Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 11
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Um 900 fjölskyldur fá matarúthlut-
anir í hverri viku hjá Fjölskyldu-
hjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Sérstök aðstoð verður
veitt fyrir jólin, að venju, og má ætla
að allt að 4.000 fjölskyldur njóti
hennar hjá þessum félögum.
Fulltrúar fjölda heimila koma
„Aðsóknin er mikil. Það kemur
fólk frá um 400 heimilum í hverri
viku og fær matarúthlutun. Oftast
eru fleiri en einn á bak við hverja
manneskju sem kemur,“ segir Anna
Pétursdóttir, formaður Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur.
Anna segir að heimsfaraldurinn
hafi gert vinnuna við matarúthlutan-
irnar erfiðari en ella fyrir sjálfboða-
liðana. Hjá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur er matvörum raðað í
hillur. Þeir sem þiggja aðstoð koma
með innkaupapoka og raða í þá.
Grímuskylda er á staðnum.
Matarúthlutanir hafa verið í Há-
túni 12b á þriðjudögum og miðviku-
dögum frá 16. nóvember milli klukk-
an 12 og 14. Ein slík var í gær og svo
verður úthlutað í næstu viku.
Mæðrastyrksnefnd er byrjuð að
undirbúa jólaaðstoð. Í fyrra þáðu um
1.500 heimili aðstoðina og er von á
svipuðum fjölda nú. Tekið er við um-
sóknum í Hátúni 12b í Reykjavík
dagana 2., 3., 6. og 7. desember milli
klukkan 10 og 13. Skila þarf skatt-
framtali 2021 og er einnig hægt að
senda það í tölvupósti á maedur@-
simnet.is.
Hafa aukið við úthlutanirnar
Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar
mat í Iðufelli 14 í Reykjavík og Bald-
ursgötu 14 í Reykjanesbæ á mið-
vikudögum og fimmtudögum milli
klukkan 14 og 17.
Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar
mat til þurfandi allan ársins hring.
„Við gátum aukið matarúthlutanir
frá 1. nóvember vegna gjafar frá
KS,“ segir Ásgerður Jóna Flosadótt-
ir, formaður Fjölskylduhjálparinnar.
Úthlutað er á hverjum þriðjudegi
fram að áramótum í Iðufelli 14 í
Reykjavík. Einnig er úthlutað á mið-
vikudögum í Grófinni 2 í Reykja-
nesbæ. Þegar jólaaðstoðin hefst
verður bætt við úthlutunardögum
síðustu tvær vikurnar fyrir jól.
„Við höfum úthlutað til hátt í 500
heimila á viku samtals á báðum stöð-
um,“ segir Ásgerður. Í þessari viku
var töluvert miklu af fiski úthlutað,
einnig nautahakki og forelduðum
ítölskum bollum svo dæmi séu tekin.
Fólk í Reykjavík sækir um aðstoð
á vefsíðu Fjölskylduhjálparinnar
(fjolskylduhjalp.is) á fimmtudögum
og oft fyllist listinn á 20 mínútum.
Fólk þarf að leggja fram afrit af
skattframtali á vefnum. Svo koma
smáskilaboð (sms) um það hvenær
hver og einn getur komið og sótt
matinn. Allir sem fá smáskilaboðin
eiga að fá mat í þeirri úthlutun.
Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar-
innar í Reykjavík taka til þurrvör-
urnar á mánudögum. Svo er fersk-
vörum bætt við á þriðjudagsmorgni.
„Við höfum haft opið í gegnum allt
Covid-tímabilið og það hefur enginn
smitast hjá okkur. Fólk kemur ekki
inn en fær almennt afhenta 4-5 poka
með mat í hvert skipti,“ segir Ás-
gerður.
Byrjað verður að skrá umsækj-
endur um jólaaðstoð eftir 1. desem-
ber. Hefðbundnar matarúthlutanir
verða fyrstu tvær vikurnar í desem-
ber. Ásgerður segir að KS muni
breyta matarsendingum sínum til
hátíðabrigða fyrir jólin.
Hún reiknar með að allt að 2.600
fjölskyldur fái jólaaðstoð hjá Fjöl-
skylduhjálpinni fyrir jól. „KS gerir
okkur kleift að vera með mjög veg-
legar úthlutanir,“ segir Ásgerður.
Unnið gegn matarsóun
Hún segir að Fjölskylduhjálp Ís-
lands sé búin að vinna gegn matar-
sóun í 18 ár. „Við erum í samvinnu
við ákveðin fyrirtæki. Þegar vörur
eru að komast á dagsetningu þá
fáum við þær til úthlutunar. Matur
sem fer í frysti fyrir síðasta söludag
er í fínu lagi og ekkert að því að út-
hluta honum þótt komið sé fram yfir
síðasta söludag. Við eldum svona
mat fyrir sjálfboðaliðana til að prófa
hvort hann er ekki í lagi.“
Ásgerður segir að Fjölskyldu-
hjálpin þurfi að komast í 700 fer-
metra húsnæði þar sem verður hægt
að hafa opið alla virka daga frá 13-18.
