllinn tókst á loft. Eða
það héldum við krakkarnir að
minnsta kosti. Þú sást líka til þess
að allir fengju sumarbústaðasam-
loku og að enginn yrði svangur.
Við erum svo þakklát í dag, fyr-
ir ótal margar samverustundir
sem við höfum átt með ykkur fjöl-
skyldunni í gegnum árin. Þessar
samverustundir hafa einkennst af
vináttu, hlýju, góðum mat og
spjalli og oft miklu fjöri. Öll jólin,
áramótin, sumarfríin, páskarnir,
barnaafmælin og allar stærstu
stundirnar í lífi ykkar Siggu og
stelpnanna þar sem við höfum ver-
ið þátttakendur.
Þessar minningar munu ylja
okkur um ókomna tíð en við mun-
um alltaf sakna þín. Við munum
halda utan um Siggu, stelpurnar,
tengdasynina og barnabörnin þín.
Þú varst svo ánægður með þennan
flotta hóp og svo stoltur af þeim.
Takk fyrir allt, elsku Sverrir.
Brynhildur, Kristján
og fjölskyldur.
Hann Sverrir okkar er farinn
frá okkur. Hann var ekki bara
mágur og svili heldur líka svo góð-
ur vinur; vinur í á fimmta áratug.
Kostirnir hans voru svo margir.
Hann var fyrst og fremst góður
drengur og lét sér annt um alla.
Alltaf var hægt að leita til hans
með ráð um nánast allt og það var
eins og það væri hans líf og yndi að
leysa úr vandamálum vina sinna
og fjölskyldu.
En fjölskyldan var honum allt,
Sigga, stelpurnar, tengdasynir og
síðast en ekki síst barnabörnin
sem hann hafði svo mikið yndi af,
enda besti afi í heimi í þeirra huga.
Í sumarbústaðnum Mosa, paradís
fjölskyldunnar, var margt brallað
með barnabörnunum, byggðir kof-
ar uppi í tré og á jörðu niðri þar
sem hugmyndir og óskir barnanna
rættust. Það var gaman að fylgjast
með honum með barnabörnunum
þar sem græskulaus stríðni og
glens var á báða bóga.
Það er sárt að sjá á eftir honum
Sverri, en minningarnar og góð-
mennskan hans fer ekki úr okkar
huga. Hann skilur eftir minningar
sem við geymum með okkur og
höldum á lofti. Við höldum öll
áfram, hugum að hvert öðru og
yljum okkur við allar minningarn-
ar.
Guð geymi Sverri okkar.
Þú vakir, faðir vor,
og verndar börnin þín,
svo víð sem veröld er
og vonarstjarna skín,
ein stjarna hljóð á himni skín.
(Sigurbjörn Einarsson)
Gyða og Helgi.
Stórt skarð hefur verið höggvið
við fráfall elsku Sverris okkar og
nú er hann kominn inn í ljósið ei-
lífa, laus við þjáningar krabba-
meinsins sem yfirtók líkama hans
svo skyndilega og allt of hratt.
Við ótímabært fráfall Sverris
látum við hugann reika aftur til
upphafsára enda margs að minn-
ast frá æsku okkar. Við litum allt-
af á Sverri eins og stóra bróður
okkar enda ekki mikill aldursmun-
ur og var hann skírður ásamt Guð-
mundi á brúðkaupsdegi foreldra
okkar og sagði hann nafnið sitt
sjálfur enda orðinn fimm ára. Við
fjölskyldan fluttum inn á Hring-
brautina þegar foreldrar okkar
voru að byggja og þurfti Sverrir
að láta herbergið sitt af hendi og
sofa í stofunni, sem var ekki auð-
velt fyrir hann, en hann sá alltaf
björtu hliðarnar og lét það ekki
stoppa sig í að stríða okkur systr-
um með gulu kistunni sinni og
sagði að hún væri full af alls konar
sælgæti. Það mátti enginn sjá
hvað væri í kistunni, en þetta er
kista sem Sverrir smíðaði og er
hún ennþá höfð læst í bústaðnum
á góðum stað.