„Fólk sem á ekkert að borða og hef-
ur skilað skattframtali getur þá
skannað sig þar inn og valið sér mat-
vörur. Það verður haft eftirlit með
því að fólk hamstri ekki óþarflega
mikinn mat, en það þarf ekki að
borga neitt. Þá þarf ekkert barn að
fara svangt í háttinn eða nestislaust í
skólann,“ segir Ásgerður. Hún hefur
kynnt þessa hugmynd fyrir ráðu-
neytum en ekki fengið nein viðbrögð
enn sem komið er.
Margir leita eftir mataraðstoð
- Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthluta mataraðstoð í hverri viku
- Senn líður að því að opnað verði fyrir jólaaðstoðina - Skjólstæðingar þurfa að skila inn skattframtali
Morgunblaðið/Eggert
Mataraðstoð Sjálfboðaliðar hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur voru að raða í hillur í gærmorgun fyrir mat-
arúthlutun í gær. Einnig vinna margir sjálfboðaliðar hjá Fjölskylduhjálp Íslands við að taka saman matvörur.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
Trönuhrauni 8 | 565 2885 | stod.is
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
AF SUNDFÖTUM
SVARTUR
FÖSTU-
DAGUR
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyr-
ir árið 2022 var samþykkt einum rómi
í bæjarstjórn Kópavogs við seinni
umræðu í fyrra-
dag. Gert er ráð
fyrir 105 milljóna
króna rekstraraf-
gangi af sam-
stæðu bæjarins.
Þegar fjárhags-
áætlunin var lögð
fram til fyrri um-
ræðu fyrr í mán-
uðinum var gert
ráð fyrir tæplega
89 milljóna króna
tekjuafgangi hjá samstæðunni.
Helsta breytingin á áætluninni milli
umræðna fólst í því að vegna breyt-
inga á reglugerð um bókhald, fjár-
hagsáætlanir og ársreikninga sveitar-
félaga var hlutdeild bæjarins í
byggðasamlögum og sameignarfélög-
um tekin inn í áætlunina. Við það
hækkaði rekstrarafgangur um rúmar
28 milljónir kr., eignir á efnahags-
reikningi hækkuðu um 2,5 milljarða,
skuldir um 1,2 milljarða og eigið fé
um 1,3 milljarða.
Gjaldskrár bæjarins voru sam-
þykktar við seinni umræðu. Gjald-
skrár fyrir grunnskóla, leikskóla og
frístund og gjaldskrár fyrir heimilis-
hjálp eldri borgara og mat hækka um
3,5% en aðrar gjaldskrár um 4,2%.
Á fundinum var samþykkt þriggja
ára áætlun Kópavogsbæjar fyrir árin
2023 til 2025.
Eins og fyrr segir stóðu allir bæjar-
fulltrúar úr meiri- og minnihluta að
áætluninni en fulltrúar einstakra
framboða undirstrikuðu ólíkar
áherslur.
Fasteignaskattar lækka
Útsvar íbúa í Kópavogi verður
óbreytt á næsta ári, 14,48%. Fast-
eignaskattur lækkar. Skattur af íbúð-
arhúsnæði lækkar úr 0,212% í 0,20%
og skattur af atvinnuhúsnæði lækkar
úr 1,47% í 1,44%. Sérstakt sorphirðu-
og eyðingargjald sem lagt er á hverja
íbúð hækkar úr 41.300 í 47.400 krón-
ur.
„Í fjárhagsáætluninni er áhersla
lögð á málefni barna, lýðheilsu og vel-
ferð, og endurspeglast það í ýmsum
verkefnum og framkvæmdum. Lögð
er rækt við grunnþjónustu sveitarfé-
lagsins auk þess sem öflug fram-
kvæmdaáætlun fylgir,“ segir í bókun
sem bæjarstjórn gerði við lok um-
ræðu um fjárhagsáætlunina.
helgi@mbl.is
Allir standa að
fjárhagsáætlun
- 105 milljóna kr. afgangur í Kópavogi
Ármann Kr.
Ólafsson
„Fjöldi umsókna um aðstoð er svipaður nú og í fyrra
en þá jókst hann mjög mikið frá árinu 2019,“ segir
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Hjálparstarfið hefur stutt fólk með inneign-
arkortum í matvöruverslunum. „Undanfarnar vikur
hefur verið heilmikil þörf,“ segir Bjarni. Starfsár
Hjálparstarfins er frá 1. júlí til 30. júní. Á starfsárinu
2020-2021 fengu 2.116 fjölskyldur inneignarkort og
sumar oftar en einu sinni. Úhlutanirnar voru 3.657
eða um 1,7 á hverja fjölskyldu. Um 68% aðstoðar
voru veitt á höfuðborgarsvæðinu.
Auk þess er veitt jólaaðstoð og er nú unnið að undirbúningi hennar.
Í fyrra bárust 1.707 umsóknir um jólaaðstoð og má ætla að um 4.400
einstaklingar hafi verið á bak við þær umsóknir.
Heilmikil þörf að undanförnu
HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR
Bjarni Gíslason