Sverrir var mikið á heimili for-
eldra okkar þar sem hann missti
móður sína mjög ungur. Honum
fannst ekki leiðinlegt að skemmta
sér og oft fékk hann að bjóða vin-
um sínum á Mávahraunið áður en
að farið var á ball í Skiphól. Það
var honum mikill happafengur
þegar hann kynntist Siggu sinni.
Sverrir var alltaf boðinn og búinn
að hjálpa okkur, ef við hringdum
þá var hann kominn um leið ef það
þurfti að laga eitthvað sem sneri
að pípulögnum og það var nóg að
hafa eitthvað gott með kaffinu
enda elskaði hann kökur. Það var
aldrei neitt mál hjá Sverri og mun-
um við eftir því þegar þau Sigga
ákváðu að mála íbúðina á Lauf-
vanginum fyrir gamlárskvöld og
bjóða öllum í mat til sín, en hann
mátti ekki heyra á það minnst að
breyta þessu plani enda búinn að
ákveða þetta.
Það var ótrúlegt að fylgjast
með Sverri berjast við sjúkdóm-
inn illvíga. Aldrei fundum við fyrir
vonleysi eða vorkunn heldur styrk
og baráttu eins og honum var
tamt með alla hluti sem hann tók
sér fyrir hendur.
Það er með miklum söknuði og
trega sem við kveðjum elsku
frænda okkar hann Sverri, enda
einstakur maður. Minningin um
ljúfan, geðgóðan og mikinn fjöl-
skyldumann lifir áfram í huga
okkar og endurspeglast í dætrum
hans. Elsku Sigga, Sigrún, Svan-
hvít, Elísa og fjölskyldur. Megi
guð styrkja ykkur í sorginni sem
þið takist á við núna.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Guðmundur, Áslaug og Ólafía.
Min venn.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það er erfitt að setjast niður og
rifja upp allar góðu stundirnar
sem við Sverrir og fjölskyldur
okkar höfum átt saman og þann
góða vinskap sem við höfum haft í
mörg ár.
Ég hafði vitað af Sverri í Hafn-
arfirði fyrr, en leiðir okkar lágu
svo saman í Lionsklúbbnum Ás-
birni í Hafnarfirði, þar kynnist ég
þessum blíða og húmoríska félaga.
Árið 1995 ákveðum við fjölskyldan
mín að flytja til Horsens í Dan-
mörku þar sem ég ætlaði að hefja
nám. Ég vissi af Sverri og hans
fjölskyldu þar. Hafði samband, og
ekki stóð á því að gefa sér tíma til
að aðstoða með það sem til þurfti.
Sverrir var með eindæmum greið-
vikinn. Í Horsens myndaðist sterk
vinátta okkar og fjölskyldna.
Við Sverrir sátum saman í
stjórn Íslendingafélagsins í Hor-
sens og síðar í stjórn Bygginga-
fræðingafélags Íslands, BFÍ.
Sverrir var mjög nákvæmur
með allt sem hann tók sér fyrir
hendur, ekki höfðu alltaf allir þol-
inmæði fyrir því hvað hlutirnir
gátu tekið langan tíma en útkoman
var ávallt góð.
Það var líka gaman að setjast
niður við matarborð með Sverri.
Hann naut hvers bita og tók sér
sinn tíma til að borða.
Sverrir var mikill fjölskyldu-
maður og átti stóran og traustan
hóp, samheldni þeirra er einstök,
og leið Sverrir aldrei betur en þeg-
ar hann hafði þau sem flest í kring-
um sig.
Sverrir var mikill húmoristi og
sá alltaf það spaugilega í kringum
sig, skaut inn ótrúlegustu gullmol-
um við hin ýmsu tilefni.
Við Sverrir höfum átt góðan
tíma saman. Brasað ýmislegt og
átt skemmtilegar umræður og
samveru, bæði innanlands og utan.
Gleðilegar voru líka heimsóknir
Sverris og Siggu til okkar Lauf-
eyjar til Noregs, þar sem við bú-
um.
Í sumar heimsóttum við Sverri
og Siggu þar sem þau voru stödd
hjá Sigrúnu og Davíð á Ströndum
og áttum við yndislega daga með
þeim öllum á þessum flotta stað.
Við Laufey komum í Íslands-
heimsókn nú í október sl. Dýr-
mætar stundir áttum við þá með
Sverri og Siggu. Okkur var boðið
með þeim hjónum, dætrum og
tengdasonum í yndislega kvöld-
stund, m.a. í Bæjarbíó þar sem
Sverrir leiddi mig stoltur um og
sýndi mér þær breytingar sem
gerðar hafa verið á húsnæði bíós-
ins sem hann hafði verið þátttak-
andi í fyrir hönd Hafnarfjarðar-
bæjar, þar sem hann starfaði
síðustu árin
Einnig fórum við í ferð á Snæ-
fellsnes til að eiga góða daga sam-
an og sækja okkur kraft í jökulinn.
Þetta voru yndislegir dagar sem
við vinirnir áttum saman með
Siggu og Laufeyju. Ferðin endaði
ekki eins og við höfðum vonað þar
sem vinur minn varð mjög veikur
og lagður inn á sjúkrahús í kjölfar-
ið.
Elsku Sigga, Sigrún, Svanhvít
og Elísa, megi góður Guð styrkja
ykkur og fjölskyldur ykkar á þess-
um erfiðu tímum.
Minningin um einstakan Sverri
lifir í hjarta mínu.
Laufey sendir ykkur kærleik-
skveðjur og þakkar fyrir samveru
með dásamlegum vini.
Þinn vinur,
Júlíus (Júlli).
Sigurður Sverrir
Gunnarsson
Elsku Magga
„amma“. Við minn-
umst þín með gleði
og hamingju í hjarta. Þú varst
okkur svo dýrmæt og yndisleg.
Þrátt fyrir að við flyttum úr Fí-
futjörninni góðu vorum við alltaf
nágrannar og meira en það. Þú
sagðir okkur strax frá fyrsta degi
að þú skyldir vera amma okkar
og barnanna okkar. Það var alltaf
Margrét
Valdimarsdóttir
✝
Margrét Valdi-
marsdóttir
fæddist 10. ágúst
1921. Hún lést 5.
nóvember 2021.
Útför Margrétar
fór fram 16. nóv-
ember 2021.
hægt að leita til þín og
treysta þér fyrir öll-
um heimsins vanda-
málum og fá stuðning
og hvatningu sem við
þurftum á að halda.
Þú varst alltaf bros-
andi og kát og þó að
eitthvað alvarlegt
bæri á góma náðirðu
alltaf að snúa því
þannig að við enduð-
um brosandi saman. Þú elskaðir
börnin okkar af öllu hjarta og þau
þig. Þú varst svo dugleg að fylgj-
ast með hvað þau voru að takast á
við í sínu lífi og gladdist af öllu
hjarta þegar þeim gekk extra vel
eða eitthvað frábært var að ger-
ast í lífi þeirra eða okkar.
Meðal helstu minninga okkar
af þér eru allar notalegu stund-
irnar sem við áttum, stuttar sem
lengri heimsóknir til þín, litlu jól-
in sem við héldum með þér heima
hjá okkur og krakkarnir minnast
hlýju þéttu faðmlaganna sem þú
varst óspör á. Það er óhætt að
segja að eitt púsl í fjölskyldu-
myndinni okkar sé farið en það
fór ekki langt. Hjartað okkar
varðveitir það ásamt enn fleiri
minningum sem við gleymum
aldrei og nýtum hvert tækifæri
til þess að rifja upp og brosa yfir.
Elsku yndislega Magga amma.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir okkur og kenndir okkur. Allan
stuðninginn og ástina sem þú
gafst okkur. Við söknum þín mik-
ið, munum laglega hlæja og
skemmta okkur þegar við hitt-
umst síðar. Takk fyrir allt.
Þínir eilífðarnágrannar,
Gestur, Rakel, Einar Ari,
Jónas Þór, Ingibjörg Halla
og Hafdís Hanna.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar